Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 n 24 ára fíkniefnaneytandi segir frá heimi dóps og vændis í Reykjavík: Hann á barn sem hann fær nú að sjá aftur eftir langa bið. Hann er 24 ára gamall og hefur eytt meira en helmingi lífs síns í vímu. Nú er stund milli stríða og nokkir vímu- lausir dagar að baki. Þá fær hann að sjá barnið. Þess á milli er það keyrslan. Það er lykilorð í heimi fikniefnanna. Fíklarnir hræðast keyrsluna - hömlulausa og vaxandi vímu sem endar stundum með dauða, stundum með meðferð. Sumir bjargast, aðrir ekki. Við erum að hlusta á 24 ára gaml- an Reykvíking sem hefur þrætt alla > götu fikniefnaneyslunnar eins og nú gerist hér á landi. Hann hefur gert allt frá að drekka brennivín til þess að selja sig til að fjármagna fikni- efnaneysluna. Þar er botninn. Perrarnir kaupa Karlhóra en enginn „gíggóló" sem getur raupað af villtum nóttum með finum og ríkum frúm. Öðru nær. , Karlhóra selur sig pervertum og I minningin sem situr eftir er viðbjóð- ur sem aldrei gleymist. „Vanlíðanin er ólýsanleg," segir viðmælandi okk- ar, og til að lifa hana af þarf meira dóp og þannig komast menn inn í nær órjúfanlegan vítahring. Þetta er heimur fikniefnaneytanda í Reykaja- vík. Hann hefur smitast af lifrarbólgu C, eins og margir sprautufiklar í Reykjavík. Enn er hann laus við lifr- arbólgu B og enn hefur eyðniveiran - HIV - ekki komist í umferð meðal sprautufiklanna. Þegar það gerist mun hún breiðast út á skömmum tima í hópi þeirra. Þetta líf er viðbjóður „Margir unglingar halda að það sé eitthvað töff að vera fikniefnaneyt- andi. Það er búin til einhver gloría i kringum þetta. Sannleikurinn er að sælustundirnar eru fáar og stuttar og alltaf endar neyslan á sama stað. Þetta líf er viðbjóður," segir hann. Hann segir aö fiklarnir taki út refsingu sína með fyrsta trippinu. Þá breytist lífsmynstur þeirra á þann veg að ekki er leiö út úr vítahring vímunnar. Sjálfur hefur hann reynt þetta allt og barist við að losna út úr vítahringnum. Það er alltaf hægt að reyna meira og fara aftur í meðferð. „Haltu áfram að koma,“ segja þeir á Vogi. Það er eina vonin. Hann er bú- inn að fara oft en aðrir fíklar hafa sýnt að hægt er að losna. Málið er að halda áfram að reyna. Afbrotaferill er líka mun vandasamara að koma á samböndum fyrir karlmennina. Yfir- leitt fara þó viðskiptin fram á skemmtistöðum. „Þetta eru mál sem ekki má ræða en það eru nokkrir karlmenn í Reykjavík sem kaupa sér þjónustu annarra karla. Þetta eru vel stæðir menn sem standa utan við heim fikniefna og glæpa og þeir borga vel. Peningamir eru ekki vandamálið," segir hann. Núna er Reykvíkingurinn sestur að um stundarsakir úti á landi. Hann veit að hann þarf að komast burt frá félögunum og burt úr heimi fíkilsins í Reykjavík. Hann á enn góða að þrátt fyrir allt og það bjargar nú. Uppeldi á drykkjuheimili Þessi ferill sem nú hefur leitt til endanlegs skipbrots hófst um 11 ára aldur. Raunar má segja að ferillinn hafi verið markaður frá upphafi. Foreldrarnir drukku báðir mikið og það var aldrei vandamál að komast yfir áfengi á heimilinu. „Ég held að þau hafi ekki tekið eft- ir því þótt ég væri farinn að drekka 11 eða 12 ára gamall. Þau höfðu eng- an tíma til að