Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 48
56 Iafmæli LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1996 ljV Guöbjartur Ólafur Ólason sjó- maður, Skipholti 6, Reykjavík, er áttatiu og fimm ára í dag. Guðbjartur fæddist að Borg i Arn- arfirði og ólst þar upp. Hann flutti síðar að Látrum í Aðalvík í Norður- ísafjarðarsýslu. Guðbjartur bjó á Bíldudal 1927-64'en þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Guðbjartur lauk prófi frá ung- lingaskóla ísaijarðar 1927 og hinu minna fiskimannaprófi á ísafirði 1944. Guðbjartur var sjómaður á línu-, neta-, tog- og síldveiðum frá 1927-44 og skipstjóri á ýmsum bátum, aðal- lega frá Bíldudal, á árunum 1944-57. Eftir það stundaði hann verslunar- og skrifstofustörf á Bildudal til 1964. Hann var bókari við Heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar hf. í Reykja- vík 1964-1990. Fjölskylda Guðbjartur kvæntist 29.12. 1934 Guöbjartur Ólason. Maríu Guðmundsdótt- ur, f. 9.9. 1913, d. 27.4. 1975, húsmóður frá Svefneyjum á Breiða- firði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ara- son, bóndi og verka- maður, og k.h., Þor- björg Guðmundsdóttir ljósmóðir. Börn Guðbjarts og Maríu eru Öli Þor- björn, f. 27.8. 1935, fyrrv. ráðherra og skólastjóri á Selfossi, kvæntur Svövu Kjartansdóttur hús- móður og eiga þau þrjú börn; Sig- rún, f. 1.9. 1940, varðstjóri á aðal- pósthúsinu í Reykjavík, gift Ásgeiri Guðmundssyni sjómanni og eiga þau eina dóttur; Hjörtur, f. 13.1. 1942, starfsmannastjóri hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík, en sambýl- iskona hans er Svanhildur Geir- arðsdóttir og á þrjú börn; Fjóla, f. 12.6. 1945, starfsmaður í Apóteki Austurbæjar, og á hún fjögur börn; Guðríður, f. 21.7. 1946, kaupkona í Neskaupstað, gift Sveini Benedikts- syni skipstjóra og eiga þau fjögur Ólafur börn; Ruth, f. 25.2. 1948, hjúkrunarfræðingur í Nes- kaupstað, gift Kristjáni Harðarsyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðbjarts voru Óli Þorbergsson, f. 12.10. 1885, d. 6.6.1914, kennari og bóndi að Borg í Arnarfirði, og k.h., Guðbjörg Kristjana Guðbjartsdóttir, f. 31.10. 1886, d. 11.2. 1913, húsmóð- Ætl Óli var sonur Þorbergs, b. í Efri- Miðvík í Sléttuhreppi, Jónssonar, bróður Kristjáns, afa Valdimars Jónssonar prófessors. Móðir Óla var Margrét ljósmóðir Þorsteins- dóttir, systir Júditar, móður Klem- ensar Kristjánssonar, komræktar- stjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Guðbjörg Kristjana var dóttir Guðbjarts, b. á Ósi í Arnarfirði, bróður Árna, afa Sigurðar Samúels- sonar prófessors. Annar bróðir Guð- bjarts var Jens, langafi Ingunnar Jensdóttur leikkonu, konu Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns á Hvolsvelli. Guðbjartur var sonur Kristjáns, b. á Borg í Amarfirði, Guðmundssonar og k.h., Guðbjarg- ar, systur Matthíasar, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Systir Guð- bjargar var Sigríður, móðir Markús- ar Bjarnasonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, afa Rögnvalds Sigur- jónssonar píanóleikara. Guðbjörg var dóttir Markúsar, prests á Álfta- mýri, Þórðarsonar, stúdents í Vig- ur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrarættarinn- ar. Móðir Guðbjargar Guðbjarts- dóttur var Guðríður, systir Jóns, ættföður Löveættarinnar og afa Jóns Ásgeirssonar tónskálds. Guð- ríður var dóttir Þórðar, b. á Kistu- felli I Lundarreykjadal, Jónssonar og k.h., Guðríðar Þorvaldsdóttur, b. á Stóra- Kroppi, Jónssonar, dbrm. