Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 42
58 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 JLlV Silfurmaðurinn: íþróttaframinn hófst í erfiðisvinnu - brot úr ævisögu Vilhjálms Einarssonar frjálsíþróttakappa Keppendur íslands á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 ásamt þjálfurum og fararstjórn. Frá vinstri Brynjólf- ur Ingólfsson (fararstjóri), Erlingur Pálsson (flokksstjóri), Ágústa Þorsteinsdóttir, Benedikt Jakobsson (þjálf- ari), Jón Pétursson, Hilmar Þorbjörnsson, Svavar Markússon, Pétur Rögnvaldsson, Vilhjálmur Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Jónas Halldórsson (þjálfari) og Guðmundur Gíslason. Á myndina vantar Björgvin Hóim. (Myndin er úr bókinni Olympíuleikar að fornu og nýju) Silfurmaðurinn er heiti á nýrri bók þar sem Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttakappi segir frá sögu sinni. Þegar ég var 15 ára gamall hóf ég starf að steinasteypu. Vinna þessi var illa þokkuð. Hin- ir vöskustu menn höfðu drepið sig í bakinu á henni. Öll steypa í stein- ana var hrærð á gólfi og þegar stein- arnir komu úr vélinni, sem var með handknúinni þjöppu, þurfti að bera þá á litlum brettum og stilla í „rekka“. Ekki mátti neinn hnykkur eða halli koma á til að hlassið brotn- aði og moka þyrfti steypunni á ný í vélina. Best var að tipla á táberginu eða að minnsta kosti að stíga var- lega í hæiinn. Ég fékk sannarlega i bakið eins og fyrirrennarar mínir í steinasteyp- unni. Mér er einkar minnisstæður verkurinn sem oft kom eins og hnífsstunga í mjóhrygginn við fyrstu hræruna á morgnana. Það varð mér hins vegar hið mesta lán að mér tókst að þróa tækni þar sem átakinu var beint frá hryggnum og til annarra líkamshluta. Þannig mokaði ég stundum með því fyrst og fremst að beygja og rétta úr hnján- um, í annan tíma með átaki í örm- um og þá einnig með því að beygja eða rétta um mjaðmir. Það er mín bjargfasta trú, að upp- haflegan íþróttaframa minn eigi ég að þakka þeirri grunnþjálfun sem ég fékk í þessari vinnu. Eiginlegar íþróttaæfingar mínar fram að lands- móti U.M.F.Í. á Eiðum 1952 voru af mjög skornum skammti, en stökkkrafturinn, sem sýndi sig i því að ég vann þrístökkið og setti ung- lingamet, leyndi sér ekki. Mörgum árum síðar sagði Sigurð- ur Sigurðsson fyrrum íþróttafrétta- maður mér skemmtilega sögu. Hann sagðist hafa orðið var við mikið grín, sem gert hefði verið að þessum strák að austan sem „mokaði með bakinu", en einhvern veginn þannig hafði ég komist að orði er hann tók mig tali eftir sigurinn í þrístökkinu á landsmótinu á Eið hvernig ég þjálfaði og hverju ég þakkaði árang- urinn. „Svo spilaði ég sama viðtalið eftir að þú stökkst í Melbourne og þá hló enginn'1, sagði Sigurður og brosti við. Landsmótið á Eiðum 1952 Ég er nýorðinn 18 ára Eins og undanfarin sumur vinn ég við steinasteypuna. Suma daga er hamast við svo svitinn bogar af manni. Aðrir dagar eru léttari með- an steinarnir eru að þorna í „rekk- unum“ áöur en hægt væri að bera þá út. Takmarkið er að hafa nóg upp úr sér til að eiga fyrir skólakostnaði í heimavist M.A., en auk þess verð- ur að standa við loforð um afhend- ingu steinanna, sem nota skyldi í byggingar hér og hvar á Héraði. Ég var sjálfs mín herra, enda oft ekki öðrum fullorðnum til að dreifa við „verksmiðjuna". Ungmenna og íþróttasamband Austurlands var að leggja út í það stórvirki að halda landsmót ung- > mennafélaganna sem haldið skyldi í fyrsta skipti á Austurlandi. Nýtt og glæsilegt íþróttasvæði hafði verið byggt á Eiöum og nú var haldið úr- tökumót til að velja þrjá þátttakend- ur frá sambandinu til keppni á landsmótinu. Þar vann ég mér þátt- tökurétt í þrem greinum: Hástökki, langstökki og þrístökki. Stjórn U.