Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996
afmæli
Jón Múli Árnason, tónskáld og
fyrrv. útvarpsþulur, Keldulandi 19,
Reykjavík, verður sjötíu og fimm
ára á morgun.
Starfsferill
Jón Múli fæddist á Vopnafirði og
ólst þar upp, í Reykjavík og á Seyð-
isfirði. Hann varð stúdent frá MR
1940, lauk prófi í forspjallsvísind-
um og efnafræði við HÍ 1941 og
stundaði þar nám í viðskiptafræði
og læknisfræði, stundaði nám í
trompetleik og tónfræði við Tón-
listarskólann í Reykjavík, stundaði
söngnám hjá Pétri Jónssyni óperu-
söngvara í tvo vetur og lauk dóm-
araprófi í hnefaleikum.
Jón var til sjós á sumrin á sínum
yngri árum. Hann starfaði hjá RÚV
á árunum 1946-95, fyrst á frétta-
stofu, á leiklistardeild og var full-
trúi á tónlistardeild, en lengst af
þulur. Þá hefur hann haft umsjón
með jassþáttum í Ríkisútvarpinu í
rúm þrjátíu ár.
Jón Múli er í hópi ástsælustu
tónskálda þjóðarinnar. Hann
samdi ásamt Jónasi, bróður sínum,
söngleikina Deleríum búbónis og
Járnhausinn og er höfundur lag-
anna þar og samdi sönglögin í
Rjúkandi ráði, og Allra meina bót,
auk fjölda annarra sígildra dægur-
laga.
Hann var einn af stofnendum
Lúðrasveitar verkalýðsins, lék þar
á trompet um árabil, sat í Nor-
djazzráði 1974-78 og í Útvarpsráði
1978-82.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Ragnheiður
Ásta Pétursdóttir, f. 28.5. 1941, þul-
ur. Hún er dóttir Péturs Pétursson-
ar útvarpsþular og k.h., Ingibjarg-
ar Birnu Jónsdóttur húsmóður.
Dætur Jóns Múía eru Hólmfríð-
ur, f. 6.8.1947 og á hún soninn Jón
Múla Franklinsson, f. 1973; Ragn-
heiður Gyða, f. 15.1.1957, dagskrár-
gerðarmaður en dóttir hennar er
Guðrún Valgerður Ragnheiðardótt-
ir, f. 1991; Oddrún Vala, f. 3.10.
1962, starfsmaður við RÚV; Sólveig
Anna, f. 29.5. 1975, fulltrúi á Gjald-
heimtunni í Reykjavík.
Stjúpbörn Jóns Múla eru Pétur
Gunnarsson, f. 1960, blaðamaður
en kona hans er Anna Margrét
Ólafsdóttir leikskólakennari og eru
börn þeirra Ragnheiður Ásta, f.
1980, Anna Lísa, f. 1983 og Pétm1
Axel, f. 1995; Eyþór Gunnarsson, f.
1961, tónlistarmaður en kona hans
er Ellen Kristjánsdóttir söngkona
og eru dætur þeirra Sigriður, f.
1981, Elisabet, f. 1986, og Elín, f.
1990; Birna Gunnarsdóttir, f. 1965,
fornleifafræðingur.
Systkini Jóns Múla: Valgerður, f.
8.12. 1918, húsmóðir í Reykjavík;
Jónas, f. 28.5. 1923, rithöfundur og
fyrrv. alþm. á Kópareykjum; Guð-
ríður, f. 26.5. 1925, d. 21.10. 1988,
húsmóðir 1 Reykjavík; Ragnheiður,
f. 26.5. 1925, húsmóðir í Was-
hington DC.
Foreldrar Jóns Múla voru Ámi
Jónsson frá Múla, f. 24.8. 1891, d.
2.4.1947, alþm. í Reykjavík, og k.h.,
Ragnheiður Jónasdóttir, f. 16.11.
