Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 Æ 26 rstæð sakamál Er það hann? Er það hún? Forstjóri óperunnar, Anthony Bliss, lét loks verða af því að tjá sig opinberlega um morðið. „Mér finnst óhugsandi að nokkur óviðkomandi hafi getað komist inn af götunni og framið þetta ódæði. Öryggisgæsla hér er alltof mikil til þess,“ sagði hann. „Það hlýtur því að hafa verið einhver af starfsmönn- um óperunnar sem framdi morðið. Það er skelfilegt. í hvert sinn sem ég geng á bak við sviðið og lít á starfs- fólkið þar hugsa ég: Er það hann? Er það hún?“ Um hálfum mánuði eftir morðið hafði umtalið næstum valdið ringul- reið í óperuhúsinu og blöðin höfðu málið stöðugt til umfjöllunar. Valer- íj Panov var miður sín og sumir ótt- uðust að ferill hans kynni að vera á Maðurinn í lyftunni. enda. En þá tók ungur rannsóknar- Metropolitan-óperan. lögreglumaður eftir dálitlu sem átti eftir að skipta sköpum. Hnútarnir Þegar líkið af Helen fannst voru hendur og fótleggir bundin saman. Lögreglumaðurinn sem olli straum- hvörfum í rannsókninni veitti því athygli að hnútarnir voru sams konar og þeir sem starfsmenn á sviðinu notuðu. Hófust nú yfirheyrslur sem höfðu það að markmiði að upplýsa sem mest um ferðir þeirra sem unnu á sviðinu sjálft morðkvöldið. Þær leiddu loks í ljós að tuttugu og tveggja ára maður, Craig Crimmins, hafði farið úr vinnunni kortér yfir níu þetta kvöld án þess þó að vinnu- degi hans væri lokið. Höfðu starfsfé- lagar hans ekki séð hann fyrr en daginn eftir. Þann 26. ágúst var Crimmins handtekinn. Eftir sex tíma yfir- heyrslur játaði hann á sig morðið. Sagðist hann oft hafa horft á Helen því hún hefði verið svo lagleg. Og þegar hann hefði verið orðinn einn með henni í lyftunni hefði hann nálgast hana. En hún hefði vísað honum frá og þá hefði hann látið aflsmun ráða. r Atökin á þakinu Craig tókst að yfirbuga Helen og lét lyftuna fara með þau upp á ní- undu hæð. Þar kom hann henni út á þakið og reyndi að nauðga henni en hún barðist ákaft um. Þá rotaði hann hana, afklæddi og batt hendur hennar og fætur. Hófst nú nauðgun- in. En meðan hún stóð yfir komst Helen aftur til meðvitundar og fór að berjast um auk þess sem hún beit í nefið á Craig. Hann reiddist, dró hana að loftgangaopinu og henti henni niður um það. Craig fór nú með lyftunni niður í kjallara, gekk út úr óperuhúsinu og hélt heim til sín. Næsta kvöld kom hann til vinnu eins og ekkert hefði í skorist. Játning Craigs Crimmins þótti tákna skil í réttarsögu vestra því hún var tekin upp á myndband og sýnd kviðdómendum en það hafði ekki verið gert áður við réttarhöld þar. Þungur dómur Þegar upptakan af játningunni hafði verið sýnd í réttinum dró Craig hana skyndilega til baka. Bar hann því við að hann hefði þjáðst af minnisleysi á þeim tíma þegar Helen var myrt og hefði látið sann- færast um sekt sína við yfirheyrsl- ur. Réttarlæknar og geðlæknar, sem komið höfðu að rannsókninni, sögðu að engin merki um minnis- leysi hefðu komið fram hjá sakborn- ingi. Þá fannst kviðdómendum játn- ingin á myndbandinu sannfærandi. Að auki benti ýmislegt til þess að hann væri sá seki og tæpu ári eftir morðið var Craig Crimmins dæmd- ur í lífstíðarfangelsi. I Helen Hagnes. Morðið í óperunni Ýmsum fannst sem hluti hinnar frægu sögu, Óperudraugsins, hefði verið sviðsettur þegar fiðluleikar- inn Helen Hagnes, sem stóð þá á þrí- tugu, fannst myrt í Metropolitan-óp- eruhúsinu í New York en það hefur löngum þótt með ffægustu húsum sinnar tegundar í heiminum. Morðið vakti mikil heilabrot og komust á kreik ýmsar sögusagnir. Blöðin vörðu miklu rými í frásagn- ir af því, hugleiðingum um hver morðinginn gæti verið og hvað heföi búið að baki. Loks komst um- raéðan á það stig að hún þótti ógna framtíð þekkts listamanns. Frægur einleikari Helen Hagnes var fædd í Kanada þar sem hún ólst upp. Hún var ekki nema fjögurra ára þegar hún fór að leika á fiðlu og brátt kom í ljós að hún var gædd óvenjulegum tónlist- arhæfileikum. Þannig kom hún fram sem einleikari aðeins tólf ára og áður en hún náði tvítugsaldri hafði hún unnið til margra verð- launa og náð góðum árangri í hinni kunnu Tsjajkovskí-keppni í Moskvu. Helen Hagnes var ekki bara undrabarn. Hún var líka lagleg og vakti athygli fyrir útlit sitt þegar hún komst á fullorðinsár. Há var hún ekki en vel vaxin og með sítt og fallegt hár. Hæfileikar hennar færðu henni ýmis tækifæri til að leika utan heimalandsins og það kom því ekki á óvart