Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Allir Opel bílar eru fáanlegir meb fullkominni 4 gíra sjálfskiptingu, sem búin er spólvörn, sparnaöarstillingu og sportstillingu. Kalkúnaveisla í Perlunni: Breytingar ákaffi- teríunni S„Okkur fannst vera kominn tími til þess breyta örlítið kafli- R teríunni á fjórðu hæðinni og erum famir að bjóða upp á litl- ar pitsusneiðar, smásteikur og djúpsteikta osta. Þetta erum við að bjóða á góöu verði,“ segir Stefán Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Perlunnar. Stef- án segir að alla helgina verði kalkúnaveisla vegna þakkar- gjörðarhátíðarinnar og þar verði 20 fermetra borð hlaðið krásum. Hann segir íslendinga mjög áhugasama um þessa kalkúnaveislu en einnig hafi verið farið af stað með það á sinum tíma fyrir Ameríska vinafélagið. „Við erum nú á fullu að und- irbúa jólahlaðborðið hjá okkur sem byrjar 30. nóvember en það hefur gert gífurlega lukku. Við erum með heimsklassamenn í matar- og brauðgerð og af því erum við mjög stoltir. Á jóla- hlaðborðinu hefur hver og einn borðið sitt allt kvöldið og verð- ið fyrir manninn er 2.970 krón- ur,“ segir Stefán. -sv Mýrdalssandur ófær: Margir biðu í Víkurskála Vegurinn um Mýrdalssand var ófær í allan gærdag vegna sandfoks og undir kvöld biðu um 20 manns í Víkurskála í Vík eftir aö veður lægði og hægt væri að aka austur úr. f rokinu síöustu daga hafa orðið skemmdir á lakki bila vegna sandfoksins og var fólki eindregið ráöið frá að fara veg- inn um sandinn þótt ekki væri honum formlega lokað. -GK Jóhannes Jónsson í Bónusi færði í gær Barnaspítala Hringsins tæki að gjöf til skoðunar á eyrum og augum barna. Tækin voru keypt fyrir peninga sem safnast hafa í pokasjóð fyrirtækisins og er heildarverðmæti gjafarinnar metið á 500 til 600 þúsund krónur. Með Jóhannesi á myndinni eru læknarnir Sigurður Þorgrímsson, Ásgeir Haratdsson, Þrá- inn Rósmundsson og Leifur Bárðarson. DV-mynd Sveinn | Ford Transit - kominn aftur til Iíslands. DV-mynd Brynjar Gauti Evrópusambandið: Styrkja þarf hin pólitísku tengsl - segir Halldór Ásgrímsson „ísland fer með formennsku í EFTA og EES á næsta ári og verður þá tækifærið notaö til að styrkja hin pólitísku tengsl við Evrópusambandið og ríki þess og reyna eftir megni að auka áhrif okkar,“ sagði Halldór Ás- grimsson, formaður Framsókn- arflokksins á miðstjómarfundi flokksins sem hófst í gærkvöld. Halldór sagði það stefnu rík- | isstjórnarinnar að treysta sam- skiptin við Evrópusambandið l (ESB) á grundvelli EES. Engu Iður væri brýnt að fylgjast með framþróuninni í ESB ár mikilvægdt að eyða van- ingu um sérhagsmuni ís- > meðal aðildarríkjanna. ræðu sinni kom Halldór við og sagði meðal annars 'axandi kostnaður stjórn- flokka við kosningaundir- ng væri mikið umhugsun- ii. Þá sagði Halldór að ingaloforðið um 12 þúsutid törf fyrir aldamót væri í ýn. Rekstrarform ríkis- a sagði Halldór ekki í sam- i við nútimaviðskiptahætti ijónustugjöld sagði hann ívæmileg ef menn vildu hækka skatta. -kaa Kalkúnaveisla verður í Perlunni alla helgina vegna þakkargjörð- arhátíðarinnar. Tilhæfulausar sögur um sjálfsvíg: Verst að fólki bregður mikið - segir Hafsteinn Númason Transit hjá Brimborg í dag Eftir langa flarveru af ís- lenskum bílamarkaði er þýski sendibfllinn Ford Transit kom- inn aftur. Fordumboðið Brim- borg mun halda sýningu á þess- um vinnuþjörkum í dag, laug- ardag, auk þess sem bílarnir | verða til sýnis á almennum af- greiðslutíma eftir helgi. Ford Transit er tfl í fjölmörg- mn útfærslum, sem sendibfll Imeð