Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 37
T>V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 45 „Leikhúsið hér verður að reka á svipuðum forsendum og leikhúsin í Reykja- vík. Á Akureyri voru á síðasta leikári frumsýnd fimm verk og eitt frá fyrra ári var tekið upp að nýju. Á sama tíma frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur sex leikverk og var með þrefalda fjárveitingu á við LA og það var of lítið fyrir Leikfélag Reykjavíkur." hefur ekki alltaf verið að mínu skapi.“ Eiginkona og hjákona Viðar hefur víða komið við í leik- húsheiminum og neitar því ekki að hann búi yfir mikilli reynslu og yfir- gripsmikilli þekkingu innan leik- hússins: „Ég byrjaði hjá Leikfélagi Akur- eyrar 1969 þegar það var enn áhuga- félag og lék þar í 7 verkum. Síðan lá leiðin í leiklistarskóla ög eftir nám í SÁL og Leiklistarskóla íslands 1976 hef ég leikið í um 60 sýningum og sett á svið tæplega 20 leikrit. í 10 ár starfrækti ég EGG-leikhúsið sem var boðið víða um heim með sýningar og það má því segja að ég hef víða komið við. Eg á t.d. að baki á annað hundrað útvarpsþætti sem flestir fjölluðu um listir og menningarmál. Einnig hef ég gegnt ýmsum trúnað- arstörfum, s.s. formennsku í Leik- stjórafélaginu. Þetta er allnokkuð, enda hafa vinir mínir sagt að ég sé giftur leikhúsinu. Leikhúsið er bæði eiginkona mín og hjákona." Í hlutverki Drakúla - Mega leikhúsgestir í Borgarleik- húsinu eiga von á því í framtíðinni að sjá þig þar á fjölunum eins og þú gerir nú í hiutverki Drakúla hjá Leikfélagi Akureyrar? „Þegar ég var í viðræðum við leik- húsráð Leikfélags Reykjavíkur lagði ég áherslu á það að ég vildi fyrst og fremst vera hstrænn stjómandi. í því felst m.a. að vinna með listamönnum hússins að verkefnavali, leikaravah og að velja leikstjóra og aðra starfs- menn. Ég mun koma mjög sterkt inn í þá vinnu en ég vil einnig starfa þar sem hstamaður þótt það sé ekki æskhegt að ég verði áberandi sem slíkur. Það að ég leik nú hlutverk Drakúla á Akureyri kom hins vegar til af því að Michael Scott vhdi hafa mig í leik- arahópnum og þegar að því kom að skipa í hiutverkin fór hann þess á leit við mig að ég léki titilhlutverkið sem er þó ekki aðalhlutverkið. Ég lagði það mál í hendur leikhúsráðs og sú varð niðurstaðan að ég léki Drakúla." Störfin vel metin Viðar segir árin á Akureyri hafa verið mjög ánægjuleg: „Fólkið hér tók mér afskaplega vel og ég hef fundið fyrir mikhli velvhd. Ég finn það líka að störf mín hafa verið vel metin. Núna, þegar styttist í að ég- fari héðan, hafa margir komið th mín og lýst yfir ánægju sinni með að ég hafi fengið starfið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þeir hafa um leið lýst yfir óánægju sinni ýfir að ég skuh vera að fara. Það gleður mig óneitanlega." Viðar segir það hafa verið ákvörðun leikstjóra og leikhúsráðs að hann færi með hlutverk Drakúla sem verið er að frumsýna hjá Leikfélagi Akur- eyrar um þessar mundir. Vöggudauði er ráðgáta aldarinnar á Vesturlöndum: Best að börnin sofi uppi í rúmi hjá mömmu - hindrar vöggudauða, telja breskir sérfræðingar Breskir sérfræðingar hafa kom- ist að því að hægt er að hindra vöggudauöa með því að láta ung- börn sofa uppi í rúmi hjá mæðrum sínum. Sérfræðingarnir benda á að vöggudauði sé mjög fátíöur í öðrum heimshlutum, svo sem Asíu, þar sem börn sofa hjá mæðrum sínum í 95 prósentum tilfella. Þeir segja að mæðurnar veki börnin reglu- lega ómeðvitað með hreyfingum sínum yfir nóttina og geti gefiö þeim brjóst eftir vhd. Börnin öðhst