Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 40
48 fréttir LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1995 Ofbeldi, pyntingar og kynferðisleg misnotkun beið ungra stúlkna i hryllingshúsi West-hjónanna: Fæstar sluppu lifandi Ofbeldi, kynferöisleg misnotkun, öfuguggaháttur, nauðganir og morö eru rauði þráöurinn í sakamáli því sem sem nú er á hversmanns vörum í Bretlandi og nefnt hefur verið saka- mál aldarinnar. Slóö hjónanna Freds og Rosemary West er blóði drifin en fyrir nokkru var lögð fram ákæra á hendur þeim vegna 10 moröa á ung- um stúlkum og konum á tímabilinu frá 1971 til 1987, þar á meðal á dóttur Freds frá fyrra hjónabandi og elstu dóttur hjónanna. Níu illa farin lík fundust við uppgröft í og við hús West-hjónanna að Cromwellstræti 25 í Gloucester í febrúar í fyrra. Fyrsta líkiö sem fannst var lík elstu dóttur þeirra hjóna, Heather. Við áframhaldandi gröft kom meiri hryllingur í ljós en orð fá lýst. Fimm líkanna fundust grafin undir gólfi í kjallara hússins, eitt undir baðher- bergisgólfmu og þrjú undir hellu- lagðri stétt í bakgarðinum. Af um- merkjum að dæma hafa stúlkurnar flestar liðið skelfilegar kvalir stund- irnar fyrir andlát sitt á meðan West- hjónin fengu útrás fyrir afbrigðilegar kenndir sínar og kynóra. Hefur húsið réttilega verið nefnt hryllingshúsið. Lík yngri dóttur Freds, Charmine, fannst reyndar við fyrra heimili hans, skammt frá Cromwellstræti. Lík af fyrrverandi eiginkonu hans og barnfóstru fundust síðan annars staðar. Rosemary er ekki taiin tengj- ast morðunum á tveimur síðast- nefndu konunum. Vitni lýsa samtölum sínum við West-hjónin þar sem þau sögðu frá því hvemig þau fóru út í leit að ung- um stúlkum og hvernig þau reyndu að fá þær til að leigja hjá sér. Fred vildi hafa þær ungar því þá var meiri möguleiki á að þær væru óspjallaðar. Fred West virðist hafa óttast réttar- höldin og þá niðurlægingu sem þeim fylgdi en hann fannst hengdur í fangaklefa sínum á nýársdag. Rose- mary West situr því ein uppi með ákærur fyrir ólýsanlega grimmd og öfuguggahátt sem smám saman er afhjúpaður með framburði vitna í málinu. Hún neitar öllum sakargift- um en flest virðist benda til þess að hún hafi verið með í ráðum. Vitni bera að Rosemary West hafi verið meö kynlíf og kynsvall á heil- anum. Saksóknarinn segir að flest í máhnu megi skýra meö kynferðis- legri þráhyggju West-hjónanna sem virðist hafa tengt þau afar sterkum böndum. Ein stúlka slapp lifandi frá misnotkun á heimili West-hjónanna 1972 og kærði þau. Þau hlutu sekt en niðurlægingin þótti þeim slík að nær engar stúlkur sluppu eftirleiðis lif- andi úr klóm þeirra. Bundin uppi á stól Fred og Rose- mary kynntust 1969. Hún var þá aðeins 15 ára og hann 27 ára. Fred bjó í hús- vagnaþyrpingu með stjúpdótt- ur sinni, Charmine. Árið eftir varð Rosemary ófrísk að Heather. Þá haföi Fred reyndar verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir svindl og pretti. Rose- mary átti mjög erfitt með að lynda við Charmine og versnaði samband þeirra stöðugt. Þannig lýsir fyrrum nágranni West-hjónanna að Mid- landvegi 25 því að dóttir hennar hafl eitt sinn spurt eftir Charmine. Þegar dymar voru opnaðar sá hún Char- mine standandi á stól með hendur bundnar með belti fyrir aftan bak. Rosemary