Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 29
DV LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 29 Nær áttræður skraddari. enn með nál og tvinna í höndunum, horfir um öxl: þótti gott að sauma þrjá jakka á viku - segir Hreiðar Jónsson klæðskeri um gullöld klæðskeranna Herramaður og flugliði. Utstilling á framleiðslu Hreiðars í glugga Málarans í Bankastræti, líklega á sjöunda áratugnum. „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði í þessu var dálítið sem þið unga fólk- ið þekkið ekki - það var kreppan sem tróð mér í þetta gegn mínum vilja. Ég var 16 ára og þráði það að verða sjómaður eins og bræður mín- ir og faðir höfðu verið. Það var hvergi pláss að fá og einhver hafði samband við foður minn og sagði honum að hann gæti komið mér að sem sveini hjá klæðskerameistara. Faðir minn vúdi að ég gerði þetta og þá þekkti maður það ekki að óhlýön- ast foreldrum sínum. Þar með var þetta ráðið og ég lærði í fjögur ár,“ segir Hreiðar Jónsson, 79 ára klæð- skeri. Kiæðskeri í 63 ár Hreiðar starfar enn í dag, 63 árum seinna, við saumaskap en hann lærði til klæðskera hjá Jóhannesi Arngrímssyni i Hafnarfirði. Hann hóf námið árið 1932 en að því loknu fór hann til starfa hjá Andersen og Lauth, þekktri saumastofu hér á árum áður. Áður en hann stofnaði eigið verkstæði árið 1942, þá 26 ára gamall, var hann hins vegar í eitt ár hjá Kristjáni Friðrikssyni í Últíma þar sem hann byrjaði sinn klæð- skerameistaraferil. Verkstæði hans var fyrst til húsa í Garðastræti 2, síðan við Laugaveg 11 og enn seinna í húsi númer 18 við sömu götu. Einn helsti viðskiptavinur Hreiðars, auk fjölmargra einstaklinga, var Flugfélag íslands en Hreiðar saumaði alla einkennisbún- inga fyrir flugfélagið í 25 ár, allt þar til það sameinaðist Loftleiðum. í dag er Hreiðar einyrki og rekur saumastöfu á annarri hæð verslunarmið- stöðvarinnar við Eiðistorg. Hreiðar segir, þegar hann ber saman gamla og nýja tímann, að margt hafi breyst. Þegar hann hafi verið að byrja í faginu hafi nær all- ur fatnaður verið saumaður í land- inu. Fermingarföt og allt þar upp úr hafi verið handsaumuð og það hafi ekki verið fyrr en eftir stríð sem innflutningur á fötum hafi byrjað í mjög litlum mæli í fyrstu. Innflutn- ingurinn hafi svo aukist með árun- um og það var ekki fyrr en löngu seinna sem hann var orðinn jafn mikill og við þekkjum hann í dag. Laugavegur 11 í London Hann segir viðskiptin hafa byggst upp á því að hafa góð föt og helst fal- leg því þá hefði náðst í fastakúnna. „Þegar ég var að byrja með eigin rekstur voru snið dálítið stöðnuð og evrópska tískan, helst dönsk áhrif, rikjandi. Um þetta leyti var að byrja innflutningur frá Bandaríkjunum. Ég man að ég og samstarfsmaður minn þá, Svavar Ólafsson, fórum í fataverslunina Geysi, sem hafði byrjað ári fyrr, og keyptum jakka og sprettum honum upp og tókum nið- ur sniðið. Öll fót höfðu verið þröng, mátuleg og passað vel en Ameríkan- inn kom með það sem okkur þótti fallegt. Þetta líkaði voða vel, var eft- irsótt og menn vöktu athýgli i þess- um fotum út fyrir landsteinana. Ég man til dæmis eftir því að Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður, sem var fastakúnni hjá mér í fjölda ára og góður vinur, var eitt sinn í Hreiðar segir, þegar hann ber sam- an gamla og nýja tímann, að margt hafi breyst. Þegar hann hafi verið að byrja í faginu hafi nær allur fatnaður verið saumaður í landinu. DV-mynd Brynjar Gauti „Það má segja að starfið sé meira orðið hobbí en nokkuð annað. Ég dunda mér hér til að leggjast ekki í volæði," segir Hreiðar. London í fmu samkvæmi. Þetta var rétt eftir stríð þegar Bretar voru ekki búnir að rétta úr kútnum eftir stríðið og töluverður skortur þar í landi. Þá vatt sér að honum maður í samkvæminu og spurði hann: „Hvar fáið þér fotin yðar?