Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 JjV Fordstúlkan 1995 á leið til Las Vegas: spennt kvíðin - segir Þórunn Þorleifsdóttir Þórunn Þorleifsdóttir, Fordstúlkan 1995, fer á mánudag til Las Vegas þar sem hún mun taka þátt í keppninni Supermodel of the World. Sem fyrr verð- ur keppnin afar glæsileg en stúlkurnar munu búa á Hard Rock hótelinu þar sem keppnin mun einnig fara fram. Úrslita- kvöldið verður á flmmtudagskvöldið í fallegum sal á hótelinu sem heitir The Joint og verður sjónvarpað þaðan. Þá daga sem stúlkumar dvelja í þess- ari frægu spilavítaborg munu þær skoða sig um í fylgd öryggisvarða en mikið er lagt upp úr öryggi stúlknanna. Þetta er i fyrsta skipti sem keppnin fer fram í Las Vegas, í fyrra fór hún fram á Hawaii en nokkur ár þar á undan í Flórída. Þórann, sem er 181 sm á hæð og 57 kíló, verður meðal um 40 keppenda frá hinum ýmsu löndum. „Ég er bæði spennt og kvíðin,“ sagði Þórunn í sam- tali við DV. Hún hefur stundað líkams- rækt af miklum krafti undanfarið til að búa sig undir þetta mikla kvöld. Fór til Parísar Þórunn hefur mikinn áhuga á fyrir- sætustörfum og segist vel geta hugsað sér að starfa viö þau í útlöndum. Hún fór til Parísar sl. sumar í myndatökur fyrir keppnina og var henni þá boðið að koma næsta sumar til starfa. „París virkaði á mig sem heillandi borg og þar gæti ég vel hugsað mér að starfa," sagði hún. „Það gekk mjög vel i París og mér fannst skemmtilegt að fá að kynnast þessum heimi. Ljósmyndararnir voru þó mis- jafnir.“ Þórunn hefur aldrei áður komið til Bandaríkjanna og sagðist hlakka til að koma þangað. Hún mun millilenda í Baltimore á leið sinni til Las Vegas og sagði að þetta yrði örugglega spennandi ferðalag. hún hefur rætt við Elísabetu Davíðsdóttur, sem vann keppnina 1994, og fengið upplýsingar sem koma henni að gagni. Elísabet hefur starfað í London að undanfornu en hún hefur gert það gott i fyrirsætuheiminum frá því hún vann Fordkeppnina hér heima. Tók frí frá skóla Þórunn er aðeins sextán ára gömul og telur sig kannski fullunga til að fara út í heim til að vinna. Hún er þó þroskuð og sjálfstæð, eins og móðir hennar sagði í viðtali við DV eftir sigur hennar í vor. Þórunn hefur stundaö nám í Mennta- skólanum við Hamrahlið en tók sér frí í haust til að geta farið í keppnina. Það ætti varla að skaða því hún hefur verið einu ári á undan sínum jafnöldrum í náminu. „Ég byrja aftur eftir áramótin," sagði hún. „Ein önn skiptir ekki öllu máli.“ Þórunn hefur starfað með Módel 79 og hefur bæði verið á sýningum og í auglýs- ingum. Hún segir þó markaðinn lítinn hér á landi og meira spennandi að fara til útlanda. í átta ár bjó Þórunn með foreldrum sínum og þremur systkinum í Svíþjóð, þar sem móðir hennar var í læknanámi, en þau fluttust heim þegar hún var tólf ára gömul. Foreldrar Þórunnar eru Guðný Bjamadóttir og Þorleifur Hauksson mál- fræðingur. Þórunn sagði foreldra sína óvenjurólega yfir þessari ferð hennar. „Þau treysta mér. Móðir mín hefur sagt mér til um hvernig ég eigi að haga mér þar sem ég millilendi í Baltimore svo ég held að þetta eigi allt eftir að gangá vel.“ Sú stúlka sem kemst í keppnina Supermodel of the World er ákaflega heppin því færri komast í hana en vilja. Fordkeppni er haldin í flestum löndum heims og yfirleitt fer valið fram á sama hátt og hér á landi, þ.e.a.s. að stúlkur senda myndir af sér í keppnina. Starfs- fólk Ford Models í New York sér um að velja sigurvegara hvers lands og er sá sigur um leið ávísun á þátttöku í Supermodel of the World. Glæsileg verðlaun Vinningshafi þeirrar keppni þarf ekki að örvænta því fyrstu verðlaun er samn- ingur viö Ford Models upp á fimmtán milljónir króna. Einnig hefur sigurveg- arinn fengið glæsilega skartgripi. Stúlk- umar, sem lenda í sex efstu sætunum, hafa venjulega allar verið öruggar um að komast á samning hjá Ford Models ef þær kæra sig um - hvort sem er í París, London, Þýskalandi, Japan eða New York. Á hverjum degi kemur fjöldinn allur af stúlkum á Ford Models skrifstofuna í New York og óskar eftir vinnu. Mörg hundruð bréf og myndir berast þangað einnig í viku hverri. Aðeins fáar útvald- ar stúlkur komast í hið langþráða fyrir- sætustarf. Supermodel-keppnin hefur verið hald- in á hverju ári frá árinu 1980. Eileen Ford, eigandi Ford Models, er brautryðj- andi á sviði fyrirsæta í heiminum og einnig með fyrirsætukeppni. Hún átti hugmyndina að því að setja upp keppni með ungum stúlkum víðs vegar um heiminn og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig í fyrirsætustörfum. Fyrsta keppnin var haldin í Mónakó en það er jafnframt eina keppnin sem haldin hefur Fallegar Fordstelpur Þorunn Þorieifsdottir fer til Las Veg- as á mánudag þar sem hún verður þátttakandi íslands í keppninni Su- permodel of the World. Þórunn er 181 sm há. DV-mynd GVA verið í Evrópu. Sjálf ferðast Eileen Ford um allan heim í leit að fyrirsætum eða hinu eina sanna X-útliti eins og hún orðar það sjálf. Eileen Ford kom hingað til lands fyrir fjórum árum og valdi þá Birnu Bragadóttur sem Fordstúlku. Birna tók síð- an þátt í Fegurðarsamkeppni Islands árið 1994 og hafnaði í öðru sæti. Hún var kjörin ung- frú Norðurlönd árið 1994. Marg- ar af þeim stúlkum sem tekið hafa þátt í Fordkeppninni hafa tekið þátt í Feguröarsamkeppni íslands og gengið vel. Svava Har- aldsdóttir tók t.d. þátt í Ford- keppninni árið 1990 og var kjör- in ungfrú ísland árið þar á eft- ir. Þórunn Lárusdóttir var í Fordkeppninni árið 1991, tók þátt í Fegurðarsamkeppni ís- lands 1992 og hafnaði í öðru sæti. Hún var kjörin ungfrú Norðurlönd sama ár. Hrafn- hildur Hafsteinsdóttir tók þátt í Fordkeppninni árið 1993 og var kjörin ungfrú ísland 1995. Berglind Ólafsdóttir tók einnig þátt í Fordkeppninni árið 1993 og í Fegurðar- samkeppni íslands árið 1995. Hún hlaut titil- inn ungfrú Reykjavík á þessu ári. Fleiri Fordstúlkur hafa tekið þátt í Feg- urðarsamkeppni þannig að segja má að Ford- keppnin gefi stúlkum margvísleg tækifæri til að koma sér fram- færi. ELA Er bæd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.