Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 46
62 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Uppselt á keppni vaxtarræktarmanna um síðustu helgi: Fólk er spennt að sja öfgar - segir Guðmundur Bragason, íslandsmeistari í vaxtarrækt „Ég byrjaöi aö æfa vaxtarrækt vorið 1984 en keppti fyrst árið 1986. Árið 1990 hreppti ég íslandsmeist- aratitilinn en hætti eftir það þar sem ég stofnaði fyrirtæki mitt, Skyndiprent, enda hafði ég mikið að gera við að koma því á laggirnar og lítinn tíma fyrir æfingar. í fyrra ákvað ég aö vera með aftur, byrjaði að æfa um sumarið, var fljótur í gang og náði öðru sætinu. Keppnin núna kom í framhaldinu þar sem mér gekk þetta vel í fyrra,“ segir Guðmundur Bragason, 31 árs, sem varð sigurvegari í mínus 90 kílóa flokki í vaxtarrækt um síðustu helgi. Guðmundur segir að menn fari ekki í vaxtarræktarkeppni nema hafa æft í nokkur ár. „Maður þarf að byrja á því að byggja upp vöðvamassann en það tekur lengst- an tíma. Þetta er i raun áratuga- sport og menn þurfa að leggja mikið á sig. Ég æfi venjulega fjórum til fimm sinnum í viku í um það bil tvo tíma í senn. Fyrir mót æfir maður sex sinnum í viku og stundum tvisvar á dag. Það fer því mikill tími í þetta,“ segir Guðmundur. Vellíðan og ánægja - En hvað færðu út úr þessu? „Ég fæ gífurlega mikla vellíðan út úr þessu. Maður endurnærist eftir langan og erfiðan vinnudag að fara á góða æfingu. Einnig brýst keppn- isandinn út og félagsskapurinn í kringum vaxtarræktina er skemmti- legur. Menn hópa sig talsvert saman í þessu eins og öðrum íþróttagrein- um, fara út að borða og skemmta sér. Einnig er ákveðinn kjarni á vaxtarræktarstöðvunum sem heldur saman, er alltaf að æfa og þekkist mjög vel.“ - Þurfið þiö ekki að passa mjög mataræðið? „Jú, það verður aö passa upp á það allt árið. Menn mega ekki verða feitir því þá verður mótsundirbún- ingurinn of erfiður. Mest verður að- haldið þó tveimur mánuðum fyrir mót en þá má ekki borða neina fitu, ekkert bras, ekkert sælgæti, ís, gos- drykki eða kökur. Þess á milli getur maður borðað slíka óhollustu í hófi. Þetta krefst ákveðins sjálfsaga sem sumir eiga erfitt með að sætta sig við en fyrir mig er þetta lítið mál. Ég og konan mín, Inga Sólveig Steingrímsdóttir eróbikkkennari, Gunnar Ásgeirsson er íslandsmeist- ari í unglingaflokki. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson höfum tamið okkur hollustu í mataræðinu. Ætli við séum ekki á vandaðra fæðuvali en gengur og gerist." Inga Sólveig hefur líka keppt í vaxtarrækt og varð íslandsmeistari í kvennaflokki árið 1990 um leið og Guðmundur. Þau eiga eitt barn. Kroppasýning - Er vaxtarræktin ekki bara kroppasýning? „Það má náttúrlega kalla þetta hvað sem er en við viljum kalla þetta keppni. Við erum ekki að keppa um ákveðnar þyngdir eða tíma en það má bera vaxtarræktina saman við greinar eins og fimleika eða listdans, þar sem dómarar meta keppendur eftir auganu. í okkar keppni er það vöðvamassi, sam- ræmi milli vöðva, skurður og fram- koma sem dómarar leggja mat á og gefa einkunnir eftir. Þetta er líka „show“ sem fólk hef- ur gaman af að horfa á enda var uppselt í Loftkastalanum þar sem keppnin fór fram. Fólk er spennt að sjá öfgar - sem þetta er vissulega - likaminn er mjög ýktur.“ - En finnst ekki líka mörgum þetta hálfóhugnanlegt? „Við fáum að heyra það líka. Það eru misjafnar skoðanir á þessu sem öðru.“ - Nú ert þú mikið vöðvafjall, ertu þá ekki ofboðslega sterkur? „Það fylgir þessu auðvitað aukinn styrkur en það er mjög misjafnt hvemig menn æfa. Undanfarið hef ég æft meiri þyngdir og orðið sterk- ari en áður. Sumir keppa samhliða þessu í kraftlyftingum, eins og t.d. Nína Óskarsdóttir sem vann í kvennaflokki. Ég hef keppt í.bekk- pressu og er íslandsmeistari í mín- um flokki.“ Verður ekki sá sterkasti - Hefur þú þá ekki áhuga á að verða sterkasti maður landsins eða jafnvel heimsins? „Ég gæti það aldrei. Hnén og axl- 1' •' í.-kí. r Guðmundur Bragason er Islandsmeistari í mínus 90 kílóa flokki i vaxtarrækt. imar þola ekki það mikla álag sem fylgir því.“ - Er það ekki líka álag að þjálfa líkamann upp á stuttum tíma fyrir mót í vaxtarrækt? „Jú, ef menn styrkjast og stækka á mjög stuttum tíma þá held ég að bæði sinar, vöðvafestingar og liða- mót verði fyrir miklu álagi og það er ekki gott. Ef menn fara hægar í sakimar þá styrkist þetta allt sam- an hægar og jafnar." - Hvað tekur við núna? „Næsta keppni að ári. Að vísu tekur maður því rólega einhveija daga en byrjar síðan aftur að æfa.“ Guðmundur segist ekki eiga möguleika á að keppa í útlöndum, hann sé einfaldlega ekki nógu góður til þess. Ef vaxtarræktarmenn hætta að æfa era þeir líka mjög fljótir að slappast niður þannig að ekki má heldur slaka á. „Menn sem hafa ver- ið vel æfðir áður geta þó verið fljót- ir að ná sér aftur í gamla formið tajki þeir sér hvíld.“ - Áttir þú von á að vinna keppn- ina núna? „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrir fram. Magnús Bess hafði mjög stuttan undirbúningstíma en hann hefur verið minn helsti keppinaut- ur. Þama voru líka menn sem ég hafði heyrt sögur af en þekkti ekki til. Sumir vora nýir og aðrir höfðu ekki keppt í nokkur ár þannig að maður gat búist við öllu.“ Kökur og ís í verðlaun __ - Hvemig var haldið upp á sigur- inn? „Ég fékk mér köku og ís í boði Gym 80. Keppendum var öllum boð- ið á Astró og það var mjög skemmti- legt.“ Þess má geta að Nína Óskarsdótt- ir, sem vann í kvennaflokki, er 33ja ára og tveggja bama móðir. Nína er systir kraftlyftingakappanna Skúla og Más Óskarssona. Eiginmaður hennar, Bárður Ólsen, var einnig meðal keppenda á vaxtarræktarmót- inu. Því miður náðist ekki í Nínu þar sem hún er stödd i útlöndum en þetta var í fyrsta skipti sem hún keppti um íslandsmeistaratitilinn. - Verður eitthvað að gerast hjá þér alveg á næstunni i framhaldi af sigrinum? „Ég mun sýna á þolfimimóti um helgina og aflraunamóti, sem Magn- ús Ver stendur fyrir, um næstu helgi. Á þeim mótrnn verð ég sýn- ingaratriði,“ segir Guðmundur Bragason. -ELA Nína Óskarsdóttir er íslandsmeistari í kvennaflokki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.