Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 2
fréttir
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 13"V
íslensku sjómennirnir af Vydunas í góðu yfirlæti í Litháen:
Mannréttindabrotið
fyrirgefum við aldrei
- segir Alfreð Steinar Rafnsson, fiskiskipstjóri á togaranum
„Það voru brotin á okkur mann-
réttindi og það fyrirgefum við
aldrei. Við munum fylgja því máli
eftir fyrir dómstólum þar til yfir lýk-
ur. Það er klíka af bandíttum sem
stýrir Búnaðarbanka Litháens og
hún ætlar að sölsa undir sig eins
mikið af fjármunum og hægt er áður
en henni verður ýtt frá völdum af
dómstólunum. Það gerist áður en
langt um líður,“ sgði Aifreð Steinar
Rafnsson, fiskiskipstjóri á togaran-
um Vydunas, í samtali við DV í gær.
Alfreð er nú ásamt þremur lönd-
um sínum í góðu yfirlæti í hafiiar-
borginni Kleipeta í Litháen. Hann
segir að þeir mæti þar velvilja og að
blöðin á staðnum skrifi af mikilli
hneykslun um framkomu ráða-
manna í Búnaðarbankanum gegn
íslendingunum.
Er svo komið að hópur manna úr
áhöfn Vydunas hefúr kært banka-
stjórana til saksóknara vegna þess
að togarinn var kallaður heim að
ástæðulausu úr góðri veiði. Með því
hafi atvinnuleysi verið kallað yfir
fjölda fólks.
Alfreð Steinar sagði að ekki væri
útilokað að sættir næðust um
skuldamálin sem voru upphaflega
orsök þess að togarinn var kallaður
heim um síðustu helgi. Talsmenn
Búnaðarbanka Litháens segja að ís-
lenskur útgerðaraðili skipsins
skuldi nær 50 milljónir króna í
leigu en útgerðin segist ekkert
skulda.
„Það mál er allt í réttiun farvegi
og rétturinn er allur okkar. Ég kvíði
ekki þeirri niðurstöðu,“ sagði Al-
freð.
Hann sagði að litháískum félög-
um í áhöfn togarans hefði verið hót-
að með að eitthvað kæmi fyrir fjöl-
skyldur þeirra ef þeir væru of vin-
gjamlegir við íslendingana á leiö-
inni til Litháens nú í vikunni.
„Við vorum settir í einangrun og
eina fiarskiptatækið sem við höfð-
um var eyðilagt. Þetta var mann-
réttindabrot og það er fúrðulegt að
skipið skuli hafa verið látið sigla í
gegnum landhelgi margra ríkja án
þess að gerð væri tilraun til að
stöðva það. Ég veit ekki hvað ís-
í gær var árlegur kynningardagur í Granda. Rúmlega tvö þúsund manns, skólabörn, eldri borgarar og væntanlegir
þátttakendur í Feguröarsamkeppni Reykjavíkur, komu i heimsókn. Hér eru fegurðardísir að fræðast um fiskvinnsl-
una. DV-mynd GS
Ný kirkjudeila risin - aö þessu sinni í Hafnarfirði:
Prestur vill konu sína
sem aðstoðarprest
- löglega kjörinn aðstoðarprestur fær ekki skipun í embætti
ÍSáir korninu í mars
Ólafur bóndi Eggertsson, á
Þorvaldseyri undir Eyjaflöllum,
var í blíðunni í gær að sá korni
i akra sína. Þetta er í fyrsta sinn
| í sögunni sem sáð er í akra á ís-
landi í mars svo vitað sé. Hópur
; nema og kennara frá Hvanneyri
var á Þorvaldseyri í gær og
fylgdist með vinnubrögðum við
komræktina. -GK
Akureyri:
„Sprengjumenn“
handteknir
IHópur unglinga á Akureyri
stóð fyrir sprengjugabbi í upp-
tökubíl sjónvarpsins meðan
leikur KA og Vals stóð þar í
fyrrakvöld. Beindist gmnur
strax að piltum sem áður hafa
komið við sögu hjá lögreglu
vegna prakkarastrika. Viður-
kenndur þeir við yfirheyrslur í
gær að hafa búið sprengjuna til
og komið henni fyrir í bílnum.
Sprengjan var sett saman úr
kókdósum, vfrum og klukku.
Var hún að sögn lögreglu hag-
1 anlega gerð og var gripið til
þess ráðs að rýma svæði viö
íþróttahúsið eftir að sprengjan
\ fannst. Piltamir verða kærðir
fyrir tiltæki sitt. -GK
Stöðumælaveröir
vinna skyldustörf
- segir formaöur SFR
„Ég mótmæli eindregiö þeim
orðum kaupmannsins í DV i
gær að stöðumælaverðir ofsæki
kaupmenn og viðskiptavini
þeirra," segir Sjöfh Ingólfsdótt-
ir, formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkur, vegna fréttar í DV
í gær. Kaupmaður á Laugaveg-
inum sagði við DV að stöðu-
mælaverðir ofsæktu kaupmenn
: og viðskiptavini þeirra.
„Starfsmaðurinn á myndinni
er að vinna skyldustörf í sam-
ræmi við þær reglur sem stöðu-
mælasjóði era settar af borgar-
ráði. Sum opinber störf era
vanþakklát en opinberir starfs-
menn sinna störfúm samkvæmt
opinberam reglum og lögum.
Þeir era saklausir af því að of-
sækja fólk,“ segir Sjöfn. -em
Á ársfundi safnaðar Hafnarfjarð-
arkirkju, sem haldinn var sl. sunnu-
dag, flutti Guðmundur Ámi Stefáns-
son alþingismaður tillögu um að
fundurinn samþykkti að ráða sr.
Þórhildi Ólafs, eiginkonu sóknar-
prestsins, sr. Gunnþórs Ingasonar, í
fulla stöðu aðstoðarprests. Sóknar-
nefndin hefur hins vegar þegar kos-
ið sér aðstoðarprest, sr. Þórhall
Heimisson, og hlaut hann lögmæta
kosningu.
Sr. Þórhildur Ólafs, eiginkona
sóknarprestsins, var einnig í kjöri
og fékk hún sjö atkvæði en sr. Þór-
hallur tíu. Samkvæmt góðum
stjómsýsluvenjum ætti biskup ís-
lands að strax eða fljótlega að lok-
inni kosningu að ganga frá málinu á
þann hátt að mæla með því við
kirkjumálaráðherra að hann skipi
þann sem flest atkvæði hlaut í emb-
ætti eftir samráð við sóknamefnd
og sóknarprest. Þótt sr. Þórhallur
hafi verið kosinn þann 14. febrúar
sl. hefur hann enn þann dag í dag
ekki verið skipaður I embætti þar
sem biskup hefur látið hjá líða að
ganga frá málinu í hendur dóms-
málaráðherra.
Biskup forðast átök
Samkvæmt heimildum DV er
þessi dráttrn- tilkominn vegna þess
að biskup hefur ekki treyst sér til
þess að hafa samráð um málið við
sóknarprestinn, sr. Gunnþór Inga-
son, sem ekki mun par hrifinn af
því að fá sr. Þórhall sem aðstoðar-
prest. Sóknarprestur vildi miklu
heldur fá konuna sína sem hefur
verið lausráðin í sókninni undan-
farin ár og vill enn þrátt fyrir lög-
mæta kosningu séra Þórhalls.
Biskup mun hafa vonast til þess
að sættir næðust innan sóknar-
nefndar og sr. Gunnþórs um þá
málamiðlun að Þórhildur yrði ráðin
i hlutastarf áfram. Þórhallur yrði þá
aðstoðarprestur að lögum en Þór-
hildur áfram safnaðarprestur eins
og hún hefúr verið. Sóknamefnd-
inni er nokkur vandi á höndum því
að verði Þórhildur ráðin verður
sóknamefndin sjálf að bera kostnað-
inn af ráðningu hennar þar sem
kjör sr. Þórhalls er fullkomlega lög-
legt.
