Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 15 \ ~J :J.,:y-h Tilkoma Funklistans á Vestfjörðum, sem vann stórsigur í kosningunum, segir í raun allt sem segja þarf um ástandið. Grímulaust grínframboð sem vinnur stórsigur og verður að alvöru- stærð lýsir því einu að fólk vestra er að lýsa frati á málin í heiid sinni. Það kæmi ekki á óvart þótt helsta lífsvon Vestfjarða fælist í funkinu. Það er óneitanlega ferskur blær yfir sveitarstjórn- armálum á þessum slóðum og von til þess að nýir menn nái að gera það sem hinum tókst ekki. DV-mynd Guðmundur Vestur á fjörðum hafa nokkur sveitarfélög gengið til sameiningar á grundvelli þess að þar með séu öll þeirra vandamál úr sögunni innan örfárra ára. Þetta er annar sameiningarkjarninn sem verður til á þessum slóðum. Fyrst varð til Vesturbyggð þar sem til varð sveitarfélag sem býr við innri fjar- lægðir sem nema hundruðum kíió- metra. Fyrir réttri viku var kosið til nýrrar sveitarstjórnar í vænt- anlegum ísafjarðarbæ þar sem fjarlægðir eru öllu minni, eða sem nemur um 50 kílómetrum þar sem lengst er. Úeirðir ekki fráttnæmar í Vesturbyggð hefur allt síðan sameining tók gildi verið ófriðar- ástand. Þar linnir ekki kærum og hver vegur annan í fullum fjand- skap. Kærur minnihluta á hendur meirihluta hverju sinni eru orðn- ar óteljandi af ótal ástæðum. Saga átaka í hinu nýstofnaða sveitarfé- lagi er slík að það er varla nokkur sá til sem kann á henni skil. Óeirðir innan þessa samfélags eru ekki lengur fréttnæmar. Það eru öllu heldur fréttir ef friður helst um einhverja hríð og enginn verð- ur kærður eða klagaður. Þetta er frumbernska sveitarfélags sem er að ganga fyrstu skrefin inn í fram- tíð sem vörðuð var fyrirheitum um þá sælu sem íbúar gætu vænst ef þeir sameinuðust frá einum út- kjálka til annars. Fyrirheit um sæiuríki Nú er að hefjast ganga næsta sameiningarkjarna norðar á Vest- fjörðum og enn er leiðin vörðuð fyrirheitum um sæluna handan við homið. Aðeins er beðið eftir því að sameiningarflóran blómstri og sæluríkið komist á legg. Sam- eining hefur oft og tíðum ýmsa kosti sem eru sýnilegir og óum- deildir. Það er til dæmis klókt að sameina ísbúðir eða bensínsjopp- ur sem standa hlið við hlið. Það getur líka verið sniðugt að sam- eina banka sem standa hlið við hlið í sömu götunni. Ef litið er til sveitarfélaga þá er augljóst hag- ræði að þvi að sameina Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes, Álftanes og Kópavog. Jafnvel mætti hugsa sér að Mosfellsbær, sem er innan við 10 kílómetra frá Reykjavík, hentaði í þessa samein- ingu. Mikla peninga mætti spara með slíkri sameiningu sem að auki myndi leiða af sér mun ein- faldari stjórnsýslu. Auk þessa eru sum þessara sveitarfélaga stór- skuldug sem eflaust stafar af því að stjómir þeirra hafa engan veg- inn kunnað fótum sínum forráð. Nú er það svo að öll þessi sveitar- félög, að undanskildum Mosfells- bæ, eru landfræðilega sameinuð og fyrir ókunnuga er engin leið að átta sig á mörkum milli þeirra. Lítil borg á heimsvísu Allt svæði þessara byggða sam- anlagt er eins og litil borg á heims- vísu með úthverfum. Það undar- lega í stöðunni er þó að engum dettur í hug að ræða sameiningu af alvöru. Seltjarnarnes er með eigin bæjarstjóra þrátt fyrir að Reynir Traustason vera límt við Reykjavík. Miili bæj- arstjórans í