Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 22
22 m 2HAI71.06 HUOAa>lAOIJ. LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 Þaö er alkunna að mcinnlífið í Vestmannaeyjum er sérstætt og á sér faar hliðstæður hér á landi. Hvergi á landinu eru menn jafn fljótir að öðlast hin undarlegustu viðumefni og uppátæki einstak- linga á eyjunni eru flestum kunn. Það er því ekki að undra að fyrir 15 árum stofnuðu nokkrir eyjarskeggj- ar með sér félagsskap um uppátæki hverjir öðrum til skemmtunar. Upp- átækin, sem oft þóttu stórtæk, vöktu þó kátínu fleiri en félags- manna og innan tíðar voru tíðum fréttir af félagsstarfi Hrekkjalóma, eins og félagið var nefnt, í íjölmiðl- um á meginlandinu. Hafnarvogin varð að skipsbrú „Okkur hefur nú greint nokkuð á um stofiiunardaginn en ætli það hafi ekki verið árið 1981 sem við stofnuðum félagið og það hefur haldið saman síðan. Nokkrir okkar sem hittumst reglulega í kaffi á hafnarvoginni vorum með smá- sprell þar. Við tókrnn eina nótt í að útbúa hafiiarvogina sem brú á skipi - settum þar inn siglingatæki, radar upp á þakið og fleira sem tilheyrði. Þegar vigtarmaðurinn kom svo í vinnuna um morguninn var allt þar í gangi honum til undrunar. Þetta vakti almenna kátínu og upp úr því var farið formlega af stað með fé- lagsskapinn sem byggðist upp á því að atast, aðallega hver í öðrum,“ segir Ásmundur Friðriksson, eða Ási Friðriks eins og hann er kallað- ur, fiskverkandi í Eyjum og einn af stofhfélögmn Hrekkjalómafélagsins. í félaginu eru 15 menn - misvirk- ir þó, enda búa nokkrir uppi á meg- inlandinu. Lengi vel var það þannig að menn urðu að gera eitthvað af Guðjón Hjörleifsson, Ásmundur Friðriksson og Georg Þór Kristjánsson og í baksýn eru Smáeyjar. DV-mynd pp sér til að komast í félagið. Til dæm- is var einn tekinn í félagið eftir að hann gaf sjálfan sig konu sinni í af- mælisgjöf. Kom hann þá heim á vörubílspalli á afinælisdegi konunn- ar, allsnakinn og innpakkaður í pappakassa með rósabúnt fyrir vin- inum. Þá komst Ámi Johnsen al- þingismaður inn í félagiö með því að kýla annan mann á sýningu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, sem frægt er orðið. Formlegur félagsskapur „Þetta er mjög formlegur félags- skapur. Saga félagsins er til dæmis til í máli og myndum frá upphafi. Þá höfúm við sankað að okkur ýms- um tækjum og tólum í gegnum tíð- ina. Ár hvert höldum við skötu- kvöltí og erum með skyggnumynda- sýningu af starfinu það árið.“ Ási segir félagsskapinn alls ekki hafa breyst þótt félagsmenn hafi elst um 15 ár frá stofhun enda séu nýir félagsmenn teknir inn af og til. Yfír- leitt liggi þó félagsstarfið í dvala yfir sumartímann en tekur svo við sér á haustin. Til dæmis hittast fé- lagsmenn reglulega fyrsta laugar- dag í hverjum mánuði. Þá snæða þeir saman málsverð, spjalla og skála. „Það hefur oft endað með fjöri en þó ekki alltaf. Það hefur myndast sérstakur andi í þessum hópi og menn ná mjög vel saman þótt ald- ursbilið á miili yngsta og elsta fé- laga sé á þriðja áratug. Það eru hins vegar engar konur í félaginu þótt við höfúm mjög gaman af konum - sumir meira en aðrir.