Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 15
jL>"V ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
GHveran -
I
1
i
Andlitslyfting á
eldra húsnæði
Margt ungt fólk fjárfestir í
gömlum íbúðum sem þarfnast
andlitslyftingar. Mörg gömlu
hverfin endurnýjast nú hratt og
unga fólkið stendur frammi fyr-
ir því að það hefur ekki efni á
að skipta um eldhúsinnrétt-
ingu, flísar í eldhúsi eða á baði
þar sem greiðslubyrðin af íbúð-
inni er allt of mikil. Þeir hinir
sömu þurfa ekki að örvænta
því ýmislegt er hægt að gera
fyrir lítinn pening ef rétt er að
staðið og ef maður brettir sjálf-
ur upp ermarnar.
Lakkað yfir flísar
Vissirðu að það er hægt að
mála yfír gömlu flísarnar í eld-
húsinu og á baðherberginu?
Það er raunverulega ekki nauð-
synlegt að eyða hundruðum
þúsunda í nýjar. Ef ykkur líkar
ekki liturinn er ekkert annað
að gera en drífa sig í málning-
arbúð og velja sér lit á flisarn-
ar.
Flísarnar grunnaðar
Til að byrja með eru flísarn-
ar grunnaðar með bitæti-
grunni, sem er mjög lyktar-
sterkur, eða öðrum lyktarlaus-
um grunni sem fæst í Litnum i
Síðumúla. Hann er einnig hægt
að nota á plast og flísar og virk-
ar ekki síður. Grunnurinn er
framleiddur í einum lit. Eftir
það er nauðsynlegt að fara tvær
umferðir yfir flísarnar. Jökul-
lakk frá Hörpu og Blær frá
Málningu hf. eru bæði góð til
að lakka flísamar.
Nýtt andlit á eld-
húsinnráttinguna
Þessar sömu grunntegundir
er hægt að nota einnig á hurðir
á eldhúsinnréttingunni, svo
dæmi sé nefnt, ef liturinn fellur
ekki i kramið. Einnig ef hurðir
á innréttingunni eru úr ein-
hvers konar plastefiii. Eftir að
grunnurinn er kominn á er
hægt að gera nánast hvað sem
er við hurðimar. Hægt er að
lakka þær, rúlla, úða og pensla.
Best áferð við lökkun
Að sögn
Þorsteins
er best að
lakka hurð-
irnar til
þess að fá
sem falleg-
asta áferð. Hægt er að nota
venjulegt olíulakk sem til er
með mismunandi gljástigi. Ef
ætlunin er að nota gljástig 90 er
ekki hægt að rúlla lakkinu á
hurðirnar. Endanlegri áferð
verður að skila meö pensli ann-
ars er hætta á að loftbólur sem
ekki jafha sig myndist. -em
Undirvinnan skiptir meira máli en
málningarvinnan sjálf.
Undirvinnan
skiptir
mestu máli
„Það kemur oft fyrir að við mál-
um fyrir fólk sem treystir sér ekki
tfl þess sjálft. Flestir gera mistök í
undirvinnunni þegar þeir mála
sjálfir. Ef undirvinnan er ekki nægi-
lega góð verður árangurinn í sam-
ræmi við það. Ef ekki er nógu vel
gengið frá skemmdum og fyUt upp í
þær verður málningin ekki falleg.
Málningarvinnan sjálf er minnsta
málið því undirvinnan skiptir
mestu máli,“ segir Þorsteinn V. Sig-
urðsson málarameistari.
Að sögn Þorsteins er best að
huga fyrst að því hvort húsið lekur.
Þá fyrst er hægt að hefja undirvinn-
una. Þegar við ætlum að mála lang-
ar okkur ekki tO að ata út öU hús-
gögnin. Best er því að safna þeim
saman á miðju gólfinu og breiða
plast yfir þau. Að því búnu er hægt
að hefja undirvinnuna. Nauðsynlegt
er að rifa upp allar sprungur í
veggjum og lofti með spaða og
sparsla í þær tvisvar sinnum. Það
er mjög mikUvægt að pússa eftir
sparslið til þess að áferðin verði
slétt og faUeg.
Allar kverkar eru málaðar á und-
an stóru flötunum. Fyrir þá sem
ekki treysta sér til þess að mála við
hurðar- og gluggakarma án þess að
mála út fyrir er best að teipa aUt
saman með málningarteipi. Ekki er
þó ráðlegt að láta teipið liggja á of
lengi.
Efnin eru orðin mjög þægileg
miðað við hvernig þau voru áður
fyrr. -em
- segir Þorsteinn V. Sigurðsson málarameistari
„Það eru engir sérstakir litir í
tísku núna og fólk málar nánast í
öUum litum. Mér frnnst þó sterkir
litir vera meira áberandi en áður.
Það kemur varla fyrir að við séum
beðnir að mála í hvítu eins og var
:
gert mikið fyrir nokkrum árum,“
segir Þorsteinn V. Sigurðsson mál-
arameistari.
DV leitaði til Þorsteins eftir góö-
um ráðum fyrir þá sem ætla að
mála íbúðina sína um páskana. Það
eru jafn margir sem nota tímann
um páskana til þess að laga til inni
hjá sér eins og að hlaupa upp um
fjöU á skíði og í gönguferðir. Þor-
steinn segir að fólk sé farið að mála
i dekkri litum en áður tíðkaðist.
„Fólk málar oft einn eða tvo veggi
sem standa sér mjög dökka. í mörg-
um tilfeUum eru veggimir dökk-
grænir eða dökkrauðir. Aðallitur-
inn á veggina er oftast nær málaður
í lit líka,“ segir Þorsteinn.
Þegar undirvinnan er orðin nógu
góð eru loftin máluð. Best er að
velja málningu með gljástig fjögur
en hún er svolítið mött.
Byrjað er á því að mála með
pensli í kverkarnar og siðan eru
tvær umferðir málaðar í loftin.
Gæta þarf þess að mála tvær um-
ferðir með penslinum í kverkarnar
líka. Mjög algengt er að sami litur
og á loftinu sé látinn ná örlítið nið-
ur á veggina til þess að fá hreina
línu upp við kverkina. TU þess
að gera beina línu á vegginn
er notaður svokaUaður
skurðarpúði sem hægt er að
stilla breiddina á. Á eftir
þarf að fara með pensli ofan í
línuna því púðinn dregur
frekar þunnt.
-em
Þorsteinn V. Sigurðsson segir að hvíta lína sé alveg búin að vera.
DV-mynd BG
Páika«ggjapoltur 96
19041750
iPátLxngjðapomjr 9é 9041750
XfftrX OO OO ■ ni linn
Verö 39,90 mínútan
Hrlngdu í síma 904 1750 og taktu þátt í skemmtilegum leik með
Sparihefti heimilanna. 300 jföfr heppnir þátttakendur sem svara
rétt þremur spurningum úr
gómsœtt páskaegg frá Nóa
Nöfn vinningshafa verða birt í DV miðvikudaginn 3. apríl.
Páskaeggin verða afhent á 4. hœð í Perlunni laugardaginn 6. apríl,
frá klukkan 14-17. Vinningshafar eru beðnir að hafa persónuskilríki
meðferðis þegar eggin <
eru sótt.
sparihefti heimilanna fá
- Síríusi í verðlaun.
Sparihefti
heimilanna
Allir litir í tísku