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ætt- föður Deildartunguættarinnar, langafa Helgu, langömmu Guðrún- ar, móður Svavars Gestssonar, fyrrv. ráðherra. Guðbjartur verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 16. júní 85 ára Guðrún Gestsdóttir, Eskiholti I, Borgarhreppi. Sigurður Glslason, Suðurgötu 15, Keflavík. Sigurður Sigurðsson, Langagerði 100, Reykjavík. 75 ára 50 ára Sigfúsína Stefánsdóttir, Túngötu 20, Siglufirði. Ásdís Emilsdóttir, Hringbraut 8, Keflavík. Björgvin Ólafsson, Móabarði 6B, Hafnarfirði. Guðmundur Rafhar Óskarsson, Yrsufelli 42, Reykjavík. Örn Ottesen fjármálastjóri, Hæðarbyggð 15, Garðabæ. Sigurveig Lúðvíksdóttir, Lækjarási 8, Reykjavík. Guðjón Hilmar Jónsson, Yrsufelli 1, Reykjavík. 70 ára Sigurður Árnason, Sólvöllum 6, Breiödalshreppi. Kristján Hjartarson, Fremri-Hrafnabjörgum. Björn Guðmundsson, Karfavogi 20, Reykjavík. Sveinn Þorvaldsson, Geitlandi 4, Reykjavík. 40 ára Aðalheiður Ólafsdóttir, Silfurbraut 4, Höfii í Homafirði. Maríanna Guðríðxu- Einars- dóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. Kristþór Halldórsson, - Moldhaugum, Glæsibæjarhreppi. Margrét Ósk Jónsdóttir, Skipagötu 4, ísafirði. María Björk Ólafsdóttir, Hrísmóum 1, Garðabæ. Ingibjörg Anna Ólafsdóttir, Fifuseli 23, Reykjavík. 60 ára Rósa Jónída Benediktsdóttir, Grensásvegi 60, Reykjavík. Sigríður Jóhannsdóttir, Hverafold 33, Reykjavík. Olga Albertsdóttir, Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði. Akureyri: Kona varð undir hestum Kona slasaðist og var flutt á slysadeild eftir að hún varð undir hest- um skammt ofan Akureyrar síðdegis í gær. Verið var að reka hestana úr rétt á flutningabíl þegar slysið varð. Konan mun hafa meiðst í baki og á fæti. -GK Kristrún G. Gestsdóttir Kristrún G. Gestsdóttir sjúkraliði, Skansen terrasse 23, Ósló, er fimm- tug í dag. Starfsferill Kristrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk sjúkraliðaprófi 1981. Kristrún stundaði al- menn verslunarstörf á unglingsárunum, starfaði síðan á Hrafnistu í Reykja- vík, starfaði við Borgar- spítalann í nokkur ár en flutti til Óslóar í Noregi 1984 þar sem hún hefur búið síðan. í Noregi starfaði Kristrún fyrst á elliheimili en hóf síðan störf við sér- verslun með sjúkra- og heilsuvörur. Hún er nú verslunarstjóri hjá Home- Care í Lillestrom í Noregi. Fjölskylda Kristrún giftist 1963 Inga Berg- þóri Jónasyni, f. 24.10. 1940, frá Múla í Þorskafirði, bifvélavirkja. Böm Kristrúnar og Inga eru Jónas Rafnar Ingason, f. 27.2. 1964, viðskiptafræðingur, búsettur í Ósló; Anna Björg Ingadóttir, f. 29.7. 1965, húsmóðir í Lorenskog í Noregi, gift Páli Borgari Guðjónssyni, húsasmið og verkstjóra, og eru dætur þeirra Alexandra Ýrr, f. 27.7. 1991, og Áróra Eir, f. 5.2. 1995; Óskar Ingi Ingason, f. 6.7. 1969, sóknarprestur í Búðardal; Fanney Kristrún Inga- dóttir, f. 19.11. 1970, ritari í Ósló en sambýlismaður hennar er Jón Fjölnir Albertsson húsasmiður og er sonur Fanneyjar Daniel Smári Antonsson, f. 28.6. 1992. Hálfsystir Kristrúnar er Hólm- fríður Bergey Gestsdóttir, f. 13.7. dóttir, f. 19.10. 1936, hús- móðir í Reykjavík, var gift Marteini Jónssyni tannsmið og eiga þau fimm börn; Karen María Gestsdótir, f. 8.9. 1939, húsmóðir í Reykjavík, gift Rafni Vigfússyni verktaka og eignuðust þau fimm börn; Vilborg Sigrún Gestsdóttir, f. 29.9. 1942, rit- ari í Reykjavík, gift Magnúsi Sædal Svavarssyni, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, og eiga þau tvö böm. Foreldrar Kristrúnar voru Gestur Óskar Friðbergsson, f. 7.10. 1902, d. 30.4. 1982, yfirvélstjóri hjá Eim- skipafélagi íslands, og Anna María Friðbergsdóttir, f. 12.2. 