Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 14
14 sælkerinn LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 irf Mangokjuklingur hrísgrjónum og s „Systir mín býr í London og við höfum reynt að halda sambandi með því skiptast á bréfum. Þegar lít- ið er í fréttum, tíminn lítill eða andagiftin ekki upp á marga fiska kemur fyrir að við sendum hvor annarri uppskrift á póstkortum. Eitt póstkort er mjög mátulegt fyrir eina uppskrift og þannig kom þessi uppskrift uþprunalega til mín en ég Lambakjöt með jógúrt - fyrir fjóra Hægt er að matreiða lamba- kjöt á marga vegu. Hér kemur uppskrift að auðveldum og bragðgóðum lambakjötsrétti með jógúrt, hvítlauki og valhnetu- kjömum. 500-600 g beinlaust lambakjöt 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 steinselja ferskt eða þurrkað koriander 1 rauð paprika 1 hnefi hakkaðir valhnetukjarnar 2í2 dl jógúrt 2 msk. olía salt pipar Aðferðin ■ Hreinsið kjötið og skerið það í 2 cm stóra teninga. Skerið niður lauk, hvítlauk, steinselju og koriander. Hitið olíuna í potti og brúnið kjötið. Takið kjötið úr pottinum og brúnið lauk og hvít- lauk. Setrjið kjötið aftur í pottinn og bætið steinselju, koriander og jógúrt út í. Látið krauma stutta stund og bætið út í niðurskorinni papriku og grófúm valhnetukjamabitum. Kryddið. Leggið lokið á pottinn og látið réttinn krauma við lítinn hita í um 45 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og brauði. -GHS Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive, Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD6PO fékk 10 fyrir myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og heimabiómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Einn heppinn viðskiptavinur fær tæklð endurgrelttl «* 10 leigumyndir frá Videohöllinni fylgja Panasonic | myndbandstækjunuml ' hef síðan breytt henni allri,“ segir Anna Ágústsdóttir, sælkeri vikunn- ar, en hún fékk aukaverðlaun fyrir uppskrift sína að mangókjúklingi í uppskriftasamkeppni Vöku-Helga- fells og Manneldisráðs. Anna segir að upprunalega upp- skriftin sé alveg prýðileg en bara allt öðruvísi en verðlaunauppskrift- in. Hún segist vera búin að senda systur sinni þá uppskrift sem hlaut verðlaunin núna á póstkorti því að hún eigi lítið sameiginlegt með upp- runalegu uppskriftinni nema nafn- ið. Mangókjúklingurinn er mikill hollusturéttur, að sögn Önnu, og vinsæll á heimilinu. Uppskriftin - fyrir fjóra 4 stórar skinn- og heinlausar kjúklingabringur eða 5-6 litlar 1 mangóávöxtur 4 gulrætur 2 laukar 2-3 hvítlauksrif 1 msk. rifið, ferskt engifer 1 kjúklingateningur leystur upp í % 1 af vatni % tsk. turmerik í2 tsk. cumin Anna Ágústsdóttir fékk aukaverðlaun í uppskriftasamkeppni Vöku-Helga- fells og Manneldisráðs fyrir uppskrift sína að hollum og bragðgóðum mangókjúklingi. Hún er hér með dóttur sinni, Ingibjörgu Kjartansdóttur. DV-mynd GS 1 tsk. koriander í4 tsk. chiliduft ef vill 2 msk. olía salt ef vill Hreinsið gulrætur og brytjið gróft og sjóðið í kjúklingasoðinu i stórum potti. Saxið laukinn og látið krauma í 1 msk. olíu án þess að brúnast. Setjið gulræturnar og soðið, lauk- inn, afhýddan og gróft skorinn mangóávöxtinn, hvítlaukinn og rif- ið engifer í blandara og maukið. Skerið bringur í tvennt og brúnið létt á pönnu í 1 msk. olíu og setjið í pott ásamt maukinu og kryddinu sem eftir er. Sjóðið í um það bil 40 mínútur eða þar til kjötið er gegn- umsoðið. Borið fram með hrísgrjón- um og salati. Anna var ein fjögurra sem fengu aukaverðlaun í uppskriftasam- keppninni. Hinar verða kynntar hér í blaðinu á næstu vikum. -GHS matgæðingur vikunnar JAPISS 3RAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Sigríður Zoega gefur uppskriftir að uppáhaldsréttunum sínum: Sumarsalat frá Mónakó og heitur sjávarráttur „Við fengum þetta salat fyrst í Mónakó fyrir 18 árum. Nafnið fór eftir dögunum og breyttist alltaf örlítið á hverjum degi þó að grunn- uppskriftin væri sú sama. Á mánu- degi var þetta salat kannski með túnfiski, á þriðjudegi laxi og kannski skinkubitum á miðviku- degi og svo framvegis. Þetta hefur verið partísalat hjá mér í fjölda ára og mér fannst sniðugt að gefa uppskriftina eftir öll þessi ár,“ seg- ir Sigríður Zoega, matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Sigríður gefur uppskrift að tveim- ur réttum, köldu sumarsalati frá Mónakó og uppáhaldsréttinum sín- um, heitum sjávarrétti með humri, rækjum eða hörpuskel. Báðir rétt- irnir eru auðveldir í mat- reiðslu og ljúffengir, ann- aðhvort hversdags og þó ekki síður þegar gestir koma. Sigríður segir að auðvelt sé að auka við uppskriftina að salatinu og segist hafa boðið