Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 30
30
sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 T>V
Beachy Head er staður sem hrífur
fólk en skýtur því jafnframt oft
skelk í bringu. Um er að ræða snar-
brattan rúmlega þrjú hundruð
metra háan klettahöfða með góðu
útsýni yfir hafið en þeir sem ganga
fram á ystu brún geta átt á hættu að
á þá sæki skyndilega óskýranleg
löngun til að taka eitt skref enn sem
myndi þá verða það síðasta. Það
þarf því vart að taka fram að ýmsir
hafa framið sjálfsvig með því að
kasta sér fram af Beachy Head og
sumir hafa jafnvel ekið þar fram af,
eins og bílhræ fyrir neðan bera
vitni um.
Bíll við brúnina
Ungur maður var á gangi með
hund sinn skammt ofan Beachy
Head á nýársdag 1990. Hann ætlaði
sér fram á höfðann til þess að njóta
útsýnisins en kom þá auga á bil sem
stóð framarlega á honum. Við fyrstu
sýn virtist hann mannlaus. Það
fyrsta sem unga manninum kom til
hugar var að einhver hefði ætlað að
láta síðasta dag liðins árs verða síð-
asta dag ævi sinnar, lagt bílnum
þarna og kastað sér fram af höfðan-
um. En þegar maðurinn kom nær sá
hann að bíllinn var flæktur í runna
og við stýrið var kona sem virtist
annað hvort dáin eða í fastasvefni.
Hann hraðaði sér að bílnum og sá
að þetta var frekar ung, ljóshærð
kona. Hún reyndist sofandi og hann
vakti hana og hjálpaði henni út.
Hún kvaðst heita Gillian Phiipott og
sagði sögu sem átti eftir að komast í
blöðin.
Látinn eiginmaður
Gillian skýrði svo frá að hún væri
frá bænum Orpington í Kent og
væri maður hennar, Graham
Philpott, fimmtiu og þriggja ára, ný-
búinn að fremja sjálfsvíg vegna sam-
viskubits yfir fyrra hjónabandi.
Hefði hann hengt sig á tröppum ein-
býlishúss sem þau hjón hefðu búið í.
Gillian sagðist hafa fyllst samvisku-
biti þegar hún hefði komið að
manni sínum látnum, enda hefði
undanfari sjálfsvígsins að hluta til
verið mikið ósætti þeirra og því
hefði hún ákveðið að svipta sig lífi
með því að aka fram af Beachy
Head.
Hún sagöist hafa verið á tals-
verðri ferð og stefnt beint fram af
brúninni þegar bíllinn heföi fest í
runnum og um leið hefði drepist á
vélinni. Hún hefði margreynt að
ræsa hana á ný en ekki tekist það.
En þar eð hún hefði verið búin aö
taka svefnlyf hefði hún brátt fallið í
svefn við stýrið.
Undarleg aðkoma
Unga manninum, sem heyrði
sögu GiIIian fyrstur, fannst hún trú-
verðug og það fannst líka lögreglu-
þjónunum sem heyrðu hana eftir að
Gillian kom á lögreglustöðina í Orp-
ington. En þeir komust á aðra skoð-
un þegar þeir komu að líki Grahams
Philpott. Þá varð þeim ljóst að
dauða hans hafði borið að með öðr-
um hætti en þeim sem Gillian hafði
lýst.
Um háls látna mannsins var belti.
Hefði hann hengt sig Hefði hann átt
að hanga í því en hann lá á tröppum
hússins og beltið var ekki einu sinni
strengt. Var augljóst að hann hafði
verið kyrktur en síðan hafði líkið
verið dregið fram á tröppurnar og
skilið þar eftir.
Rannsóknarlögreglumenn báðu
Gillian að gefa skýringu á því hvers
vegna aðkoman hefði verið með
þessum hætti. Henni varð í fyrstu
svarafátt en sagöist svo viðurkenna
að hún hefði ráðið manni sínum
bana. „En ég hafði ærna ástæðu til
þess,“ sagði hún.
Gift í rúmt ár
Gillan sagðist hafa unnið í stórum
banka í London. Þar hefði hún
kynnst Graham Philpott sem hefði
einnig verið starfsmaður bankans.
Gillian
Janet.
Gillian og Graham Philpott á brúðkaupsdaginn.
Þau hefðu verið saman í tvö ár en
þá ákveðið að hefja sambúð. í sept-
ember 1988 hefðu þau síðan gengið í
hjónaband.
Gillian átti tvíburasystur, Janet
Smoothy, og mörgum til undrunar
tilkynntu Philpotts-hjónin að hún
myndi fara meö þeim í brúðkaups-
ferðina en þau hjón höfðu tilkynnt
vinum og vandamönnum að þau
færu til Austurlanda fjær.
Þegar þau þrjú komu aftur heim
til Englands vakti það enn furðu að
Janet skyldi ætla að búa með ný-
giftu hjónunum. En þá var orðinn
til hinn frægi ástarþríhymingur, þó
án vitundar Gillian. Hún fékk hins
vegar grunsemdir um að systir
hennar og maður ættu í ástarsam-
bandi þegar henni varð ljóst að Gra-
ham virtist kunna betur við sig með
Janet en henni sjálfri.
Dregur til tíðinda
Um hríð hélst ástandið þó óbreytt
því Gillian hafði engar raunveruleg-
ar sannanir fyrir slíku sambandi.
