Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 13 Föðurleg ábyrgð Konan hefur mjög aukið þátttöku stna í menningarstörfum að undan- fórnu. Þetta metnaðarfulla starf frú- arinnar hefur orðið til þess að auk- in föðurleg áhyrgð er komin á mín- ar herðar. Ég er sem sagt farinn að sinna ýmsu sem hún hefur gert með sóma og er auðvitað ekki nema sjálfsagt að ég taki þátt í. Svo stóð á fyrr í vikunni að kon- an sinnti áhugamáli sínu, sönglist- inni, og tilkynnti mér um leið að bekkjarskemmtun yrði síðdegis hjá yngri dóttur okkar. Hún er sex ára og því að stiga fyrstu skref skólagöngunnar. Þetta var auðsótt mál enda er kært með okkur feðginum. Sykraður brandari Ég fékk að vita um þetta ábyrgðarstarf mitt með skömmum fyrirvara og hringdi því heim til þess að segja baminu að ég kæmi örugglega og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af einveru á skóla- skemmtuninni. Þegar stúlkan svaraði heyrði ég strax að eitthvað var að. „Hann vill ekki hjálpa mér með brandarann," kjökraði hún og átti þar við bróður sinn. Þetta kom mér á óvart. Þótt sú dálitla sé pabbastelpa og snúi mér í marga hringi er hún ekki síður eftirlæti uppkominna bræðra sinna. Hún sagði mér, með grátstafinn í kverkunum, að hún ætti að syngja á skemmtuninni og segja einn brandara. Brandarann kunni hún utan að en vildi engu að síður skrifa hann á blað. Samkvæmt frá- sögn hennar vildi bróðirinn að hún skrifaði brandarann sjáif í stað þess að hann gerði það. Þá hélt hún því fram að hann vildi ekki aðstoða hana með f-in tvö í orðinu Hafnarfjarðarbrandari. Eitthvað þvældist sá mæti stafur fyrir stúlkunni. Ég tók þegar upp hanskann fyr- ir litlu pabbastelpuna og kallaði son minn í símann og spurði hverju þessi meðferö á litla englin- um sætti. Hvort það ætti alveg að eyðileggja hina barnslegu gleði vegna skólaskemmtunarinnar. „Róaðu þig gamli minn,“ sagði strákurinn í símann. „Þú veist ekkert hvað gengur á héma. Ég ætlaði að hjálpa henni með brandarann en fyrst þetta gekk eitthvað illa hjá henni trompaðist hún alveg og hellti úr sykurkarinu yfir mig. Hún getur átt þennan brandara sinn fyrir mér.“ Drengminn er hinn mesti geð- prýðismaður en ég heyrði að það var þungt í honum vegna ástands- ins. Hann sagðist ekkert ráða við stelpuna. Ég bað um vopnahlé og sagðist koma heim á svipstundu sem ég og gerði. Ástandið var óbreytt þegar ég vatt mér inn úr dyrunum. Stúlkan unga var kom- in að fyrra f-inu i Hafnarfjarðar- brandaranum og strákurinn brúnaþungur í næsta herbergi. Sykur var út um allt í eldhúsinu. Ég reyndi að ganga á milli og jafna þetta snarlega enda gat það ekki gengið að fara með brandara- kerlinguna mína grátbólgna á skemmtunina. Ég skrifaði því ekki aðeins f-in heldur allan brandar- ann. Hún hafði svo sem oft farið með hann áður fyrir mig og segir hann miklu betur heldur en les. Þótt henni hafi farið vel fram í lestrinum er hún enn hæglæs. í brandaranum var spurt af hverju Hafnfirðingar læddust alltaf fram hjá apótekinu. Það er víst svo þeir veki ekki svefnpillurnar. Þetta þótti minni sniðugt. Ekki heimabakað Við þutum út til þess að koma ekki of seint á skemmtunina. Þeg- ar ég brunaði af stað heyrði ég úr aftursætinu: „Við eigum að koma með köku. Mömmumar ætluðu að baka.“ Þar lá ég í því. Bakstur er ekki mín sterkasta hlið og tíminn auðvitað enginn. „Við reddum þessu,“ sagði ég og skutlaðist í næsta bakarí. Þar sá ég hrístertu svokallaða sem mér fannst passa í partíið og borgaði sanngjarna þóknun fyrir hana. Ég var samferða ungri móður með barn sitt inn í skólann. Hún hélt á óskaplega fínu bakkelsi svo ég faldi hrístertuna í plastinu fyr- ir aftan bak. Þegar inn kom svign- aði borðið undan stríðstertum, brauðtertum, vöfflum, rjóma og alls konar góðgæti. Þetta var eins og í meiri háttar fermingarveisl- um. Það hvarflaði að mér að spyrja móðurina ungu hve mikið lyftiduft hún notaði en hafði vit á því að þegja. Ég reif laumulega Jónas Haraldsson