og án glugga og sem pall- bíll, og verða nokkrar gerðir hans sýndar. Sýningin í dag er í sýningar- sölum Brimborgar í Skeifunni 15 og er opin frá 12-16. „Menn hafa sent símbréf um borð í skip til að láta vita af þessu, fólk hefur hringt miður sín í ættingja mína og kunningja og það hefur ver- ið hringt heim tfl mín, spurt eftir mér og tólið lagt á þegar ég hef kom- ið í símann. Þetta veldur ónæði en það skiptir minnstu. Það er verst hvað fólki bregður mikið við að Hafsteinn Númason heyra þessa tilhæfulausu sögu,“ seg- ir Hafsteinn Númason sem komst í fréttir í janúar eftir að snjóflóð féll á Súðavík. Undanfarinn hálfan mánuð hafa gengið sögusagnir um að Hafsteinn Númason hafi framið sjálfsvíg. Haf- steinn segist ekki vita nákvæmlega hversu margar útgáfur séu í gangi. Hann segist bara hafa heyrt að ein útgáfan gangi út á það að Hafsteinn Númason hafi framið sjálfsmorð með því að hengja sig. „Það má segja að ég hafi orðið landsfrægur í framhaldi af mjög sorglegum atburði. í framhaldi af því höfum við fengið óskaplega mikla hluttekningu og margir hafa hugsað vel til okkar. Þegar fólk fær þessar fréttir verður það rosalega slegið og það er leiðinlegt. Ég get sjálfur vel lifað með þessa sögu á bakinu en það er leiðinlegra fyrir aðra,“ segir Hafsteinn. Trausti Jónsson veðurfræðingur varð fyrir svipaðri reynslu fyrir tæpum tólf árum þegar sú saga gekk Trausti Jónsson um allt land að hann hefði dáið úr illkynja sjúkdómi. Söguburðurinn gekk svo langt að fólk var farið að hringja í ættingja hans til að votta samúð sína og ákvað Trausti því að binda enda á söguburðinn. „Dagblaðið birti mynd af mér í minni vinnu og þar með var þetta fallið um sjálft sig. Ég hlaut að vera á lífi úr því að ég sagðist vera það en ég neita því náttúrlega ekki að ég hef stundum spekúlerað í því hvort ég hafi raunverulega dáið, hvort þetta sé bara misskilningur í mér,“ segir Trausti. -GHS Verkamajinafélagið Hlíf í Hafnarfirði: Bréf til Isals fara líka til aðalstöðvanna í Sviss - virðist bera góðan árangur, sagði Sigurður T. Sigurðsson „Okkur hefur fundist að skilaboð frá okkur, sem farið hafa til yfir- manns ísals hér á landi, hafi aldrei náð eyrum manna í aðalstöðvum Alusuisse Lonza í Sviss, sama hvert málið er. Það er eins og það hafi ver- ið spiluð önnur plata hér heima en þar úti. Þetta er grunur sem við höf- um haft. Til að fyrirbyggja allan misskilning höfum við ákveðið að í framtíðinni sendum við stjóm og öðrum forsvarsmönnum ísals bréfin og sömuleiðis stjórnarformanni Alusuisse Lonza og öllum stjórnar- mönnum bréfin, þýdd yfir á ensku af löggiltum þýðendum. Það á því ekki lengur að fara neitt á milli mála hvað það er sem Christian Roth forsfjóri fær í hendumar. Við höfúm gert þetta einu sinni vegna ákveðinnar innanhússdeflu. Við teljum að það hafi borið ótrúlega góðan árangur," sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði. ÐV hefur undir höndum bréf, bæði á íslensku og ensku, þar sem formaður Hlifar kvartar til forstjóra ísals yfir framkomu yfirmanns í steypuskála. Sá vinnur verka- mannastörf og teppir þannig eitt starf verkamanns í steypuskálan- um. Kvartar trúnaðarmaður Hlifar til félagsins yfir því að viðkomandi yfirmaður sýni sér óvild og lítils- virðingu þegar hann hefur fundið aö þessu. Kvörtun trúnaðarmanns- ins er tflgreind í bréfinu. Það er þetta umrædda bréf sem Hlíf sendir nú bæði á íslensku og ensku til réttra aðila hér heima og til aðalstöðva Alusuisse Lonza í Sviss. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.