Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 35
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 útlönd 43 Óvissan um örlög Jeltsíns Rússlandsforseta veldur taugatitringi hagsmunaaðila innan Kremlarmúra: Lífvörður og dularfullur kuklari toga í spottana Kreml- armúra verður Kors- hakov |j aö treysta fullkom- lega á fc.II ur. Tilgang- urinn er að efla vellíð- an hans og heilsufar. Hann full- yrðir að hvert sem Jeltsín fari sé hann umvaf- inn já- kvæðu Ótti og ofsóknaræði Jeltsín ásamt yfirmanni öryggisþjónustu sinnar og lífveröi, Alexander Korshakov. Völd hins síðarnefnda eru talin meiri en starfsheiti hans gefur til kynna. Þegar mánuður er til forsetakosn- inganna í Rússlandi er mjótt á mun- unum milli Borísar Jeltsíns forseta og kommúnistans Gennadys Zjúga- novs. En það er ekki langt síðan að nokkuð öruggt þótti að Zjúganov mundi sigra Jeltsín. Fór þá hrollur um ófáa í stjómsýslu Kremlar sem óttuðust það mest að missa spón úr aski sínum ef kommúnistar tækju við. Út á við var látið heita að Rúss- ar stæðu andspænis borgarastyrjöld ef kommúnistar hefðu sigur 17. júní. Eina leiðin til að forðast slíkar hremmingar væri að fresta forseta- kosningunum. Sá sem viðraði hugmyndir um frestun í viðtali við breska dagblað- ið The Observer og setti allt á ann- an endann heima og erlendis fyrr í þessum mánuði var yfirmaður ör- yggisþjónustu Jeltsíns forseta, hinn dularfulli og yfirleitt þögli lífvörð- ur, Alexander Korshakov. Þarna þóttust sumir stjórnmálaskýrendur sjá tilraun Jeltsíns til að mæla and- rúmsloftið fyrir kosningar en fleiri þóttust merkja verulegan taugatitr- ing á bak við tjöldin þar sem valda- miklir aðilar voru fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. Það leiðir aftur hugann að þeim sem starfa á bak við tjöldin í Kreml og áhrif þeirra á Jeltsín forseta en vegna drykkju og krankleika virðist hann auðvelt fórnarlamb dulúðugra og illkvitt- inna plottara. Hver stjórnar? Jeltsín segist hafa múlbundið hinn 45 ára gamla Korshakov, sem er fyrrum hershöfðingi í KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna sálugu, og bannað honum afskipti af stjórn- málum. Þrátt fyrir það er Kors- hakov álitinn potturinn og pannan í ráðagerðum innan múra Kremlar og að völd hans séu mun umfangs- meiri en staða hans sem öryggisfull- fréttaljós á laugardegi trúa gefur til kynna. Dagblaðið Is- vestia hefur þannig séð ástæðu til að spyrja hver stjórni Rússlandi; Jeltsín, Viktor Tsjernomirdín for- sætisráðherra eða Korshakov. Til- efnið var að Korshakov hafnaði til- lögum Heimsbankans um endur- bætur á olíuútflutningskerfí Rúss- lands. Síðan hefur hann lýst því yfir að hann sé aðalbaráttumaður stjórnvalda gegn spillingu. Korshakov hefur ekkert verið að skafa utan af hlutunum enda undir verndarhendi Jeltsíns. Þannig gagn- rýndi hann Pavel Grachev varnar- málaráðherra harðlega, hæddist að honum í sjónvarpsviðtali og sagði helstu hæfileika hans felast í að skrifa áferðarfallegar skýrslur og skipuleggja hersýningar. Hins vegar var klippt úr viðtalinu þar sem Korshakov sagði að Grachev bæri ábyrgð á óforum Jeltsíns i Tsjetsjen- íu og að allir sómakærir menn í hans stöðu hefðu bundið enda á líf sitt með því að skjóta sig. Það þykir undirstrika völd Kors- hakovs að hann var sá eini fyrir utan nánustu fjölskyldu sem fékk að heimsækja Jeltsín á spítala eftir hjartaáfóllin í haust og margar yfir- lýsingar hans þykja bera vott um mann sem er öruggur um vernd vel- unnara síns. Staða Korshakovs þyk- ir síðan óumræðileg eftir að Jeltsín gerði hann að einum helsta kosn- ingastjóra sínum. í viðsjárverðri tilveru innan sjálfan sig og á ekki annan verndara en forsetann sjálfan. Og því þóttu mönnum óskir hans um frestun for- setakosninganna endurspegla blá- kaldan veruleikann. Ef Jeltsín tapar forsetakosningunum á Korshakov ekki í nein hús að venda. Umlykja Jeltsín Og svo er um fleiri. Framtíð margra innan Kremlarmúra er tengd gengi Jeltsíns í kosningunum. Og Korshakov er höfuðpaurinn í þeim þrönga hóp, oft nefndum „stríösflokknum", sem umlykur Jeltsín. Sameinast hópurinn um eitt markmið, að halda völdum. Það þýðir óbreytt ástand, að Jeltsín verði áfram forseti. En hópurinn um Jeltsín er tví- skiptur og þau ráð sem honum eru veitt eru síður en svo einhljóða. Annars vegar er hópur sem safnast hefur