Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 4
4 fréttir aeei 8ham os HUOAaaAO'íAj ~\iTCT LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 ’Ö^V" Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar: Anægja með nyjung- ar í helgarblaði DV - Tilveran á Rúm 85 prósent þeirra sem svöruöu voru ánægð með breytt og bætt Helgarblað DV og sömuleiðis voru rúm 81 prósent þeirra sem svöruðu ánægð með Tilveruna á þriðjudögum. Þetta kom fram í fjöl- miðlakönnun Félagsvísindastoftnm- ar Háskóla íslands sem gerð var fyrstu vikuna í mars. í könnuninni var meðal annars spurt um álit á breyttu Helgarblaði DV og Tilve- runni á þriðjudögum. Að jafiiaði lesa 57 prósent þjóðar- innar Helgarblað DV. í sambæri- legri könnun, sem gerð var í októ- ber, var lestur á helgarblaðinu 56 prósent. Vikulestur á DV hefur einnig aukist um eitt prósentustig frá október og fram í mars. Viku- lestur á blaðinu var 70 prósent í október en 71 prósent í byrjun mars. Fleiri breytingar á döfinni í Tilverunni á þriðjudögum er fjallað um ýmislegt sem við kemur fjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. í Helgarblaði DV hefur bæst við umfjöllun um mat og mataruppskriftir, innlent og erlent fréttaljós og spumingakeppni auk unglingaumfjöllunar og íþrótta- fréttaljóss. Einnig hefúr útlit helgar- blaðsins tekið töluverðum breyting- um. Þriðjudagsblöðum DV fylgir nú blaðauki um getraunir, tippfréttir. Þar er að finna umfjöllun um lengj- una, enska getraunaseðilinn, ítalska getraunaseðilinn og umfjöllun um knattspymu í sömu löndum og víð- ar. Vel heppuðum breytingum á laugardögum og þriðjudögum verð- ur fylgt eftir með breyttum og enn betri fimmtudags- og föstudagsblöð- um. Það er von blaðsins að þær breytingar mælist ekki síður vel fyrir. Könnunin nær til notkunar sjón- varps og útvarps og lesturs dag- blaða og tímarita. Tekið var 1500 manna úrtak úr þjóðskrá á aldrin- um 12-80 ára af öllu landinu. Nettósvörun í könnuninni var 74 prósent. Könnunin var framkvæmd fyrir DV, Morgunblaðið, íslenska út- varpsfélagið, Sýn, Stöð 3, Ríkisút- varpið, (sjónvarpið, rás 1 og 2), Sam- tök auglýsenda, Samband íslenskra auglýsingastofa, Fróða hf., Hf. Uppa, Krabbameinsfélagið, Ritfell og Þekkingu hf. -em« Ræðuskörungar frá Hagaskóla sigruðu i ræðukeppni grunnskóla Reykjavík- ur á fimmtudagskvöld. Liðið keppti á móti liði frá Rimaskóla í Grafarvogi. Krakkar frá Hagaskóla hafa alltaf staðið sig vel í ræðukeppnum en Rimaskóli keppti í fyrsta sinn. Umræðuefnið var fréttir og mælti lið Hagaskóla á móti þeim en lið Rimaskóla mælti þeim bót. Dómnefndina skipuðu vanir ræðu- menn og dómarar úr framhaldsskólunum. Hér eru ræðuskörungar Haga- skóla ásamt kennara sínum. DV-mynd GS þriðjudögum hefur hitt í mark Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélaginu: Drukknun barna stórt vandamál „Drukknun bama á íslandi er orðin stórt vandamál. Hér drukkna langtum fleiri börn heldur en á ná- grannalöndunum. í flestum þessara tilfella voru bömin ekki í umsjá for- eldra heldur eldri systkina. Það er ekki hægt að leggja slíka ábyrgð á óvita. Ég vil kalla þetta vanrækslu á bömum því það er verið að setja ábyrgðina á herðar allt of ungra bama,“ segir Herdís Storgaard hjá Slysavamafélagi íslands. I rannsókn sem gerð var á árun- um 1984-1994 kom fram að 48 böm höföu dmkknað eða nær drukknað á þessum tíma. Bamið er nær dmkknað ef það kemst í lífshættu, hættir að anda eða hjartað hættir að slá en lifir af slysið. Þrettán þeirra létust og af þeim voru ellefú dreng- ir og tvær stúlkur. Þrjátíu og fimm lifðu slysið af og af þeim eru þrjú heilaskert. Þetta em jafn mörg böm og láta lífið í umferðaróhöppum. „Það er ekki eðlilegt að eldri systkini séu að passa þau yngri ná- lægt ám, tjömum eða vötnum. Drukknunarslys á íslandi vora orð- in jafh mörg og dauðaslys bama í umferð árið 1992. í nágrannalöndun- um er algengast að böm deyi í um- ferðarslysum. -em Karíus og Baktus í Ævintýra- Kringlunni í dag kl. 14 mæta Karíus og Baktus í Ævintýra-Kringluna og þá er vissara að passa tennum- ar. Flutt verður leikritið um þá félaga eftir Torbjöm Egner og það em leikaramir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika. Leikritið tekur um 30 min. í flutningi og miðaverð er 500 kr. Bamagæsla er innifalin. Ævintýra-Kringlan er á þriðju hæð í Kringlunni og er opin alla virka daga frá kl. 14-18.30 og 10-16 á laugardögum. Nú bjóðum við verulegan afslátt ó fjölmörgum sjónvarpsfækjum, myndbandsfækjum hljómfælgum, örbylgjuofnum, þvoffavélum, útvarpsvekjaraklukkum o.m.fl Opib til kl. 20:00 alla virka daga ab I <J páskum og kl. 10:00 til 18:00 laugard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.