Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 DV Barnastjarnan sem varð viðurkennd leikkona og leikstjóri: Þetta er mynd sem á erindi við alla - segir Jodie Foster leikstjóri um nýjustu myndina sína Jodie Foster leikstýrir gömlu brýnunum Anne Bancroft og Charles Durning í Heim í fríið. DV, Los Angeles:___________________ Þegar ég var strákur sá ég kvik- myndina Bugsy Malone í Háskóla- bíói og varð umsvifalaust ástfang- inn af Jodie Foster sem lék eitt að- alhlutverkið, barstelpuna Talulu, að mig minnir. Hún söng lag í mynd- inni af miklum þokka, lag sem ég kallaði alltaf My name is Talula þótt það heiti eflaust eitthvað allt annað. En á þeim aldri kunni maður bara þrjú orð í ensku: I love you, og öll ensk lög fengu nafn þeirrar línu sem maður gat sungið með laginu. Ég man líka að efst á óskalistanum þau jól var rjómatertubyssa eins og gangsterarnir í myndinni notuðu, en það er önnur saga. íslendingar, samkvæmir sjálfum sér í að apa allt eftir öðrum, gáfu síð- an út íslenska útgáfu af laginu sem hét: Ég kölluð er Anna, sem Rut Reg- inalds, held ég, söng hálfhallærislega ef minnið bregst mér ekki. Jodie Foster var ástin mín og eng- in íslensk barnastjarna gat komið í staðinn fyrir hana. Ég var því ákaf- lega spenntur fyrir að hitta Jodie Foster og þegar ég hélt til viðtals við hana var ég fullur eftirvænting- ar: draumur minn um að hitta æskuástina var við það að rætast! Jodie Foster hefur sérstakan svip á andlitinu, eilitið hörkulegan en þó ekki fráhrindandi. Maður fær um- svifalaust á tilfinninguna að hún viti hvað hún vill og að hún sé vön því að stjórna ferðinni; hefur reynd- ar á sér það orðspor í Hollywood að vera stjómsöm. Hún er eldklár, háll sem áll, talar hratt og þarf ekki langan umhugsunartíma til að svara spurningunum. Vonbrigðin eru töluverð - Jodie Foster er ekki neitt lík hinni þokka- fullu Talulu, eins og ég var að vona.“ Þakkarheppni velgengnina - Þú ert ein fárra sem hafa byrjað sem barnastjarna og náð að þroskast upp í hlutverk alvarlegs leikara og leikstjóra og til að kóróna aUt þá hefur þú verið farsæl í lang- flestum tilfellum. Hefur þú bara ver- ið heppin eða hvað? „Ég held að þar hafi margir sam- verkandi þættir verið á ferðinni og einn þeirra er sannarlega heppni, aðrir þættir eru t.d. persónuleiki og eðli. Mínum ferli hefur líka verið vel stjórnað af móður minni sem valdi hlutverkin fyrir mig í upphafi af kostgæfni og sá til þess að ég væri tekin alvarlega sem leikari og að ekki væri bara litið á mig sem lítinn sætan krakka.“ Allt á sínar eðlilegu ástæður - Home for the Holidays er mjög persónuleg mynd, er það ekki? „Jú! Mjög persónuleg, þó að fjöl- skyldan í myndinni sé ekkert lík minni fjölskyldu. Þegar ég las hand- ritið fyrst þá sá ég þessa ótrúlegu flækju af fjörutíu til sextíu ára sögu sem springur í andlitið á manni. Og þrátt fyrir öU lætin þá líöur manni eins og í þvottavél af því maður er fastur með fólki sem á akkúrat ekk- ert sameiginlegt með manni. Það sem var spennandi við þessa mynd var að reyna að draga fram hin eig- inlegu skUaboð sögunnar sem eru þau að þó að allt virðist vonlaust þá hefur aUt sínar eðlilegu ástæður. AUar persónurnar í myndinni eiga sér hliðstæðu í raunveruleikanum - annaðhvort er það fólk sem ég þekki eða eitthvað sem ég hef sjálf fundið fyrir. Rödd myndarinnar er alger- lega mín og persónurnar eru ekki bara trúverðugar heldur eru þær tU.“ - Finnst þér þú orðin öruggur leikstjóri - er sjálfstraustið í lagi? „Ég er sannarlega miklu afslapp- aðri í dag en þegar ég gerði fyrstu myndina. Það breytir þvi hins veg- ar ekki að maður verður að vera ákveðinn við leikarana til að vera viss um að fá út úr þeim það sem þarf til að skapa þá kvikmynd sem maður vill fá. En eðli þessarar kvik- myndar er þannig að ég reyndi að sleppa með tvær tökur af hverri senu til þess að leikararnir yrðu ekki leiðir og misstu fókus á verk- efnið." Ætla að halda áfram að leika - Sérðu sjálfa þig í þeirri stöðu að hætta að leika og snúa þér alfarið að leikstjórn? „Nei, ég get ekki hugsað mér að hætta að leika. Ég elska að leika og finnst alltaf mjög spennandi aö vinna sem leikari með leikstjóra, það er venjulega ákaflega sérstakt samband þar á miUi. Ég er líka mun afslappaðri leikari eftir að ég fór að leikstýra mínum eigin myndum.