að hún skyldi freista gæf- unnar í heimsborginni New York. Þegar hún var tuttugu og fimm ára þótti hún í fremstu röð einleikara þar og hafði þá fengið fast starf við Metropolitan-óperuna. Jafnframt var hún fastráðin við óperuhljóm- sveitina. Ást, frami og vonbrigði Eftir nokkra dvöl í New York kynntist Helen Janus Mintiks myndhöggvara. Þau urðu mjög ást- fangin en það skyggði á hamingju þeirra að hann naut ekki sömu vel- gengni og hún. Það vakti nokkra af- brýðisemi hjá honum og honum þótti ekki skemmtilegt að þurfa stundum að leita til hennar eftir peningum. I júlí 1980 stóð fyrir dyrum gesta- sýning Berlínarballettsins í óperu- húsinu. Færa átti upp Don Quijote, sviðsettan af Valeríj Ponov, sovésk- um dansara og danshöfundi en hann hafði hlaupist frá sovéskum dansflokki sem heimsótti Bandarik- in sex árum áður og var nú fastráð- inn hjá Metropolitan-óperuhúsinu. Að kvöldi 23. júlí, þegar sýning á ballettinum stóð yfir, sagði Helen við einn tónlistarmannanna sem hún lék með að þegar hún fengi hlé hygðist hún fara til fundar við Ponov og ræða við hann um hvort hann gæti ráðið mann sinn, Janus, sem sviðsmyndasmið fyrir næstu sýningu á vegum Panovs en til stóð að sýna ballett sem hann var höf- undurinn að. Var hann byggður á Fávitanum eftir Dostojevskíj. I hon- um myrðir brjálaður maður unga stúlku. Sneri ekki til baka Helen sagði tónlistarmanninum að hún færi til fundar við Panov í tuttugu og fimm mínútna hléi þegar enginn fiðluleikur yrði. Sagðist hún hafa mælt sér mót við hann. Klukkan hálftíu stóð Helen upp, gekk frá sæti sínu í hljómsveitar- gryfjunni, brosti til þeirra sem sátu næst henni og hvarf á bak við svið- ið. Hún stefndi á lyftu sem átti að flytja hana upp á hæðina þar sem búningsherbergi Panovs var. Tvær dansmeyjar sáu hana ganga inn í lyftuna og sáu um leið í ungan mann sem var fyrir í henni. Það var í síðasta sinn sem Helen Hagnes sást á lífi. Þegar tuttugu og fimm mínútna hléð var á enda og fiðluleikurinn átti að hefjast á ný kom Helen ekki. Nokkrir í hópi tónlistarmannanna hvísluðust á. Hvað var nú að gerast? Hafði hún orðið veik? Hún hafði þó alls ekki virst lasleg þegar hún fór. Ekki varð undrun manna minni þegar hringt var heim til hennar eftir sýninguna. Maður hennar hafði hvorki heyrt hana né séð. Hangandi á bita Nokkrir tónlistarmannanna urðu nú mjög órólegir. Það var ekki líkt Helen að ganga út af miðri sýn- ingu og snúa ekki til baka. Um hríð var um það rætt að kalla til lögregl- una en svo benti einhver á að lista- menn ættu það til að taka upp á ýmsu og best væri að vekja ekki strax athygli á því sem gerst hafði því skýringin á hvarfinu gæti verið með öllu eðlileg. Helen hlyti að mæta á sýninguna kvöldið eftir. Næsta dag þurfti rafmagnsmaður að fara upp á þak hins níu hæða óp- eruhúss til viðgerða. Hann hafði ekki verið þar lengi þegar hann fann kvenskó. Hann fór með hann niður og kona sem lék í hljómsveit- inni með Helen bar þegar kennsl á hann. Var nú hringt á lögregluna. Leitað var í hverjum krók og' kima í óperuhúsinu en þegar Helen hafði ekki fundist eftir nokkurra tima leit stóð til að hætta henni. Þá varð lögregluþjóni litið niður um loftræstingarop og þar sá hann klæðlaust konulík hanga á stálbita um tveimur metrum fyrir ofan botn loftganganna. Var ljóst að Helen hafði verið kastað naktri niður í þau og hún látið lífið þegar hún lenti á bitanum. Orðrómur og getgátur I byrjun var fátt um vísbending- ar. Dansmeyjarnar tvær sem séð höfðu Helen fara inn í lyftuna gátu aðeins gefið óljósa lýsingu á manninum sem þær höfðu séð í henni. Báðar voru þó þeirrar skoðunar að hann væri ung- ur. Brátt komust sögusagnir á kreik í óperu- húsinu og bár- ust síðan út fyr- ir veggi þess. Var morðinginn einn starfs- manna þess? Myndi hann myrða á ný, rétt eins og í hryll- ingssögunni? Og brátt tók grun- urinn að beinast að tveimur mönnum, Valer- íj Ponov dans- höfundi og Janusi Mintiks, eigin- manni Helenar. Panov var tekinn til yfirheyrslu en hann kannaðist ekki við að hafa átt von á Helen til viðræðna í bún- ingsherbergi sínu. Þetta jók enn á umræðuna innanhúss. Hafði Helen staðið í leynilegu ástarsambandi við Panov? Haíði hann myrt hana til aö leyna því? Og sumir gátu sér þess til að sovéska leyniþjónustan, KGB, hefði myrt Helen til þess að eyði- leggja feril Panovs og koma þannig fram hefndum á honum fyrir að hafa yfirgefið föðurlandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.