Mosfellsbæ og borgar- stjórans í Reykjavík era nokkur þúsund metrar. Töfrar sameining- arinnar ná ekki augum ráða- manna á þessum slóðum af ein- hverjum ástæðum þrátt fyrir aug- ljóst hagræði. Það læðist að sá grunur að málin snúist um að halda áhrifum og völdum á kostn- að skattborgaranna. Sá sem spyr hvort ekki væri sniðugt að sam- eina Reykjavík og Selfoss eða Reykjavík og Grindavík er talinn skrýtinn og ekki viðræðuhæfur. Þegar rætt er um að sameina ísa- Qörð og Þingeyri og jafnvel fsa- flörð og Patreksfjörð er málið talið nógu sniðugt til að verða að veru- leika. Sameiningarsöngur kyrjaður' Vestur á fjörðum, þar sem mörk eru greinOeg og fjöll víðast á milli sveitarfélaga, kyrja menn samein- ingarsönginn fullum hálsi og text- inn segir sameiningu marka skil milli lífs og dauða sveitarfélags. Reynslan af Vesturbyggð segir mönnum þó að eitthvað sé bogið við boðskapinn um sæluríkið og í raun engin sátt um samruna. Það er umhugsunarefni hvort verið geti að hin ólíku þorp á Vestfjörð- um, sem hvert um sig eiga sína menningu, glati henni við samein- ingu auk sjálfstæðisins og aðeins stærstu byggðarlögin haldi sjálf- ræði sínu. Mörg þeirra kauptúna sem nú eru gengin í eina sæng sameiningar eiga sér sögu sem gleymist og hverfur þegar þau breytast úthverfi eða hjáleigur stærri staða. Skuldir ofviða Þeir sem til þekkja vestur á fjörðum vita að nokkur sveitarfé- lög þar höfðu málað sig út í horn og skuldir voru orðnar þeim of- viða. Rekstur yfirstjórnar sveitar- félaganna var með slíkum endem- um að skuldir voru orðnar um eða yfir 400 þúsund á hvert manns- barn. Sú staðreynd réð vafalaust þeirri afstöðu hjá mörgum íbúum að ekki væri um annað að ræða en ganga til sameiningar og losna þannig undan skuldaklafanum. Fyrir sveitarstjórnarmennina var þetta einnig auðveld lausn til að losna undan ábyrgð þess að hafa siglt sveitarfélagi sínu í þrot. Með sameiningu er ljóst að ekki er lengur spurt um ábyrgð þeirra sem réðu ferðinni í gömlu sveitar- félögunum. Málið er einfaldlega úr sögunni og ekki lengur spurt hverjir hafi stofnað til skuldanna og hvers vegna. Grímulaust grínframboð Tilkoma Funklistans á Vest- fjörðum, sem vann stórsigur í kosningunum, segir í raun allt sem segja þarf um ástandið. Grímulaust grínframboð sem vinnur stórsigur og verður að al- vörustærð lýsir því einu að fólk vestra er að lýsa óbeit á málinu í heild sinni. Það virðist ljóst að ekki hafi verið annað í spilunum eftir það sem á undan var gengið en að sameinast. Það verði til þess að koma skikk á fjárhag svæðisins og þá er sameiningin réttlætanleg. Fólk lifir í þeirri von að úthverfin nái að lifa við ný og erfiðari skil- yrði eftir að stjórnsýslan færist annað. Á Vestfjörðum verður þó að segjast eins og er að ekki kæmi á óvart þótt helsta lífsvon svæðis- ins fælist í funkinu. Það er óneit- anlega ferskur blær yfir sveitar- sjórnarmálum á þessum slóðum og von til þess að nýir menn nái að gera það sem hinum tókst ekki. Eftir stendur þó spurningin um höfuðborgarsvæðið. Hvenær verð- ur alvörusameining, eins og til dæmis Reykjavík og Kópavogur? Getur verið að Kópavogur verði að ná skuldum sínum yfir fimm millj- arða króna til þess að bæjarstjóm- armennirnir leiti þeirrar viður- kenndu flóttaleiðar að sameinast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.