“ - Æfir þú leikarana mikið fyrir tökur? „Þegar ég gerði Litle Man Tate þá æfðum við ekkert og ég breytti engu í tökum. Hins vegar er þessi mynd ein flækja og það er það sem gerir hana skemmtilega. Við æfðum í tvær vikur fyrir tökur og það var mikið leikið af fingrum fram á æf- ingum. Við breyttum handritinu nokkuð eftir hvern dag í æfingum því að við skrifuðum niður þær til- lögur sem leikararnir komu með og völdum síðan það besta. Robert Downey Jr. hélt síðan áfram að spinna í tökum en það var i góðu lagi því að það passar vel við hans persónu í myndinni. Robert er líka mjög hugmyndarikur og þess vegna virkaði þetta mjög vel.“ Afskipt fólk umfjöllunarefnið - Robert Downey Jr. leikur Tommy í þessari mynd. Hversu mikilvægt er það fyrir hans persónu að hann er samkynhneigður? „Tommy er bara ein persóna í myndinni með sína kosti og galla, rétt eins og allir hinir, og það vill svo til að hann er hommi. Mér finnst samkynhneigt fólk of oft vera sýnt í kvikmyndum sem fólk með vandamál eða sem fyndnar aukaper- sónur, það er einfaldlega fölsun á staðreyndum og á því þjóðfélagi sem við lifum í í dag.“ - Myndir þínar snúast gjarnan um fólk sem er á einhvern hátt ut- anveltu i lífinu: „Já! Það virðist vera að það sjón- arhorn finni alltaf leið inn í mínar myndir og ég veit eiginlega ekki af hverju. Þetta er greinilega eitthvað sem skiptir mig máli. Það er til fóik sem hugsar alltaf fyrst um hver komst í körfuboltaliðið og hver er fyrirliöi liðsins. Ég virðist alltaf hugsa fyrst um hver komst ekki í lið eða hver varð útundan." - Hver er þín uppáhaldsmynd? „Af þeim myndum sem ég hef leikið í held ég mest upp á Taxi Dri- ver vegna þess að hún er nú þegar sígild og hreint út sagt frábær mynd. Besta mynd allra tíma að mínu mati er hins vegar Murmur of the Heart eftir Luis Malle.“ - Aö lokum, Jodie: Af hverju ættu íslendingar að fara að sjá Home for the Holidays? „Af því að ég segi það! Nei, svona án gríns þá á þessi mynd erindi til allra, ekki bara Ameríkana heldur allra sem eiga íjölskyldur og skilja að þó að viö séum hluti af fjölskyldu þá erum við öll einstaklingar og eig- um stundum ekkert sameiginlegt með fólki sem við erum náskyld og höfum þekkt alla ævi.“ Eftir þessi síðustu orð dregur Jodie Foster djúpt andann - augljóst merki um að hún er orðin þreytt á þessum endalausu spurningum. Hún reynir að fela þetta með brosi og þökkum en veit eflaust að það þýðir ekkert. Mig langar að biðja hana að syngja fyrir mig örstutt My name is Talula en ég veit að mér yrði eflaust hent út fyrir að biðja um svoleiðis rugl. í staðinn söngla ég lagið sjálfur i huganum á meðan ég horfi á eftir Jodie þegar hún stendur upp og gengur út úr her- berginu. Páll Grímsson Kvikmyndin Home for the Holidays: Gamanmynd u alvarleg vande Jodie Foster og Robert Downey jr. koma bæði við sögu í kvikmyndinni Home for the Holidays sem Háskóla- bíó sýnir á næstunni. Jodie Foster leikstýrir í sæg stjama í þessari kostulegu gamanmynd sem fjallar um efni sem flestir þekkja - óþolandi fjölskyldu. Claudia Larson (Holly Hunter) er einhleyp kona á fertugsaldri. Skyld- an býður henni að fara heim í fríini og vera með fjölskyldunni. En þaf stendur bara ekki svo vel á. Það ei nýbúið að segja henni upp vinnunni og 15 ára dóttir hennar vill frekai vera heima og sofa hjá í fyrsta sinr og neitar því að fara með henni. Sjál er Claudia nauðbeygð til að heim sækja fjölskylduna til að fagna þakk argjörðarhátíðinni þótt hana lang:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.