Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMay 1996next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 Reiðubúinn að leigja Hallgrímskirkju undir fiskmarkað Hans hefur verið getið af og til í fjölniiðlum á íslandi í meira en ára- tug. Nú síðast vegna afskipta af deil- um á skemmtistaðnum Vegasi. Sá sem hér um ræðir er Valgeir Sig- urðsson sem liklega er þekktastur fyrir veitingarekstur í Lúxemborg og áfengisframleiðslu. Óhætt er að segja að hann hafi ekki setið auðum höndum undanfarna áratugi og svo ef ekki enn og nú hefur hann ákveð- ið að breyta enn um kúrs því hann hefur séð óplægðan akur í hótel- rekstri í vestri. Valgeir er staddur hér á landi nú, eins og ævinlega yfir sumartímann, og hitti blaðamann að máli og ræddi við hann um for- tíð, nútíð og framtíð. Of snemma á ferð hár Valgeir útskrifaðist úr Mat- sveina- og veitingaskólanum, eins og hann hét þá, árið 1970. Eftir það starfaði hann lítillega við veitinga- hús og verslun en hélt svo til Sviss þar sem hann lærði hóteltækni- fræði. Að því loknu kom hann heim aftur en ferðamannaþjónustan átti eftir um 15 ár í að taka þann kipp og verða að því sem við þekkjum í dag þannig að það var litla vinnu að fá við það sem hann hafði lært. Sjór- inn tók því við og Valgeir réð sig á einn af fyrstu skuttogurunum sem hingað komu. Nokkru síðar réð hann sig á Sögu en hélt svo árið 1975 til Lúxemborgar. Sló í gegn „Ég átti kunningjafólk í Lúxem- borg og það var mikill uppgangur þar á þessum tíma. Landið var dálít- ið sveitó á þessum tíma, til dæmis var enga pöbba eða skyndibitastaði að finna þar. Við kunningi minn, Birkir Baldvinsson, tókum okkur saman og opnuðum pöbb og skyndi- bitastað sem hét Lock Ness. Þetta hafði aldrei sést áður og staðurinn sló strax í gegn. Við settum til dæm- is met í bjórsölu fyrir ölgerðina sem sá okkur fyrir veigum.“ Staðinn seldu þeir Birkir eftir þriggja ára rekstur og segist Valgeir hafa veriö á krossgötum eftir þetta - hann hafi ekki verið viss um hvað hann ætti að gera. Það varð þó úr að hann réð sig til suður-afrísks flugfé- lags sem hét Lux-Avia. Þar starfaði hann í tvö ár við ýmis eftirlitsstörf. „Hvar er Siguíðsson?" „Það var einn dag þegar ég var staddur á flugvellinum að spurt var eftir mér. Þá var þarna kominn full- trúi frá ölgerðinni sem ég hafði selt ölið fyrir á veitingahúsinu okkar Birkis. Sá sem þama var kominn sagði mér að forstjóri ölgerðarinnar vildi finna mig að máli. Málið var víst það að eftir að við seldum Lock Ness byrjaði salan að minnka. Á einhverjum fundi sem haldinn hafði verið í ölgerðinni spurði forstjórinn hvað væri að gerast hjá þessu fyrir- tæki. Sölumaðurinn, sem hafði selt okkur veigarnar, svaraði því víst til að Sigurðsson væri farinn. Forstjór- inn spurði þá að bragði hvert hann hefði farið og fékk fá svör og sendi því menn til að leita mín. Svo hófst leitin og þeir fundu mig á flugvellin- um. Ég fór og hitti hann og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að koma aftur til að opna fleiri pöbba. Ég var alveg til I það og spurði á móti hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér sem hann og gerði." Úr varð að Valgeir breytti einum - segir Valgeir Sigurðsson, veitingamógull og athafnamaður, sem er á leið vestur af þeim stöðum, sem þeir áttu, í pöbb en á þessum tíma, árið 1980, var mest um kaffihús í Lúxem- borg. Staðurinn sem varð fyr- ir valinu varð síðar þekktur undir nafninu Cockpit- inn - pöbb sem ófáir íslending- ar, sem heimsóttu Lúxem- borg, sóttu heim. Staður- inn var allur innréttaður í tengslum við flug og segir Valgeir hugmyndina hafa kviknað nokkrum árum fyrr þegar hann var far- þegi i íscargovél að nætur- lagi á leið frá Rotterdam. Birtan frá tækjunum í stjórnklefanum hafi verið það einstök að Valgeir setti hana strax í samhengi við kráarstemningu. Hvíslandi rödd „Þegar ég fékk augastað á húsnæðinu var þar kaffihús sem var mest sótt af ítöl- um. Húsið leit mjög hrör- lega út og áhafnir, á meðan þær stoppuðu þarna, íslendingar sem bjuggu þarna og ferðamenn.“ Landabrugg í sveitinni upphafið Samhliða rekstrinum á Cockpit- inn fór Valgeir út í áfengisfram- leiðslu. „Það hefur aldrei mátt gera nokkurn skapaðan hlut hér á landi nema ólöglega. Ég hafði kynnst landabruggi í sveitinni i gamla daga sem krakki og lært þetta. í Lúxemborg voru lögin allt önnur og þar sem ég var i veitingarekstri mátti ég framleiða áfengi. Ég bjó í húsi sem var með stóran garð sem í voru ávaxtatré og datt I hug að brugga eins og maðurinn í næsta húsi. Úr varð að ég lét hanna nokkra miða á flöskur og bauð upp á þetta á pöbbnum og I ljós kom að tegund- in með haus- kúpumiðan- um, Black Death, seldist mun bet- „Þú þarft bara að halda þig við regluna: Kastaðu þér til sunds þótt þú sjáir ekki til lands.