utan af hrístertunni og stakk plastinu i körfú sem ég sá til hlið- ar. Það var víst ekki ruslafata heldur bakkelsisgeymsla einhverr- ar frúarinnar. Ég vona að hún fyr- irgefi mér gjöminginn. Enskur vals Skemmftmin hófst með dansi bamanna. Danskennarinn hafði náð góðum tökum á bekknum. Bömin dönsuðu því af innlifun fyrir foreldra og systkin. Ég slapp- aði af úti í sal og naut þess að þurfa ekkert að gera annað en horfa á og klappa fyrir góðri frammistöðu. En Adam var ekki lengi í paradís. Danskennarinn var svo fjallhress að hann kallaði foreldrana upp á svið og fól þeim að dansa við bömin. Fyrst skyldi stiginn enskur vals. Það er eins gott að konan er ekki hér, hugsaði ég með mér. Það verða því tiltölu- lega fá vitni að fótaburði mínum í valsinum. Um leið varð mér litið út í salinn og sá þá eldri son minn kominn þangað með myndbands- upptökuvél á öxlinni. Eiginkona mín hafði þama séð við mér. Hún vildi greinilega ekki missa af þessu skemmtiatriði þótt hún væri að syngja allt annars staðar í bænum. Vamir mínar voru engar. Ég stillti mér upp aft- an við danskennarann til þess að njóta leiðsagnar hans í enska vals- inum. Danskennarinn, sem er kona, dansaði við stúlkubam og tók því að sér hlutverk karlmanns- ins i dansinum. Það auðveldaði mér eftiröpunina. „Hægri fótur fram, til hliðar og aftur,“ sagði danskennarinn og endurtók svo í sífellu: „Einn, tveir, þrír - einn, tveir, þrír.“ Ég gjóaði augunum út i sal og sá að strákurinn var með upptöku- vélina límda á dansandi föðurinn. Ég er ekki flinkur á þá myndavél en svo mikið veit ég að hún býr yfir mikilli aðdráttarhæfni. Ég fylgdi danskennaranum því af ein- beitni, einn, tveir, þrír - einn, tveir, þrír og hugsaði minna um tærnar á dóttur minni. Hún var svo einbeitt við dansinn að hún tók varla eftir því þótt ég træði henni um tær. Fljótlega tók ég þó eftir því að ég var dottinn úr takti við danskennarann. Ég var á ein- um þegar hún var á þremur. Sami brandarinn Danssýningu minni lauk en ég sá það á glottinu á stráknum að honum líkaði lifið vel. Þetta átti hann eftir að sýna móður sinni. Mér gafst þó enginn tími til þess að spá í fótamenntina því næst var komið að börnunum að skemmta okkur með bröndurunum. Þaö gekk prýðilega þar til kom að bekkjarbróður dóttur minnar. Hann stóð sig að sönnu með ágæt- um en gallinn var sá að ég kann- aðist við brandarann. Hann var um svefnpillur í Hafnarfirði. Ég fékk létt áfall fyrir hönd dótt- ur minnar. Ekki var hægt að fara upp og segja sama brandarann aft- ur. Ég leit á hana og það var aug- ljóst að hún þekkti brandarann ekki síður en ég. Hún tók þessu þó öllu með ró. „Iss, þetta gerir ekk- ert til. Ég kann fullt af bröndur- um.“ Og það var orð að sönnu. Hún fór upp, stóð ein á sviðinu og sagði brandara. Hún hafði ekki æft hann heima en fipaðist hvergi. Brandarinn hitti í mark, fólkið hló og mín var alsæl. Ég var montinn. Frammistaða hennar bætti alveg upp dansæfínguna. Hrístertan okkar I kaffinu á eftir runnu hnallþór- urnar út og brauðterturnar. Rjómavöfflurnar voru vinsælar, sem og flatkökur og kleinur. Allt heimabakað. Ég gaf tertunni minni hornauga. Hún var háif ein- mana á homi borðsins. Flestir sniðgengu hana. Kannski var ekki nóg lyftiduft í henni. Ég tók stóran sveig fram hjá kökunni og lét sem ég hefði komið með heimabakað. „Hver kom með þessa? hrópaði kona yfir hópinn þegar tekið var saman eftir kaffidrykkjuna. Hún hélt á tertunni minni. Enginn svaraði. Konurnar voru að taka saman hnallþóruleifarnar en tert- an mín var nánast ósnert. „Ég held að hún sé úr bakaríi," sagði konan og beindi máli sínu til hinna kvennanna. Þær flissuðu. „Þakka ykkur fyrir samver- una,“ sagði ég og leiddi dóttur mína út. „Pabbi, ætlarðu ekki að taka kökuna okkar með heim?“ spurði dóttir mín í sakleysi sínu og teygði sig eftir hrístertunni. Ég strunsaði út. Flissið í konunum breyttist í hlátur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.