Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 14
14 sælkerinn LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 irf Mangokjuklingur hrísgrjónum og s „Systir mín býr í London og við höfum reynt að halda sambandi með því skiptast á bréfum. Þegar lít- ið er í fréttum, tíminn lítill eða andagiftin ekki upp á marga fiska kemur fyrir að við sendum hvor annarri uppskrift á póstkortum. Eitt póstkort er mjög mátulegt fyrir eina uppskrift og þannig kom þessi uppskrift uþprunalega til mín en ég Lambakjöt með jógúrt - fyrir fjóra Hægt er að matreiða lamba- kjöt á marga vegu. Hér kemur uppskrift að auðveldum og bragðgóðum lambakjötsrétti með jógúrt, hvítlauki og valhnetu- kjömum. 500-600 g beinlaust lambakjöt 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 steinselja ferskt eða þurrkað koriander 1 rauð paprika 1 hnefi hakkaðir valhnetukjarnar 2í2 dl jógúrt 2 msk. olía salt pipar Aðferðin ■ Hreinsið kjötið og skerið það í 2 cm stóra teninga. Skerið niður lauk, hvítlauk, steinselju og koriander. Hitið olíuna í potti og brúnið kjötið. Takið kjötið úr pottinum og brúnið lauk og hvít- lauk. Setrjið kjötið aftur í pottinn og bætið steinselju, koriander og jógúrt út í. Látið krauma stutta stund og bætið út í niðurskorinni papriku og grófúm valhnetukjamabitum. Kryddið. Leggið lokið á pottinn og látið réttinn krauma við lítinn hita í um 45 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og brauði. -GHS Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive, Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD6PO fékk 10 fyrir myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og heimabiómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Einn heppinn viðskiptavinur fær tæklð endurgrelttl «* 10 leigumyndir frá Videohöllinni fylgja Panasonic | myndbandstækjunuml ' hef síðan breytt henni allri,“ segir Anna Ágústsdóttir, sælkeri vikunn- ar, en hún fékk aukaverðlaun fyrir uppskrift sína að mangókjúklingi í uppskriftasamkeppni Vöku-Helga- fells og Manneldisráðs. Anna segir að upprunalega upp- skriftin sé alveg prýðileg en bara allt öðruvísi en verðlaunauppskrift- in. Hún segist vera búin að senda systur sinni þá uppskrift sem hlaut verðlaunin núna á póstkorti því að hún eigi lítið sameiginlegt með upp- runalegu uppskriftinni nema nafn- ið. Mangókjúklingurinn er mikill hollusturéttur, að sögn Önnu, og vinsæll á heimilinu. Uppskriftin - fyrir fjóra 4 stórar skinn- og heinlausar kjúklingabringur eða 5-6 litlar 1 mangóávöxtur 4 gulrætur 2 laukar 2-3 hvítlauksrif 1 msk. rifið, ferskt engifer 1 kjúklingateningur leystur upp í % 1 af vatni % tsk. turmerik í2 tsk. cumin Anna Ágústsdóttir fékk aukaverðlaun í uppskriftasamkeppni Vöku-Helga- fells og Manneldisráðs fyrir uppskrift sína að hollum og bragðgóðum mangókjúklingi. Hún er hér með dóttur sinni, Ingibjörgu Kjartansdóttur. DV-mynd GS 1 tsk. koriander í4 tsk. chiliduft ef vill 2 msk. olía salt ef vill Hreinsið gulrætur og brytjið gróft og sjóðið í kjúklingasoðinu i stórum potti. Saxið laukinn og látið krauma í 1 msk. olíu án þess að brúnast. Setjið gulræturnar og soðið, lauk- inn, afhýddan og gróft skorinn mangóávöxtinn, hvítlaukinn og rif- ið engifer í blandara og maukið. Skerið bringur í tvennt og brúnið létt á pönnu í 1 msk. olíu og setjið í pott ásamt maukinu og kryddinu sem eftir er. Sjóðið í um það bil 40 mínútur eða þar til kjötið er gegn- umsoðið. Borið fram með hrísgrjón- um og salati. Anna var ein fjögurra sem fengu aukaverðlaun í uppskriftasam- keppninni. Hinar verða kynntar hér í blaðinu á næstu vikum. -GHS matgæðingur vikunnar JAPISS 3RAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Sigríður Zoega gefur uppskriftir að uppáhaldsréttunum sínum: Sumarsalat frá Mónakó og heitur sjávarráttur „Við fengum þetta salat fyrst í Mónakó fyrir 18 árum. Nafnið fór eftir dögunum og breyttist alltaf örlítið á hverjum degi þó að grunn- uppskriftin væri sú sama. Á mánu- degi var þetta salat kannski með túnfiski, á þriðjudegi laxi og kannski skinkubitum á miðviku- degi og svo framvegis. Þetta hefur verið partísalat hjá mér í fjölda ára og mér fannst sniðugt að gefa uppskriftina eftir öll þessi ár,“ seg- ir Sigríður Zoega, matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Sigríður gefur uppskrift að tveim- ur réttum, köldu sumarsalati frá Mónakó og uppáhaldsréttinum sín- um, heitum sjávarrétti með humri, rækjum eða hörpuskel. Báðir rétt- irnir eru auðveldir í mat- reiðslu og ljúffengir, ann- aðhvort hversdags og þó ekki síður þegar gestir koma. Sigríður segir að auðvelt sé að auka við uppskriftina að salatinu og segist hafa boðið