Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 17
17 É LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 r Sunday Express birti nýlega umfjöllun um Björk þar sem hún er sögð eiga erfitt með að sætta sig við frægðina, enda geti hún ekki hreyft sig án þess að það komi í fjölmiðlum um allan heim. Björk var pfnulítil þegar hún steig fyrst á svið og söng lög úr myndinni Sound of Music. Björk, náttúrubarnið frá íslandi: Fæddist - segir í Sunday Express Breska blaðið Sunday Ex- press, sem hefur nýlega fjallað um Björk, náttúrubamið frá ís- landi, kallar söngkonuna álfinn í poppinu og segir að hún hafi fæðst villt en vilji hafa einkalíf sitt í friði. Haft er eftir Þór Eldon, barnsfóður Bjarkar, að hún brjálist ef hún sjái eitthvað um son sinn, Sindra, í fjölmiðl- um. Blaðamaðurinn, sem hún réðst á í Bangkok á dögunum, hafi verið að rétta hljóðnema að Sindra og því hafi Björk verið að vemda hann þegar hún réðst á blaðamanninn. í blaðinu er talað við báða for- eldra Bjarkar og fjallað um æskuár hennar. Rifjað er upp þegar Björk steig fyrst á svið, heimatilbúið að vísu, og söng lög úr Sound of Music. Faðir hennar, Guðmundur Gunnars- son, segist hafa um tíma haft áhyggjur af því að hún leiddist út í fikniefni á unglingsárunum en þær áhyggjur hafi horfið fljótlega því að hún hafi lýst þeirri skoðun sinni að sköpun- argáfan hyrfi þegar farið væri út í dópneyslu. { greininni segir að Björk sé vinnualki og sjálfstæð en jafn- framt hörð kaupsýslukona. Hún búi nú í hverfi i London sem heiti Litlu Feneyjar og kaupi ódýran fatnað sem henni líkar. Björk er sögð eiga erfitt með að sætta sig við ffægðina enda megi hún ekki hreyfa sig án þess að það komi í pressunni úti í heimi. Þannig hafi fjölmiðlar í Bandaríkjunum sagt frá því þeg- ar keyrt var á bílinn hennar í vetur. En á íslandi viil hún geta sest á kaffihús án þess að verða fyrir truflunum. Til marks um það hversu Björk hefur alltaf verið sjálf- stæð og farið eigin leiðir rifjar pabbi hennar upp sögu af því þegar hann fór með Björk, 16 ára gamla, til Spánar. Björk gekk þá um Madrid, klædd í víð- an, heimasaumaðan kjól og með hatt á höfðinu. Upp úr hattinum stóð eitt blóm. Guðmundur seg- ir að Björk hafi vakiö mikla at- hygli en hann hafi bara haft gaman af. HITACHI Fyrsta flokks sjónvarpstæki - á verði sem kemur á óvart! HITACHI CP2846 • Valmyndakerfi / • 28" Black Matrix myndlampi (flatur). Allar aðgerðir á skjá. • Nicam stereo hljóð. • Einföld, þægileg fjarstýring. • Textavarp. • Tvö Scart-tengi. HITACHI CP2975 • 29" Super Black Line myndlampi (svartur og flatur). • Digital Comb filter, aðgreinir línur og liti betur. • 80W Nicam Stereo hljóð með sérstökum bassahátalara sem gefur aukin hljóm. • Textavarp með ísl. stöfum. • Valmyndakerfi / Allar aðgerðir á skjá. • Einföld, þægileg fjarstýring sem einnig gengur við öll myndbandstæki. • Tvö Scart-tengi. • Fjölkerfa móttaka. HITACHI CP2976 29” Super Black Line myndlampi (svartur og flatur). Digital Comb filter, aðgreinir línur og liti betur. 140W Nícam heima- bíómagnari (Dolby Surround Pro Logic) með 5 hátölurum sem tryggir fullkomið heimabíóhljóðkerfi. Textavarp með ísl. stöfum. Valmyndakerfi / Allar aðgerðir á skjá. Einföld, þægileg fjarstýring sem einnig gengur við öll myndbandstæki. Tvö Scart-tengi. Fjölkerfa móttaka. WWCHI Skápur með miðjuhátalara 140W Nicam heima- bíómagnari (Dolby Surround Pro Logic) með 5 hátölurum sem tryggir fullkomið hljóðkerfi. s aS&iíÍ! MtTACMI SfÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.