Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 35
JjV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
51
„Ég hef lesið þær u.þ.b. 20 línur
sem eru í 424 blaðsíðna bók Þórs og
fjalla um Guðmund. Þær er nú búið
að gera að aðalsöluvöru og eins kon-
ar auglýsingabrellu. Þar kom fram,
eins og í einni af fyrri bókum Þórs,
einkum Stríði fyrir ströndum, að
Gerlach, ræðismaður Þýskalands,
hafi talið Guðmund hinn besta
mann í hópi íslendinga sem hann
hafi kynnst. Hið eina nýja sem kem-
ur fram núna er að þessi skoðun
Gerlachs, er áður kom fram sem til-
vitnun í minnisblöð, birtist í tveim-
ur bréfum ræðismannsins, með
sömu dagsetningu og nánast sam-
hljóða texta, í nýju bókinni. Þar
hrósar hann, haustið 1939, Guð-
mundi fyrir aðdáunarverða afstöðu
til Þýskalands.
Ég taldi þessar staðfestingar á
fyrri ummælum Gerlachs ekki
neins virði. Hið eina sem Þór hefur
um haldbærar heimildir varðandi
traust einhvers á einhverjum eru
ritheimildir um hrifningu Gerlachs
af Guðmundi. Hann hefur ekkert
sýnilegt um afstöðu Guðmundar til
Gerlachs, til nasisma, til nýja
Þýskalands, til margnefndra hug-
mynda um jarðefnavinnslu eða leir-
brennslu á íslandi, til Himmlers
o.s.frv. Hann hefur heldur ekkert
fundið og/eða birt um afstöðu
þýskra stjórnvalda til Guðmundar,
traust einhverra í Þýskalandi á
Guðmundi, um hugsanlegan iðnað á
íslandi o.s.frv. Traust Gerlachs á
Ari Trausti Guðmundsson gluggar í bók Þórs Whiteheads, Stríð fyrir ströndum, sem kom út árið 1985, þar sem nafn
Guðmundar frá Miðdal, föður Ara, kom oft fyrir. DV-mynd S
Gleymum því ekki að eftir er að
sýna fram á að Guðmundur verð-
skuldaði traust Gerlachs! Þór segir
ekkert um slíkt í nýju bókinni sinni;
aðeins að Gerlach hafi talið Guð-
mund einan trausts verðan,“ segir
Ari Trausti.
Mótmæli uns annað
sannast
Ari segir að vera megi að einhver
minni á að Þór segi lítið um inntak
tengsla Guðmundar og t.d. Himm-
lers og segi lítið um samstarfsvilja
Guðmundar eða hrifningu hans af
þeim ljóta nasisma sem enginn vilji
láta bendla sig við að ósekju.
„Það er rétt hvað nýju bókina
varðar en í Stríði fyrir ströndum
segir Þór að Guðmundur hafi haft
„samúö“ með nasisma. í þeirri bók
segir hann líka að fyrsti formaður
íslenskra þjóðernissinna, sem er
ranglega sagður vinur og veiðifélagi
Guðmundar, hafl borið „svipaðan
hug til Þriðja ríkisins og Guðmund-
ur frá Miðdal". Þetta kemur fram á
blaðsíðu 115 í bókinni. Þór staðhæf-
ir aðeins en ber engar heimildir um
þessar grófu fullyrðingar fram.
Þeim mótmælti ég sem fulltrúi fjöl-
skyldunnar er Þór sýndi mér hand-
rit Stríðs fyrir ströndum og þeim
mótmæli ég enn uns annað sann-
ast.“
Umfjöllun um Guðmund frá Miðdal í bókum Þórs Whiteheads:
Bið fólk að gjalda
varhug við þeirri sagnfræði
- segir Ari Trausti Guðmundsson meðal annars í viðtali við DV
Guðmundi segir ekkert um hve mik-
il eða náin þeirra samskipti voru
eða hve „samrýmdir" þeir voru.
