Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 2
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 2 ffréttir Deilan í Langholtskirkju á byrjunarreit: Flóki og Jón skulu vera sáttir - sá sem víkur af vegi sáttar skal víkja Séra Bolli Gústavsson vígslubisk- up birti í gær úrskurð sinn í Lang- holtskirkjudeilunni. Samkvæmt honum skulu þeir sr. Flóki Kristins- son og Jón Stefánsson organisti sinna áfram störfum sínum í sátt og samlyndi og samkvæmt útlistunum og skilgreiningum í úrskurðinum. Brjóti annar hvor þeirra eða báðir gegn úrskuröinum er biskupi skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana, þ.e.a.s. að veita viðkomandi áminn- ingu eða víkja honum úr starfi. Þeirri kröfu sóknamefndar að sr. Flóka verði vikið úr starfi er hafn- að. „Sr. Flóka og Jóni Stefánssyni ber að hlíta þeim úrskurði sem hér hef- ur verið felldur og haga samstarfi sínu eftir því sem fyrir er mælt,“ sagði séra Bolli eftir að hann hafði fellt úrskurð sinn. Hann kvaðst líta svo á að úrskurðurinn gæti orðið leiðarljós til góðs samstarfs þeirra tveggja í framtíðinni. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sagöi við DV eftir að úr- skurðurinn hafði verið kveðinn upp Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup réttir blaðamönnum úrskurð sinn í Lang- holtskirkjudeilunni. Að baki honum sjást Eiríkur Tómasson lagaprófessor, Ragnar Fjalar Lárusson prófastur og sr. Baldur Kristjánsson biskupsritari. að Langholtskirkjumálið væri nán- ast á byrjunarreit. Hann sagði að vonandi tækist sáttagerð milli Flóka og Jóns í framhaldinu en í úr- skurðinun fælist að deiluaðilar yrðu að gangast undir ákveðinn aga. Sáttargerð væri hluti hans. Sáttargjörðin yrði að verða gerð af heilum hug og nú væri bara að sjá hvað setur. Jón Stefánsson var ekki viðstadd- ur uppkvaðningu úrskurðar sr. Bolla i Biskupsstofu þar sem hann var að leika við tvær jarðarfarir i gær. Sr. Flóki var hins vegar mætt- ur ásamt lögfræðingi sínum, Sig- urði G. Guðjónssyni. Aðrir við- staddir voru sr. Ragnar Fjalar Lár- usson prófastur, sr, Baldur Krist- jánsson biskupsritari, Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar Langholtssóknar, Guðmundur Ágústsson sóknarnefndarmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Eftir að úrskurðurinn var upp- kveðinn gekk sr. Flóki á dyr og vildi ekki ræða við blaðamenn. Hann sagði hins vegar við DV í gær að yrði ekki um ótvíræðan og skýran Sr. Flóki Kristinsson kemur til Bisk- upsstofu í gær til að hlýða á úrskurð Bolla Gústavssonar vígslubiskups í Langholtsdeilunni. DV-myndir BG úrskurð um valdsvið og verkaskipt- ingu milli presta, sóknamefnda og annarra starfsmanna kirkjunnar að ræða yrði honum nauðugur einn kostur að fara þá leið sem ein væri eftir, dómstólaleiðina. „Ég mun hlíta þessum úrskurði og hef þegar boðað messusönghóp fyrir sunnudaginn. Ég bíð bara eftir að fá sálmanúmerin hjá prestinum, sagði Jón Stefánsson í gærkvöldi. -SÁ Stéttarfélagafrumvarpið: Búist við að umræðutíminn færi í 30 tíma Þegar DV fór í prentun í gær- kvöld stóö enn yfír umræðan um frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur. Um- ræðan hófst á fimmtudagsmorgun og stóð með hléum til klukkan 19.30 um kvöldið. í gær hófst um- ræðan um morguninn og var bú- ist við að hún stæði fram á nótt. Tuttugu og fjórir þingmenn höfðu talað eða voru á mælenda- skrá þegar DV fór í prentun og fleiri gátu þess vegna bæst við. Hver þingmaður má tala í eina klukkustund sem skiptist í 40 mínútur fyrri ræöan en 20 mínút- ur síðari ræðan. Við þetta bætast svo andsvör og athugasemdir við stjóm forseta en það eru brögð sem notuö eru til að komast í ræöustól utan hins afmarkaða ræðutíma. Það er því örugglega nærri lagi að áætla 30 klukku- stundir i 1. umræðu um frum- Benedikt Daviðsson og formenn aðildarfélaga ASÍ hittu félagsmálaráðherra í gær. Þar afhentur þeir harðorða álykt- un gegn frumvarpi ráðherrans. Þar var meðal annars hótað að fylgja málinu eftir með allsherjaraðgerðum. DV-mynd ÞÖK