Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 _ iréttir,, Jón Erlendur Jónasson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra: Sláturhúsunum fækki um allt að helming „Fækka þarf sláturhúsum um allt aö helming. Eina leiðin til að tryggja afkomu sauðfjárbænda er að neyt- endur haldi áifram að borða kinda- kjöt. Það gera þeir ekki nema það verði sett kröftug vinna í gang á inn- anlandsmarkaðinum í vöruþróun og hagræðingu, einkum í slátrun og vinnslu," segir Jón Erlingur Jónas- son, aðstoðarmaður landbúnaðar- eina leiðin til að tryggja afkomu sauðflárbænda ráðherra. Jón Erlingur segir það dýrt að vinna að vöruþróun í vinnslu sauð- fjárafurða, enda kalli það bæði á þekkingu og tæki. Nú séu starfrækt 24 sláturfyriræki á 29 stöðum á land- inu, flest hver vanburðug til að mæta auknum kröfum markaðarins. Þau séu sakir smæðar of veik gagnvart stóru söluaðilunum á höfuðborgar- svæðinu. Því þurfi að fækka slátur- húsum og sameina þau til að gera þau sterkari og samkeppnishæfari. Aðspurður kveðst Jón Erlingur ekki treysta sér til að benda á þau sláturhús sem nú er ofaukiö. Taka beri tillit til margra þátta í því sam- bandi, meðal annars staðsetningar, stærðar, tækja og húsnæðis. Fyrir- myndin gæti verið þau útflutnings- sláturhús sem nú eru starfrækt; slát- urhús Sláturfélags Suðurlands, Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Kaupfélags Þingeyinga og Kaupfé- lags Austur-Skaftfelhnga. Jón Erlingur bendir á að í búvöru- samningnum er gert ráð fyrir að veitt verði 218 milljónir króna til aldamóta til vöruþróunar og hagræðingar. Þessa fjármuni þurfi að nýta vel ef takast eigi að renna styrkari stoðum undir sauðfjárframleiðsluna. „Þetta er miklu mikilvægara fyrir kjör þessarar stéttar en menn grun- ar. Samningurinn er í rauninni til einskins nýtur nema mönnum takist að viðhalda innanlandsmarkaðin- um,“ segir Jón Erlingur. -kaa Skipverjar á Hábergi GK hafa aflað vel af síld undanfarið. Það hefur yfirleitt tekið þá eina til tvær nætur að fylla sig á miðunum við Berufjarðarál. Myndin er tekin þegar þeir voru að landa fullfermi í Grindavik i vikunni. DV-mynd Þorsteinn Kristjánsson Hækkun stíflunnar við Laxárvirkjun: Málið fer hugs- anlega fyrir Al- þingi í vetur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta mál ér í biðstöðu nú í augna- blikinu en það er ekki annað á döf- inni en að vinna þetta mál í samráði við heimamenn og bæði iönaðar- og umhverfisráðuneyti og það er von á útspih í þessu máli í vetur,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fuhtrúi Landsvirkjunar, um hugsan- lega hækkun stíflugarðsins við Lax- árvirkjun í Þingeyjarsýslu. Vegna mikils sandburðar í Laxá hafa bæði Landsvirkjun og landeig- endur í Aðaldal lagt á það áherslu að stíflugarður Laxárvirkjunar verði hækkaður svo að hægt sé aö safna sandinum í uppistööulón sem þá myndast og dæla honum þar upp. Aðilar munu sammála um það nú að hækkun stíflugarðsins miðist við 8 metra. Þegar formlegar tillögur liggja fyrir verða þær sendar Náttúruverndar- ráði til umsagnar en komi til þessar- ar framkvæmdar mun þurfa laga- breytingu á Alþingi til að hægt verði að ráðast í hana. Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra hefur lýst því yfir aö hér sé alvarlegt um- hverfismál á ferðinni þvi að sand- burðurinn ógnar hfríki Laxár í Að- aldal og hefur valdið miklum skemmdum á vélum Laxárvirkjun- ar. Raufarhöfn: „Hvaltannamálið“ enn til skoðunar J I i j Seinheppnir riðubændur í Borgarfirði eystra: Nýju lömbin beint í sláturhúsið vegna gruns um riðu „Það er nú ekki svo slæmt að það hafi fundist riða en það vöknuðu grumsemdir um riðu þarna og það þýddi að stöðva varð fjárflutningana norður," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, vegna sein- heppinna bænda á Austurlandi sem voru að byggja upp fjárbú sitt að nýju eftir niðurskurð sem gerður var á fé þeirra fyrir tveimur árum. Um er að ræða fjárbúiö að Desjar- mýri í Borgarfirði eystra en bænd- umir höfðu fengið fé úr Skaftár- hreppi, svæði sem talið var öruggt. Ekki viidi betur til en sVo að þegar fyrri fjárbílhnn af tveimur með um 80 lömbum var kominn norður þá vöknuðu grunsemdir um riðu á hinu „örugga" svæði. Því var ekki um annað aö ræða en aö skera niður hinn nýja stofn. „Við reynum að sjá th að menn fái ömggt fé og þar sé enginn vafi. Þess vegna voru frekari flutningar úr hreppnum stöövaðir og lömbunum sem búið var að flylja slátrað. Sem betur var enn hægt að fá líflömb í staðinn úr Öræfum og af Ströndum annað fé,“ segir Sigurð- ur. Grunur um riðu er tilkominn vegna sýna sem tekin voru úr heila við slátran. Sigurður segir að um- ræddur fjárstofn hafi ekki sýnt nein ytri einkenni um riðu. Hann segir að nú verði reynt að komast til botns í því hvort grunur um riöu sé raun- hæfur. -rt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta mál er ekki komiö upp á hillu en ég hef að undanfórnu veriö að leita skýringa á því frá Ríkisút- varpinu hvaða reglur gilda þar um fréttaflutning, hvort menn geti átölu- laust komið þar fram með persónu- legt níð og ásakanir um ólöglegt at- hæfi án þess að grafist sé fyrir um sannleiksgildið," segir Gunnlaugur M. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, um „hvaltannamálið" svokall- aöa sem þar kom upp í sumar. Gunnlaugur var þá sakaður um að hafa ásamt öðrum manni stolið tönn- um úr búrhval sem rak á land skammt frá Raufarhöfn. Landeig- andinn þar sem hvahnn rak lýsti því yfir að mennirnir hefði stohö tönn- unum en eftir að í ljós kom á mynd- bandi að hann var viðstaddur þegar tennurnar voru teknar úr hvalnum féll hann frá ákæm um þjófnaðinn. Varðandi það hvort Gunnlaugur hygðist höfða meiðyrðamál af þessu thefni sagði hann að þaö væri th skoðunar og hann sæi í augnablikinu enga ástæðu til að láta málið niður faha. Raufarhöfn: Iþróttahúsið senn í notkun Gylfi Kristjánsson, DV, Akiireyn: „Það verður auðvitað gjörbylting hér hvað varöar íþróttakennslu og æfmgar með thkomu hússins," segir Gunnlaugur M. Júhusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, en á næstu dög- um taka Raufarhafnarbúar í notkun nýtt íþróttahús. íþróttakennsla hefur th þessa farið fram í félagsheimihnu Hnitbjörgum við erfiðar aðstæður en nýi salurinn, sem er 22x30 metrar að stærð, mun gjörbreyta allri aðgtöðu til íþrótta- iðkunar. íþróttahúsið er tengt sund- laugarbyggingunni og búningsklefar verða samnýttir. Gunnlaugur segir aö þessa dagana sé verið að leggja lokahönd á fram- kvæmdir við húsið, mála og vinna við tréverk og gólfefni verður lagt í næstu viku. Það er því mjög stutt í að húsið verði tekið í notkun en formleg vígsla þess verður síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.