“ Og vera óhræddur," er mottó Valgeirs Sigurðssonar. DV-mynd Brynjar Gauti þeir hjá ölgerðinni ætluðu ekki að trúa því að ég vildi setja upp pöbb þarna. Það var eins og hvíslað væri i eyra mér að þetta væri staðurinn og ég vildi ekki sjá annað hús.“ Nokkrum árum seinna varð úr að Valgeir keypti húsið af öldruðum hjónum sem áttu það en ölgerðin hafði leigt húsið af þeim og endur- leigt það siðan Valgeiri gegn því skilyrði að hann seldi einungis bjór frá þeim. Þar með hafði hann frjáls- ar hendur með hvað hann byði upp á. „Reksturinn gekk rosalega vel. Það var pakkað út úr dyrum frá fyrsta degi. Það var mikið af íslend- ingum sem sóttu þennan stað - flug- ur en aðrar. Þetta varð svo geysivin- sælt að ég ákvað að fara að fram- leiða þetta, sem var minnsta mál. í fyrstu var þetta bara hobbí en svo kom að þvi að ég gat ekki gert þetta einn svo ég leigði mér áfengisfram- leiðslu. Hún var mjög frumstæð svo ég fékk mér enn stærra húsnæði undir framleiðsluna og þegar það varð of lítið þá flutti ég framleiðsl- una til Belgíu og þar er hún enn.“ Framleiðsla Valgeirs var marg- verðlaunuð en nú leigir hann merk- in og allt sem þeim fylgir til bresks fyrirtækis sem hefur hafið fram- leiðslu á sígarettum, píputóbaki, bjór, vodka og fleiru undir sama merki. Skipt um gír eftir bílslys Árið 1990 seldi Valgeir síðan Cockpitt inn er hann skildi við eig- inkonu sína sem flutti til Flórída Fiskikirkjan í Gautaborg þar sem Valgeir rekur fiskverslun með allsér- stæðu sniði. í raun er hér um vel á annað hundrað ára gamlan fisk- markað að ræða. með tvo syni þeirra. Hann hélt þó áfram áfengisframleiðslunni og þvældist um heiminn og kynnti hana víða á sýningum. Tveimur árum síðar lenti hann hins vegar í alvarlegu bílslysi og tók hann yfir tvö ár að ná sér eftir það. í fram- haldi af því fór hann út í fisk- vinnslu og -sölu. „Bróðir minn var í fiskvinnslu og kunningi hans, sem var búsettur úti í Svíþjóð, fannst verðið á sjávar- fangi svo hátt þar. Mér var því boð- ið að vera með í útflutningi þangað - það þótti ákjósanlegast að vera með sem flesta í þessu til að dreifa áhættunni. Ég sló því til. Þegar maður fer svo að þekkja til á mark- aðnum þá sér maður ný tækifæri opnast. Ég sá þarna í Gautaborg smásölufiskmarkað, svokallaða Fiskikirkju, þar sem verðið var svo svimandi hátt að ég fékk herping í magann. Það var því úr að ég keypti pláss þar og opnaði fiskverslun." Fiskútflutningurinn gekk ágæt- lega um skeið eða þar til Flugleiðir brugðust, eins og Valgeir segir. Hann segir farmpappíra með fjórum sendingum í röð hafa gleymst heima þannig að ekki hafi verið hægt að afgreiða pantanir. „Þeir í mötuneyti Volvo voru ekki reiðu- búnir að bíða með hádegismatinn sinn þannig að við misstum kúna eins og skot,“ segir Valgeir. Því varð úr að fiskútflutningnum var hætt. Áfram rekur Valgeir þó fisk- markaðinn. „Þetta er tilvalinn rekstur fyrir þá sem eru með bát hér. Menn gætu selt aflann beint á markað úti fyrir morð fé. Það sem menn eru að henda hér, eins og lúðu- og stein- bítskinnum, erum við að selja úti fyrir 2.200 krónur kílóið. Þetta er mjög spennandi rekstur en það er bara svo erfitt að fá fisk hér á mark- aði. Fiskurinn er á svo fárra hönd- um. Það kemur sér mjög illa fyrir svona litla karla eins og mig.“ Valgeir segist ekkert skilja í því af hverju markaður, eins og sá sem hann rekur í Gautaborg, Fiskikirkj- an, sé ekki risinn hér á landi. Hann segist sjálfur reiðubúinn að leigja húsnæði eins og Hallgrímskirkju yfir sumarmánuðina til að starf- rækja þar fiskmarkað sem yrði pott- þétt tekjulind af túristum. Fleiri hús kæmu vel til greina, til dæmis Hafnarhúsið. íslendingar séu hins vegar allt of blindir til að koma auga á svona möguleika. Hér feti hver í fótspor annars. Að kasta sár óhræddur til sunds - Hvernig stendur á því að þú þarft alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt? „Ég hef ekki unnið hjá öðrum síð- an ég vann hjá flugfélaginu hér um árið. En ég lít á lífið eins og kafla- skipta bók. Það er fyrsti kafli, svo flettirðu og bráðlega kemurðu að næsta. Maður á ekki að halda sig alltaf við það sama. Fjölbreytni er alltaf skemmtileg. Mér hefur til dæmis dottið í hug að flytja saltvatn úr Bláa lóninu í bæinn í tankbílum og selja fólki það. Það eru margir sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki tíma til að sækja þama suður eftir.“ - Þarftu alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt? „Ég hef gaman af því. Það sem þarf hins vegar til er hugmyndaflug- ið og peningar, því þú gerir ekkert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 112. tölublað - Helgarblað (18.05.1996)
https://timarit.is/issue/196752

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

112. tölublað - Helgarblað (18.05.1996)

Actions: