Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Page 17
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 17 Fréttix ' X . Stríðstólið sem Helga Sigmars NS fékk í nótina. DV-mynd JJ Seyðisfjörður: Gömlu stríðstólin DV, Seyðisfirði: Helga Sigmars NS er 10 tonna bát- ur sem hefur stundað dragnótaveið- ar héðan undanfarin misseri. Aðal- veiðisvæðið er inni í firðinum og út i Seyðisfjarðarflóann. Það eru bræð- ur tveir, sem þarna stíga ölduna, færa síðan rauðsprettuna og annað góðfiski að landi og hefur farnast allvel. Fyrir nokkrum dögum fengu þeir - enn að valda tjóni í nót sína töluvert mikið verkfæri. Á því eru fyrst og fremst bæði klipp- ur og hnífar og hafa tundurdufla- slæðarar, sem sýslað hafa við hotn- hreinsun, notað þetta. Með þessu tæki hefur mátt ná í sundur bæði láréttum, botnlægum vírum og eins þeim sem lágu lóðréttir upp i sjó. Allt svona jámarusl er að sjálf- sögðu til mikillar óþurftar á fiski- miðum og veldur þráfaldlega miklu tjóni á veiðarfærum auk fyrirhafhar og erfiðis sem sjómenn þola venju- lega bótalaust. í bók sinni Virkið í norðri segir Gunnar M. Magnúss: - Seyðisfjörð- ur var einn af þeim stöðum austan- lands sem var yfirskyggður her- mönnum frá byrjun hernámsins. Má að mörgu leyti telja það mála sannast að sá litli menningarbær hafi hlotið einhverja mestu þolraun sem um ræðir í sambandi við her- námið. -JJ FRÁ GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1990) fer fram í skólum borgarinnar miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars 1996, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegr ar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. FRÁ SKÓLASKRIFSTOFU REYKJAVÍKUR Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12, sími 552 8544, miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars nk., kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Þetta er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahöpa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.