Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 34
42 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 ^3 "V Ágrip af sögu Noregs: Konungsfjölskyldan var í útlegð í stríðinu Á víkingatímanum voru mörg sjálfstæö smáriki i Noregi. Harald- ur hárfagri gerði tilraun til að mynda sameinað ríki um 890 en sú tilraun féll í grýttan jarðveg og varð mikill ófriður milli norskra kon- unga og aðalsmanna. Kristni festi rætur í Noregi eftir 1030 og lögðust víkingaferðir þá niður. Sambandsslit við Svía 1905 Sjálfstætt ríki myndaðist í Noregi eftir að Danakonungur viðurkenndi sjálfstæði Norðmanna 1038. Á árun- um 1130-T260 áttu sér stað deilur milli manna sem töldu sig réttborna erfingja norsku krúnunnar og leiddu þær til styrjalda. Hápunktur norska ríkisins var á 13. öld þegar íslendingar voru undir norskri stjórn. Norska ríkið var í konungs- sambandi við Svíþjóð 1319-1343 og danska ríkið frá 1380. Áhrif Norðmanna í eigin landi jukust á 15. öld þegar danskir kon- ungar neyddust til að velja Norð- menn til að stjórna landinu. Þegar danskir konungar urðu einvaldir í Danmörku 1660 fengu þeir einnig einveldi í Noregi. Noregur fékk þingræði 1884. Um síðustu aldamót kröfðust Norðmenn sjálfstæðrar utanríkis- þjónustu. Deilur um þetta leiddu til sambandsslita við Svía 1905 og varð Noregur sjálfstætt ríki með þing- ræði og konungsstjórn. Danskur konungssonur, Karl, tók við norsku krúnunni sem Hákon 7. í útlegð í Lundúnum Norðmenn lýstu yfir hlutleysi í upphafi síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Þrátt fyrir það hersátu Þjóðverj- ar Noreg 1940-1945. Konungur Nor- egs, Ólafur 5., fjölskylda hans og ríkisstjórn voru í útlegð í Lundún- um og fylgdu bandamönnum að málum. Að stríðinu loknu sneri konungur heim og tók aftur við ríki sínu. Ólafur 5. lést 17. janúar 1991. Yngsta barn hans, Haraldur prins, tók við krúnunni. Fyrir þrjátíu árum gátu konur ekki tekið við krúnunni samkvæmt norskri stjórnarskrá og því afsöluðu eldri systurnar tvær, prinsessurnar Ástríður og Ragnhildur, sér krún- unni við giftingu. Afkomendur þeirra eiga ekkert tilkall til krún- unnar. Gott samband hefur verið milli norska og íslenska ríkisins, til dæmis gegnum norrænt samstarf, og að sjálfsögðu milli þjóðhöfðingja beggja landanna. Norskir konungar hafa komið hingað til lands í heim- sókn gegnum tíðina, síðast Harald- ur Noregskonungur á lýðveldishá- tíð íslendinga á Þingvöllum í fyrra. -GHS Frændgarður Noregskonungs Haraldur Noregskonungur tók við norsku krúnunni að föður sínum, Ólafi 5. Noregskonungi, látnum veturinn 1991. Haraldur Noregskonungur ásamt föður sínum, Ólafi 5., sem nú er látinn, eiginkonu sinni og tveimur börnum. Haraldur var i útlegð með fjölskyldu sinni, foreldrum og systrum í Lundúnum í síðari heimsstyrjöldinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.