1908, hús- móðir. Ætt Gestur Óskar var sonur Frið- bergs Stefánssonar jámsmiðs, og k.h., Agnesar Gestsdóttur Gamalí- elssonar. Móðir Agnesar var Kristín Jónsdóttir af Hörgsholtsætt. Anna Maria var dóttir Samvels Mikaels Andreasens, sjómanns í Öndafirði í Færeyjum, og k.h., Önnu Katrínar Andreasen. Kristrún G. Gests- dóttir. 1922, húsmóðir í Reykja- vík, gift Finnboga Ein- arssyni pípulagningar- meistara og eiga þau fimm börn. Alsystur Kristrúnar em Þórunn Alice Gestsdótt- ir, f. 25.9. 1934, húsfreyja í Skógarhlíð í Suður- Þingeyjarsýslu, og á hún tvö börn en maður henn- ar er Björn Ó. Jónsson í Skógarhlíð; Agnes Gests- Til hamingju með afmælið 17. júní 90 ára Jóhannes Kristjánsson, Karfavogi 44, Reykjavík. 80 ára Lára Helga Gimnarsdóttir, Mávahlíð 42, Reykjavík. 75 ára Halldóra Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíð 16, Reykjavík. Guðlaug Friðbjarnardóttir, Hauksstöðum, Vopnafjarðar- hreppi. Jón S. Þórðarson, Boðaslóð 22, Vestmannaeyjum. Jónína Bárðardóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. 70 ára Andrés Gilsson, Huldulandi 24, Reykjavík. Sigríður Ingibjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Njarðvíkur- skóla, Flankastöðum, Sandgerði. Guðmundur Gunnarsson, Vikurgötu 6, Stykkishólmi. 60 ára Halldór Reynir Ársælsson, Langholtsvegi 162, Reykjavík. Þorvaldur Jónsson, Valhúsabraut 39, Seltjarnarnesi. Jón Sigurðsson, Starhólma 4, Kópavogi. Jón er í Barcelona. Bragi Sigurjónsson, Birkigrund 63, Kópavogi. Bragi verður að heiman. 50 ára Selma Pálsdóttir, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyj- um. Hannes Bjarnason, Eyri, Vesturbyggð. Kristinn ívarsson, Blómsturvöllum 47, Neskaup- stað. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Rangá, Ljósvatnshreppi. 40 ára Jón Halldórsson, Bragavöllum 9, Keflavík. Anna Ólafsdóttir, Álfaskeiði 50, Hafnarfirði. Júlíana Dagmar Erlingsdótt- ir, Háagerði 14, Húsavík. Bjarki Bragason, Goðalandi 21, Reykjavík. Helena Reykjalin Jónsdóttir, Hlíöarvegi 39, Ólafsfirði. Sigrún Eiríksdóttir, Asparfelli 10, Reykjavík. Fjóla Sigrún ísleifsdóttir, Keldulandi 9, Reykjavík. Ásrún Jónsdóttir, Grænukinn 22, Hafiiarfirði. 45 þúsund lesta kvótanum náð: Karfaveiðunum á Reykjaneshrygg lýkur í dag í dag leggja síðustu togaramir af stað heim á leið af karfamiðunum á Reykjaneshrygg vegna þess að 45 þúsund lesta kvóta íslendinga er náð. Fiskistofa hefur fylgst mjög náið með veiðum skipanna síðustu viku og var þeim gert að gefa upp afla sinn á hverjum degi. Sjómenn, sem DV hefur rætt við, segja að starfsbræður þeirra á skip- um annarra þjóða sem em þama að veiðum segist ekki þurfa að gefa upp afla sinn nema einu sinni í mánuði. Þess vegna telja íslensku sjómenn- imir að allir muni fara yfir sinn kvóta. Að auki eru svo Rússar og Eystrasaltslöndin ekki aðilar að samkomulaginu um karfaveiðarnar þama og geta því skip þessara landa veitt eins og þau vilja. „Ég trúi því ekki að Norðmenn og lönd Evrópubandalagsins, sem eru aðilar að samkomulaginu, fylgist ekki náið með veiðum sinna skipa. í svona samkomulagi verður hver þjóð að standa sína plikt,“ sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiski- stofu, í samtali við DV um þetta mál. Smuguveiðar munu ekki hefjast alveg strax að neinu marki. Ein- hverjir togarar munu eflaust reyna fyrir sér þar. En það hefur verið lít- ill afli og nokkur ís á svæðinu sem gerir skipum erfitt um vik. Útgerð- armenn búast ekki við að veiðar í Smugunni hefjist að marki fyrr en í júlí. Einhverjir togarar munu nú fara á grálúðuveiðar og einhverjir eiga eftir kvóta á heimamiðum. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.