Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 DV
lönd
Borís Jeltsín ákallar stuöningsmenn sína á lokadeginum:
Við verðum að
standa saman
stuttar fréttir
Bannaft sígaunum
? Borgaryfirvöld í tékknesku
borginni Kladno hafa bannað
sígaunabömum aðgang að sund-
i; stöðum þar.
Á móti stærra NATO
Pavel Grat-
I sjov, varnar-
I málaráðherra
IRússlands,
sagöi starfs-
1 bræðrum sín-
i um í Atlants-
hafsbandalag-
inu að Rússar
væru tilbúnir til að eiga nánara
1 samstarf á sviði stjórnmála og
| hermála en þeir ætluðu ekki að
láta af andstöðu sinni við
stækkun þess til austurs.
j
Yfir Grænland
Tveir Norðmenn hafa lokið
I við lengsta skíðaferöalag sem
I farið hefur verið, 3000 kílómetra
leið yfir Grænlandsjökul á 85
; dögum.
Til æviloka
Saksóknari í máli fyrrum SS-
§ foringja, Erichs Priebkes, lét að
I þvi liggja að hann mundi fara
fram á lífstíöardóm.
Fyrirbæri á Loch Ness
Sextán manns horfðu í for-
undran á eitthvert óþekkt fyrir-
bæri æða yfir vatnið Loch Ness
| í Skotlandi og hverfa svo í djúp
þess og er ekki vitað hvort það
| var skrimsliö fræga.
Vopnin skorin niður
Aðilar að stríðsátökunum í
fyrrum Júgóslavíu hafa undir-
| ritað samkomulag um niður-
skurð í vopnabúrum sínum eftir
stífa fundi í Flórens á Ítalíu.
Smokkasafn í Condom
Ibúar franska smábæjarins
I Condom (smokkur á ensku)
voru orðnir svo þreyttir á háðs-
í glósum erlendra ferðamanna að
þeir hafa ákveðið að setja á
1 stofn safn um þessa ágætu teg-
und getnaðarvarnar.
SÞ eyðiieggur
Jarðýtur á vegum SÞ jöfnuðu
8 sýklahernaðarverksmiðju suður
I af Bagdad í írak við jörðu í gær.
Van á listann
írski popp-
arinn Van
| Morrison er
I meðal fjöl-
I margra á heið-
I urslista Elísa-
I betar Eng-
p landsdrottn-
| ingar í tilefhi
sjötugsafmælis hennar á dögun-
| um og með honum voru menn
; og konur á borð við Joönnu
;t Trollope rithöfund og Sam
| Torrance golfara.
Langt íland
Starfandi viðskiptafulltrúi
I Bandaríkjastjórnar segir að enn
sé langt í land með að samning-
ar takist við Kínverja um höf-
I undarrétt. Reuter
Kauphallir erlendis:
Stöðugur
Dow Jones
Dow Jones hlutabréfavísitalan í
kauphöllinni í New York hefur hald-
ið óvanalegum stöðugleika síðustu
vikurnar ef mið er tekið af uppsveifl-
um síðasta veturs. Bandarískir fjár-
festar hafa verið að bíða eftir nýjum
efnahagsskýrslum og hvort Clinton
og félagar ætli að hreyfa við vöxtum.
Svipaða sögu er að segja af öðrum
helstu kauphöllum heims. Hluta-
bréfavfsitölur hafa tekið litlum
breytingum.
Lækkanir á bensíni á heimsmark-
aði hafa stöðvast og eldsneytið tekið
að hækka í verði á ný. Ástæðan er
óvænt eftirspurn frá A-Evrópu. Hins
vegar hefur hráolían lækkað á mark-
aði í London. Tunnan var komin
undir 18 dollara á fimmtudag. Reuter
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
hvatti rússneska kjósendur í síðasta
sinn í gær til að fylkja um sig liði í
forsetakosningunum á morgun til
að koma í veg fyrir sigur kommún-
ista.
„Við verðum að standa saman.
Saman munum við sigra,“ sagði
hinn 65 ára gamli forseti frammi
fyrir fimmtán þúsund syngjandi að-
dáendum á rokktónleikum í iðnað-
arborginni Jekaterínbúrg í Úral-
fjöllum, borginni þar sem hann
hlaut menntun sína á síðasta degi
kosningabaráttunnar.
Jeltsín sagði fréttamönnum síðar
að hann mundi gera meiri háttar
Kosningastjórar Bills Clintons
Bandaríkjaforseta sökuðu Bob Dole,
verðandi frambjóðanda repúblikana
í forsetakosningunum í haust, um
að vera i vösunum á tóbaksfram-
leiðendum eftir að Dole lýsti því
yfir að reykingar væru ekki alltaf
vanabindandi.
Menn Clintons skýrðu frá þvi að
á undanfórnum 16 árum hefði Dole
þegið 368.350 dollara frá hagsmuna-
breytingar á ríkisstjórn sinni og
stjómkerfinu í Kreml eftir kosning-
amar til að hleypa nýju lífl í um-
bótastefnuna.
Hann útlistaði breytingarnar
ekki nánar en útilokaði að hann
mundi kalla til sömu mennina og
voru með honum þegar umbóta-
stefnunni var hleypt af stokkunum
árið 1992, umbótum sem hafa komið
illa við margan Rússann.
„Samsetningu ríkisstjórnarinnar
verður breytt mikið,“ sagði Jeltsín
við rússnesku fréttastofurnar áður
en hann sneri aftur heim til
Moskvu. „Einnig verður skipt um
nánustu samstarfsmenn forsetans.
aðilum innan tóbaksiðnaðarins, ým-
ist til kosningabaráttu sinnar eða
annarrar pólitískrar starfsemi.
