Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 64
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Flóttamenn frá Júgóslavíu: Ófundnir enn Komu stórs hóps flóttamanna frá átakasvæðum í fyrrverandi Júgóslavíu, sem von var á upp úr síðustu áramótum, hefur seinkað. Að sögn Hólmfríðar Gísladóttur hjá Rauða krossinum eru ástæður þær að ekki er enn byrjað að flytja fólk á milli svæða í samræmi við Dayton samkomulagið og hafa því væntan- legir flóttamenn hingað til lands ekki verið fundnir enn. Hólmfríður segir að það hafi ver- ið lagt í hendur fastanefndar Ai- þjóða Rauða krossins í Genf að velja flóttamennina hingað í samráði við flóttamannastofnun SÞ. Ekkert hafi heyrst frá flóttamannastofnuninni enn, þrátt fyrir að félagsmálaráðu- neytið og Rauði kross íslands hafi —‘itrekað kallað eftir upplýsingum. „Það þýðir að málið er einhvers staðar í vinnslu hjá SÞ,“ segir Hólmfríður. Aðspurð hvort þessi dráttur stafi af því að það vanti hreinlega flóttamenn sem vOji koma tO íslands segir hún að svo sé ekki, því miður. Vegna þess dráttar sem orðinn er á málinu sé ekki von á flóttamönnum hingað fyrr en í fyrsta lagi í sumar. -SÁ Þaulsætinn stútur við stýrið ísfirskur ökumaður þarf að öllum líkindum að greiða 100 þúsund krónur í sektir fyrir að hafa ekið tvívegis ölvaður nú í vikunni. Mað- urinn er auk þess réttindalaus. Fyrst var umræddur maður tek- inn á mánudaginn en lét sér ekki segjast við það því síðdegis í gær var hann tekinn aftur. Auk sekt- anna getur maðurinn átt von á fangavist fyrir brot sín. -GK QFenner REIMAR OG REIMSKÍFUR Powlsen Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 Sími 533 2000 Ókeypis heimsending L O K I Islenskar getraunir grípa til aðgerða gagnvart 17 manna hópi Lengjutippara: Einvigi milli okkar - segir talsmaður Getrauna - spiluðu fyrir 9 milljónir eina vikuna íslenskar getraunir hafa gripið til aðgerða með því að vara eigend- ur sölustaða Lengjunnar við því að taka við ávísunum vegna 17 manna hóps sem hefur lagt milljónir króna undir á viku við að tippa á Lengjunni. Vegna tilkomu þessa hóps er hagnaður getraunafyrir- tækisins frá upphafí 10 prósentum lægri en vonast hafði verið eftir - eða um 20 mOljónum króna. Samkvæmt upplýsingum DV spOaði hópurinn fyrir rúmar 9 mOljónir króna í getraunaleiknum vikuna 11.-18. mars en vann ein- ungis innan við eina miUjón króna tU baka. Næstu viku á eftir voru 5 mOljónir króna lagðar und- ir en þá unnust 10 mOljónir. Vinn- ingshlutfaUið þá vikuna hefur aldrei verið eins óhagstætt á Lengjunni frá upphafi, 138 pró- sent, og mörgum mOljónum krón- um hærra en heildarsalan var. „Síðustu 6 vikur hefur þessi hópur verið svo stórtækur að þetta er farið að snúast upp i ein- vígi - við á móti þeim - ef þeir vinna þá töpum við og öfugt. Við viljum ekki þessa viðskiptavini sem hætta hundruðum þúsunda eða milljónum," sagði Sigurður Baldursson hjá íslenskum get- raunum við DV í gær. Einn talsmanna sautjánmenning- anna sagði við DV að sumir úr hópnum „hefðu grætt heUing en aðr- ir væru í minus“. Sumir hefðu hætt af því að þeir töpuðu en aðrir látið staðar numið þegar þeir græddu: „En við erum ekki að spila fyrir meira en menn í hópnum eru borgunarmenn fyrir. í honum eru sumir málsmetandi menn í góðum stöðum með góð laun," sagði mað- urinn sem ekki vOdi láta nafns síns getið. Sigurður hjá Getraunum sagði að hópurinn stóri hefði „skekkt alla spilamennskuna": „Þetta á að vera leikur en ekki fjárglæfrastarfsemi þar sem eignir eða aleiga eru lögð undir. Öðrum þátttakendum hefur fækkað vegna þess að við höfum þurft að lækka vinningsstuðlana - þá missa aðrir áhugann. Þetta er því slæmt fyrir aOa,“ sagði Sigurður. Kössum á sumum sölustöðum var á tímabOi lokað vegna hárra geymsluávís- ana frá hópnum - söluaðOanna vegna og hættu á að innstæða reyndist ekki fyrir hendi ef hópur- inn tapaði. „Okkur finnst ótækt að Get- raunir staðhæfi að við séum að spila fyrir peninga sem eru ekki t0,“ sagði talsmaður sautjánmenn- inganna. „Við höfum staöið í skO- um og öH uppgjör gengið hnökra- laust. Það hefur komið einu sinni og einu sinni fyrir að söluaðilar hafi verið beðnir um að geyma ávísanir f einn og einn dag. Ég skil að Getraunir séu ekki hrifnar af því að hafa svona stóran hóp, menn vOja vernda sína starfsemi. En það er kannski komirrn tími til að við skiptum okkur upp,“ sagði Lengjuspilarinn. -Ótt Þær Olöf Jónasdóttir, 4ra ára, og Gunnhildur G., 5 ára, klappa Freyju sem er þýskur fjárhundur. Þær sögðust oft hafa klappaö hundum. DV-myndir Rasi Hundarheim- sækja leik- skólabörn „Áður en þið klappið ókunnugum hundi skuluð þið alltaf spyrja hvort þið megið það, leyfið honum síðan að lykta af handarbakinu á ykkur,“ sagði Björn Ólafsson hundaeigandi við börnin á Vesturási við Klepps- veg í gær. Pjórar tíkur í fylgd eigenda sinna heimsóttu börnin í leikskólanum. Tilgangur heimsóknarinnar var að börnin fengju að kynnast hundum. „Það er mjög skemmtilegt að fá þessa gesti, það hafa ekki komið dýr áður í heimsókn hingað en við höf- um farið með börnin í Húsdýragarð- inn og svo förum við alltaf í sveit á hverju ári,“ sagði Vilborg Tryggva- dóttir, leikskólastjóri á Vesturási. Börnin kunnu svo sannarlega að meta heimsóknina og ekkert þeirra var hrætt. Hundarnir tóku hlutverk sitt alvarlega og voru tO fyrirmyndar. Tíkurnar heita Bríet, af briard kyni, hún er stór og loðin, Aska, ís- lenskur fjárhundur, Freyja, þýskur fjárhundur eða schafer, og Loweesa, lítO selskapstík af tegundinni shi- htzu. -ÞK Veðrið á sunnudag og mánudag: Rigning um vestanvert landið Á morgun verður hæg breytOeg átt, skýjað og sums staðar dálítil súld vestan til á landinu en léttskýjað annars staðar. Hiti verður á bilinu 4 tO 9 stig, hlýjast um landið suðaustanvert. Á mánudag verður fremur hæg suðlæg átt og rigning víða um landið vestanvert en skýjað að mestu austan tO. Hiti 2 tO 7 stig, hlýjast sunnan tO. Veðrið í dag er á bls. 69 Mánudagur Sunnudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.