Í.A. fannst nú vandi á höndum. Hinir gömlu garpar, svo sem Gutt- ormur Þormar og fleiri, höfðu ekki keppt á mótinu. Átti að láta úrtöku- mótið gilda og senda óharðnaðan strák i svo stóra keppni? Árangur hans fram að þessu hafði ekki gefið miklar vonir um stig. Sitt sýndist hverjum. Niðurstaðan varð sú að ég var skráður í allar þrjár greinarnar. Missti af keppni Hin stóra stund nálgaðist og ég tók mér algjört frí úr vinnunni fostudaginn fyrir mót. Fjölskyldan fór öll út í Eiða á laugardagsmorg- uninn og það var ætlunin að tjalda í tjaldbúðum Austfirðinga. Þegar á mótsstað kom var augljóst að upp- lýsingar höfðu einhvern veginn mis- farist því keppni var hafin í há- stökki og hæðin komin í 1,60 m. Úti- lokað að fá að byrja á þeirri hæð, þar sem ég hafði ekki mætt við nafnakallið og verið strikaður út. Næst af mínum greinum var þrístökkið á dagskrá. Um kaffileytið hófst keppnin. Nokkur gola stóð frá hlið en þó fremur í bakið. Ég mældi atrennu mína og gerði mig kláran. Þegar röðin kom að mér var mér mikið innanbrjósts. Og á miðri leið að plankanum leiftraði gegn um hug- ann eitt af þessum tilfinningaaugna- blikum sem síðan líða aldrei úr minni: Greinilegt var að ég mundi ekki hitta á plankann með hægri fætinum - ég yrði mér til skammar - nú var að duga eða drepast: „Ég verð að láta vaða á þann vinstri! “ Þessi ákvörðun, tekin í miðri at- rennu er enn ljóslifandi í huga mér. Og í gegnum stökkið komst Ég. Það var langt, tæpir fjórtán metrar! Þetta var hálfum metra lengra en ég hafði áður stokkið, lengra en keppi- nautarnir áttu sem persónulegan ár- angur og nýtt íslenskt drengjamet. Ég hljóp til Þórarins Sveinssonar frænda míns að segja honum árang- urinn, en hann var þá við dómgæslu i annarri grein, sem í gangi var samtímis. Hann starði agndofa á mig smástund, kipptist svo til um leið og hann sagði „Metrafeil, hlýtur að vera metrafeil" og hljóp til ritara þrístökksins til að komast að hinu sanna. Það tókst Um framhald keppninnar er það að segja að þótt ég breytti atrenn- unni lenti öfugur fótur á ný á plank- anum. Að þessu sinni mældist stökkið 14.21 m. Nú skyldi ég sýna hvað ég gæti ef ég hitti með réttum fæti á plankaskömmina! Og í þriðju tilraun tókst það. Ég stökk miklu lengra í fyrsta stökki en í fyrri stökkum, sökk með hælinn í mjúka brautina upp undir ökkla, fékk mik- inn hnykk í bakið og fann til sárs- auka en lauk þó stökkinu. Það var um 14 metra og ég hafði brotið geisl- ung í bakinu. Keppni minni á lands- mótinu var því lokið og ég gat ekki tekið þátt í langstökkskeppninni, sem fram fór næsta dag. Nú fékk ég að kynnast athygli fjölmiðla í fyrsta skipti. í útvarps- viðtali, sem Sigurður Sigurðsson hafði við mig lýsti ég æfingum mín- um og þjálfun þannig að margir furðuðu sig og hlógu, eins og fyrr er getið. En hvað hafði í raun gerst? Héðan í frá leit ég á þrístökkið sem mína grein: 18 ára gamall hafði ég tekið þátt í fjölmörgum greinum íþrótta og fyrst nú fundið „mína“ grein. Upp frá þessu stökk ég alltaf með vinstri fót á plankann þótt ég stykki langstökk af hægri fæti. Þeg- ar ég fór að keppa við heimsins bestu stökkvara komst ég að því að þeir stukku allir með sama fót á planka bæði í þrístökki og lang- stökki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.