spá í slíkt,“ segir hann. Drykkjan stóð þó ekki lengi. Hann varð alltaf vitlaus með víni, lenti í slagsmálum og var til vandræða. Því þótti honum rétt að reyna vímugjafa sem hentaði betur. Það var hass. „Ég var í félagsskap krakka sem voru nokkru eldri en ég og komnir lengra í neyslunni. Ég komst þarna í hassið og varð rólegur af því. Reykti þetta daglega í nokkrar vikur en tókst samt að stunda skóla og ég komast meira að segja í gegnum tvær fyrstu annirnar í fjölbraut," segir hann. Hassið var þó ekki það töfralyf sem það virtist í fyrstu. Það vantaði fljótlega eitthvað sterkara. Fyrst hass og svo sterkara „Hassið virkaði róandi á mig en ég var til lengdar ekki sáttur við að liggja bara skakkur úti í homi. Hass- inu fylgdi líka mikið ofsóknaræði, paranoja, og mér fannst stundum sem öll Reykjavik væri á eftir mér. Þá lokaði ég mig inni svo vikum skipti af því að allir voru að ofsækja mig,“ heldur hann áfram. Þá komst hann í nýtt efni. Það var amfetamín sem hann byrjaði að fikta með áður en barnaskóla lauk. Hann sprautaði sig og fékk lifrarbólgu C með í kaupbæti. Þá var farið með sprauturnar eins og mannsmorð. Nú er amfetamínið vinsælasta efnið. Núna segir hann að löngunin í efni sé ekki verst. „Það versta er að vita hvað maður hefur gert bæði sjálfum sér og öðrum," segir hann. Hann hefur ekki bara prófað öll efni sem til eru heldur og allar aðferðir til að komast yfir þau. Þetta eru ráð eins og að svíkja allt sem hægt er út úr sínum nánustu - fá þá til að skrifa upp á víxla sem svo falla. Jafnvel hefur hann stolið frá fjöiskyldunni. Vitneskjan um það er ekki þægileg. Neyslan meiri en gróðinn Það er líka hægt að selja fikniefni til að borga fyrir eigin neyslu. Það hefur hann gert með sama árangri og aðrir fiklar - neyslan reynist alltaf meiri en hagnaðurinn af sölunni og þá þarf að leita nýrra leiða. Þá má líka gerast burðardýr fyrir innflytjendur eiturlyfja. Til þess þurfa menn helst að hafa hreint sakavottorð. Yfirleitt eru það því byrjendur sem eru burðardýrin. Þeim er lofað að „um þá verði hugs- að“ lendi þeir á Hrauninu. Það eru alltaf innantóm loforð. Innbrot eru leið sem margir reyna. Þá er stolið auðseljanlegum hlutum og þeir seldir í skiptum fyrir efni. Þessu fylgir hæfilegur skammtur af ofbeldi og svo nást menn fyrr eða síð- ar og enda á Hrauninu eins og geng- ur, oft með dóma fyrir skjalafals í kaupbæti. Ekki feimnismál að stelpur selji sig Þegar allt annað þrýtur er það vændið sem tekur við. Yfirleitt eru það stúlkumar sem leiðast út á þá braut. Einstaka strákur reynir þetta líka og þá er yfirleitt fokið í öll önn- ur skjól. „Vændi hjá stelpunum er ekki svo mikið feimnismál. Þetta er elsta at- vinnugreinin og það finnst mörgum ekkert tiltökumál þótt stelpur sofi hjá fyrir pening. Það kemst hins veg- ar sjaldan í hámæli þegar strákar selja sig. Það er feimnismál og leiðir yfirleitt til útskúfunar i hópnum ef upp kemst,“ segir hann. Hann þekkir þennan heim því sjálfur hefur hann selt sig öðrum karlmönnum. í fyrsta skiptið var það reyndar kona sem borgaði en konur kaupa sér yfirleitt ekki karlmenn. Það gera hommar ekki heldur. Þeir sem kaupa eru „perramir". Það em yfirleitt sómakærir íjölskyldumenn sem enginn