upp á það við hátíðleg tæki- færi. Báðum upp- skriftum er auð- velt breyta. Sumarsalat frá Mónakó 1 iceberg-salat, rifið niður 1 púrrulaukur 4-6 tómatar 1 agúrka 4 harðsoðin egg, skorin báta 3 avocado 200 g sveppir Grænmetið er skorið niður og því er blandað saman í skál en ekki er gott að setja svepp- ina saman við fyrr en alveg undir lokin. Að lokum er sett út í: A. 1 grillaður kjúklingur skorinn í bita eða B. 2 dósir túnfiskur eða C. kaldur, soðinn lax eða silungur sosa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk. Dijon sinnep 1 hvít- lauksrif, pressað oregano Sigríður Zoéga er matgæðingur vikunnar. Hún gef- ur uppskrift að sumarsalati frá Mónakó og heitum sjávarrétti sem er í sérstöku uppáhaldi. Sjávarrétt- inn má bera fram með grófu brauði eða grænu tagli- atelli og pesto-sósu. DV-mynd BG cayenne-pipar salt 2-3 dropar af tabasco-sósu Ef afgangur er af salatinu má gjarnan setja það á pönnu með ólífuolíu daginn eftir og hita upp. Sigriður segir að í Mónakó hafi einnig verið bananar og gular baunir í salatinu en hún hafi sleppt því og frekar notað avocado. Uppáhaldsrátturinn minn 4 stk. rauðlaukur 8 gulrætur, skornar í lengjur 250 g sveppir brokkolí 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ólífuolía Grænmetið er skorið nið- ur. Allt er sett á pönnu með ólífuolíu og nokkrum dropum af sesamolíu bætt út i. Látið steikjast í örfá- ar mínútur. Þar á eft- ir er annaðhvort humri, rækjum eða hörpuskel eða öllu sam- an bætt út í. Gæta verð- ur þess að hafa það að- eins í örskamma stund svo að sjávarfangið verði hvorki of þurrt né of seigt. Sjávarrétturinn er bor- inn fram með soðnum hrísgrjónum eða grænu tagliatelle með pesto-sósu. Gróft brauð er gjarnan haft með. -GHS I Hvernig halda skal fermingar- veislu á heimilinu Um síðustu helgu sögðum við frá bókinni Heimilisalmanaki eftir Helgu Sigurðardóttur en það kver var gefið út í Reykjavík árið 1942. í bókinni eru ýmsir fróðleiksmolar fyrir húsfreyjur, uppskriftir að sjaldgæfum rétt- um og ábendingar um það hvern- ig halda skuli veislu. í bókinni er ! sérstaklega íjallað um fermingar- og skírnarveislur. Við skulum sjá hvað Helga hefur að segja um þessi veisluhöld: „Eru veizlur þessar stundum haldnar í veitingahúsum við mikinn og margvíslegan fögnuð. Flestir foreldrar afsaka sig með því, að ekki sé nægilegt húsrúm heima. En sé um sæmileg húsa- kynni að ræða, er enginn vandi að halda matarveizlu og hafa standandi borðhald, því að þá geta helmingi fleiri borðað í einu : en ef setið er til borðs,“ segir í Heimilisalmanakinu. Tvær stofur eru notaðar Helga gerir ráö fyrir því að á heimilinu séu tvær stofur, borð- stofa og setustofa, og að bera eigi fram kaldan mat. Á borðstofu- borðið, sem látið er standa á miðju gólfi, er raðað matarfötum og skálum, brauði og smjöri. Á smáborð við hliðina eru diskar í stafla með pentudúkum á milli og hnífapörum í röðum. Drykkj- arföng erú látin á annað smá- borð. Ef nægilegt rúm er á mat- arborðinu eru diskarnir og drykkjarfóngin einnig þar. „Húsmóðirin biður því næst gestina að gjöra svo vel að taka sér diska og áhöld, og hver tekur j svo þann mat, sem hann hefir löngun til, gengur þvi næst inn í hina stofuna og situr þar eða stendur eftir ástæðum og borðar. Hver og einn sækir sér svo meiri mat og drykkjarföng eftir vild og lætur að endingu notuðu áhöldin á borðstofuborðið," segir Helga og bætir við að á sama hátt megi bera fram miðdegisverð eða kaffi og kökur. Frjálslegt borðhald . „Borðhald þetta er mjög frjáls- mannlegt og skemmtilegt. Þarna geta þeir verið saman, sem kæra sig um, og undantekningarlaust í verða viðræðurnar skemmtileg- ar, og gestirnir geta valið sjálfir á milli réttanna og borðað það, sem þeim fellur bezt í geð,“ segir í bókinni og bætt við: „En auðveldast er þó slíkt borðhald fyrir húsmóðurina,“ segir hún. Áfagrautur í Heimilisalmanakinu er fjöl- breytt úrval af sjaldgæfum upp- skriftum. Við kynnum hér upp- skrift að áfa- og súrmjólkur- graut. % 1 áfir eða súrmjólk 1—1% 1 mjólk 250 g heilhveiti eða 220 g hrísmjöl 30 g smjörlíki l'/2 tsk. salt Hveiti er sett í pott og áfunum hrært út í smátt og smátt. Hitað og stöðugt hrært í á meðan. Heitri mjólk er hrært út í þar til grauturinn er hæfilega þykkur og soðiö í 4-5 minútur. Smjörlík- ið og saltið látið út í. Grauturinn er borðaður meö saft. Rúgbrauðstoppar 250 g rifið rúgbrauð 75 g sykur 100 g smjörlíki ÍRúgbrauði og sykri er blandað saman og það brúnað í smjörlíki á pönnu þar til byrjar að harðna. Sett í eggjabikara eða lítil mót. (Borðað með mjólkursúpum eða heitri mjólk. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.