1892, d. 27.11. 1956, húsmóðir.
Ætt
Faðir Áma var Jón, alþm. í
Múla í Aðaldal, bróðir Sigríðar,
langömmu Sveins Skorra Hösk-
uldssonar prófessors. Hálfbróðir
Jóns, samfeðra, var Sigurður,
skáld á Arnarvatni, faðir Málm-
fríðar, fyrrv. alþm. Jón var sonur
Jóns, skálds á Helluvaði, Hinriks-
sonar, b. í Heiðarbót, Hinriksson-
ar. Móðir Hinriks var Katrín Sig-
urðardóttir. Móðir Katrínar var
Þórunn Jónsdóttir „harðabónda" í
Mörk í Laxárdal, Jónssonar. Móðir
Jóns í Múla var Friðrika Helga-
dóttir, b. á Skútustöðum i Mývatns-
sveit, ættföður Skútustaðaættar-
innar, Ásmundssonar. Móðir Árna
í Múla var Valgerður Jónsdóttir,
þjóðfundarmanns á Lundarbrekku,
Jónssonar, ættfóður Reykjahlíðar-
ættarinnar, Þorsteinssonar, Móðir
Valgerðar var Kristbjörg Kristjáns-
dóttir, b. á Ulugastöðum í
Fnjóskadal, Jónssonar.
Móðurbróðir Jóns var Helgi frá
Brennu. Ragnheiður var dóttir
Jónasar, steinsmiðs í Reykjavík,
Guðbrandssonar, sjómanns í
Reykjavík, Guðnasonar, b. í Reyn-
isholti i Mýrdal, Guðbrandssonar.
Móðir Guðbrands var Guðný Jóns-
dóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal,
Jón Múli Árnason.
Jónssonar, sýslumanns í Holti í
Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Jóns
var Kristín Eyvindsdóttir
„duggusmiðs" Jónssonar. Móðir
Guðnýjar var Guðrún Þorsteins-
dóttir, systir Nikulásar, langafa El-
ínar, langömmu Jóns Sveinbjörns-
sonar prófessors. Móðir Jónasar
var Ragnheiður Pálsdóttir, timbur-
manns í Reykjavík, Guðnasonar.
Móðir Ragnheiðar var Guðríður
Jónsdóttir, sjómanns í Reykjavík,
Ingimundarsonar.
Jón Múli verður að heiman á af-
mælisdaginn.
I. hefti Hrossaræktarinnar 1995 er
komið út með kynbótamati fyrir
undaneldishross. Matið nær til
50.015 hrossa en stuðst er við 20.924
dóma.
Orri frá Þúfu er með hæsta kyn-
bótamat allra stóðhesta, 136 stig, en
hann er það ungur að dæmd af-
kvæmi hans eru ekki orðin flmm-
tíu.
Þokki frá Garði er með hæst kyn-
bótamat stóðhesta fyrir 50 afkvæmi
eða meir, 133 stig. Dæmd afkvæmi
Þokka eru 69. Hrafn frá Holtsmúla
kemur næstur með 132 stig fyrir 328
afkvæmi, Kjarval frá Sauðárkróki
131 stig fyrir 244 afkvæmi, Gassi frá
Vorsabæ með 130 stig fyrir 53 af-
kvæmi og Stígur frá Kjartansstöð-
um með 129 stig fyrir 64 afkvæmi.
Sörli frá Sauðárkróki á flest
dæmd afkvæmi, 417, og einnig skráð
afkvæmi, 667. Hann er með 111 stig
í aðaleinkunn.
Orri frá Þúfu er með hæsta aðal-
einkunn stóðhesta með dæmd 15-49
afkvæmi, 136 stig, Angi frá Laugar-
vatni er með 134 stig, Stígandi frá
Sauðárkróki 132 stig, Kolfinnur frá
Kjarnholtum I er með 130 stig og
Þokki frá Garði er með hæsta kynbótahrossamat stóðhesta sem eru með
dæmd 50 afkvæmi eða meir. Hér sést hann á landsmóti á Vindheimamelum
1990 og eigandinn, Jón Karlsson f Hala, er lengst til hægri. DV-mynd E.J.
