Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 34
42
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 L>V
Mesta furða
hvað ég man
miðað
við syndugt
líferni
- segir Egill Helgason, sigurvegari í spurningakeppni DV
Sigurvegari í spurningakeppni DV, Egiil Helgason, tekur við ferðavinningi til Akureyrar á vegum Flugleiða úr hendi
Jónasar Haraldssonar, fréttastjóra DV. Auk þess var hann verðiaunaður með þriggja binda verki, íslandssögu A til
Ö, eftir Einar Laxness. DV-mynd ÞÖK
„Mér finnst mesta furöa hvað ég
man miðað við syndugt lífemi. Ann-
ars held ég því nú fram að árangur
minn hafi hvorki með greind né gáf-
ur að gera. Það er bara svo mikið af
ónauðsynlegum fróðleik sem situr í
mér,“ segir Egill Helgason, blaða-
maður á Alþýðublaðinu og sigur-
vegari í úrslitum spurningakeppni
DV.
Egill hlaut í verðlaun helgarferð
til Akureyrar fyrir tvo með Flug-
leiðum og tveggja nátta gistingu
með morgunverði á Hótel Kea. Að
auki fékk hann íslandssögu A til Ö,
eftir Einar Laxness, sem Vaka-
Helgafell gefur út.
„Ég ber miklar taugar til Akur-
eyrar enda var ég venslaður inn í
þennan bæ í nokkur ár. Ég á ekkert
nema ljúfar endurminningar þaðan.
Ég er farinn að hlakka til að rölta í
kringum Pollinn og svo ætla ég að
kíkja á pöbbinn hjá þeim ágæta
krata, Aifreð Gíslasyni.“
Egill segist líta á sig sem fulltrúa
þeirra sem lítið hafa ræktað heila-
búið. Þess vegna hafi það verið hon-
um kappsmál á lokasprettinum að
vinna þetta. Annað sem hvatti Egil
áfram undir lokin var að þrátt fyrir
að hann hafi margsinnis tekið þátt í
spumingakeppni og öðrum keppnis-
greinum í gegnum tíðina hefur
hann aldrei unnið en þó alltaf stað-
ið sig ágætlega. Fram að þessu var
það í úrslitaleik i unglingaflokki á
íslandsmótinu í borðtennis, ein-
hvern tíma á áttunda áratugnum,
sem hann komst næst sigri. Því
fannst honum kominn tími til að
standa uppi sem sigurvegari einu
sinni og það tókst. í ljósi þessa seg-
ist hann geta dregið sig í hlé.
„Verst þykir mér hins vegar að
það emm ekki við sem vitum eitt-
hvað sem keppum um stóru verð-
launin og peningaupphæðimar. Það
NYTT NAFN - NYTT HEIMILISFANG:
Yörumóttaka Samskipa Innanlands er komin í nýtt húsnæði:
Landflutningar Samskip, Skútuvogi 8, Reykjavík.
Sími: 568-5400/569-8666. Fax: 568-5740.
KOMIÐ OG REYNIÐ NYJA OG
BÆTTA ÞJÓNUSTU OKKAR :
Einn staður fyrir allt...
Mcð Landllutningum Samskip gcta viðskiptavinir á
cinfaldan og skjótan hátt scnt vörur, fisk, búslóðir og
pakka milli allra þcttbýlisstaða á landinu. Við sjáum um
flutningana, hvort scm viðskiptavinurinn þarf að scnda
vörur til Þingcyrar, sækja fisk frá Húsavík cða flytja
búslóð til Rcyðarfjarðar. Sumir gætu jafnvel þurft að
gcra allt þrcnnt í cinu! Viðskiptavinurinn þarf bara að
ákvcða hvort hann vill láta fiytja scndinguna mcð skipi
cða bil.
Ekki bara frá einum staó á annan...
Landfiutningar Samskip og Flutningamiðstöóvarnar
bjóða viðskiptavinum sínum ckki aðcins skjóta og
cinfalda þjónustu við flutninga og drcifingu. Við gctum
aðstoðað við allt scm við kcmur fiutningum:
Tilboðsgcrð vcgna inn- og útfiutnings, tollskýrslu-
gcrð, ráðgjöf varðandi fiutninga, "vörugcymslur, kæli-
og frystigcymslur, hcimsendingar, löndunarþjónusta og
skipaafgrciðsla allt þctta gctur vcrið hluti af þjónustu
okkar.
NYTT NAFN SAMSKIPA
INNANLANDS ER:
er fólkið sem er að svara spuming-
um á borð við „Hver er forseti ís-
lands?“ í Sjónvarpinu. Með fullri
virðingu þá erum við að keppa um
minni verðlaun þannig að ég er bú-
inn að strengja þess heit að fara
aldrei framar í spurningakepþni
nema að ég geti beinlínis auðgast á
þvi. Ég hvet því forráðamenn tjöl-
miðla til að taka þetta til íhugunar."
- Einhver talaði um þig sem
sultukrukku sem allt loddi við.
„Það er þá bara langtímaminniö.
Mér óar við því að í ellinni komi ég
ekki til með að muna neitt annað en
það sem ég lærði á fyrstu 25 til 30
árum ævi minnar - að maður verði
eins og ruslakista. Ég horfi á fót-
boltaleiki í sjónvarpinu og man
nöfn á öllum leikmönnunum eftir
smástund. Þetta er ekkert sérstak-
lega æskilegt. Ég las það hins vegar
í einhverri bók eða blaði um daginn
að Magnús Torfi Ólafsson hefði
imnið i einhverri spumingakeppni í
mars árið 1970 eða ’71 - ég held það
hafi verið í þættinum Veistu svarið?
Hann var orðinn þingmaður í júní
og ráðherra í júlí. Ég er að vona að
þessi árangur minn sé ávísun á eitt-
hvað slíkt og ég verði kannski orð-
inn forseti fyrr en varir. Ég er þó
voðalega hræddur um að ég muni
ekki uppskera eins og hann.“
Egill segir að sér hafi virst sem
sigurvegarar í spurningakeppnum í
gegnum árin væru dálitlir sérvitr-
ingar og að vissu leyti „nördar".
„Mér hefur virst í gengum tíðina,
með örfáum undantekningum þó, að
það séu ekki beint „kreatífir" menn
sem hafa svona minni en ég er að
vona að ég geti sameinað þetta
tvennt." -pp
Sm<a-
auglýsingai
OPIÐ
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Smáauglýsingar í
helgarblað DV verða
að berast fyrir kl. 17
á föstudögum