veit að búa yfir duldum og oft mjög afbrigðilegum kyn- hneigðum. Hámarksverð 40.000 krónur Ferillinn byrjaði í brennivíninu um 11 ára aldur. Síðan er búið að reyna allt og nú er bara eftir vonin um að brjótast út úr vítahring fíkniefnanna. DV-mynd ÞÖK „Ég hef selt mig virðulegum lækni. Það var einhver versti perri sem ég hef kynnst en hann borgaði 40.000 krónur og ég lét mig hafa það,“ segir hann og í fyrsta sinn líður honum sýnilega illa þegar hann segir frá. Markaður fyrir karlhórur er miklu minni en fyrir kvenhórur. Það Hann seldi sig virðulegum lækni fyrir 40.000 krónur. Það er hæsta verðið sem hann fékk fyrir líkama sinn og fyrir 40.000 krónur má fá mikið dóp til að gleyma viðbjóðnum sem fylgir því að selja sig. DV-mynd ÞÖK Vantar bara eyðni „Lifrarbólga C getur verið lífs- hættuleg. Drekki þeir sem hafa hana fá þeir skorpulifur á skömmum tíma. Nú er bara spurningin hvenær HIV- veiran kemur í þennan hóp líka. Það gæti þó hafa gerst í gær. Margir halda að það sé nóg að sjóða sprauturnar en þaö þarf að hreinsa allt með klór og skeiðarnar líka, ekki bara sprautur og nálar,“ segir hann. Eftir fá ár sem fikniefnaneytandi var hann kominn á götuna - búinn að koma sér út úr húsi nær alls stað- ar. Þetta var heimur klósetta og skúmaskota þar sem allt er gert til að komast i vimu og allir mörgulegir staðir notaðir til þess. Fjórtán ára gömlum var honum nauðgað. Það er minning sem endist allt lífið - viðbjóður sem verður að lifa með. Eina ráðiö til að gleyma er að taka meira dóp og upplifa meiri viðbjóð. Fullt af seðlum og dópi „Ég átti líka minar góðu stundir með nóg af seðlum og fulla vasa af dópi. En það eru stutt tímabil. Of- sóknaræðið er einna erfiðast og eftir keyrslu í nokkra daga er maður sannfærður um að allir séu að fylgj- ast með manni. Síminn er hleraður og þá er ekkert annað en að fela sig,“ segir hann. Hann hefur einnig reynt að flytja úr landi og setjast að þar sem auð- veldara er að nálgast efnin - Evrópa og einnig Ameríka. Heimurinn er harðari þar. Hann hefur lent í lífs- háska - hótanir um morð og sjálfur notað hníf í æðiskasti. Heim var hann fluttur nær dauða en lífi, 54 kíló að þyngd. Hann hefur líka reynt innflutning á dópi. Þá eiga menn oft gras af seðl- um, alveg þangað til búið er að eyða öllu í dóp. Núna er Rotterdam sá staður þar sem auðveldast er að komast yfir bestu fikniefnin í Evr- ópu. í Amsterdam er erfiðara að eiga við markaðinn og einnig er nánast vonlaust að koma efnunum gegnum Keflavíkurflugvöll. Skipin eru helsta leiðin fyrir dóp inn í landið. Stutt tímabil E-pillunnar Markaðurinn hér þróast einnig. Amfetamínið festir sig í sessi eftir stutt en örlagaríkt tímabil E- pillunn- ar. Kókaín sést en það er of dýrt til að ná fótfestu á markaðnum. Am- fetamínið er efst á vinsældalistanum og svo morfinefni þegar amfetamínið er búið að eyða boðefnunum í heilan- um og geðveiki hefur tekið við af vímu. „Það kom ný kynslóð inn í neysl- una með E-pillunum. Þetta voru krakkar sem aldrei áttu í erfiðleik- um með áfengi. Þeir byrjuðu að nota E- pillur í fyrra og eru núna búnir að vera. Fólk er yfirleitt stutt á E-pillum en þetta var nýr hópur sem átti sér enga neyslusögu og keyrði sig í klessu á stuttum