“ Sigur- geir svaraði að bragði: „Á Lauga- vegi 11.“ Hugurinn reikar enn á sjóinn Hreiðar segist enn ekki vita hvort hann sjái eftir því að hafa gert klæðasaum að sínu ævistarfi. Hins vegar hafi hann alltaf langað til að verða sjómaður, enda uppalinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Flestir bræður hans eru viðloðandi sjó- mennsku og faðir hans, Jón Sigurðs- son, oftast kallaður Jón á Stapa, var útvegsbóndi. Annað hafi því aldrei komið til greina á hans uppvaxt- arárum. Kreppan hafi þó, eins og fyrr segir, sett stórt strik í reikninginn sem enn sér ekki fyrir endann á og gerir líklega aldrei héðan í frá. héldu tryggð við okkur. Efnamenn keyptu dýr föt af okkur - jakka, vesti og tvennar buxur úr sama efninu - og létu þetta duga á ári. Það þótti gott að sveinar saumuðu þrjá jakka á viku þegar ég var sveinn en það var kom- ið niður í tvo þvl vinnutíminn styttist þegar fram liðu stund- Hann segir aðspurður reksturinn í dag til dæmis ekki byggj- ast upp á neinu, svo að segja. Eitt- hvað sé um erma- styttingar, fald- anir og breyt- ing- ar: „Ég kem hingað til þess aö vera hérna einhvers staðar að deginum tO. Ég nenni ómögulega að vera heinia þótt ég eigi yndislega konu. Ég segi reyndar að ég sé að gera þetta fyrir hana til að valda henni ekki leiðindum. Maður er búinn að vera að vinna alla ævina og kann ekki hitt. Ég leyfi mér þó að flækjast og ferðast og heimsækja börnin mín sem búa orðið um aOan heim. Það má segja að starfið sé meira orðið hobbí en nokkuð annað. Ég dunda mér hér til að leggjast ekki í vol- æði.“ Aðspurður segist hann fylgjast vel með tískunni og taka vel eftir klæðaburði fólks í dag. „Mér finnast menn miklu skemmtOegri sem ganga vel til fara. Ég er ekkert hissa á því að alþingis- menn þurfi að hafa sæmOeg laun til að geta klætt sig svo þeir séu ekki eins og einhverjir menn úr maðka- fjöru. Ég hugsa það oft að ef ég hefði saumað sumt af þessu sem fólk er að kaupa í dag þá hefði ég ekki orðið langlífur í stéttinni. Ég þekki sumt af þessu ekki sem fot.“ Hann var spurður einnar sam- viskuspurningar í lokin: Hvort stoppar hann eða frúin í sokkana á heimilinu? Sagði Hreiðar hvorugt þeirra gera það - þeir færu í rusla- fotuna. Hins vegar sæi hann um aðrar viðgerðir á fatnaði. -PP Verksmiðjuframleiðslan „Þetta voru fínir fagmenn hér áður fyrr. Það sem gerðist hins vegar var að íslensk verksmiðjuframleiðsla kom á markaðinn. Það var mikið tekist á um fagréttindi strax í upp- hafi en það fór sem fór að það tók að halla undan fæti hjá okkur gömlu fagmönnunum. Það gerði það líka hjá þessum innlendu fata- verksmiðjum en þegar þær týndu töl- unni tröllreið innfluttur verksmiðju- framleiddur fatnaður húsum hér á landi. Við vorum ekki lengur sam- keppnisfærir með okkar sveina sem handsaumuðu fot. Fólk áttaði sig al- veg á gæðamuninum á verksmiðju- framleiðslunni og handsaumuðu flík- unum en þeir urðu æ færri sem Treystir sár til fyrri verka Hreiðar segir ekkert um sér- sauma lengur. Enginn 'starfi sem klæðskeri lengur hér á landi, að geti kallast, því fatnaðurinn yrði allt of dýr. Þess utan sé ekki hægt að fá þau efni hér á landi sem klæðskerar noti til sinna verka. Hreiðar treyst- ir sér til dæmis ekki til að skjóta á hvað klæðskerasaumuð jakkaföt myndu kosta - „það yrði mjög dýrt“, segir hann en samt myndi hann treysta sér tO fyrra verklags ef á þyrfti aða halda. Götóttir sokkar í ruslið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.