Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 43
T>V LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 59 Mikið fálagslíf Sá óvænti frami sem sigrinum á landsmótinu fylgdi truflaöi mig ekki hvað almenna íþróttaþátttöku varö- aði. Um haustið var farið í mennta- skólann þar sem beið nám og fjöl- þætt íþróttalíf í góðum félagsskap. Öll mín skólaár var ég á heimavist skólans. Þar var þá hin besta regla og varla kom fyrir að vín væri haft um hönd, nema þá að einstöku mað- ur kæmi undir áhrifum af skemmti- stöðum bæjarins. Hafði sá hinn sami þá ævinlega hægt um sig og læddist beint í bólið sitt. Félagslíf var mikið á heimavistinni og flestir þeir sem þar voru, stunduðu ekki aðrar skemmtanir í bænum en kvik- mynda- og leiksýningar. Eg tók þátt í kórstarfí en söngkennari skólans var Björgvin Guðmundsson tón- skáld. Heppilegri þroskaskilyrði held ég að tæpast hafi verið að finna. Mál- fundalíf var öflugt og þegar eg byrj- aði í skólanum var Sverrir Her- maimsson, síðar ráðherra og banka- stjóri, í 6. bekk. Hann var mælskur vel og fyrirferðarmikill. Aldrei hafði ég heyrt eins kröftuglega mælt gegn hvers kyns íþróttum og í ræðum Sverris, sem var formaður svo- nefnds „antisportistafélags". En þrátt fyrir mælgina var hópurinn kring um hann ekki stór, enda risti alvaran liklega ekki djúpt. Samt átti slík rödd, að ég hygg, talsverðan hljómgrunn hjá mörgum kennar- anna. Þeir voru af gamla skólanum flestir, en ekki var taliö aö það færi saman að vera bæði „gáfaður“ og góður í íþróttum. Jafnvel var talað um „að hafa vitið í fótunum". Meðmælabréf til ráðherra Skilningur skólameistara á mikil- vægi íþrótta- og félagslífs í skólan- um lýsti sér meðal annars í því að hann veitti mér bókcirverðlaun við útskriftina með þökkum fyrir dýr- mætt framlag í þágu skólans. Hann ritaði jafnframt meðmælabréf fyrir mig til menntamálaráðherra, sem þá var Bjami Benediktsson. Aug- lýstur hafði verið styrkur til Banda- ríkjanna fyrir nýstúdent, sem ég sótti um og fékk. Styrkurinn var mjög riflegur og styrkþegi þurfti raunar aðeins að kosta sig til og frá skóla. Eg fór því haustið 1954 fljúg- andi með Loftleiðum vestur til New York og tók þaðan lest norður und- ir Kanadaiandamæri, tfl staðar sem heitir Hannover í New Hampshire- fylki. Þar innritaðist ég í 2700 pilta skóla og fékk að reyna það að vera nú ekki lengur persóna heldur per- sónunúmer. Án þessa styrks hefði silfrið í Melbourne ekki unnist. Umfjöllun fjölmiðla ísland hefur alið margan afreks- manninn í íþróttum á þeirri öld, sem senn hefur runnið sitt skeið. Það er ávallt erfitt að veija þann besta, þegar margir koma til greina, en eitt er víst, að nafhið Vilhjálmur Einarsson kemur fljótt upp í hug- ann. Ástæðumar eru margar og skulu hér nokkrar tíundaðar. Hann hafði til að bera mikið keppnisskap, sem hverjum íþróttamanni er brýn nauðsyn. Vilhjálmur tók fimm sinn- um þátt í alþjóðlegum stórmótum, þrívegis í Evrópumeistaramótum og tvívegis í Ólympíuieikum. Fyrsta mótið var Evrópumeistaramótið í Bern í Sviss 1954 en þá var hann komungur maður, aðeins tvítugur og óreyndur. Hann varð þar í 17. sæti. Rúmiega tveimur árum síðar varð hann siifurmeistari á Ólympíu- leikunum í Melboume og átti um tíma ólympíumetið í þrístökki, 16,25 m. Á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi 