Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Side 16
16
veran
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Jj"V’
Margir unglingarnir eru mjög lokaðir.
Alfa Freysdóttir, nemandi í grunnskólanum á Djúpavogi.
Margir eru tilfinn-
ingalega lokaðir
„Þetta hefur alltaf gengið mjög
vel. Það eru þó nokkrir sem ekki
hafa fengist til þess að tjá sig, þeir
eru of lokaðir til þess. Þeir sem ann-
ars eru opnir stranda líka á tilfinn-
ingunum eins og þeir lokuðu,“ segir
Freyja Friðbjarnardóttir, kennari
námsefnisins i Grunnskóla Djúpa-
vogs. Henni er áhugi á efninu í blóð
borinn en lokaritgerð hennar við
Kennaraháskólann fjallaði um svip-
uð mál. Á þeim tíma þótti hún mjög
byltingarkennd.
Krakkarnir voru yfir sig hrifnir af því að fjallað væri um þessi mál.
DV-myndir Hafdís Erla Bogadóttir
Nútímaleg Rauð-
hetta og úlfurinn
Krakkarnir á Djúpavogi fengu klukkutíma til þess að hafði ekki brotnað í átökunum. Rauðhettu litlu og veiði-
semja leikþátt sem þeir fluttu síðan á foreldrafundi.
Leikþátturinn fjallaði um Rauðhettu og úlfinn í nútíma-
legum búningi.
Mamma Rauðhettu sendi hana með harðri hendi til
ömmu sinnar í skóginum með gos, rauðvín og hasskögg-
ul í körfu. Hún var orðin mjög drykkfelld, sú gamla.
Hún lá einmitt í rúminu og drakk viskí þegar úlfurinn
át hana. Hún var samt fegnust því, þegar veiðimaðurinn
bjargaði henni út úr úlfmum, að fleygurinn
manninum tókst að lokum að tala
ömmu til. Kannski hefur hún
farið að hugsa eftir þessa
hræðilegu lífsreynslu hve dýr-
mætt lífið væri, sérstaklega án
vímuefna. Eftir þetta fór
amman í meðferð og
sækir nú reglulega AA-
fundi.
DV, Djúpavogi:
Margir foreldrar kannast við þá
tilfinningu að standa ráðþrota og
vita ekki hvar á að setja mörkin og
hvernig best er að leysa mál er
varða samskipti við börnin. Til að
mæta þessari þörf er farið að kenna
námsefnið Lions-Quest eða Að ná
tökum á tilverunni. Nemendum í
sjöunda og áttunda bekk á Djúpa-
vogi hefur verið kennt hvernig þeir
geta sagt nei við áfengi og öðrum
vanabindandi efnum, stuðlað að
heilbrigðum samskiptum við aðra
og sett sér að markmiði ævilanga
velgengni. Námsefnið er notað um
allan heim og hafa þegar rösklega
800.000 unglingar lært það í fjöl-
mörgum löndum.
Lélegt sjálfstraust
Sérfræðingar hafa komist að
þeirri niðurstöðu að rekja megi
mörg vandamál unglinga til lítils
sjálfsálits, lítilla tengsla við fjöl-
skyldu og lítillar fæmi í að taka
ákvarðanir og hafa samskipti við
aðra. Námsefnið kennir unglingun-
um að gera sér grein fyrir þeim
breytingum sem á þeim verða við
upphaf unglingsárana. Það hjálpar
þeim að öðlast sjálfstraust, ná tök-
um á tilfinningum og temja sér bætt
samskipti við fjölskylduna.
Virkni foreldra
Stuðlað er að virkri þátttöku for-
eldra með því að fá þá til að vinna
heimaverkefni með börnum sínum.
Einnig fá foreldrar sérstaka for-
Þetta var
ekki gert í
gamla daga
„Mér finnst ég pæla meira í því
hvernig mér líður. Ég á miklu auð-
veldara með að segja mömmu frá
tilfinningum mínum,“ segir Alfa
Freysdóttir, nemandi í grunnskól-
anum á Djúpavogi, eftir að hafa far-
ið í gegnum námskeiðið Að ná tök-
um á tilverunni.
Ölfu langar til þess að læra leik-
ræna tjáningu síðari hluta vetrar
því að sögn hennar breytist bekkjar-
andinn við það og ánægja innan
hópsins eykst. Ölfu finnst ágætt að
búa á Djúpavogi en kvartar samt
yfir skorti á félagsaðstöðu. Það á
hún sennilega sameiginlegt með öll-
um unglingum landsins.
„Ef félagsaðstaða væri til staðar
drykkju krakkarnir síður en því
miður gera sumir efstubekkingar
það. Lífið hér gengur samt helst út
á íþróttir þannig að enginn í skólan-
um reykir,“ segir Alfa.
-HEB
eldrabók og röð funda er haldin þar
sem fjallað er um neyslu unglinga á
áfengi og öðrum fíkniefnum ásamt
öðrum málefnum sem snerta upphaf
unglingsáranna. -HEB
Amma var orðin mjög drykkfelld en fór að lokum í meðferð.
-
Unglingar á Djúpavogi
ná tökum á tilverunni