tíma,“ segir hann. E-pillan er ekki horfin af markaðn- um og það eru alltaf nýir og nýir krakkar að reyna hana. Líkaminn myndar fljótt þol gegn E-pillunni og þá tekur amfetamín við. Einhverjir eru samt alltaf að prófa E-pilluna og hafa nú uppgötvað aðferð til að sprauta sig. E-pillunni fylgja hins vegar erfið eftirköst með þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum. Þetta er pilla sem hefur kostað mörg manns- líf. Kóngur um stund Heimur fíkniefnanna er harðari nú en hann hefur verið til skamms tíma. Viðmælandi okkar hefur sjálf- ur verið kóngur á götunni: selt dóp og haft um sig hirð. Hann hefur líka fallið úr hásætinu eins og flestir smákóngarnir í fikniefnaheiminum gera fyrr eða síðar. Það eru bara fáir sem lifa af. Hnúajárn og hnífar eru vopnin og einstaka brjálæðingur veifar byssu. Mestu skiptir að hafa góð sam- bönd. Fyrir fiklana þýðir það lægra verð. Með góðum samböndum er hægt að fá gramm af hreinu am- fetamíni á 2500 krónur í Reykjavík. Það má svo blanda til helminga og selja á 5000 krónur grammið. Stund- um er hallæri og þá er grammið á 8000 krónur. Núna er ekki hallæri. Lögreglan fylgist með þessum heimi. Hann vill ekki álasa henni en hún leysir heldur ekki vandann. Rik- ið leysir hann heldur ekki og hann segir bitur að sennilega væri ódýrast að fíklarnir fengju bara að drepast, án þess að nokkuð væri gert til að reyna að bjarga þeim. Sumir ná botninum en halda samt lífi. Það eru þeir sem verða geðveik- ir og eru lokaðir inni. Það er fólk sem hefur leiðst út í vændi og hefur tapað öllum kröftum andlega og lík- amlega. Tilfinningalaus fyrir sölu „Þegar maður er búinn að keyra nógu lengi, er orðinn geðveikur af neyslu og getur ekki lengur keypt efni vegna þess að kraftar til að standa í innbrotum eru þrotnir þá selur maður sig,“ segir hann rólegur og heldur svo áfram: „Til að geta selt sig verður maður aö dópa sig fyrst til að vera algerlega sljór og eins tilfmningalaus og hægt er. Þetta er alltaf sami viðbjóðurinn og það þarf líka mikið dóp til að komast yfir eftirköstin. Það er hægt að sofa hjá konum fyrir pening en ekki hjá körlum. Það er viðbjóður.“ Hann hættir að tala. Segir svo að oft sé það tilviljun hvort karlmaður geti selt sig. Kaupendurnir eru þeir sem fela sig bak við grímu fjöl- skyldulífs. Þeir eiga fallega fjöl- skyldu, fina bíla og fín hús. Nokkur hundruð víkingar í Reykjavík eru 8-400 fiklar sem ekki ná sér þrátt fyrir síendurtekna meðferð. Þetta er jafnstór hópur og var fyrir áratug. Þetta eru víkingam- ir. Þeir fara inn og út af Vogi og alltaf losna einhverjir úr hópnum út úr vítahring neyslunnar. Hinir halda áfram að fara í meðferð og alltaf bæt- ast nýir í hópinn. Sumir sökkva alla leið til botns - svipta sig lífi í þunglyndiskasti eftir langa keyrslu eða verða bara úti. Alltaf einhver von Núna hefur hann séð barnið sitt. Tilveran er ekki ómöguleg. Það er alltaf von þrátt fyrir að fórnirnar sem færðar hafa verið vegna dópsins séu miklar. Það er líka verið að gefa öðrum von með því að segja söguna eins og hún er. Það getur alltaf ein- hver ákveðið að prófa ekki dópið og bjargað lífi sínu. „Þetta er helviti," segir hann. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.