öryggiskennd vegna nærveru móð- urinnar og verði rólegri en ella. Það séu því margir samverkandi þættir sem dragi úr vöggudauða. Vöggudauði, það er þegar börn hætta skyndhega að anda í svefni, hefur verið ráðgáta á Vesturlönd- um um langt árabil. Margar rann- sóknir hafa verið gerðar og hafa ýmsar kenningar verið á lofti. Sums staðar hefur heyrst að ung- börnin deyi vegna eiturlofts sem stígi upp úr rúmdýnum þeirra, annars staðar að bömin megi ekki liggja á bakinu því að þá geti lok- ast fyrir öndunina af einhverjum ástæðum. Ekkert af þessu hefur sannast og er vöggudauði því enn óútskýranlegur af hálfu læknavís- indanna. Algengast hjá hvítum í grein í dagblaðinu The Sunday Times, sem kemur út í Bretlandi, er sagt frá því j nýlegri grein að vöggudauði sé tvisvar sinnum hærri hjá hvítum en fólki með ann- an hörundsht þrátt fyrir það að fjölskyldur með gulan, rauðan eða brúnan húðht séu að meðaltaU mun fátækari, séu stærri og búi í verra húsnæði en hvítár fjölskyld- ur. Þá er vöggudauði nánast óþékktur í ýmsum heimshiutum, th dæmis Indlandi, og indverskar mæður, sem eru aldar upp við að börnin sofi uppi í rúmi hjá móður- inni, hafa haldið þessum sið eftir að til Vesturlanda er komið. í greininni í Sunday Times kemur fram að mennimir séu einu spen- dýrin í heiminum sem láti börnin sín sofa fjarri sér á nóttunni og það þó að mannanna börn séu mun vanþróaðri og hjálparlausari fyrst eftir fæðingu en ungviði annarra dýrategunda. Rannsókn á Norðurlöndum Á næstunni fer í gang rannsókn á vöggudauða meðal 20 þjóða, með- al annars Kínverja, þjóða Suður- Ameríku, Ítalíu og Norðurlanda þar sem meðal annars verður kannað hvaða áhrif það hafi þegar börn sofa uppi í rúmi hjá móöur sinni. Erlendir sérfræðingar mæla nú til dags með því að mæður láti börnin sofa uppi í rúmi hjá sér og styðjast þar við rannsóknir á svefn- venjum mæðra og barna þeirra í vanþróuöum ríkjum. í Sunday Ti- mes segist sérfræðingur frekar ótt- ast að börnin deyi vöggudauða eftir að hafa ofhitnað undir þungri dún- sæng en af öðrum ástæðum. Sérfræðingar telja að það hindri vöggudauða ef ungbörn sofa uppi í rúmi hjá móður sinni þvi að þá geti þau fengið brjóst að vild auk þess sem móðirin veki þau ósjálfrátt með hreyfingum sínum i svefni. Karólína prinsessa með nýjan vin: Er sá rétti kominn eða bíður hún enn? Endanlega virðist vera shtnað upp úr ástarsambandi Karólínu prins- essu af Mónakó og franska leikarans Vincent Lindon. Samband Karólínu og Vincents hefur verið shtrótt á stundum og reyndar aldrei náð því stigi að þau kæmu fram saman opinberlega þó að Vincent hafi stutt hana gegn- um sorgina eftir að eiginmaður hennar, Stefano Casiraghi, fórst í slysi í heimsmeistarakeppninni í kappakstri fyrir fimm árum og verið börnum hennar foðurímynd. Erlend slúðurblöð spá og spekúlera mikið í ástarmál Karólínu og Vinc- ents og telja að Karóhna bíði enn eftir stóru ástinni því að í sumar hafi hún siglt um Miðjarðarhafið með vinum sínum og skihð Vincent eftir heima hjá fjölskyldu sinni. í stað Vincents var nýr maður með Karólínu, Marc Boitel. Þessi tíðindi þykja öruggt merki þess að aldrei verði hjóna- band úr sambandi Karóhnu og Vincents en komi stóra ástin fram á sjónar- sviðið verði ábyggilega blásið á ný tíl brúðkaups í Mónakó. Karólína prinsessa af Mónakó varð fyrir gífurlegu áfalli fyrir fimm árum þegar eiginmaður hennar lést í slysi í heimsmeistarakeppn- inni í kappakstri og hefur ekki enn fundið ástina aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.