Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 39
DV LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 47 Frá Ástralíu í austfirskan dal: Þarftu að selja bílinn ú-nnun, mikil o\grun. Húsin gun eflir og vií sendum dinavJska h£, Fasteignir u íslensk smíð og 'ivga hönnun, mikil nnangrun. Húsin : -9 bau eru :-k .xastofnun . . í'iAittur inxxiojidum aíit kl 100 kmádag. P\ U x'x vaiií! Bfíaleiga. Gullvfóis, símar tí '. ' J •oö Zl'- ■ Bílartilsölu Toyota Corolb littback 1300, árg. '88, svört, ekin 115 þús. Verð 450 þús. staÖ- greitt, Upplýsingar í síma 552 0160 frá kl. 13-18 eia Chevy Van jyort QP^jfrg. ‘79, 8 cyl., ti 'firuu*M,umrétollur, Su.ta^diif. Dana 60. T8 S-ÖiU i :: 470 h‘í-. u,<:, .fja&ranöljv.b- ar og ÍQgxu i hús, nýlegt í:,: i milliskafti. ; undir olíuverki, ;xy: öllu, n#jar ak.síhc <••• hjólalegur á frerma í (húsi að framanvevó j, upp meÖ húsi + kro: stýrisenda, uppteki v gírkassi, nýr loftdeilir legt glussakerfi og 2 uppgerÖur GF • hleÖsluventil], nýleg 8 dek^ magn^Ljij skiptinj^lö gira, magfcfþurrkari íyr: ♦iflg á húsi, loftfia-.: tankur, aÖvörx:u,v mötorbremsa í • kari, spoiler á v kastarar ::i u: auglýsingar Hérer Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðurru Hún er uppalin í skógum Ástralíu viö óheft frjálsræði. Aðeins 19 ára, eftir að hún hafði lokið verslunar- prófi, var hún orðin verslunarstjóri í glæsiverslun í stórborginni Sydney þar sem hún haiði yfir 30 manns að segja. Eftir fimm ára starf fór hún til London og fékk vinnu í enn glæsi- legri verslim þar sem aðallinn og kóngafólkið verslar. En þar vann hún aðeins í einn mánuð. Stressiö var yfirþyrmandi. Næst fréttist af henni við fiskvinnslu á Rifi á Snæ- fellsnesi. Ekki beinlínis líkir staðir en hún var laus við stressið. Þannig hljómar brot úr lífssögu Margarete Johnson sem býr á Glúmsstöðum, sem eru um 50 kílómetra frá Egils- stöðum. í fiskvinnslunni á Rifi var ungur maður úr Fljótsdal og tókust með þeim kynni. Eftir nokkrar ferðir út og aftur til íslands varð úr að hún kom alkomin til hans að Glúmsstöð- um í Fljótsdal. Fljótt á litið gæti virst sem hún væri að sóa menntun og hæfileikum í „fásinninu" í sveitinni en bíðið aðeins við. Erfullaf hugmyndum „Ég er full af hugmyndum og það er ekki alltaf gott. Ég hef áhuga á öllu í kringum mig og mig vantar alltaf tíma. Ég á eftir að gera svo margt sem mig langar til. Hér er ró- legt og hér get ég hugsað,“ segir Margarete. Það nýjasta sem Margarete hefur á „Ég á eftir að gera svo margt sem mig langar til. Hér er rólegt og hér get ég hugsað," segir Margarete, sem hér er með syni sínum, Sigurði Max, og sannarlega hlýtur að vera gott að hugsa í því umhverfi sem hún býr í. DV-myndir Sigrún Björgvinsdóttir. prjónunum er framleiðsla á birki- salti en þá framleiðslu keypti hún frá Norðfirði sl. vor. „Þetta er mjög spennandi verk- efni,“ segir Margarete. „Ég hef verið að þreifa mig áfram á markaðnum og ég hef fullan hug á að reyna að flytja framleiðsluna út. Reyndar hef ég von um að komast inn á markað í Bandaríkjunum. Það er líka verið að þróa nýjar umbúðir um saltið sem eru baukar úr birki. Hingað til hef ég notað innflutta glerbauka og það er allt í lagi fyrir matvöruverslanir. Fyrir ferðamannamarkaðinn er hins vegar nauðsynlegt að hafa innlendar umbúðir og ekkert er betur við hæfi en birkið. Hingað koma nær 200 þús- und ferðamenn á ári og þótt ég nái bara til fimm prósenta þeirra þá er ég komin vel af stað. í þessum um- búðum er birkisaltið líka mjög skemmtilegt borðsalt. Þá skiptir líka öllu máli að með þessu er framleiðsl- an orðin vistvæn með öllu.“ Margarete notar íslenskt eðalsalt í framleiðsluna en það er miklu holl- ara heilsunni en annað salt. Hún vill ekki nota annað en ekta náttúruvör- ur í sína framleiðslu. Hún er áhuga- manneskja um ull og ullarvinnu, spinnur og vefur listvefnaö en það er nú mest til að nota heima, segir hún, og svo gefur hún vinum sínum ofin stykki. Og hún litar sjálf úr jurt- um. Vill ekki sjá gerviefni „Ég vil ekki sja gerviefni og ég finn með því að þreifa á hráefninu hvort ég er með gerviefni í höndunum. Ull, bómuli og hör eru þau efni sem ég nota í vefnaðinn. Það er mjög skemmtilegt að vinna þetta og gott að grípa til þess þegar minna er að gera yfir veturinn. Ullin í Ástralíu er þó miklu betri til vinnslu en sú íslenska, bæði fínni og svo er ekkert tog á henni. Þar fást um fimm kíló af hverri kind.“ Maður Margarete er leiðsögumað- ur í hestaferðum inn að Snæfelli og hún eldar fyrir hópinn. Þau vinna viö gróðursetningu og í haust hafa þau plantað 30 þúsum plöntum, mest á annarri jörð en eigin. Þau hafa ekki svo mikiö land sjálf fyrir skóg- rækt því þau reka sauðfjárbú og Birkisaltið, sem Margarete vinnur að framleiðslu á, á hug hennar allan núna. Á myndinni má sjá bauk úr birki og annan úr gleri sem er inn- fluttur. halda nokkuð mörg hross. Það er því augljóst að Margarete hefur nóg fyrir stafni. Eins og er á framleiðslan á birkisaltinu hug hennar allan og þar kemur menntun hennar að góðum notum. Aðalvinn- an við það er á sumrin. Þá safnar hún birkilaufum, þurrkar og malar, og blandar þeim í saltið í stór fiát. Síðar er hægt aö fylla á krukkur eft- ir hendinni. Og veturinn ætlar hún að nota til að finna nýja markaði. Dalurinn er orðinn nokkuð þröng- ur um Glúmsstaði. Fjölhn eru há og hlíðin beint á móti bænum er skógi vaxin með svörtum hamrabeltum. Og í eyrum dunar Jökulsá. Hér hlýt- ur að vera gott að hugsa. rólegt og hér get ég hugsað - segir Margarete Johnson á Glúmsstöðum um sveitasæluna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.