Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 11
DV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
11
Til staðar er þekking til að greina þegar hættuástand skapast en það sem hefur verið vandamálið er að yfirvöld hafa ekki áttað sig á stærð hættunn-
ar. Frá Flateyri þar sem snjóflóð lagði stóran hluta byggðar, utan hættusvæða, í rúst.
Hörmulegir atburöir á Vest-
fjörðum, þar sem snjóílóö hafa í
þrígang grandaö fjölda manns í
þéttbýli, þafa vakið áleitnar
spumingar um þaö hvort ekki
megi draga úr stórslysum á borð
við þau sem átt hafa sér staö.
Stærsta slysið, og jafnframt það
sem er næst fólki í minningunni,
varð á Flateyri þann 26. október
síðastliðinn þegar tuttugu manns
féllu í valinn. Það sem er átakan-
legast við bæði Súðavíkurslysið
og Flateyrarslysið níu mánuðum
síðar er að í báðum tilvikum var
hættan þekkt og við henni brugð-
ist. í Súðavík var Traðargilssvæð-
ið rýmt en mannskæðasta flóðið
féll á Túngötu, Nesveg og Aðal-
stræti þar sem fólk var granda-
laust fyrir yfirvofandi hættu. Á
Flateyri var Ólafstún og hluti af
Goðatúni rýmt en snjóflóðið féll
með mestum þunga á Hjallaveg,
Tjarnargötu og Unnarstíg sem
voru götur sem taldar voru taldar
utan hættumarka.
Glórulausar bygginga-
framkvæmdir
Norski snjóflóðafræðingurinn
Erik Hestnes kom á Vestfirði, eins
og DV skýrði frá. Hann fór m.a. til
Flateyrar þar sem hann hitti
heimamenn að máli og skoðaði
varnir fyrir ofan staðinn. Niður-
staða hans varð, eftir að hafa
skoðað sig um, að ekki væri glóra
í þeim byggingaframkvæmdum
sem átt höfðu sér stað. Hann
skynjaði jafnframt að á Flateyri
væri mikil snjóðflóðahætta. I
skýrslu, sem hann gaf út eftir for
sína og sendi m.a. til íslands,
sagði hann að íslendingar ættu al-
mennt eftir að þurfa að taka af-
leiðingum af því háttalagi sínu að
byggja hugsunariaust upp um
hlíðar. Skýrsla Hestnes er gefin út
undir merkjum stofnunar Norges
geotekniske institutt sem er virt
visindastofnun. Gallinn var bara
sá að skýrslan var hvergi kynnt
nema í þröngum hópi sem ekki
bar hana á torg. Fólk sem bjó á
snjóflóðahættusvæðum frétti því
ekki af þessu mati Norðmannsins
fyrr en DV sagði frá því og vitnaði
í hana. Það er engin spurning að
skýrslan átti erindi árið 1985 til
þess fólks sem taldi sig búa við
umtalsvert öryggi en ekki í bein-
um háska.
Pólitískt hættumat
Það var djarfmannlegt af Magn-
úsi Jónssyni veðurstofustjóra þeg-
ar hann lýsti því yfir í samtali við
DV að hann teldi hættumat vegna
snjóflóða vera á villigötum hér-
lendis og að það byggðist að miklu
leyti á pólitískum málamiölunum.
Þessi yfirlýsing hans er því miður
rétt, það hefur skoðun DV á sögu
snjóflóða, svo sem á Flateyri, sýnt.
Reynir Traustason
Erik Hestnes birtir í skýrslu sinni
myndir frá Flateyri og ofan í
mynd af byggðarlaginu var hann
búinn að draga rautt strik sem
hann taldi sýna útbreiðslu snjó-
flóða frá 1974. Þetta strik nær
langt út fyrir þá hættulínu sem
farið var eftir á staðnum og stór
hluti þeirra húsa, sem urðu snjó-
flóðinu mikla í október að bráð,
voru innan þess svæðis sem Hest-
nes sagði vera útbreiðslusvæði
þekktra snjóflóða.
Rétt mat
Norðmannsins
Það er ekki spurning í dag að
mat Hestnes var rétt ef miðað er
við þau flóð sem þekkt eru. Guð-
mundur Valgeir Jóhannesson,
aldraður íbúi á Flateyri, sem þar
hefur búið allt sitt líf, lýsti því í
samtali við DV hvernig snjóflóð
féll yfír kirkjugarðinn og hreif leg-
stein bróður hans með sér alla
leið á mitt það svæði þar sem
mesti skaðinn varð að þessu sinni.
Snjóflóðið sem hann lýsti féll árið
1953 en heimildir um það voru
ekki til grundvallar hættulínunni
sem lá um kirkjugaröinn. Fleiri
íbúar hafá staðfest að snjóflóð hafi
fallið langt niður fyrir hættu-
mörkin. Það hlýtur því að vera
full ástæða til að spyrja hvað hafi
brugðist og hvers vegna hættumat
var svo víðs fjarri því að endur-
spegla raunverulega hættu. Hvað
var það sem Norðmaðurinn sá en
ekki þeir íslendingar sem mátu
hættuna á staðnum.