“ Ási segir félagsmenn ekki taka upp á einhveiju spaugilegu af því að þörf sé á því hverju sinni. Aðallega séu tækifærin notuð þegar eitthvað spaugilegt er að gerast í þjóðfélag- inu. Þó er fastur liður að gera eitt- hvað í tilefni stórafinæla félags- manna og við þau tækifæri er oft ekið um bæinn með gjallarhom og liði smalað heim til þess sem á að hrekkja. Til dæmis átti Ási sjálfúr stórafinæli og fékk svín í annað sinn í afmælisgjöf. í fyrra skiptið var það grís en nú var hann orðinn að fullvaxta gelti og bar hann nafn- iö Slummi. Þá dansaði nektardans- mær, sem kom á vegum félaga hans, fyrir hann og 180 veislugesti. Hún vakti stormandi lukku meðal flestra nema bamanna sem fannst nú fúll- langt gengið. þeim fyrir utan dymar á sölutum- inum. Fyrir vikið var hann færður til skýrslutöku á lögreglustöðinni en eftirmál urðu þó engin önnur en þau að hann var spurður að því hvers konar uppeldi hann hefði fengið sem Ási telur hafa veriö nokkuð kristilegt. Þetta er ekki í eina skiptið sem lögreglan hefur haft afskipti af Hrekkjalómum því þegar mestu læt- in vom í kringum uppsögn Hrafns Gunnlaugssonar úr stöðu dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins um árið fóm félags- menn í borgarferð og flögguðu nýj- um fána við Valhöll sem á var letr- Þetta er skemmtilegt - Af hveiju emð þið að þessu? „Við værum ekki að þessu nema við hefðum gaman af því enda gef- um við okkur tíma í þetta. Það er allt skipulagt út í ystu æsar og mik- ill tækjabúnaður - kranabílar, lyft- arar, vömbílar og fleira - sem þarf til að framkvæma suma hrekkina. Annars veit ég það ekki. Kannski erum við bara svona athyglissjúkir. Allavega höfúm við voða lítið farið leynt með uppátæki okkar.“ Meðlimir í Hrekkjalómafélaginu koma úr öllum stéttum. Má þar nefiia alþingismann, skipstjóra, bæjarstjóra, bæjarfulltrúa, fram- kvæmdastjóra, iðnaðarmenn, for- stjóra, netagerðarmenn, fréttamenn og svo framvegis. Aðspurður um markmið félagsins segir Ási þau ekki háleitari en svo, önnur en þau að félagsmenn skemmti hver öðrum, að gefa önd- unum á Tjöminni brauð árlega. Við eitt slíkt tækifæri litu Hrekkjalóm- ar inn í Seðlabankann og gáfu bankastjórunum fisk í soðið og voru leystir út með hressingu. -PP Eggert Haukdal segir hrekkjalóminum Magga hvernig moka eigi í trukkinn þegar hrekkjalómar byrjuðu að grafa fyrir göngum á milli lands og Eyja. Átta tonn af ís Félagsstarf Hrekkjalóma hefúr orðiö til þess að menn hafa orðið varann á sér þegar þeir eru annars vegar. Ási segir þó að í flestum til- vikum beinist grínið að félagsmönn- um sjálfúm. Til dæmis rekur einn félagsmanna sölutum í Vestmanna- eyjum þar sem m.a. em seldir ísmolar. Einhvem tímann bar svo við að ísmolamir voru uppseldir og við það tækifæri fór Ási á vörubíln- um sínum með 8 tonn af ís, sem hann fékk hjá ísfélaginu, og sturtaði Þegar Hrafni Gunnlaugssyni var vikið úr starfi dagskrárstjóra IDD hjá Sjón- varpinu flögguðu hrekkjalómar þessum fána fyrir utan Valhöll og fengu tiltal frá lögreglu fyrir vikið. að: í skugga hrafnsins. Af því tilefiii fengu þeir einnig tiltal frá lögreglu en um kvöldið var svo Hrafn Gunn- laugsson heiðursgestur á árshátíð félagsins. Önnur bæjarferð var farin í til- efiii ummæla Bryndísar Schram í sjónvarpi sem vora eitthvað á þá leið að hún hefði farið í ranga útfor og séð það því þar hefðu einungis verið Vestmannaeyingar í lopapeys- um. Af því tilefhi heimsóttu Hrekkjalómar Bryndísi og Jón í kjólfotum og seinna vom þau heið- ursgestir í veislu sem Hrekkjalómar héldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.