Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 10
io erlend bóksjá LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 JjV ; Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Josteln Gaarder: Sophle's World. 2. Chaterlne Cookson: A Ruthless Need. 3. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 4. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 5. P.D. James: Orlglnal Sln. 6. John Grisham: The Ralnmaker. 7. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 8. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 9. Josephlne Cox: Llvlng a Lie. 10. John le Carré: Our Game. Rit almenns eölis: 1. John Cole: As It Seemed to Me. (2. Graham Hancock: Flngerprints of the Gods. 3. Will Hutton: The State We’re ln. 4. Alan Bennett: Wrltlng Home. 5. Jung Chang: Wlld Swans. 6. P. Mandelson & R. Llddell: The Blalr Revolution. 7. Theo Rlchmond: Konln: A Quest. 8. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 9. S. Blrtwhlsle & S. Conklln: The Maskind of Prlde and Preju- dlce. 10. Andy McNab: Bravo Two Zero. (Byggt á The Sunday Times) Danmork 1. Jane Austen: Fornuft og folelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Norgaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. f. Terry McMlllan: ndened. 6. Use Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Polltlken Sendag) L hmmáíámámmmmmmmmmmmm „Ný" barnasaga eftir Sylvíu Plath Bamasaga sem legið hefur ára- tugum saman meðal þeirra skjala sem bandaríska skáldkonan Sylvía Plath lét eftir sig hefur nú loksins verið dregin fram í dagsljósið og gefin út við afar góðar víðtökur margra gagnrýnenda. Sylvía er þekkt fyrir ljóð sín sem mörg hver fjalla um fremur dapur- leg viðfangsefni en flest þeirra birt- ust ekki fyrr en nokkru eftir að hún framdi sjálfsmorð í London kaldan vetrardag árið 1963. Miklar deilur hafa geisað alla tíð síðan um þær aðstæður sem fengu hana til að taka líf sitt en hún bjó ein ásamt ungri dóttur sinni eftir að eiginmaðurinn, breska ljóðskáldið Ted Hughes, hafði orðið uppvis að framhjáhaldi. Samin árið 1959 Plath skrifaði nokkrar smásögur og eina skáldsögu. Löngu eftir dauða hennar, eða árið 1976, kom út eftir hana Ijóðabálkur fyrir börn - The Bed Book. Handritið að „nýju“ sögunni höfðu um tvö hundruð fræðimenn séð í safni háskólans í Indiana í Bandaríkjunum, að sögn starfsmanna þar, án þess að nokkur þeirra sæi ástæðu til að vekja at- hygli útgefenda á henni. Það var ekki fyrr en þýskur ritstjóri, sem var að leita að nothæfum smásögum í skjalasafninu, las þennan gullmola og kom áliti sínu á framfæri að hjól- in fóru að snúast. Bamasagan var samin á arinu 1959, það er ári áður en Sylvía eign- aðist fyrsta barn sitt. Hún var þá 27 ára, hafði verið gift Ted Hughes í þrjú ár og var í þann veginn að flytj- Ein myndskreytinganna í bókinni um Max Nix og sinnepsgulu fötin hans. Umsjón Elías Snæland Jónsson ast með honum frá Bandaríkjunum til Bretlands. Max litli Nix Sagan nefnist The It- Doesn’t Matter-Suit og er markaðssett fyrir böm sjö ára og yngri. Hún segir frá Max Nix sem er yngstur sjö bræðra og á heima í þorpinu Winkelburg í Ölpum Bæjaralands en þaðan var reyndar faðir Sylvíu ættaður. Max á sér þann draum heitastan að eign- ast ný fót sem hann geti verið í allt árið, hvort sem hann er í skólanum, að leika sér í snjónum, mjólka kýrn- ar, veiða eða hjóla. Dag nokkurn kemur leyndar- dómsfull sending til fjölskyldunar með póstinum. í pakkanum, sem er merktur Nix, án fornafns, eru splunkuný föt, sinnepsgul á litinn, með látúnshnöppum. Pabbi Nix pró- far þau fyrstur og þau passa ágæt- lega en hann efast um