En svo gerðist það dag einn að Gilli-
an fann ástarbréf frá Graham til
systur sinnar. „Ég er hamingjusam-
ur vegna sambands okkar,“ stóö í
bréfinu. „Þú fyllir líf mitt algleymi.“
Þegar Gillian sýndi manni sínum
og systur bréfið neituðu þau bæði
Beachy Head.
að eiga í ástarsambandi. Reyndu
þau að sannfæra Gillian um að hún
væri orðin taugaveikluð og haldin
hugarórum. Hún lét þó ekki sann-
færast, enda taldi hún sig aflvel
dómbæra um að hún væri hvorki
taugaveikluð né ímyndunarveik.
Eftir þetta tók sambúð þeirra
þriggja stakkaskiptum. Var ákveðið
að Janet flytti úr húsinu og gerði
hún það.
Ýmsir nágranna og vina Phil-
potts-hjónanna höfðu lengi fylgst
með sambúð Grahams og systranna.
Hafði mörgum þótt hún afar ein-
kennileg og voru ýmsar sögusagnir
í gangi. En eftir brottflutning Janet
þótti þeim sem best þekktu til hjón-
anna að nú fengju þau loks tækifæri
til að koma sambúð sinni í eðlilegt
horf.
Enn hallar undan fæti
Graham var þó ekki á því að bæta
hjónaband sitt. Hann hélt áfram að
hitta Janet eftir að hún fluttist burt
og gerði jafnframt þá kröfu að þau
Gillian hættu að sofa í hjónarúminu
og fengju sér sitt hvort svefnher-
bergið. Hann sagöist hins vegar
skyldi sækja með henni samkvæmi
en þegar þau hjón voru heima lét
hann sem hún væri honum að
mestu óviðkomandi. Þannig var
sambúð þeirra um nokkurt skeið
þótt ekkert misjafnt sæist á ytra
borðinu.
En það flæddi út úr bikamum á
nýársnótt, rúmu ári eftir aö þau
giftu sig. Snemma á gamlárskvöld
höfðu þau Gillian og Graham farið í
boð til kunningja til að kveðja árið
1989 og stóð það fram á nótt. Var
komið fram undir morgun þegar
þau komu heim. Fór Graham þá að
ræða um samband sitt við Janet og
kom það illa við Gillian. Hún hafði
gert sér vonir um að maður hennar
myndi vilja sofa hjá henni en hann
kastaði henni á dyr þegar hún kom
inn í svefnherbergið hans með þeim
orðum að hún hefði „eyðilagt áflt“
þegar hún hefði krafist þess að
Janet flyttist á brott.
Tilboðinu hafnað
Gillian, sem var orðin mjög ör-
væntingarfull þegar hér var komið,
gerði manni sínum nú tilboð. „Þú
getur haldiö við hvaða konu sem er,
mín vegna,“ hrópaði hún. „Það eina
sem ég fer fram á er að þú umgang-
ist mig eins og eiginkonuna þína að
öðru leyti.“
Graham vísaði tilboði hennar á
bug, kreppti hnefa og hótaði henni
illu ef hún héldi áfram að tala
svona. Þá bætti hann því við að
hann hygðist fá skilnað og mundi
leita aðstoðar lögmanns.
Niðurbrotin og niðurlægð gekk
Gillian út úr svefnherbergi manns
síns. Um hríð sat hún og hugsaði
ráð sitt en svo tók hún fram belti,
brá lykkju á það, gekk inn til eigin-
mannsins, sem var þá sofnaður, og
smeygði því yfir höfuð hans. Svo
herti hún að. Hann vaknaði en þá
herti hún betur að. Um hríð barðist
hann um en svo varð hann mátt-
laus. Og nokkrum augnablikum síð-
ar var hann allur.
Bráfið
Um hríð stóð Gillian yfir líki
manns síns. Svo varð henni ljóst
hvað hún hafði í raun og veru gert
og fór að íhuga hvað hún ætti að
gera. Loks fannst henni eina leiðin
vera sú að láta líta út sem Graham
hefði framið sjálfsvíg. Hún dró lík
hans niður stigann og fram á út-
itröppumar þar sem hún reyndi að
hagræða því og beltinu þannig að
halda mætti að hann hefði svipt sig
lífl.
Því næst gekk Gillian inn fyrir á
ný og fór að skrifa bréf. í því sagði
hún að þau hjón hefðu ákveðið að
deyja saman. Hún lagði bréfið á
áberandi stað, gekk út fyrir, settist
upp í bíl þeirra hjóna og ók af staö
til Beachy Head, staðráðin í að
svipta sig lífi. En örlögin tóku í tau-
mana á síðustu stimdu. Þegar hún
kom fram á höfðann ætlaði hún aö
auka ferðina en ók þá á runna, festi
bilinn og gat ekki ræst vélina á ný,
hvernig sem hún reyndi.
Dæmd í London
Málið kom fyrir sakamálaréttinn
kunna í London, Old Bailey. Þar
lýsti Gillian yfir því að hún hefði
ráðið manni sínum bana en sagði
ekki um morð að yfirlögðu ráði aö
ræða heldur manndráp framið í ör-
væntingu. Sagði hún síðan söguna
af hjónbandi sínu.
Rétturinn féllst á að telja hana
seka um manndráp. Fékk hún
tveggja ára fangelsisdóm. Dómar-
inn, Neil Dension, sagði meðal ann-
ars þegar hann kvað hann upp:
„Mesta refsing þín er að þurfa að
búa við það sem þú hefur gert allt til
æviloka."
Þar með var lokið þessu óvenju-
lega máli sem kom til vegna ástar-
þríhyrnings sem var meöal annars
lýst á þann hátt að hann hefði verið
öörum ástarþríhyrningum
„sprengifimari" þar eð tvíburasyst-
ur hefðu átt í hlut. „Hann var eins
og mólótov-kokkteill (bensín-
sprengja)," var sagt í einu blaði.
„Það gat ekki farið hjá því að það
yrði eldsprenging.