Dole var á kosningaferðalagi í tó-
baksframleiðsluríkinu Kentucky á
fimmtudag þegar hann veittist að
tilraunum matvæla- og lyfjaeftirlits-
ins til að stimpla nikótin sem fikni-
efni. Hann sagði það skoðun sina að
tóbak væri ekki vanabindandi fyrir
alla sem notuðu það.
Nýtt fólk mun koma með nýjar hug-
myndir til að tryggja að umbótun-
um verði framfylgt á nýjan hátt,“
sagði Jeltsín.
Hann hefur ítrekað sagt að sigri
Gennadí Zjúganov, frambjóðandi
kommúnista, þýði það endalok um-
bótastefnunnar og hugsanlega borg-
arastríð. En Zjúganov, sem kallar
sig „friðsamasta manninn í heimin-
um“, hafnaði öllu ofbeldi í gær í við-
tali við bandarísku sjónvarpsstöð-
ina CNN.
Búist er við fyrstu bráðabirgða-
tölum úr öllu Rússlandi seint á
mánudag. Reuter
„Reykingar eru vanabindandi fyr-
ir suma. Aðrir geta ýmist haldið því
eða sleppt. Ég vona að börn byrji
aldrei," sagði Dole.
Dole hefur beðið Colin Powell,
fyrrum hershöfðingja, um að taka
þátt í kosningabaráttunni með sér
en hann sagði í gær að hann teldi
ekki að Powell hefði áhuga á að
verða varaforsetaefni sitt. Reuter
Karl Bretaprins
velgjörðarmað-
ur klausturs
Karl Breta-
I prins var einn
af stofnendum
• góðgerðarfé-
lags sem hefur
!! það að mark-
i miði að varð-
veita ómetan-
leg handrit og
helgimyndir í klaustri einu frá
6. öld við rætur Sínaífjalls.
í klaustrinu eru 4500 handrit
á ýmsum tungumálum og þegar
Karl heimsótti það árið 1993
f varö hann gagntekinn af því
sem hann sá.
Kynlíf í bónus
fyrir góðan
fótboltaleik
u--------------------------
1 DV, Kaupmannahöfn:
8 Fótbolti er þjóðariþrótt Dana
I en áhugamálin hafa löngum ver-
| ið kynlíf og bjór. Þetta veit
1| landsliðsþjálfarinn Richard
Moller Nielsen og hefur nú gefið
; leikmönnum óvenjulega gulrót
; til að eltast við, einkastund með
| eiginkonunum. En þeir fá ekki
að reyna sig með frúnum nema
|j þeir reynist vel á fbtboltavell-
| inum.
Danska knattspyrnusamband-
I ið hefur boðið eiginkonum og
Ikærustum allra leikmanna liðs-
ins til Englands í dag en Danir
spila mikilvægan leik viö Króa-
tíu á morgun. Þær eiga síðan
flug heim á fimmtudag þegar
riðlakeppninni er lokið. Pantað
hefur verið fyrir konurnar við
matarborðið á hótelinu en ekki
herbergi. Samkvæmt áætlun
verður þeim ekið á hótelið I
| Manchester en leikmenn á hótel
sin í Leeds.
Formaður knattspyrnusam-
bandsins, Jim Stjerne Hansen,
segir í viðtali við BT að vel megi
j breyta þeim fyrirætlunum. „Það
| er alveg ljóst að úrslitin gegn
| Króatíu ráða mestu um hve
samverustundirnar verða nán-
S ar. Landsliðsþjálfarinn hefur úr-
;; slitavald hvað það varðar." -pj
Naggrísir eru
bara alls ekki
nagdýr
Vísindamenn frá Svíþjóð og
Ítalíu halda því fram í grein í
nýjasta hefti tímaritsins Nature
| að naggrísir séu ekki nagdýr.
| Niðurstöður rannsókna
þeirra kunna að kollvarpa fyrri
skilgreiningum á því hvað sé
nagdýr og hvað ekki.
„Helsta afrek þessarar grein-
ar er að segja að nagdýr tilheyri
mörgum fylkingum,“ segir
Cecilia Saccone sem skrifaði
I greinina í samvinnu við Úlf
Árnason við háskólann í Lundi
; og fleiri vísindamenn.
Ciller íhugar
samkomulag
við flokk
múslíma
Tansu Cill-
er, leiðtogi
Ítyrkneskra
íhaldsmanna
og fyrrum for-
sætisráðherra,
sagðist í gær
ætla að vega
og meta tilboð
frá flokki harðlínumúslíma um
myndun samsteypustjórnar. Ef
af yrði fengju bókstafstrúar-
menn meiri völd en þeir hafa
nokkru sinni haft í Tyrklandi á
síöari tímum.
„Við ætlum að leggja þetta
fyrir flokka okkar og fara að
ákvörðunum þeirra,“ sagði Cill-
er eftir viðræður við leiðtoga
flokks bókstafstrúarmanna.
Reuter
mæmmmmmmmmmmmmammammimm
Vegfarendur skoða sýningu nærri stjórnarbyggingunni í Moskvu, sem kölluð er „Fórnarlömb Jeltsíns" og er á veg-
um stuðningsmanna kommúnistans Zjúganovs. Þeir kenna Jeltsín m.a. um blóðug uppþot í Moskvu í október 1993
og styrjaldarátökin í Tsjetsjeníu. Símamynd Reuter
Kosningastjórar Clintons ráðast að keppinautinum:
Dole sakaður um að vera
í vasa tóbaksframleiðenda