um Korshakov, er óvinveittur Tsjernomirdín forsætisráðherra og hefur lifað tvær rógsherferðir innan Kremlar. Annar aðalmaðurinn í þeim hópi er Mikail Barsukov, ná- inn samstarfsmaður Korshakovs, sem stjórnar gagnnjósnaþjónustu Rússa. Hins vegar er hópur undir starfsmannastjóra Kremlar, Sergei Filatov. Hann aðhyllist hins vegar stjórnarhætti forsætisráðherrans. Hindraði sjálfsvíg á klósettinu ,Hið nána samband Korshakovs og Jeltsíns á rætur að rekja til miðs síðasta áratugar, þegar Gorbatsjov, þáverandi forseti Sovétríkjanna, niðurlægði Jeltsín og hann var rek- inn sem yfirmaður kommúnista- flokksins í Moskvu. Korshakov ák- vað að starfa fyrir Jeltsín og þegar Jeltsín náði pólitískum völdum á ný hafði hann hinn trygga Korshakov sér við hlið. Korshakov, þrekinn og frekur, tryggði sér síðan ákveðinn sess í hugum Rússa þegar hann stóð við hlið Jeltsíns á skriðdreka fyrir utan Hvítahúsið í Moskvu þar sem sá síðarnefndi braut uppreisnartil- raun harðlínukommúnista gegn Gorbatsjov á bak aftur. Korshakov er oft nefndur nánasti vinur Jeltsíns. Þeir spila blak sam- an og drekka saman. Og Jeltsín virðist eiga lífverði sínum mikið að þakka en Korshakov mun hafa talað mikil áhrif á Jeltsín. Annar er Ge- orgy Rogozin, sem er næstur Kors- hakov að völdum I öryggisþjónust- unni og fyrrum yfirmaður innan KGB. Sá er oft nefndur nútíma Raspútín, með tilvísan í hinn skyggna munk sem náði völdum yflr Alexöndru keisaraynju á þeim forsendum að hann gæti læknað dreyrasjúkan son hennar. Tengsl Rogozins eru langt frá því að vera jafn „hefðbundin" og tengsl Kors- hakovs við Jeltsín. í Rogozin birtist svartagaldursmeistari Kremlar holdi klæddur. Að undirlagi Rogozins snýr rúm Jeltsíns forseta alltaf í norður-suð- orkusviði sem verndar hann fyrir illum öflum. Rússnesk dagblöð, þau alvarlegri, fullyrða að Jeltsín fái reglulega stjörnuspár þar sem hon- um er ráðlagt um stjórn ríkisins og hvort mismunandi ferðir í þágu embættisins séu heppilegar frá stjörnuspekilegu sjónarhorni. Þá þylur Rogozin reglulega möntrur og íhugar og spáir einnig í bolla. Reyndar hefur slæmt gengi Jeltsíns í skoðanakönnunum framan af skapað efasemdir um dulræna krafta Rogozins en völd hans þykja eftir sem áður gífurleg. Rogozin er hataður af starfsfólki Kremlar sem óttast hann mjög. Enda þykir hann ófyrirleitinn og svífst einskis gegn andstæðingum sínum. Talið er að hann hafi fyrir- skipað njósnir um starfsfólkið sem þykja slá njósnastarf KGB út. Því hefur mikið ofsóknaræði gripið um sig. Starfsfólkið segir „nágrannana“ (orðtak frá tímum persónunjósna KGB) alltaf vera nálæga. Af ótta við hleranir skrifar starfsfólk Kremlar samtöl sín á miða og brennir þá síð- an í öskubökkum. Vitað er til að yfirmenn hafi troðið blýöntum í skráargöt af ótta við faldar mynda- vélarlinsur. Gott dæmi um ofsóknaræðið er þegar Ludmila Pikhoya, staðfastur og skapstilltur ræðuskrifari Jeltsíns, trylltist á átakafundi í Kreml, dró Rogozin afsíðis og æpti á hann: „Reyndu aldrei aftur að ná stjórn á undirmeðvitund minni.“ Rogozin hóf störf fyrir KGB 1963 og náði skjótum frama. Hann hefur ætíð haft áhuga á hinu dulræna en afskipti hans af dulrænum fyrir- bærum hófust fyrst fyrir alvöru þeg- ar hann var gerður að yfirmanni ör- yggisdeiidar leyniþjónustunnar 1989. Hann sannfærði starfsfélaga sína um að þeir ættu að leita á svið hins yfirskilvitlega eftir lausnum og skipulagði æfingar sem fólust í hug- arlestri úr fjarlægð, hugsanaflutn- ingi og upplýsingasöfnun frá hinum látnu með skönnun bylgna frá haus- kúpum þeirra. Samstarfsmaður Rogozins á þessum tíma segir ekk- ert lát á tilraunastarfsemi hans í þessa veru. Svartigaldur sé kominn tU að vera í valdamesta embætti Rússlands, eða svo framarlega að Jeltsín sigri 17. júní. Aukablað um HVERAGERÐI Fimmtudaginn 23. maí mun efnismikið aukablað um Hveragerði fylgja DV. V. Hveragerði er 50 ára á þessu ári og af því tilefni ætla Hvergerðingar að efna til hátíðahalda dagana 24. til 27. maí. I þessu blaði verður fjallað um Hveragerði og hátíðardagskrána þessa daga. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722. Vinsamlega athugib ab síbasti skiladagur auglýsinga er mánudagurinn 20. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. ÍMjrM/ 6 m JP' %J mm <3 P|»'! W M v; <*,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.