Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 32
32
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
Islensk stúlka, Margrát Guðmundsdóttir b\
Astrid Ferner
prinsessa, eins og hún er opinberlega
kölluö, og er hún önnur tveggja
systra Haralds. íslendingar hafa löng-
um haft gaman af að rekja kyn sitt til
konunga og er þá gjarn-
an farið langt aftur
í ættir. Nú geta
þeir glaðst
yfir vænt-
anlegum
landa
a f
norsku
k o n
u n g a
k y n i
litlum
prinsi eða lítilli prinsessu.
Margrét og Alexander byrjuðu
saman fyrir tæpu ári þegar þau
kynntust á mjög rómantískan hátt á
skíðaferðalagi. Þau byrjuðu fljótlega
að búa saman, eiga nú von á erf-
ingja og hafa keypt einbýl-
ishús á flnum og barn-
vænum stað í ná-
grenni höfuðborgar-
innar, í sveitarfé-
laginu Bærum.
Væntanlegir for-
eldrar nú til
dags óska í
sumum tilfell-
um eftir því að
fá að vita um
kyn barnsins
þegar móðirin
fer í sónar en
það gerðist ekki
að þessu sinni.
Margrét og Alex-
ander vildu frek-
ar bíða spennt
þangað til barnið
fæðist, samkvæmt
heimildum DV.
Bærum, þar sem
unga fólkið ætlar að
setjast að, er sveitar-
félag á borð við Mos-
fellsbæ eða Garðabæ
nema bara mun stærra,
með um 200 þúsund íbúa.
Unga parið flytur í
nýja húsið fyr-
ir jól.
Enginn friður
fyrir pressunni
Þegar DV hafði samband við Mar-
gréti í vikunni neitaði hún að tala við
blaðið og hafnaði algjörlega viðtali og
myndatöku eftir að hafa ráðfært sig
við sambýlismann sinn. Hún hafnaði
viðtali á þeirri forsendu að þá fengju
þau engan frið fyrir norsku press-
unni. DV brá þvi á það ráð að fara
aðrar leiðir, lýsa aðstæðum unga
parsins, hringja í konungasérfræð-
inga Norðmanna og blaða í gömlum
blaðagreinum. Meiningin er að reyna
að gefa sem besta mynd af Fernerfjöl-
skyldunni og unga parinu.
Margrét er fædd í Reykjavík og
uppalin í Breiðholtinu þó að hún hafi
talsvert dvalist hjá móður sinni með-
an hún bjó á Akureyri. Hún á einn
bróður. Faðir hennar hefur búið i
Svíþjóð í mörg ár og rekur þar bak-
arí.
Komu bæði til
Islands í vor
Margrét var i Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og fór á því tímabili sem
au pair til Kalifomiu eins og svo
margar aðrar íslenskar stúlkur. Hún
vann í nokkur ár í tískuverslun i
Kringlunni, enda hávaxin og glæsileg
stúlka, og var þar síðast sem verslun-
arstjóri. Eftir að hún hætti í búðinni
vann hún skrifstofuvinnu um nokk-
urt skeið og flutti svo til pabba síns í
Svíþjóð. Hún starfaði í bakaríinu hjá
honum í fjögur ár, fékk þá atvinnu-
tilboð frá Noregi og fluttist þangað.
j Hún vann fyrst á hóteli í Ósló og
hóf síðan störf í tískuverslun í
miðborg Óslóar.
Margrét hefur haldið góðu sam-
bandi við foðurland sitt og komið
hingað árlega frá því hún flutti til
útlanda. Síðast kom hún í stutta
heimsókn í vor í tilefni af fimm-
tugsafmæli móður sinnar. Sambýl-
ismaður hennar var þá með í fór
og kynnti hún hann fyrir ættingj-
um sínum og nánustu vinum.
Stutt í vinnuna
Alexander Femer, 30 ára, er sonur
frú Astrid Femer, prinsessu í Nor-
egi, og eiginmanns hennar, Johans
Martins Ferner kaupsýslumanns.
Alexander, kallaður Alex, hefur
lokið prófi í verslunarháskóla í
Ósló. Hann hefur starfað við ýmis
sölustörf og meðal annars selt far-
síma. Frá því í febrúar á þessu ári
hefur hann starfað sem söluráðgjafi á
bílasölunni Bergheim Autosalg. Bila-
salan er í Bærum þar sem parið hef-
ur keypt sér einbýlishús. Það ætti þvi
að vera sæmilega stutt fyrir Alexand-
er að keyra í vinnuna þegar þau Mar-
grét verða flutt í nýja húsið, eins og
ráðgert er fyrir jólin.
Til gamans má geta þess að í skrif-
um norskra blaða kemur fram að Al-
exander Femer hafi haft tæplega 270
þúsund norskar krónur í nettótekjur
á síðasta ári. Það þýðir að hann hafi
haft 2,7 milljónir króna handbærar í
einkaneyslu að frádregnum skatti i
fyrra.
Amma prinsessa
hlakkar til
Móðir Alexanders, Astrid prins-
essa, er önnur tveggja systra Haralds
Noregskonungs. Elst er frú Ragnhild
Alexandra prinsessa sem giftist
norskum skipajöfri og býr í Rio de
Janeiro, konungurinn er yngstur og
Astrid prinsessa er í miðið. Hún gift-
ist Johan Martin, sem er af þekktum
norskum kaupsýsluættum, og eiga
þau fimm börn, tvær stelpur og þrjá
stráka, og er Alexander í miðið.
Barnabörnin era tvö, fimm og þriggja
ára, og svo er náttúrlega eitt hálfis-
lenskt á leiðinni hjá Margréti og Al-
exander. Astrid prinsessa hefur lýst
því yfir við norsk vikublöð að hún
hlakki mikið til
Konungablóð en
engar skyldur
Þegar Astrid prinsessa og Johan
Martin Ferner gengu í hjónaband fyr-
ir tæpum 30 árum var- ákvæði um
það í stjórnarskrá Noregs að einung-
is drengir gætu tekið við krúnunni.
Prinsessurnar tvær, Ragnhild og
Astrid, urðu því að afsala sér og sín-
um afkomendum réttinum til krún-
unnar við giftingu. Þriðja barnabarn
Astrid prinsessu verður þvi með biátt
konungablóð í æðum að einum fjórða
en elst upp sem ósköp venjulegt barn
sem aldrei mun bera formlegan
prins- eða prinsessutitil og kemur
ekki til með að gegna neinum opin-
berum skyldum fyrir hönd krúnunn-
ar.
í samtali DV við Vibekke Lie, sér-
fræðing í málefnum norsku konungs-
fjölskyldunnar, nú í vikunni kom
fram að búið er að breyta stjórnar-
Alexander Ferner, 30 ára systursonur H
ini og er sjálfur miðjubarnið. Þau systl
forðast kastljós fjölmiðla. Alexander er
iðunni og hefur norsk pressa fylgst no!
Tilvonandi tengdaforeldrar Margrétar C
anders Ferners, eru frú Astrid Ferner pr
sýslumaður. Johan Martin er stjórnai
skyldunnar í miðborg Óslóar en eigink
krúnunnar í ríkum mæli. Hún hefur ali<
verið heimavinnandi húsmóðir alla tíð.