1958 hlaut hann brons- verðlaun og á Ólympíuleikunum í Róm 1960 varð Viihjálmur 5. og stökk 16,36 m., en hafði jafnað stað- fest heimsmet í greininni á meist- aramóti íslands á Laugardalsvelii fyrr um sumarið. Síðasta stórmótið, sem hann tók þátt í var Evrópu- meistaramótið í Belgrad 1962 og þar hafnaði hann í 6. sæti. Þetta eru að- eins hápunktarnir á glæsilegum íþróttaferli Vilhjálms. Sigrar og frá- bær árangur hans í öðrum mótum eru nær óteljandi, má þar m.a. nefna heimsmet hans í hástökki án atrennu. Fór til Bandaríkjanna Vilhjálmur Einarsson er Austfirð- ingur, fæddur að Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Þaðan flutt- ist hann með foreldrum sínum að Búðareyri við Reyðarfjörð. Foreldr- ar Viihjálms, Sigríður Vilhjálms- dóttir frá Hánefsstöðum í Seyðis- firði og Einar Stefánsson frá Mýnim í Skriðdal fluttust síðan til Egiis- staða, þegar hann var ellefú ára. Vilhjálmur stundaði einn vetur gagnfræðanám á Seyðisfirði, en var tvo næstu vetur á Eiðum. Veturinn 1950-1951 las hann heima undir 3. bekkjar próf í Menntaskólanum á Akureyri og tók það um voriö. Stúd- ent varð hann síðan 1954. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum við Dartmouth háskólann. Mjór er mikils vísir Þegar Vilhjálmur var 8-9 ára gam- all dvaldist hann hálft annað ár að Eiðum með foreldrum sínum, sem þá voru þar búsett. Eiðadvölin varð honum örlagarík. Þar lærði Vll- hjálmur sund og fékk mikinn áhuga á íþróttum. Mun hann hafa orðið fyrir ærnum áhrifum af frændum sínum, Tómasi og Þorvarði Árna- sonum, enda dáöist Vilhjálmur mjög að afrekum þeirra. Mesti áhugamað- ur íþróttamála á Austurlandi, Þór- arinn Sveinsson, sem var kennari á Eiðum, mun ekki hvað síst hafa hvatt Vilhjálm til íþróttaiðkana. Fyrsta keppnin Veturna, sem Vilhjálmur stund- aði nám að Eiðum, keppti hann á skólamóti þar og komst öllum á óvart í úrslit í langstökki og þrí- stökki. Vorið sem hann tók próf upp í Menntaskólann, valdist Vilhjálm- ur til þátttöku í Útgarðsgöngunni svonefndu, sem var skíðakeppni milli bekkjanna í skólanum og bar sveit hans sigur úr býtum. . Sumarið 1951 keppti Vilhjálmur fyrst á Austurlandsmóti í frjálsum íþróttmn. Hann varð síðastur í kúlu- varpi og gerði öll stökk sín ógild í þrístökki, en hefði ella að sjálfsögðu komist í úrslit. Síðan keppti Vil- hjálmur á innanhússmótum og skólamótum á Akureyri. Þessi mynd var tekin af Vilhjálmi Einarssyni á Ólympíuleikunum í Melbourne áriö 1956. kr. 1112 kr. 4826 kr. 1588 kr. 1534 Innkaupataska m. buddu, 30 cm há kr. 3974 kr. 1350 kr. 475 kr. 1588 Samkvæmistaskataska úr leðri, 20 cm breið Herraraksett | ll- Steikarhnífa- pör f. 6 Þrýstikaffikanna kr. 1795 Frá kr. 429 Periulokkar úr gulli, margar gerðir Frá kr. 381 Silfureyrnalokkar m Talancn esM leikfanga sími Góður jólapappír, 8 m, kr. 157, o.fl., o.ft. Þú færð gjöfina í ARGOS. Verð listans kr. 200 án bgj. . . Full búA af vörum, alltaf útsala. Verslun Hólshrauni 2, Pöntunarsími 555 2866 Pantið strax. Sumar vörutegundir að seljast upp. Síðustu móttökudagar jólapantana Snyrtispegill m. Ijósum, stækkar Vandaður lampi, hæð 37 cm Barbie skartgripaskrín m. skartgrípum, h. 11 cm Góður dúkkuvagn, handfang, 68,5 cm Vönduð Bohemia krístalsglös, 6 í gjafakassa, 3 gerðir BAK8f5; Kleinuhringjajám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.