Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 15 Svo virðist sem gróðavon hafi ráðið ákvörðun þeirra útgerðarmanna og skipstjóra sem stóðu að nauðgun á þessum frídegi sjómanna því umræddar útgeröir eru taldar með þeim stöndugri. Það var því ekki svo að þarna væri um lífsspursmál að ræða heldur eingöngu spurning um að veiða meira, hvað sem það kostaði skjólstæðinga þeirra. DV-mynd Sveinn Sjómannadagurinn á íslandi á ákveðinn sess í hugum sjómanna- fjölskyldna og margra annarra. Það má raunar segja að hjá mörg- um sé þessi dagur hápunktur árs- ins og notaður af fjölskyldum sjó- manna til að halda hátíð saman. Það er búið að vera áratugalangt baráttumál samtaka sjómanna að fá þennan dag lögfestan til að tryggja með því að sem flestir sjó- menn fái þar með að halda daginn hátíðlegan og geti skipulagt líf sitt í samræmi við það. Sá áfangi náð- ist fyrir örfáum árum og þar með þótti flestum sem málið væri í höfn. Að vísu var fólki það ljóst að undantekningar eru frá því að mögulegt sé að tryggja öllum sjó- mönnum þennan dag í landi; skip í utanlandssiglingum og þau skip sem veiða fyrir erlendan markað hafa að sjálfsögðu ekki tök á því að leita hafnar á þeim tíma. Öllum öðrum er aftur móti auðvelt að haga úthaldi sínu þannig að hafn- arfrl sé tekið í þessari fyrstu viku júnímánaðar. Ástir og ævintýr! Þrátt fyrir ótai dægurlagatexta um sjómannslífið og fylgifiska þess, ástir og ævintýr, þá er líf sjó- manna ekki öfundsvert og ekki ástæða til að fjargviðrast yfir háum tekjum þeirra. Þær þúsund- ir sjómanna sem stunda sjó á tekjuhæstu skipunum, togurum og frystitogurum, búa við það að vera fjarri fjölskyldum í allt að tvo mánuði í senn. Það má í sjálfu sér segja að þeir hafi gott að borða og góðan aðbúnað en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að með at- vinnu sinni fórna þeir öllu því sem tilheyrir eðlilegu fjölskyldu- lífi. Barnauppeldi lendir á eigin- konum þeirra fjölskyldumanna sem sjóinn stunda og þeir eru að- eins að litlu leyti þátttakendur í gleði og sorgum barna sinna. Meirihluta ársins fara samskiptin fram í gegnum síma eða jafnvel um talstöð á opinni rás þar sem allir geta hlustað. Háar en stop- ular tekjur geta engan veginn komið í stað þessara fórna sem oft enda á því að fjölskyldur sundrast. Oftar en ekki gerist það beinlínis vegna þess að ekki gefst tími til að greiða úr vandamálunum meðan sjómaðurinn er í landi og ekki er hægt að greiða úr þeim í gegnum síma. Þeir föstu punktar sem eru í lífi þessara fjölskyldna eru oft að- eins tveir á ári: sjómannadagm'- inn og jólin. Það er því varla hægt að ganga af meiri hörku gegn þess- um þjóðfélagshópi með annarri að- gerð en að hafa af þeim þessi sjálf- sögðu lágmarksfrí. Róið á sjómannadegi Á nýliðnum sjómannadegi kom þó babb í bátinn og þeir sem höfðu trúað því í bamslegri blindni að sjómannadagurinn væri heilagur hrukku heldur betur við. Nokkrir frystitogarar frá Reykjavík héldu sjó á Reykjaneshrygg á sjómanna- degi í trássi við vilja stærsta hluta áhafna sinna. Þess voru jafnvel dæmi að farið væri á sjó undir því yfirskini að komið yrði til hafnar að venju á sjómannadagshelgi. Menn voru því blekktir til skips. Svo virðist sem gróðavon hafi ráð- Reynir Traustason ið ákvörðun þeirra útgerðar- manna