Fyrir slíku ber Þór einkum unga
dóttur Gerlachs í bókinni Stríð fyrir
ströndum, blaðsíðu 110.
Traust Gerlachs segir auðvitað
ekkert um tengsl Guðmundar við
forráðamenn Þriðja ríkisins, eins og
talið var í DV 21. nóvember síðast-
liðinn, og þaðan af síður að „Þjóð-
verjar hafi getað treyst honum ein-
um“, samanber fjölmiðlaupphrópan-
ir,“ segir Ari Trausti Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur og sonur Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal,
meðal annars í viðtali við helgar-
blað DV um nýja bók Þórs
Whiteheads sagnfræðiprófessors.
í bókinni birtir Þór bréf sem
Gerlach skrifaði Himmler og skrif-
stofustjóra hans þar sem hann segir
að Guðmundur frá Miðdal sé eini fs-
lendingurinn sem hann geti treyst.
„í fjölmiðlum hefur verið slegið
upp setningum eins og: „Hver var
hann, eini maðurinn sem Þjóðverjar
gátu treyst?“ Og Þór vildi ekki upp-
lýsa hver maðurinn var fyrr en bók-
in væri komin út. Af hverju ekki?
Er Gerlach allir Þjóðverjar?" spyr
Ari Trausti.
Ari segir að vegna nýju bókarinn-
ar, fjölmiðlaumfjöllunar um hana og
þess sem fram kom í fyrri bókum
Þórs, og þeir deildu um á sínum
tíma, þurfi hann að taka upp hansk-
ann fyrir Guðmund á ný. „Burtséð
frá fjölskyldutengslum," segir Ari
Trausti.
Ari segir að óðagot í ályktunum
fjölmiðla sé meira en ónákvæmni,
það sé uppspretta gróusagna og eigi
þátt í að búa til ranga eða afflutta
mynd af Guðmundi Einarssyni á ár-
unum 1930-1945.
Gerlach og Guðmundur
voru alls ekki nánir vinir
„Gerlach og Guðmundur voru alls
ekki nánir vinir, ekki samrýmdir og
ekki sálufélagar. Fyrir því eru jafn-
gild orð t.d. ekkju Guðmundar, sem
Þór hefur aldrei talað við, orð nú
látinna heimilisvina og orð Ragnars
heitins Kjartanssonar sem ég ræddi
við eftir að Þór hafði gert það. Þór
hefur hvergi birt gögn um heim-
sóknir Guðmundar í ræðismanns-
bústaðinn, komur hans í opnar mót-
tökur þar o.s.frv. Gerlach kom að-
eins einu sinni eða tvisvar að heim-
ili Guðmundar. Enda segir á blað-
síðu 112 í Stríði fyrir ströndum:
„Gerlach virðist hafa rætt hispurs-
laust við Guðmund um bresti sem
hann þóttist sjá í íslendingum...“
Þór notar orðið virðist og í öllum
kjaftaganginum um Guðmund á
stríðsárunum var hann aldrei orð-
aður við Gerlach og Bretar báru
ekki upp á hann, með fram rann-
sóknum sínum á meintum „njósn-
um“ hans, að Guðmundur hefði um-
gengist Gerlach. Barnalegar tilraun-
ir Þórs, fyrir nokkrum árum, til að
bera saman grein eftir Guðmund, í
Eimreiðinni 1939, um jöklaferðir,
likamsmennt og úrbætur á of hraðri
borgarmyndun á íslandi og hug-
myndir Gerlachs um þjóðfélagsúr-
bætur hér sýna ekki heldur fram á
samskipti eða tengsí þeirra. Þór not-
ar meira að segja klisjuna um arí-
ann. Hann telur að Gerlach hafi
hrifist af Guðmundi vegna þess að
„víkingurinn" var „ljós yfirlitum",
samkvæmt blaðsíðu 112 í Stríði fyr-
ir ströndum, og leyfir sér svo að
segja að „lýsing kunnugra manna á
fróðleiksþorsta og athafnaþrá Guð-
mundar er ótrúlega svipuð þeirri
sem Gerlach gaf síðar á sjálfum
sér“. Þetta segir hann á blaðsíðu 112
Guðmundur Einarsson frá Miðdal.