upp á það við hátíðleg tæki- færi. Báðum upp- skriftum er auð- velt breyta. Sumarsalat frá Mónakó 1 iceberg-salat, rifið niður 1 púrrulaukur 4-6 tómatar 1 agúrka 4 harðsoðin egg, skorin báta 3 avocado 200 g sveppir Grænmetið er skorið niður og því er blandað saman í skál en ekki er gott að setja svepp- ina saman við fyrr en alveg undir lokin. Að lokum er sett út í: A. 1 grillaður kjúklingur skorinn í bita eða B. 2 dósir túnfiskur eða C. kaldur, soðinn lax eða silungur sosa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk. Dijon sinnep 1 hvít- lauksrif, pressað oregano Sigríður Zoéga er matgæðingur vikunnar. Hún gef- ur uppskrift að sumarsalati frá Mónakó og heitum sjávarrétti sem er í sérstöku uppáhaldi. Sjávarrétt- inn má bera fram með grófu brauði eða grænu tagli- atelli og pesto-sósu. DV-mynd BG cayenne-pipar salt 2-3 dropar af tabasco-sósu Ef afgangur er af salatinu má gjarnan setja það á pönnu með ólífuolíu daginn eftir og hita upp. Sigriður segir að í Mónakó hafi einnig verið bananar og gular baunir í salatinu en hún hafi sleppt því og frekar notað avocado. Uppáhaldsrátturinn minn 4 stk. rauðlaukur 8 gulrætur, skornar í lengjur 250 g sveppir brokkolí 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ólífuolía Grænmetið er skorið nið- ur. Allt er sett á pönnu með ólífuolíu og nokkrum dropum af sesamolíu bætt út i. Látið steikjast í örfá- ar mínútur. Þar á eft- ir er annaðhvort humri, rækjum eða hörpuskel eða öllu sam- an bætt út í. Gæta verð- ur þess að hafa það að- eins í örskamma stund svo að sjávarfangið verði hvorki of þurrt né of seigt. Sjávarrétturinn er bor- inn fram með soðnum hrísgrjónum eða grænu tagliatelle með pesto-sósu. Gróft brauð er gjarnan haft með. -GHS I Hvernig halda skal fermingar- veislu á heimilinu Um síðustu helgu sögðum við frá bókinni Heimilisalmanaki eftir Helgu Sigurðardóttur en það kver var gefið út í Reykjavík árið 1942. í bókinni eru ýmsir fróðleiksmolar fyrir húsfreyjur, uppskriftir að sjaldgæfum rétt- um og ábendingar um það hvern- ig halda skuli veislu. í bókinni er ! sérstaklega íjallað um fermingar- og skírnarveislur. Við skulum sjá hvað Helga hefur að segja um þessi veisluhöld: „Eru veizlur þessar stundum haldnar í veitingahúsum við mikinn og margvíslegan fögnuð. Flestir foreldrar afsaka sig með því, að ekki sé nægilegt húsrúm heima. En sé um sæmileg húsa- kynni að ræða, er enginn vandi að halda matarveizlu og hafa standandi borðhald, því að þá geta helmingi fleiri borðað í einu : en ef setið er til borðs,“ segir í Heimilisalmanakinu. Tvær stofur eru notaðar Helga gerir ráö fyrir því að á heimilinu séu tvær stofur, borð- stofa og setustofa, og að bera eigi fram kaldan mat. Á borðstofu- borðið, sem látið er standa á miðju gólfi, er raðað matarfötum og skálum, brauði og smjöri. Á smáborð við hliðina eru diskar í stafla með pentudúkum á milli og hnífapörum í röðum. Drykkj- arföng erú látin á annað smá- borð. Ef nægilegt rúm er á mat- arborðinu eru diskarnir og drykkjarfóngin einnig þar. „Húsmóðirin biður því næst gestina að gjöra svo vel að taka sér diska og áhöld, og hver tekur j svo þann mat, sem hann hefir löngun til, gengur þvi næst inn í hina stofuna og situr þar eða stendur eftir ástæðum og borðar. Hver og einn sækir sér svo meiri mat og drykkjarföng eftir vild og lætur að endingu notuðu áhöldin á borðstofuborðið," segir Helga og bætir við að á sama hátt megi bera fram miðdegisverð eða kaffi og kökur. Frjálslegt borðhald . „Borðhald þetta er mjög frjáls- mannlegt og skemmtilegt. Þarna geta þeir verið saman, sem kæra sig um, og undantekningarlaust í verða viðræðurnar skemmtileg- ar, og gestirnir geta valið sjálfir á milli réttanna og borðað það, sem þeim fellur bezt í geð,“ segir í bókinni og bætt við: „En auðveldast er þó slíkt borðhald fyrir húsmóðurina,“ segir hún. Áfagrautur í Heimilisalmanakinu er fjöl- breytt úrval af sjaldgæfum upp- skriftum. Við kynnum hér upp- skrift að áfa- og súrmjólkur- graut. % 1 áfir eða súrmjólk 1—1% 1 mjólk 250 g heilhveiti eða 220 g hrísmjöl 30 g smjörlíki l'/2 tsk. salt Hveiti er sett í pott og áfunum hrært út í smátt og smátt. Hitað og stöðugt hrært í á meðan. Heitri mjólk er hrært út í þar til grauturinn er hæfilega þykkur og soðiö í 4-5 minútur. Smjörlík- ið og saltið látið út í. Grauturinn er borðaður meö saft. Rúgbrauðstoppar 250 g rifið rúgbrauð 75 g sykur 100 g smjörlíki ÍRúgbrauði og sykri er blandað saman og það brúnað í smjörlíki á pönnu þar til byrjar að harðna. Sett í eggjabikara eða lítil mót. (Borðað með mjólkursúpum eða heitri mjólk. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.