Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 L>V Mesta furða hvað ég man miðað við syndugt líferni - segir Egill Helgason, sigurvegari í spurningakeppni DV Sigurvegari í spurningakeppni DV, Egiil Helgason, tekur við ferðavinningi til Akureyrar á vegum Flugleiða úr hendi Jónasar Haraldssonar, fréttastjóra DV. Auk þess var hann verðiaunaður með þriggja binda verki, íslandssögu A til Ö, eftir Einar Laxness. DV-mynd ÞÖK „Mér finnst mesta furöa hvað ég man miðað við syndugt lífemi. Ann- ars held ég því nú fram að árangur minn hafi hvorki með greind né gáf- ur að gera. Það er bara svo mikið af ónauðsynlegum fróðleik sem situr í mér,“ segir Egill Helgason, blaða- maður á Alþýðublaðinu og sigur- vegari í úrslitum spurningakeppni DV. Egill hlaut í verðlaun helgarferð til Akureyrar fyrir tvo með Flug- leiðum og tveggja nátta gistingu með morgunverði á Hótel Kea. Að auki fékk hann íslandssögu A til Ö, eftir Einar Laxness, sem Vaka- Helgafell gefur út. „Ég ber miklar taugar til Akur- eyrar enda var ég venslaður inn í þennan bæ í nokkur ár. Ég á ekkert nema ljúfar endurminningar þaðan. Ég er farinn að hlakka til að rölta í kringum Pollinn og svo ætla ég að kíkja á pöbbinn hjá þeim ágæta krata, Aifreð Gíslasyni.“ Egill segist líta á sig sem fulltrúa þeirra sem lítið hafa ræktað heila- búið. Þess vegna hafi það verið hon- um kappsmál á lokasprettinum að vinna þetta. Annað sem hvatti Egil áfram undir lokin var að þrátt fyrir að hann hafi margsinnis tekið þátt í spumingakeppni og öðrum keppnis- greinum í gegnum tíðina hefur hann aldrei unnið en þó alltaf stað- ið sig ágætlega. Fram að þessu var það í úrslitaleik i unglingaflokki á íslandsmótinu í borðtennis, ein- hvern tíma á áttunda áratugnum, sem hann komst næst sigri. Því fannst honum kominn tími til að standa uppi sem sigurvegari einu sinni og það tókst. í ljósi þessa seg- ist hann geta dregið sig í hlé. „Verst þykir mér hins vegar að það emm ekki við sem vitum eitt- hvað sem keppum um stóru verð- launin og peningaupphæðimar. Það NYTT NAFN - NYTT HEIMILISFANG: Yörumóttaka Samskipa Innanlands er komin í nýtt húsnæði: Landflutningar Samskip, Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: 568-5400/569-8666. Fax: 568-5740. KOMIÐ OG REYNIÐ NYJA OG BÆTTA ÞJÓNUSTU OKKAR : Einn staður fyrir allt... Mcð Landllutningum Samskip gcta viðskiptavinir á cinfaldan og skjótan hátt scnt vörur, fisk, búslóðir og pakka milli allra þcttbýlisstaða á landinu. Við sjáum um flutningana, hvort scm viðskiptavinurinn þarf að scnda vörur til Þingcyrar, sækja fisk frá Húsavík cða flytja búslóð til Rcyðarfjarðar. Sumir gætu jafnvel þurft að gcra allt þrcnnt í cinu! Viðskiptavinurinn þarf bara að ákvcða hvort hann vill láta fiytja scndinguna mcð skipi cða bil. Ekki bara frá einum staó á annan... Landfiutningar Samskip og Flutningamiðstöóvarnar bjóða viðskiptavinum sínum ckki aðcins skjóta og cinfalda þjónustu við flutninga og drcifingu. Við gctum aðstoðað við allt scm við kcmur fiutningum: Tilboðsgcrð vcgna inn- og útfiutnings, tollskýrslu- gcrð, ráðgjöf varðandi fiutninga, "vörugcymslur, kæli- og frystigcymslur, hcimsendingar, löndunarþjónusta og skipaafgrciðsla allt þctta gctur vcrið hluti af þjónustu okkar. NYTT NAFN SAMSKIPA INNANLANDS ER: er fólkið sem er að svara spuming- um á borð við „Hver er forseti ís- lands?“ í Sjónvarpinu. Með fullri virðingu þá erum við að keppa um minni verðlaun þannig að ég er bú- inn að strengja þess heit að fara aldrei framar í spurningakepþni nema að ég geti beinlínis auðgast á þvi. Ég hvet því forráðamenn tjöl- miðla til að taka þetta til íhugunar." - Einhver talaði um þig sem sultukrukku sem allt loddi við. „Það er þá bara langtímaminniö. Mér óar við því að í ellinni komi ég ekki til með að muna neitt annað en það sem ég lærði á fyrstu 25 til 30 árum ævi minnar - að maður verði eins og ruslakista. Ég horfi á fót- boltaleiki í sjónvarpinu og man nöfn á öllum leikmönnunum eftir smástund. Þetta er ekkert sérstak- lega æskilegt. Ég las það hins vegar í einhverri bók eða blaði um daginn að Magnús Torfi Ólafsson hefði imnið i einhverri spumingakeppni í mars árið 1970 eða ’71 - ég held það hafi verið í þættinum Veistu svarið? Hann var orðinn þingmaður í júní og ráðherra í júlí. Ég er að vona að þessi árangur minn sé ávísun á eitt- hvað slíkt og ég verði kannski orð- inn forseti fyrr en varir. Ég er þó voðalega hræddur um að ég muni ekki uppskera eins og hann.“ Egill segir að sér hafi virst sem sigurvegarar í spurningakeppnum í gegnum árin væru dálitlir sérvitr- ingar og að vissu leyti „nördar". „Mér hefur virst í gengum tíðina, með örfáum undantekningum þó, að það séu ekki beint „kreatífir" menn sem hafa svona minni en ég er að vona að ég geti sameinað þetta tvennt." -pp Sm<a- auglýsingai OPIÐ Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.