í sömu bók. En hinir kunnugu og
ónafngreindu menn hafa trúlega
gleymt að segja Þór að Guðmundur
var vissulega vörpulegur en dökk-
skolhærður og gráeygður, og eins
víst að Þór hafi heldur ekki frétt að
Guðmundur hélt einna mest upp á
það sem nasistar kölluðu úrkynjað-
ar þjóðir og þjóðabrot: sígauna,
sama, inúíta, armena og indíána, og
hann umgekkst „júða“ hér heima,“
segir Ari Trausti.
Ari telur að Guðmundur hafi
vissulega rennt vonaraugum, án
þess að ritaðar áætlanir væru í raun
uppi, til þýsks fjármagns til jarð-
efnavinnslu.
„Ég veit að hann þáði ein tvenn
boð til Þýskalands á árunum
1936-1938, ég veit að listsýning hans
þar hlaut góða umsögn. Ég veit að
hann sendi lærlinga til iðnnáms í
fyrirtæki sem nasistar stjórnuðu og
hefur vafalítið þótt mikið til um
uppsveiflu hins nýja ríkis. En ég er
jafn viss um að ívitnanir Þórs í gögn
Gerlachs segja afar litið, ef eitthvað,
um raunveruleg tengsl Guðmundar
við hann eða þýska ráðamenn og
enn minna um hugmyndir Guð-
mundar um það þýska ríki sem
smám saman kristallaðist úr hrifn-
ingarvefnum er umlukti það fram
undir stríðið. Gleymum því ekki að
Guðmundur virkaði sem eins konar
„konsúll" Þýskalands árum saman.
Ari segir það loksins hafa komið
fram að orð Þórs um að Guðmundur
hafl verið „leiddur á fund Himml-
ers“ (bls. 26 í Stríði fyrir ströndum)
eigi við boð i opinbera móttöku í
tengslum við ólympíuleikana í
Berlín 1936.
Vart meir en svo að þeir
næðu að heilsast
„Þar var allmargt um alls konar
embættismenn og gesti. Móttakan
telst ekki fundur Himmlers og Guð-
mundar enda vart meira en svo að
þeir næðu að heilsast. Þannig segir
ekkja Guðmundar og ekki veit ég til
þess að Þór viti nokkur deili á
„fundinum" sem hann klifar á í bók-
um sínum né efni hans eða hvar þar
fór fram. Ekkja Guðmundar kann-
ast heldur ekki við bréfið frá Himm-
ler sem nemar í Listvinahúsinu eru
heimild fyrir, á blaðsíðu 33 í um-
ræddri bók. Auðvitað er ekki Ijós
ástæða til að rengja þá heimildar-
menn en efni bréfsins er óþekkt og
tilvist þess varla fullsönnuð. Á með-
an ekki er vitað um það eða önnur
bréf og efni þeirra allra þá sæmir
sagnfræðingi hvorki að nota opin-
bera móttöku, orðróm í Berlín né
ókannað bréf til þess að fullyrða
neitt um tengsl Guðmundar og
Himmlers, eða annarra meðal
stjórnarliðsins í Berlín," segir Ari
Trausti og bætir við:
„Ég bið fólk að gjalda varhug við
þeirri sagnfræði Þórs sem að Guð-
mundi snýr. Hann leyfir sér að nota
litlar heimildir, einkum í Stríð fyrir
ströndum, og túlka þær í reyfara-
kenndum stíl. Komi fram traustar
rökleiðslur og nýjar heimUdir er ég
reiðubúinn að skipta um skoðun á
sagnfræði Þórs.“ -bjb