Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 4
4 fréttir aeei 8ham os HUOAaaAO'íAj ~\iTCT LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 ’Ö^V" Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar: Anægja með nyjung- ar í helgarblaði DV - Tilveran á Rúm 85 prósent þeirra sem svöruöu voru ánægð með breytt og bætt Helgarblað DV og sömuleiðis voru rúm 81 prósent þeirra sem svöruðu ánægð með Tilveruna á þriðjudögum. Þetta kom fram í fjöl- miðlakönnun Félagsvísindastoftnm- ar Háskóla íslands sem gerð var fyrstu vikuna í mars. í könnuninni var meðal annars spurt um álit á breyttu Helgarblaði DV og Tilve- runni á þriðjudögum. Að jafiiaði lesa 57 prósent þjóðar- innar Helgarblað DV. í sambæri- legri könnun, sem gerð var í októ- ber, var lestur á helgarblaðinu 56 prósent. Vikulestur á DV hefur einnig aukist um eitt prósentustig frá október og fram í mars. Viku- lestur á blaðinu var 70 prósent í október en 71 prósent í byrjun mars. Fleiri breytingar á döfinni í Tilverunni á þriðjudögum er fjallað um ýmislegt sem við kemur fjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. í Helgarblaði DV hefur bæst við umfjöllun um mat og mataruppskriftir, innlent og erlent fréttaljós og spumingakeppni auk unglingaumfjöllunar og íþrótta- fréttaljóss. Einnig hefúr útlit helgar- blaðsins tekið töluverðum breyting- um. Þriðjudagsblöðum DV fylgir nú blaðauki um getraunir, tippfréttir. Þar er að finna umfjöllun um lengj- una, enska getraunaseðilinn, ítalska getraunaseðilinn og umfjöllun um knattspymu í sömu löndum og víð- ar. Vel heppuðum breytingum á laugardögum og þriðjudögum verð- ur fylgt eftir með breyttum og enn betri fimmtudags- og föstudagsblöð- um. Það er von blaðsins að þær breytingar mælist ekki síður vel fyrir. Könnunin nær til notkunar sjón- varps og útvarps og lesturs dag- blaða og tímarita. Tekið var 1500 manna úrtak úr þjóðskrá á aldrin- um 12-80 ára af öllu landinu. Nettósvörun í könnuninni var 74 prósent. Könnunin var framkvæmd fyrir DV, Morgunblaðið, íslenska út- varpsfélagið, Sýn, Stöð 3, Ríkisút- varpið, (sjónvarpið, rás 1 og 2), Sam- tök auglýsenda, Samband íslenskra auglýsingastofa, Fróða hf., Hf. Uppa, Krabbameinsfélagið, Ritfell og Þekkingu hf. -em« Ræðuskörungar frá Hagaskóla sigruðu i ræðukeppni grunnskóla Reykjavík- ur á fimmtudagskvöld. Liðið keppti á móti liði frá Rimaskóla í Grafarvogi. Krakkar frá Hagaskóla hafa alltaf staðið sig vel í ræðukeppnum en Rimaskóli keppti í fyrsta sinn. Umræðuefnið var fréttir og mælti lið Hagaskóla á móti þeim en lið Rimaskóla mælti þeim bót. Dómnefndina skipuðu vanir ræðu- menn og dómarar úr framhaldsskólunum. Hér eru ræðuskörungar Haga- skóla ásamt kennara sínum. DV-mynd GS þriðjudögum hefur hitt í mark Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélaginu: Drukknun barna stórt vandamál „Drukknun bama á íslandi er orðin stórt vandamál. Hér drukkna langtum fleiri börn heldur en á ná- grannalöndunum. í flestum þessara tilfella voru bömin ekki í umsjá for- eldra heldur eldri systkina. Það er ekki hægt að leggja slíka ábyrgð á óvita. Ég vil kalla þetta vanrækslu á bömum því það er verið að setja ábyrgðina á herðar allt of ungra bama,“ segir Herdís Storgaard hjá Slysavamafélagi íslands. I rannsókn sem gerð var á árun- um 1984-1994 kom fram að 48 böm höföu dmkknað eða nær drukknað á þessum tíma. Bamið er nær dmkknað ef það kemst í lífshættu, hættir að anda eða hjartað hættir að slá en lifir af slysið. Þrettán þeirra létust og af þeim voru ellefú dreng- ir og tvær stúlkur. Þrjátíu og fimm lifðu slysið af og af þeim eru þrjú heilaskert. Þetta em jafn mörg böm og láta lífið í umferðaróhöppum. „Það er ekki eðlilegt að eldri systkini séu að passa þau yngri ná- lægt ám, tjömum eða vötnum. Drukknunarslys á íslandi vora orð- in jafh mörg og dauðaslys bama í umferð árið 1992. í nágrannalöndun- um er algengast að böm deyi í um- ferðarslysum. -em Karíus og Baktus í Ævintýra- Kringlunni í dag kl. 14 mæta Karíus og Baktus í Ævintýra-Kringluna og þá er vissara að passa tennum- ar. Flutt verður leikritið um þá félaga eftir Torbjöm Egner og það em leikaramir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika. Leikritið tekur um 30 min. í flutningi og miðaverð er 500 kr. Bamagæsla er innifalin. Ævintýra-Kringlan er á þriðju hæð í Kringlunni og er opin alla virka daga frá kl. 14-18.30 og 10-16 á laugardögum. Nú bjóðum við verulegan afslátt ó fjölmörgum sjónvarpsfækjum, myndbandsfækjum hljómfælgum, örbylgjuofnum, þvoffavélum, útvarpsvekjaraklukkum o.m.fl Opib til kl. 20:00 alla virka daga ab I <J páskum og kl. 10:00 til 18:00 laugard

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.