skynsemi þess að ganga um í slíkum klæðum. Þá minnkar mamma Nix fötin svo þau passi á elsta bróðurinn en hann verður lika hræddur um að verða að skotspæni fyrir að ganga í svo óhefðbundnum fötum. Mamma minnkar því fötin enn fyrir þann næstelsta og svo koll af kolli þar til þau eru loksins orðin nógu lítil til að passa á Max litla sem er yfir sig glaður að fá loksins ný föt til að vera í allan daginn. Honum er ná- kvæmlega sama hvað aðrir kunna að segja um búning þennan, því í hans augum eru þetta „það-skiptir- ekki-máli-föt“ sem þola allt. Flestir gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um söguna og mynd- skeytingamar sem era eftir Rotraut Susanne Berner. Sumir tala í því sambandi um fundinn ijársjóð en aðrir spá því að Max litli í gulu föt- unum eigi eftir að verða ein af sí- gildum sögupersónum bamabók- menntanna. Sagan, sem reyndar var hafnað af forlögum vestra á meðan Sylvía var á lífi, er gefin út af Faber & Faber og kostar tæp níu sterl- ingspund. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Ralnmaker. 2. Danlelle Steel: The Glft. 3. V.C. Andrews: Tarnlshed Gold. 4. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 5. Michael Palmer: Sllent Treatment. 6. LaVyrie Spencer: Home Song. 7. Catherlne Coulter: The Cove. 8. Lllian Jackson Braun. The Cat Who Blew the Whlstle. 9. Stanley Pottlnger: The Fourth Procedure. 10. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 11. Steve Thayer: The Weatherman. 12. Jane Austen: Sense and Sensiblllty. 13. Robin Cook: Acceptable Risk. 14. Julle Garwood: For the Roses. 15. Sandra Brown: Tempest In Eden. Rit almenns eölis: 1. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Nlcholas Negroponte: Belng Dlgltal. 5. Richard Preston: The Hot Zone. 6. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 7. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 8. Maya Angelou: I Know Why the Caged Blrd Slngs. 9. S.L. Delany & A.E. Delany & A.H. Hearth: Havlng Our Say. 10. Robert Fulghum: From Beglnning to End. 11. Butler, Gregory & Ray: Amerlca's Dumbest Crlmlnals. 12. James Carville: Welre Rlght, They’re Wrong. 13. Ollver Sacks: An Anthropologist on Mars. 14. Dorls Kearns Goodwln: No Ordlnary Tlme. 15. Brlan Lowry: The Truth is out there. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) vísindi Geimverur finnast a næsta aldarfjórðungi Áfengi er meinhoilt Nú þarf ekki lengur vitnanna við, áfengi er gott fyrir heilsuna ef þess er neytt í hófi. Niöurstöð- ur rannsókna bandarískra og j hollenskra vísindamanna benda | til að það dragi úr hjartaáföllum. í fyrri rannsóknum hefur eink- um verið fjallað um holl áhrif hóflegrar víndrykkju en nýju | rannsóknirnar, sem sagt er frá í i breska læknablaðinu, benda til að það sé áfengið sjálft sem geri I útslagið, ekki drykkjartegundin. Vísindamennirnir komust að | þessari niðurstöðu með því að 1 skoða allar rannsóknir á tengsl- um áfengisneyslu og hjartasjúk- dóma frá 1965. Hófdrykkja er talin vera neysla tveggja til fjögurra glasa af víni eða bjór á dag. Mjaðmaskipti gott mál Rannsóknir vísindamanna viö tvo háskóla í Chicago sýna fram á að það svari kostnaði að skipta um mjaðmaliði í fólki sem þjáist af alvarlegri slitgigt. Konur njóta einkum góðs af í aðgerð þessari þar sem þær munu eiga mjög auðvelt með að hreyfa sig næstu tvo áratugina á ; eftir. Sextug kona sem fær nýjan | mjaömalið getur átt von á því að vera illa haldin tvö síðustu ævi- árin en fari hún ekki í aðgerö er líklegt að hún verði bundin við hjólastól síðustu 8 árin. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Spurningin er ekki sú hvort okk- ur takist að finna líf á öðram hnött- um heldur hvenær. Um það eru vis- indamenn sannfærðir. „í fyrsta skipti er þetta ekki draumur heldur aðeins spurning um tíma,“ segir Mike Kaplan, forstöðumaður verkefnisins Origins hjá bandarísku geimferðastofn- uninni, NASA. Þeir sem starfa að verkefni þessu eru að rannsaka upprana al- heimsins, myndun reiki- stjama og tilvist lífs utan sól- kerfis okkar. Stjarnvísindamenn komu nýlega saman í spænsku borginni Toledo til að ræða leitina að lífi á öðrum hnött- um og þeir urðu sammála um að við yrðum búin að finna geimverur innan tutt- ugu og fimm ára. „Ég held að við séum ekki ein. Það mun taka okkur nokkum tíma að komast í samband við þær en dag nokkurn munum við hitta þær. Við verðum hissa af því að þær munu reynast mjög frábrugðnar okkur,“ segir Kaplan. Spænski líffræðingurinn Juan Oro, sem einnig sat þingið, er ekki á sama máli og Kaplan um útlit líf- vera á öðrum hnöttum. „Líf á öðram reikistjörnum verð- ur mjög svipað því sem gerist á jörð- inni, ef það er ekki nákvæmlega eins,“ segir Oro. Vísindamennirnir sem komu Hvort allar geimverur muni líta svona út skal ósagt látið, en ein- hverjar að minnsta kosti. saman á Spáni á dögunum ræddu um nýja tækni þar sem beitt er inn- rauðum geislum til að rýna í ómæl- isvíddir géimsins. Hið nýja tæki verður 40 sinnum öflugra en Hubble-geimsjónaukinn og með því ætti að verða hægt að greina hvort skilyrði fyrir lífi, eins og súrefni og vatn, sé að finna á nýuppgötvuðum reikistjörnum. Hefðbundnir stjörnusjónaukar, eins og Hubble, gagnast hins vegar ekki við leitina þar sem þeir eru ekki nógu öflugir. Bæði bandarískir geimvís- indamenn og evrópskir starfsbræður þeirra vinna að þróun innrauðs geim- sjónauka en þeir segja að samvinna sé nauðsyn ef vel eigi að vera. NASA ætlar að verja um 13 milljörðum króna á ári næstu tíu árin til smíðinnar á nýja tækinu. Allir eru vísindamennirnir sammála um að tækið og notkun þess muni verða upp- haf nýs skeiðs í sögu mann- kynsins. „Það mundi breyta öllu að uppgötva líf þarna úti, heim- spekinni, trúarbrögðunum, og það mundi gera okkur að- eins hógværari af því að við kæmumst að því að við erum ekki ein í heiminum og í raun ekk- ert merkileg. Þetta markar upphaf nýs tímaskeiðs landkönnunar og það sem er svo spennandi er að þetta er innan seilingar," segir Kaplan. Gömlu ráðin bregðast ei Gömul húsráð, eins og aö gefa gerjaðar mjólkurafurðir og my- glað brauð við ýmsum sýkingum, gera sitt gagn án þess þó að hætta sé á því að sýklarnir verði ónæmir fyrir þeim lyfjum sem beitt er í dag. Þetta era niðurstöður vísinda- manna við Washingtonháskóla í Seattle sem hafa farið yfir vís- indarannsóknir um efnið sem hafa verið birtar á árunum 1966 til 1995. Vísindamennirnir segja að þörf sé á að finna nýjar leiðir til að berjast gegn smitsjúkdómum þar sem margir sýklar hafa myndað ónæmi gegn fúkalyfjum vegna þess hversu mikil neysla slíkra lyfja er. Vélí svartholaleit Breskir og þýskir stjamfræð- Iingar ætla að smíða saman vél sem á að sannreyna kenningar Alberts Einsteins um alheiminn og til að leita að fjarlægum fyrir- bærum eins og svartholum. Vélin sem verður byggð í Hannover í Þýskalandi mun nota leysigeisla til að leita uppi | þyngdaraflsbylgjur en vísinda- mönnum hefur veist hvaö erfið- [ast að henda reiður á þeim af öll- um fyrh’bæranum í alheiminum. Að sögn vísindamannanna munu þeir græða mest á þeirri | innsýn sem þeir fá í það sem er að gerast í þeim hlutum alheims- (ins sem aðeins þyngdaraflsbylgj- umar gera kleift að sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.