Forysta Alþýðusambandsins hótar allsherjaraðgerðum: Viljum að þið dragið frumvarpið til baka - sagði Benedikt Davíösson við Davíð Oddsson í gær varpiö. Stjómarandstæðingar héldu uppi harðri andstöðu við frum- varpið og fundu því flest til for- áttu. Ekkert nýtt kom fram í þeim ræöum sem tíöindamaður DV heyrði í gær; gagnrýni manna var nokkuð svipuð. Ekki er taliö ólíklegt aö ein- hverjar breytingar veröi gerðar á frumvarpinu í meðferö félags- málanefhd Alþingis. Talið er víst aö ríkisstjórnin hiki við að af- greiða frumvarpið óbreytt í fúllri andstöðu við verkalýöshreyfing- una. -S.dór „Við höfum í dag verið að funda um þau verkefni sem þið hafið feng- ið okkur í hendur. Við erum á einu máli um að það sé brýnast að gera ykkur, sem handhöfum valdsins, grein fyrir því að mikilvægast núna - svo það séu líkur til að við getum haft áframhaldandi samstarf og að það verði friður á vinnumarkaði þegar við þurfum að fara að semja um kaup og kjör á næstunni - að mikilvægast sé að aðilar vinnu- markaðarins fái aö koma sér saman um samskiptareglur án þess að vera undir stöðugum hótunum um lög- þvinganir. Þess vegna krefst þessi hópur þess, og 66 þúsund manns í landinu sem að baki okkur stendur, að hætt verði við að reyna að koma því frumvarpi í gegnum þingið sem hér hefur verið kynnt, til breytinga á vinnulöggjöfinni... “ sagði Bene- dikt Daviðsson, forseti ASÍ, við Dav- íð Oddsson forsætisráðherra og Pál Pétursson félagsmálaráðherra á tröppum Alþingishússins í gær. Benedikt var þar mættur ásamt formönnum aðildarfélaga ASÍ sem áður höfðu haldið með sér fund þar sem harðorð ályktun gegn fhnn- varpinu var samþykkt. í henni er meðal annars hótað að fylgja mál- inu eftir með allshexjaraðgerðum. Davíð Oddsson sagði, þegar hann tók við ályktuninni, aö það stæðu yfir umræður í þingsalnum um frumvarp félagsmálaráðherra. Hann sagði að þegar málið væri komið til nefndar og nefndin hæfi störf von- aðist bann til að menn næðu að vinna saman; ríkisvcddið, ASÍ ann- ars vegar og VSÍ hins vegar, þannig að menn gætu komið sínum sjónar- miðum að. Hann sagðist vona að menn næðu saman þrátt fyrir kergju í augnablikinu. PáU Pétursson félagsmálaráð- herra sagði þessi hörðu mótmæli alls ekki koma sér á óvart en vildi ekki ræða þau frekar. -S.dór. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Nel 2 I ,r ö d d F0LKSIN 904-1600 Ertu sammála niðurstöðu Sr. Bolla í Langholtskirkjudeilunni? stuttar fréttir Irving hættir viö Kanadíska oliufélagið Irving I Oil hefur hætt við öll áform um j starfsemi á íslandi vegna vaxandi samkeppni á eldsneytismarkaðnum hér. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 mun félagið fylgjast með gangi mála. Kofra má taka Héraðsdómur Vestfjarða hefur úrskurðað að heimilt sé j að taka flak Kofra ÍS úr vörslu Frosta. Kaupsamningur féll úr | gildi við bruna skipsins, | samkvæmt frétt RÚV. Brugg í Garðabæ Lögreglan lokaði bruggverk- smiðju í Garðabæ á fimmtudag- I inn, hellti niður 300 lítrum af | gambra og 37 lítrum af landa og Ilagði hald á 70 lítra suðutæki. Bylgjan greindi frá þessu. Dansarar slasast Þar sem tveir dansarar slös- uðust á æfingu á fimmtudag varð íslenski dansflokkurinn að aflýsa sýningu á Þrenningu í ; Óperunni í gærkvöldi. Sýningu j var frestað um viku. Pípugerðin selur Pípugerðin seldi í gær hellu- í og steinaframleiðslu sína að Sævarhöfðá til BM Vallár. Lækkað dilkakjöt § Sauðfjárbændur og slátur- fi leyfíshafar standa nú fyrir 15% j verðlækkun á 100 tonnum af ; dilkakjöti. Kjötið er selt í hálf- um skrokkum eða neytenda- pakkningum. 355 þúsund tonn eftir Eftirstöðvar af loðnukvót- í anum eru 355 þúsund tonn þeg- j ar búið er að veiða 761 þúsund | tonn á vertíðinni. Fjörkippur mælist Þróun einkaneyslu og smá- I söluverslunar sl. haust sýnir fi fjörkipp í efnahagslífmu. Sam- í kvæmt Hagvísum Þjóðhags- fi stofnunar var einkaneyslan ! 6,5% meiri síðustu fjóra mán- j uði ársins 1995 en sama tíma j árið áður. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.