Hættulínur með
hlykkjum
í reglugerð um hættumat segir
að byggt skuli á þekktum snjóflóð-
um þegar matið fer fram. Þetta
hefur ekki orðið raunin og svo
virðist sem þeim sem stóðu að
upplýsingaöflun hafi ekki verið
kunnugt um þau flóð sem fallið
hafa. Nú er það auðvitað svo að
ekki er hægt að snúa hjóli tímans
til baka og leiðrétta þau mistök
sem bersýnilega hafa verið gerð.
Þaö er þó jafn ljóst að rangt hættu-
mat er ekki aðeins á Flateyri held-
ur er varla spuming um að það er
mun víðar þar sem snjóflóðahætta
er á annað borð. Á Siglufirði eru
sagnir um snjóflóð sem fallið hafa
fyrr á árum niður í fjöru. Sam-
kvæmt frásögn aldraðs Siglfirð-
ings, sem þar bjó um áratuga-
skeið, féll flóðið um svæði þar sem
ekki var byggð á fjórða áratugn-
um. Nú er búið að byggja upp
þetta svæði og ekki áform um að
skilgreina það sem hættusvæði.
Það má velta fyrir sér ástæðum
þess að undarlegir og rakalausir
hlykkir verða til á hættumati ein-
stakra byggðarlaga. Trúlega er
ástæðan eingöngu sú að fólk kall-
ar ekki yfir sig hættumat og verð-
fellingu eigna sinna ef það kemst
hjá því. Stundarhagsmunir hafa
því ýtt vísindum og sögu til hlið-
ar. Málið er í raun mjög einfalt frá
sjónarhorni fjölskyldu sem á von
á því að heimilið verði dæmt á
hættusvæði.
Hinn harði dómur
hættumatsins
Hinn harði dómur hættumats-
ins gerir húseignir verðlausar á
svipstundu og setur fjárhaginn í
uppnám. Þetta er fyrirsjánlegt á
meðan snjóflóð er ekki sjáanleg
ógn og í mörgum tilvikum fráleit
að mati þeirra sem á meintum
hættusvæðum búa. Þetta leiðir
svo af sér að fólk verst hættumati
ef það hefur aðstöðu til þess. Það
er í raun ósköp einfalt að hugsa
málið sem svo að vísindin séu svo
skammt á veg komin að þau geti
ekki metið af neinu viti hvort um
raunverulega ógn sé að ræða. Á
þeim forsendum sé full ástæða til
að berjast gegn „rauðu hættunni"
sem stafar af hættumatinu. Þetta
leiðir síðan af sér þrýsting á sveit-
arstjórnir og fulltrúum er upp-
álagt aö stuðla að „heppilegu
hættumati".
Það er í raun aðeins ein leið til
að tryggja öryggi fólks á hættu-
svæðum. Hún er sú að íbúarnir
sjálflr hafi aðeins rétt til umsagn-
ar á fyrstu stigum matsins en eft-
ir það hafi vísindamenn alfarið
með matið að gera. Það er mjög at-
hyglisvert að í Noregi eru sveitar-
félög að lögum ábyrg fyrir þeim
byggingum sem reistar eru á
hættusvæðum. Um þetta atriði
hafa dómar fallið og slík lagasetn-
ing er góð trygging til þess að
byggingar rísi ekki þar sem hætta
er á náttúruhamförum. Um leið og
búið er að gera sveitarfélögin
ábyrg minnkar sú spenna sem er í
samskiptum sveitarstjórna og
þeirra aðila sem hafa með hættu-
mat að gera. Um leið verður slíkt
hvati til að sannreyna hvort um
þekkt flóð sé að ræða í stað þess
að láta kyrrt liggja.
Uppkaup varla raunhæf
Það vandamál sem eftir stendur
vegna glórulausra framkvæmda
síðustu áratuga stendur þó auðvit-
að enn eftir. Þar er í raun ekkert
hægt að gera annað en kortleggja
hættuna og þá af alvöru og kenna
fólki að lifa með henni. Uppkaup á
húsum fyrir allt að 10 milljarða
króna eru vart raunhæf; að
minnsta kosti ekki ef til skemmri
tíma er litið. Til staðar er þekking
til að greina þegar hættuástand
skapast en það sem hefur verið
vandamálið er að yfirvöld hafa
ekki áttað sig á stærð hættunnar.
Það sýndi sig bæði á Flateyri og í
Súðavík. Það má ekki gerast að
fleiri stórslys dynji á þjóðinni
vegna hættumats sem veitir falska
öryggiskennd. Hættumat sem
byggist á raunverulegri hættu
verður að gera þar sem snjóflóða-
hætta ógnar íbúum. Þá verður aö
hætta byggingum á þekktum snjó-
flóðasvæðum og grípa til vama
þar sem slíkt er raunhæft.