Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 31
jLlV LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 31 Undir lok ferðar var gengið yfir Breiðárlón. lausu lofti. Minnugir þess aö fyrir nokkrum árum gengu tveir menn fram af klettum í Grímsvötnum og féllu á þriðja hundrað metra ákváð- um við að binda okkur saman. í barnslegu trausti mínu á Land- mælingar íslands hafði ég tekið staðsetningu skálans upp af korti þeirra en þegar við áttum 1 km eft- ir í skálann varð á vegi okkar snar- brattur ísveggur sem ég skildi ekki hvaðan kom þvi ég vissi ekki betur en að sunnan við skálann væri bara aflíðandi brekka. Þegar hér var komið sögu var einn okkar orðinn þrekaður af að draga púiku sína upp brekkuna. Þar sem aðeins 1 km var eftir í skálann, samkvæmt Landmælingum, ákváð- um við að skilja púlkuna eftir en finna hana siðar eftir GPS því nú var vindur farinn að aukast til muna og mikilvægt að komast í skjól sem fyrst. Við tókum á okkur krók með fram ísveggnum en þegar við höfðum gengið nokkra metra sáum við okkur til óvæntrar ánægju að á vesturhlið ísveggsins voru dyr og gluggar. Þama voru sem sagt skálarnir komnir og vildi okkur til happs að Landmælingar hafa sett þá á hárrétta breidd- argráðu en á lengdargráðunni mun- ar 1 km. Það kom í ljós að púlkan sem við skildum eftir var aðeins 20 metra frá dyrum skálans. Líflína á snyrtinguna Þetta kvöld var ólýsanleg sæla að komast í heita sturtu og gufubað og hlusta á veðurgnýinn utan við upp- hitaðan skálann. Við náðum síma- sambandi heim og létum vita að við værum í góðu yfirlæti. Daginn eftir, miðvikudag, voru aðalfréttir út- varpsins undirlagðar af óveðrinu sem geisaði xun allt land. Við sáum fljótlega að ekkert vit væri í að yflr- gefa skálann næstu dagana. Lögðum við línu frá skáladyrunum að snyrtihúsinu því að skyggnið var þannig að ekki sást á milli húsa. Stanslaust skóf fyrir allar dyr svo að í hvert skipti sem við fórum út þurftum við að moka. Á fostudagsnóttina snerist vindur til norðurs og þá fyrst hófst íslenskt alvöruóveður. Við þurftum að fara út til að loka gluggahlera á austur- hlið hússins og þá mættu okkur kraftar sem okkur grunaði að Grím- ur og tröllkonan hans, sem sagan segir að búi við Grímsvötn, hafi magnað upp til að hrekkja okkur. Vindurinn hreinlega feykti okkur eins og tuskudúkkum svo við blökt- um á líflínunni eins og þvottur á snúru í verstu hryðjunum. Kalinn á fmgurgómum í Grímsvatnaskála vorum við fram á sunnudag 25. febrúar. Þá var veðurspá orðin þokkaleg og við sáum allt í einu nokkur hundruð metra frá okkur. Við áttum mat til viku og ákváðum að ef veður yrði gott þennan dag færum við í Kverk- fjöll. Við lögðum af stað undir há- degi, í logni og ágætu veðri, og stefndum í norðaustur fyrstu 5 km. Þegar við komum niður á Vatnajök- ul skall á okkur hvöss norðanátt með einum 8 vindstigum og 40-50 gráða vindkælingarfrosti. Vindur- inn var í fangið og ekki var viðlit að taka af sér vettlinga, hvað þá and- litsgrimur eða skíðagleraugu. Henn- ing, sem þarf að nota venjuleg gler- augu, lenti fljótlega í vandræðum vegna ísingar svo hann sá ekkert. Hann tók af sér vettling til að geta tekið gleraugun af sér og á þeim 2-3 mínútum sem þessi einfalda aðgerð tók kól hann á fingurgómunum. Við sáum fljótlega að með þessu áframhaldi yrðum við of tæpir á mat til að fara í