og skipstjóra sem stóðu að nauðgun á þessum frídegi sjó- manna því umræddar útgerðir eru taldar með þeim stöndugri. Það var því ekki svo að þama væri um lifsspursmál að ræða heldur ein- göngu spurning um að veiða meira hvað sem það kostaði skjól- stæðinga þeirra. Það má reikna með að þetta hafi verið svartur dagur í lífi þeirra fjölskyldna sem nú horfðust í augu við það fyrsta sinn að það vantaði þann einstak- ling sem allt snerist um á sjó- mannadegi. Samskipta- námskeið Ein útgerð í landinu a.m.k. hef- ur sýnt sjómönnum og fjölskyld- um þeirra mikinn skilning og gert sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem einkalif þessa fólks er í. í því ljósi hefur útgerðin efnt til nám- skeiða með sjómönnum og konum þeirra þar sem sálfræðingar leita leiða til að veita hvomm hópi fyr- ir sig innsýn í þá ólíku heima sem þeir búa við. Þetta fyrirkomulag mun væntanlega auðvelda fólki að halda sjó í kröppum lífsdansi og fyrirbyggja að til hjónaskilnaða með tilheyrandi sundrung fjöl- skyldna komi. Það skýtur nokkuð skökku við þegar einmitt þessi út- gerð heldur skipi sínu til veiða á hátíðisdegi sjómanna. í þeirri að- gerö hlýtur að felast alger þver- sögn og vekur upp spumingar um raunverulegan velvilja útgerðar- mannanna. Skálkaskjól í lögum um sjómannadag eru undanþáguákvæði til að tryggja að þær útgerðir sem sannanlega þurfa að halda skipum sínum úti verði ekki brotlegar. Þessi ákvæði em það skálkaskjól sem útgerðim- ar notuðu til að halda skipum sín- um á Reykjaneshrygg meðan obbi íslenskra sjómanna hélt daginn hátíðlegan í faðmi fjölskyldna sinna. Það verður ekki séð að nauðsyn hafi staðið til þessa óhæfuverks sem unnið var gegn þeim hópi sjómanna sem hlýddi á sjómannamessuna 200 sjómílur suðvestur af Reykjaneshrygg og heyrðu í gegnum skruðninga stutt- bylgjuútvarpsins að þeir væru sannkallaðar hetjur hafsins. Spurningin er einfaldlega sú hvort ekki eigi að afnema þennan hátíð- isdag þannig að það sé þá á hreinu að stunda megi sjó og auka enn á hagnað einstakra stórútgerða. Slíkt er allavega hreinlegra en að reka rýting í bak þeirra sem það eiga síst skilið. Fleiri starfsstéttir en sjómenn eiga daga sem em sjálfsagðir frí- dagar. 1. maí er frídagur verka- manna og reyndar orðinn almenn- ur frídagur flestra stétta í landinu. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að skipa verkamönnum til starfa að óþörfu á þeim degi. Frí- dagur verslunarmanna er einnig orðinn almennur frídagur þjón- ustustétta, sem og flestra annara. Fæstir sjómenn njóta þess að eiga frí þessa daga af eðlilegum ástæð- um. Það er fáheyrt að atvinnurek- endur reyni að brjóta á þeim samnings- og lögbundna rétti að eiga frí þessa daga. Það myndi seint hvaríla að einhverjum bank- anum að krefjast þess af starfs- fólki sínu að það héldi opnum bankanum á frídegi verslunar- manna. Frekar er ótrúlegt að fisk- vinnslufyrirtæki reyni að svæla verkafólk sitt til vinnu 1. maí. Sjómannadagurinn á aö vera heilagur og ósnertanlegur, ekki síður en frídagur verslunar- manna. Ætli sjómannasamtökin að halda haus gagnvart sínum um- bjóðendum og vemda mannrétt- indi þeirra verða þau að stöðva með hörku alla þá tilburði sem eru 1 þá átt að stela sjómannadeg- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.