Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 Grínhátíð verður haldin í Hafnarfirði dagana 1.-8. júní: Keppt í kringlukasti, tertukasti og æðiskasti - óvíst um Mister Bean en danski grínistinn Eddie Skoller kemur Undirbúningur vegna skophátíð- arinnar í Hafnarfirði í byrjun júní er á lokastigi og fer bráðum að skýr- ast hvernig dagskráin verður og hverjir verða með skemmtiatriði á hinum ýmsu stöðum í bænum. Ljóst er að hátíðin mun standa dagana 1.-8. júní og að helstu spéfuglar Hafnarfjarðar sjá fyrir spauginu, meðal annars með grínplötu og brandarabók sem koma út í lok maí, ásamt fleiri landsþekktum skemmti- kröftum og sjálfboðaliðum úr hópi gesta þegar og þar sem það á við. Það er feröamálanefndin í Hafn- arfirði sem hefur veg og vanda af grínhátíðinni en hún hefur fengið Hafnfirðingana Hall Helgason og Ingvar Þórðarson til að annast framkvæmdina og skipuleggja dag- skrána og hafa þeir verið að semja við íslenska og erlenda spéfugla. Löngu er komið á hreint að það eru fjöllistamennirnir Sigurður Sigur- jónsson, Laddi, Radíusbræður og Magnús Ólafsson sem standa fyrir mesta fjörinu. Þeir félagarnir eru nú á lokastigi að semja efni á hljómplötuna eftir tveggja mánaða törn og hittust af því tilefni í Hafnarfirði nú í vikunni en platan verður tekin upp um páskana. Platan þeirra er í rauninni fyrsta grínplatan sem kemur út hér á landi um langt skeið, eða trúlega frá því Kaffibrúsakallarnir voru upp á sitt besta, eftir því sem Ingv- ar Þórðarson segir. Það er kannski lýsandi dæmi um húmorinn hjá að- standendum hátíðarinnar að fyrsta daginn verður platan aðeins til sölu á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. Gaflararnir ofannefndu semja líka brandara í brandarabókina en það er Hallur Helgason sem hefur umsjón með útgáfu hennar og verð- ur bókin líka seld á Fiskmarkaðin- um áður en hún fer í dreifingu út um allt land. Dave Allen eða Mister Bean? Verið er að semja við erlenda háðfugla um að koma og skemmta á grínhátíðinni en fullsnemmt er að segja hverjir koma. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur verið rætt við skopleikarann Jim Carrey, sá hinn sama og lék í kvik- myndinni Mask, en hann vildi fá litla 4,5 milljarða króna fyrir að koma. Einnig hefur verið rætt við leikstjórann Woody Allen. DV hefur heyrt að samningar við danska skopfuglinn Eddie Skoller séu langt komnir og nokkuð öruggt að hann komi en hann hefur þegar komið nokkrum sinnum hingað til lands. Þá eru viðræður í gangi við breskan sjónvarpsmann og hafa ýmis nöfn heyrst i því sambandi. Ingvar Þórðarson vill ekki gefa upp hver það er en DV hlerar að rætt hafi verið við Mister Bean og Dave Allen sem báöir hafa verið með sjónvarpsþætti í Bretlandi. Skal ósagt látið hvort annar hvor þeirra er breski sjónvarpsmaðurinn sem um ræðir eða hvort það er einhver allt annar. Það skýrist víst ekki fyrr en líður á vorið. Furðufatadagur og grínnámskeið Það er ýmislegt á dagskránni í Hafnarfirði dagana sem skophátíðin verður haldin. Þannig verður hátíð- in sett með skrúðgöngu sem endar á einhverju góðu útivistarsvæði í bænum. Þar verður keppt í tertukasti, æðiskasti og kringlu- kasti og þarf varla að taka fram að notaðar verða alvörukringlur og al- vörutertur beint úr bakaríinu og al- vöru-æði-súkkulaðistykki. Gaflar- arnir fimm kynna plötuna sina og bókina og hláturkeppni verður haldin. Dagana 1.-8. júní verður ýmislegt á dagskránni. Á sjómannadaginn 2. júní verður dagskráin í samráði við Sjómannadagsráð, mánudaginn þar á eftir verður furðufatadagur og grínnámskeiö í Suðurbæjarlaug. í þessari viku verða nemendur úr Flensborg með revíusýningar undir leikstjórn Davíðs Þórs Jónssonar radíusbróður, en ekki hefur verið ákveðið hvaða stykki verður fyrir valinu. Þá keppa meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar í brand- arakeppni og svo endar vikan á risastórri fjölskylduskemmtun í Kaplakrika. Þar verða til dæmis veitt verðlaun fyrir besta búning- inn. Spéspeglar um allan bæ Á grínhátíðinni í Hafnarfirði verður kappkostaö að hafa eitthvað fyrir alla. Þar verða sýningar á gömlum og nýlegum grínmyndum í eigu Kvikmyndasafns íslands, til dæmis Nýtt líf-myndunum og göml- um og sígildum Charlie Chaplin- myndum, svo nokkrar séu nefndar. Kvæðamannafélagið, sá hafnfirski félagsskapur, verður með gaman- vísnakvöld og er verið að ræða við Ómar Ragnarsson og Flosa Ólafsson um þátttöku. Haldin verða brandar- anámskeið og komiö verður fyrir spéspeglum út um allan bæ þar sem menn geta séð spaugilegar hliðar á sjálfum sér. Viðræður hafa verið í gangi við eigendur öldur- og kaffihúsa í bæn- um og má búast við að þar verði sitthvað skemmtdegt á dagskránni. Þannig mun einhver þeirra vera með þá hugmynd að endurvekja til dæmis Halla og Ladda. Þegar DV ræddi við Ingvar Þórð- arson í vikunni vildi hann ekki segja hvað öll þessi hátíðahöld kost- uðu Hafnfirðinga. Hann sagði að selt yrði inn á einhver skemmtiat- riði en það færi eftir aðstæðum, til dæmis væri stefnt að því að hafa ókeypis inn í Suðurbæjarlaug þegar furðufatadagurinn færi fram. -GHS Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni Tígri er um þessar mundir að læra umferðarreglurnar. Hvernig ætli honum gangi að fara yfir göturnar, ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskinsmerki? Það er margt sem getur komið íyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um Tígra í umferðinni. Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. Komið verður upp Tígrahorni í Kringlunni dagana 9.-14. apríl " ar sem þú getur fengið öll átttökugögn. Þú getur einnig haft samband við Krakkaklúbb DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, eða Umferðarráð, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 6. maí. Það er leikur að skrifa um Tígra í umferðinni. I í samstarfi við Spéfuglarnir landsfrægu, Laddi, Davíð Þór Jónsson, Magnús Ólafsson og Steinn Ármann Magnússon eru að verða búnir að semja efni á grínplötu og í brandarabók sem koma út í tengslum við skophátíðina í Hafnarfirði í byrj- un júní. Byrjað verður að taka plötuna upp um páskana. DV-mynd GS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.