Kverkfjöll, auk þess sem við vildum ekki hætta á frekara kal. Var því stefnan tekin undan vindi í suðaustur á Her- mannaskarð. Á faeinum klukkutim- um fúkum við 20 km og um kvöldið var farið að lægja svo mikið að hægt var að tjalda jöklatjaldinu. Til öryggis gróf ég þó einnig snjóhús sem ég eldaði og svaf í. Kaltítjaldi, hlýtt í snjóhúsi Þessa nótt jókst frostið enn og vöknuðu Henning og Florian í tjald- inu við að þeim var orðið kalt í -40 gráða svefnpokum sínum svo þeir þurftu að klæða sig í sín hlýjustu fot. í snjóhúsinu var hins vegar hlýtt og notalegt, enda hafði skafið gjörsamlega yfir innganginn svo að ég varð að moka mig út um morgun- inn. Þennan annan mánudag okkar á jöklinum var vindurinn enn með okkur og ákváðum við að reyna að sigla á vindhífum, sem við höfðum fengið í Tjaldborg, að Hermannask- arði. Við komumst þó fljótt að því að vindurinn var enn of sterkur og það varð úr að við bundum okkur saman og sá sem var fremstur var með vindhíf og dró hina á eftir sér. Þetta gekk fljótt og vel þar til við Gengið á Skeiðarárjökli. Veðurfréttir boðuðu óveður með miklum sjógangi en ferðalangarnir höfðu nú ekki miklar áhyggjur af sjógangi þar sem þeir voru staddir. komum á illa óslétt svæði svo að þeir sem héngu aftan í duttu báðir og ég sem hélt í vindhífið fór eins og kólfi væri skotið á a.m.k. 50 km hraða með 40 kg púlku dinglandi á eftir mér. Þetta fór þó allt vel en við ákváðum að láta allar tilraunir með vindhíf niður falla. Þennan dag fórum við niður Her- mannaskarð og tjölduðum snemma undir Mávahyggðmn eftir létta 26 km dagleið. Þar lægði vindinn fljót- lega og þegar leið á kvöldið byrjuðu norðurljósin að dansa kringum Fingurbjörgina og yfir Mávabyggð- um. Þar sem frostið virtist ekki eins grimmt þama efst á Breiðamerkur- jökli ákváðu strákarnir að gista aft- ur í tjaldinu, þrátt fyrir ýktar lýs- ingar mínar á yfirburðum íslenska snjóhússins yfir hinu þýska jökla- tjaldi. Blindbylur og skafrenningur Morguninn eftir vaknaði ég og kveikti á prímusnum til að bræða snjó fyrir daginn og gekk svo út fyr- ir til að vekja félaga mína í tjaldinu. Mér til mikillar undrunar var þá skollinn á blindbylur og skafrenn- ingrn- og við fyrstu sýn hélt ég að tjaldiö væri fokið með öllu sem í því var. Þegar betur var að gáð var það nú enn þarna 4 metra frá snjóhús- inu en ég varð að moka mig að inn- ganginum á því. Þaö var frekar lágt á þeim risið, félögum mínum í tjald- inu. Snjó hafði skafið inn í tjaldið og svefnpokamir voru orðnir blaut- ir. Við ákváðum því að gleypa í okk- ur einfaldan morgunverð og hafa okkur af stað. Þegar leið á daginn batnaði veðr- ið skyndilega og þegar við komum Grímsfjal nótt 3-8 Vatnajökull niður að Mávabyggðarönd var kom- ið logn og blíða og frostið aðeins 12 gráður. Þetta var í fyrsta skipti sem við gátum tekið af okkur þykka vettlinga og húfur utandyra á 10 daga ferð okkar um Vatnajökul. Af Röndinni náði ég símasam- bandi heim og faðir minn sótti okk- ur að íshellinum í Breiðamerkur- jökli og höfðum við þá gengið lll km leið.' -ERS Ný sending Stuttkápur, bleiserjakkar 09 heilsársúlpur 900 Veríö velkomin Páskatilboð Heilsársúlpur, sumarjakkar mörg sniö kr. 4.900 Póstsendum Bílastæði við búðarvegginn Opiö laugard. 10-16 Mörkinni 6 (við hliðina á Teppalandi). Sími 588-5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.