virtist vera að búa sig undir að berja bamið með barefli. í ágúst 1971, stuttu eftir að Fred losnaði úr fangelsi, hvarf Charmine sem þá var á níunda aldursári. Rose- mary sagði að hún hefði flust til móður sinnar. í maí í fyrra fann lög- regla líkamsleifar Charmine undir baðgólfinu á Midlandvegi. Fór að heiman Blóðbaðiö var hafið. Lynda Carole Gough vann í verslun í Gloucester og hafði kynnst West-hjónun- um. Hún kom oftsinnisíhúsið og fyrri leigjendur segja að leigjend- ur í húsinu hafi átt í kynferðislegu sambandi við Lyndu. í apríl 1973 fengu foreldrar Lyndu bréf frá henni þar sem hún sagðist vera flutt og hvarf hún um það leyti. Móðir hennar reyndi að leita henn- ar og lá leið hennar meðal annars heim til West-hjónanna. Þau sögðust ekki vita annað en að Lynda hefði farið og tekið allar eigur sínar með. Þá tók móöirin eftir því að Rosemary var í inniskóm Lyndu og fot af henni héngu á þvottasnúrunni. Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar varö fátt um svör. Endanlegt svar um örlög Lyndu kom 21 ári seinna þegar líkamsleifar hennar fundust grafnar undir bað- herbergisgólfi West-hjónanna. Um- merki bentu til að höfuð hennar hefði allt verið vafið með breiðu límbandi og hún bundin nakin. Rosemary var ófrísk af syni hjón- anna þegar Lynda hvarf og hðu einir sex mánuðir þar til annað morð var framið. En þá varð ekkert lát á óhugnaðinum á annað ár. Áleiðtilömmu sinnar Carol Ann Cooper var uppreisnar- gjam ungling- ur sem hafði verið á fóstur- heimih. Hún var á leið til ömmu sinnar þegar hún hvarf, í nóvember 1973, þá 15 ára gömul. Líkamsleifar henn- ar fundust undir kjaharagólfinu í Cromwehstræti 25, en hún var fyrst fimm fómarlamba sem þar voru grafin. Höfuð hennar var skorið af. Ummerki bentu til að höfuð hennar hefði verið vafið hmbandi og hún bundin. Hún mun hafa legið hjálpar- laus en á lífi ótiltekinn tíma - fórnar- lamb hugaróra West-hjónanna. Nemi í miðaldaensku Lucy Parting- ton var nemi í miðaidaensku við háskólann í Exeter, alvöra- gefin en við- kunnanleg stúlka. Hún hvarf á þriðja degi jóla 1973. Líkamsleifar hennar fundust einnig undir kjallaragólfinu og virðist hún hafa fengið svipaða meðferð og Carol Ann. Hún hafði verið bundin og kefluð klæðlaus. Mörg bein í hkama hennar voru brotin og mjaðmagrindin var úr hð. Tahð er að West-hjónin hafi boðið henni far. Virðist nærvera Rosemary í bílnum hafa veitt stúlkunni örygg- iskennd en á móti gat Rosemary talað hana tii og lokkað í hryhingshúsið. Svissneskur puttalingur Theresa Sieg- enthaler var svissnesk og nam félags- fræði í London. Hún talaði með þýskuskotnum hreim en full- komna ensku að öðra leyti. Hún var á leið til vin- konu sinnar á írlandi á puttanum Fred og Rosemary West. Olýsanlegar kvalir og dauði beið ungra stúlkna á heimili þeirra í Gloucester. þegar hún hvarf í janúar 1974. Lík hennar fannst í örlítilli holu undir kjallaragólfinu, höfuðið höggvið af og líkiö hmiest. Hún hafði einnig verið bundin og kefluð. Allt bendir tíl að misnotkunin og morðið hafi átt sér stað að Cromwellstræti 25. Andaði um slöngubút Shirley Hub- bard var 15 ára þegar hún hvarf. Hún hafði verið í fóstri frá tveggja ára aldri vegna vandamála heima fyrir. Hún hafði tvisvar strok- ið frá fósturforeldrum sínum. Hún