Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 55
3D'V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
63
Kardimommubærinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu eftir eina viku:
Yf irvald með barnssál
og hjarfans einlægni
- segir Róbert Amfmnsson sem leikur Bastían bæjarfógeta í flórða sinn
„Þegar Kardimommubærinn var
fyrst settur á svið heimsóttum við
höfund verksins, Thorbjörn Egner, í
sumarhúsi hans rétt fyrir utan Ósló.
Hann var einstakur maður með
bamslega einlægni og utanáliggjandi
góðmennska geislaði af honum og
náði allt í gegn. Húsið hans stóð und-
ir stórri eik sem slútti yfir húsiö og
allt hans umhverfi var mjög kardi-
mommulegt. Sumir telja að Egner
haii verið að lýsa sínu nánasta um-
hverfi og sótt Bastían í sjálfan sig og
ég gæti vel trúað því. Hann hefði
getað gengið beint út úr leikritinu,"
segir Róbert Arnfinnsson leikari.
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið
Kardimommubæinn eftir norska rit-
höfundinn Thorbjörn Egner næst-
komandi laugardag og er það fimmta
uppfærslan af þessu sívinsæla
bamaleikriti í 45 ára sögu leikhúss-
ins. Leikritið var fyrst framsýnt í
janúar áriö 1960 og við það tækifæri
fór Róbert Amfmnsson ásamt fleir-
um til Noregs til að hitta höfundinn.
Róbert hefur leikið Bastían bæjar-
fógeta í fjórum uppfærslum, að þess-
ari meðtalinni, og hefur hann aidrei
verið í fleiri uppfærslum á sama
verki.
„Það fór svo með fyrstu uppfærsl-
una að hún varð vinsælasta sýning
á barnaleikriti sem hafði veriö færð
upp í Þjóðleikhúsinu og nú er það
eiginlega orðin hefð að sýna Kard-
imommubæinn á tíu ára fresti. Þeir
sem voru í barnahlutverki í upphafi
og á fyrstu sýningunum em orðnir
fullorðnir og eiga börn sjálfir. Mér
finnst sjálfsagt að gefa hverri nýrri
kynslóð færi á að sjá verkið því að
þó það sé hollt börnum þá er það
ekkert síður hollt fullorðnum," segir
Róbert.
Hann bætir við að sjálfur eigi hann
fullt af bömum og barnabömum sem
hefðu áhuga á að sjá sýninguna.
Leikritið um Kardimommubæinn
er að sögn Róberts mjög sérstakur
heimur þar sem leikaramir fara
ósjálfrátt í aðrar stelhngar en venju-
lega og barnshugurinn nær undir-
tökunum. Bastían bæjarfógeti er til
dæmis yfirvald „með bamssál og
hjartans einlægni," segir Róbert og
þaö sama gildir um ræningjana og
aðrar persónur í verkinu.
Mörg börn hafa tekið þátt í upp-
færslum Þjóðleikhússins á Kard-
imommubænum frá upphafi og er
uppfærslan að þessu sinni engin
undantekning.
„Börnin eru mjög þýðingarmikiil
þáttur og viss hjartsláttur í verkinu.
Ég held að þau hafi alveg jafngaman
af þessu og við hin,“ segir hann.
-GHS
Róbert Arnfinnsson leikari hefur leikið Bastian bæjarfógeta í fjórum upp-
færslum af Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu ef sýningarnar, sem hefj-
ast fljótlega, eru taldar með. Hér má sjá hann í hlutverki Bastíans ásamt
félögum í uppfærslu frá árinu 1964.
Fimmta uppfærslan af Kardimommubænum eftir Thorbjörn Egner verður frumsýnd í Þjóöleikhúsinu á laugardag-
inn. Róbert Arnfi.insson leikur Bastían bæjarfógeta, yfirvaldið með barnssálina og hjartans einlægnina. Róbert hitti
á sinum tíma höfund verksins og telur hann hafa haft sjálfan sig sem fyrirmynd að Bastían.
DV-mynd BG
Hér er Marin litla ásamt foreldrum sinum, Hafsteini Hinrikssyni og Önnu Óðinsdóttur, og systur sinni, Sunnu
Hafsteinsdóttur, 7 ára. Bróðirinn Fannar Hafsteinsson, 11 ára, var i skólanum þegar myndin var tekin. Marín
fæddist með sjaldgæfan hjartagalla og hennar eina lifsvon er aðgerð erlendis. DV-mynd Emil
Eskifjörður:
Fjársöfnun
fyrir veikt
smábarn
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Sóknarpresturinn á Eskifirði,
séra Davíð Baldursson, hefur
hrundiö af stað fjársöfnun fyrir 6
mánaða gamla stúlku, Marín Haf-
steinsdóttur.
Marín htla er með mjög sjaldgæf-
an hjartagalla. Hennar eina lífsvon
er aðgerð erlendis. Þetta er mjög
kostnaðarsöm aðgerð og foreldr-
arnir em illa settir fjárhagslega.
Til aö gera aðgerðina mögulega
hefur verið opnaður reikningur í
Landsbankanum á Eskifirði og er
hann nr. 7477.
Vonast er til að landsmenn sjái
sér fært að styðja við bakið á fjöl-
skyldunni.