Snældu-Blesi frá Árgerði 129 stig.
Páfi frá Kirkjubæ og Hljómur frá
Brún eru með hæsta aðaleinkunn
þeirra stóðhesta sem eru með færri
en 15 dæmd afkvæmi, 135 stig,
Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti er
með 134 stig og Baldur frá Bakka,
Galsi frá Sauðárkróki og Höldur frá
Brún, 132 stig.
Hólahryssurnar enn
hæstar
Þrenna, Þrá og Þóra frá Hólum
eru með hæsta aðaleinkunn
hryssna. Þrenna er með 136 stig en
Þrá og Þóra 134 stig. Hekla frá Odd-
hóli, Freyja frá Apavatni, Hrafndís
frá Reykjavík og Röst frá Reykjavík
eru með 132 stig.
E.J.
Mikið úrval fermingargjafa
Vönduð gjöf- varanleg gjöf
Brúðkaup
Höfum sali
fyrri minni
og stærri
brúðkaup
Látið okkur sjá um
brúðkaupsveisluna.
fíÖTU tpÁNÍ)
5687111
Orri hæstur stóðhesta
- fyrir kynbótamat
Camerarctica
Útgáfufyrirtækið Skref hefur nýverið gefið út hljóm-
disk þar sem kammerhópurinn Camerarctica leikur
tónverk eftir Mozart.
Camerarctica skipa sex framúrskarandi hljóðfæra-
leikarar sem allir hafa að baki glæsilegan feril sem
kammermúsíkspilarar og einleikarar, jafnframt leik í
stærri hljómsveitum. í hópnum eru þau Hallfriður
Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinett-
leikari og strengjaleikaramir Hildigunnur Halldórs-
dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Guðmundur Krist-
mundsson og Sigurður Halldórsson.
Tónlist
Áskell Másson
Hópurinn hélt tónleika á síðast ári þar sem fluttir
voru Kvartettar fyrir flautu og strengi, KV 285 og 285b,
auk Klarinettkvintetts, KV 581, eftir Mozart, en það
eru einmitt þau verk sem fylla þennan hljómdisk.
Það er skemmst frá því að segja að hér er allt vand-
að svo um munar og er útgáfa þessi til fyrirmyndar.
Gaman er og að þessi verk Mozarts skuli nú vera til í
aðgengilegri útgáfu með íslenskum flytjendum.
Hallfríður leggur fremur áherslu á nettleika en stór-
an syngjanda í túlkun sinni á flautukvartettunum og
eru margir vafalaust fylgjandi þeim túlkunarmáta þótt
sumum þætti kannski rómantískari tónn meira við
hæfi. Hvað um það, spilamennska hennar er öguð,
fáguð og, eins og áður segir, nett, og er samleikur
hennar og strengjahljóðfæranna allur mótaður á besta
veg.
Svipað má kannski segja um leik Ármanns en þó
eru hendingar einleikshljóðfærisins einatt lengri í
kvintettinum sem gerir að verkum að þær búa að
sumu leyti yfir meiri túlkunarmöguleikum og þótt
tónn Ármanns sé kannski nettur þá nær hann einnig
að snerta hin tilfinningalegri svið tónlistarinnar. Sam-
leikurinn hér er einnig yfirleitt með ágætum þótt und-
irritaöur sé að nokkru leyti ósammála áherslunum í
Qórða þættinum hjá strengjunum, en það rýrir þó ekki
vandlega útfærða túlkun Camerarctica á þessu meist-
araverki Mozarts. Umslag er fallegt, án íburðar, en
segir það sem segja þarf.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta
15% afsláttur
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISTARI
Laugavegi 15, sími 552-8355