hvarf í desember 1974. Líkamsleifar hennar fundust undir kjallaragólfi West-hjónanna. Höfuð hennar haföi verið höggvið af og úthmimir voru illa leiknir. Gríma úr límbandi hafði verið sett á höfuð hennar og htið gat fyrir slöngu sem sneri að nasaholun- um. Síðasta kjallaralíkið Juanita Mott varl8áraþegar hún hvarf. Henni var lýst semvhjasterkri en uppreisnar- gjarnri og glys- gjamri stúlku semólstuppvið erfiöar aðstæður. Hún hafði leigt hjá West-hjónunum um tíma en flutti síðar út og bjó með vini sínum. Hún ætlaði að passa bara fyrir vin sinn í apríl 1974 en kom aldrei. Sundurhm- aður líkami hennar var sá síðasti sem fannst í kjallaranum. Hún hafði fengiö sömu meðferö og hin fóm- arlömbin og auki veriö barin í höfuð- ið meö hamri. Kjallarinn fullur Nú var lítið WKKM pláss eftir í kjaharanum fyrir fleirilíkog svo virðist sem West-hjónin hafi ákveðið að hætta hryll- ingsverkunum í bih og dró ekki th alvarlegra tiðinda fyrr en í apríl 1977. Þá flutti Shirley Ánn Robinson inn í herbergi hjá West-hjónunum. Stuttu síðar varð hún ófrísk eftir Fred. Annar leigjandi tók eftir þvi að andrúmsloftið varð þrungið afbrýðisemi og West-hjónin rifust stundum heiftarlega. Shirley hvarf í maí 1978, þá komin yfir átta máunði á leið. Líkamsleifar hennar og fóstursins fundust grafnar við dyrnar út í bakgarðinn á húsi West- hjónanna. Elsta dóttirin líka í ágúst 1979 hvarf Allison Chambers, þá tæplega 17 ára, frá unglinga- heimhi í Glouc- ester en hún hafði verið í fóstri frá barn- æsku vegna skilnaðar. Hún hafði sést við hús West-hjónanna nokkrum sinnum um sumarið en hvarf rétt fyrir afmælisdaginn sinn í ágúst. Líkamsleifar henanr fundust í garð- inum. Síðasta fórn- arlambið sem grafiö var í garðinum, en jafnframt það fyrsta sem fannst í febrúar 1994, var dóttir West-hjónanna, Heather. Hún hvarf skömmu fyrir 17. afmæhsdaginn sinn 1987. Hafði samband hennar við foreldrana snarversnað og eru getgátur um að hún hafi vitað of mikið eða hótað að segja frá. Rosemary fullyrti viö vini og kunningja að Heather hefði hlaup- ist á brott með lesbískri vinkonu sinni. Það var hvarf Heather sem leiddi endanlega til uppgraftarins. Fram til 1994 reyndi lögreglan að komast á snoðir um örlög Heather og síbreyti- legur framburður Rosemary hélt mönnum við efnið. Loks var fyrsta skóflustungan tekin í bakgarði West-hjónanna og framhaldið þarf ekki að tíunda. MAL ROSEMARY WEST Cromwell stræti25, Gloucester í Englandi eru hafin málaferli yfir Rosemary West sem ákærð er fyrir að hafa myrt tíu ungar konur og barnungar stúlkur. Líkin fundust grafin heima hjá West-hjónunum í Gloucester í vesturhluta Englands. Staðsetning líkanna að Cromweii stræti nr. 25 KJALLARI (Undir upphallegri byggingu) Niðurgrafinn að hluta. Fimm lík fundust undir steingólti VIÐBYGGING Byggð ólöglega á siðastliðnum 20árum BAÐHERBERGI Gömlum bllskúr breytt í baðherbergi. Eitt lík fannst undir steingólfi ÍTÉTT Þrjú lik fundust undir gangstéttarhellum Source :PMJoaes, Chartered Surveyor Three more loundnearWest's previous homes 1. Shirley Hubbard 2. Juanita Mott 3. Carol Ann Cooper 4. Therese Siegenthaler 5. Lucy Partington 6. LyndaGough 7. Alison Chambers 8. Shirley Robinson 9. HeatherWest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.