Guðmundur Ámi Stefánsson vill
ekkert láta hafa eftir sér um þetta
mál en segir að sóknamefndin yrði
að greiða laun Þórhildar af eigin fé
ef hún yrði ráðin.
„Ég er ekkert mótfallinn sr. Þór-
halli,“ sagði sr. Gunnþór Ingason
sóknarprestur við DV. „Hins vegar
þættimér gott að hugsanleg ráðning
Þórhildar væri öragg áður en bisk-
up skipar sr. Þórhall, bara til þess
að hlutimir gangi rökrétt fýrir sig.
Ég óska eftir því að þau geti bæöi
komið til starfa.“
-SÁ
,r o d d
FOLKSINS
904-1600
Eru stöðumælagjöld of há?
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já
Nei 2 I
lenska utanríkisráðuneytið gerði í
raun og vera til aö koma í veg fyrir
að brotið væri á okkur,“ sagði Al-
freð.
Fjórmenningamir búa nú á hóteli
og amar ekkert að þeim. Þeir hafa
haldið blaðamannafund um mál sitt
og skrifuðu sex dagblöð um ferðina
til Litháens. Steinar sagði að al-
menningur þekkti vel hvaða brögð-
um gamla valdaklíkan í landinu
beitti og hún væri enn við völd í
Búnaðarbanka Litháens.
-GK
stuttar fréttir
Fækkar hjá Lýsi
| Lýsi hf. ætlar að fækka
s starfsfölki um átta stöðugildi
| vegna endurskipulagningar í
í rekstri. Tæplega 40 menn starfa
í hjá fyrirtækinu.
Útvegsmenn mótmæla
Útvegsmenn á Suðumesjum
:? og í Hafnarfirði mótmæla harð-
| lega samningi sjávarútvegsráð-
herra og smábátaeigenda, að
í sögn Bylgjunnar.
Trúnaðarbrestur
| Forráðamenn fiskframleið-
| enda segja að samningurinn
'% valdi trúnaðarbresti milli
j þeirra og ráöherra. RÚV sagði
■f frá.
Lítill Innflutningur
Innflutningur á tilbúnum
? kjötréttinn frá Bretlandi er lít-
? iíl. Ekki þykir ástæða til að inn-
kalla þá vegna kúariðunnar. Út-
| varpið greindi frá.
TR kostar stöðu við HÍ
i Tryggingastofnun kostar
; stöðu læknaprófessors við HÍ í
* fimm ár, skv. Útvarpi.
Jón framkvæmdastjóri
Össur hf. hefur ráöið Jón Sig-
urðsson, viðskiptafúlltrúa hjá
Útflutningsráði, í starf fram-
í kvæmdastjóra.
Grásleppukarlar dæmdir
Þrír grásleppukarlar við
s Breiðaíjörð hafa verið dæmdir
til að greiða sektir fyrir ólögleg-
? ar lagnir neta innan lögsögu
hlunnindajarða.
Gæsla við flugstöðina
‘ Bifreiðagæslan í Keflavík
: tekur að sér gæslu bíla við flug-
| stöðina og verður gjaldtaka á
langtímastæðum, að sögn Út-
; varps.
Stöð 2 sýknuð
Félagsdómur sýknar Stöð 2 af
kröfu fréttamanna um greiðslu
' stórhátiðaálags.
Sameiginleg afgreiðsla
Sameiginleg vöraafgreiðsla
s Landflutninga og Samskipa
\ verður opnuð í Reykjavík á
mánudag. -GHS
Tveir á
slysadeild
Flytja varð ökumenn tveggja bíla
á slysadeild eftir árekstur og bíl-
veltu á Suðurlandsvegi við Gunn-
arshólma eftir hádegið í gær. Rák-
ust bílamir saman við bestu að-
stæður í blíðunni í gær og valt ann-
ar þeirra.
-GK