Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 45 ^ssi 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó f pct umosíMi Skartgrípaverslun í fullum gangi til sölu. Áhugasamir sendi inn nöfn og tilboð á auglýsingadeild DV fyrir 20. júní, merkt „Skartgrípaverslun 5820“. Htlönd Ibúar rússneska smáþorpsins Bútka ekki einhuga um forsetaframbjóðanda: Jeltsín einn getur bætt ástanaið - segir hún Ira, þótt sumir grannar hennar kunni að vera á öðru máli LAGER SALA I Þessi fallegu og vönduðu furusófa- sett eigum við til á lager og verðið er ótrúlegt, aðeins ^ 86.800 °V'ðwd948 , (3+1+1) G.Á. húsgögriehf Brautarholti 26 • 2. hæð - Sími: 553-9595 Ljúbov Kúz- netzova segir að tími sé kominn fyr- ir Borís Jeltsín Rússlandsforseta að koma aftur heim. „Hann ætti að koma og sjá ástand vegarins hjá okk- ur, húsanna og hálfköruðu brúar- innar, koma bara og sjá hvemig við lifurn," sagði Kúz- netzova einn sval- an dag í vor þar sem hún stóð fyrir utan hrörlegt timb- urhúsið sitt, hrukkótt og rjótt andlitið vafið inn í hlýjan klút, stein- snar frá húsinu þar sem Jeltsín fæddist í þorpinu Bútka. Lffið í Bútka, óhrjálegri húsa- þyrpingu í Úral- fjöllum, 1700 kíló- metra austur af Moskvu, við jaðar mikils furuskógar, hefur lítið breyst frá því Jeltsín flutti þaðan árið 1935. Og hætt er viö að hann fengi ekki allt of blíðar viðtökur heimamanna, að minnsta kosti sumra þeirra. Seint koma sumir... Efhahagsumbætumar í anda þess sem tíðkast á Vestiu-löndum, sem Jeltsín hefur beitt sér fyrir frá því hann settist á forsetastólinn árið 1991, hafa ekki sett mark sitt svo neinu nemi á Bútka og fjölda svip- aðra þorpa. Ekki er talið útilokað að það geti haft áhrif á möguleika for- setans á endurkjöri i kosningunum á morgun, þar sem kommúnistinn Gennadí Zjúganov mun veita hon- um harða keppni. Skoðanakannanir benda til að hvorugur þeirra muni ná tilskildum meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Þá verður kosið aftur milli tveggja efstu manna i næsta mánuði. íbúarnir í Bútka em fyrir löngu búnir að gefa upp alla von, sem þeir ólu þó einu sinni í bijósti, um að hetja þorpsins, sem braust til æðstu metorða og varð að lokum æðstráð- andi innan Kremlarmúra, mundi láta þá njóta góðs af. Forarpyttir við brúna Sumar götur þorpsins eru enn ekkert nema moldartroðningar þar sem kýr og hænur em nánast einu vegfarendurnir. Ljóta steinsteypta brúin yfir lækinn sem rennur í gegnum þorpið er enn ókláruð, með forarpytti við hvom enda. Flest hús- anna eru úr timbri. Húsið við Verkamannagötu 22, þar sem Jeltsín varði fyrstu fjórum æviámn- um, er dæmigert einnar hæðar hús, þar sem eldiviðnum hefur verið staflað upp að framanverðu. „Lffið er verra en fyrir fimm árum, ef eitthvað er,“ sagði eftir- launaþeginn ívan Rógózin í kvört- inu sem er bæði stofa hans og svefh- staður. Oblasov réð sér ekki fyrir kæti þeg- ar forsetinn sendi honum þakkarbréf fyrir framlag hans í þágu ættjarðarinnar í heimsstyrjöldinni þegar þess var minnst fyrr í mán- uðinum að 51 ár var liðið frá sigrinum yfir nasistum. Nágrannakona Oblasovs, sem kvaðst heita íra, hrópaði að blaða- manni þegar hann gekk fyrir glugga hennar og sagðist ætla að kjósa Jelts- ín. „Hann er sá eini sem getur bætt ástandið.“ Þegar kýrin gefur upp öndina Jeltsín bjó með foreldrum sínum í Bútka þar til fjöl- skyldunni reyndist ógerningur að ná endum saman eftir að kýrin þeirra gaf upp öndina. Faðir hans sagði upp starfi sínu á samyrkjubú- inu, kom fjölskyldunni og litlum eigiun þeirra fyrir á vagni og hélt á vit nýs lífs í bænum Bereznikí í Úr- alfjöllum þar sem hann fékk vinnu við að byggja pottöskuverksmiðju. Þótt Jeltsín hafi stundað nám í borginni Jekaterínbúrg, 250 kíló- metra vestur af Bútka, og verið for- ingi kommúnista á svæðinu frá 1976 til 1985, hefur hann ekki komið til fæöingarþorps síns í mörg ár. For- eldrar hans sneru aftur heim áður en yfir lauk en þau eru nú bæði lát- in. Einu ummerki þess að Jeltsín hafi nokkru sinni búið í Bútka er æskuheimili hans, svo og húsið sem foreldrar hans bjuggu í síðar. Einu sinni var talað um að reisa sérstakt safn í þorpinu til minningar um Jeltsin en allar slíkar hugmyndir virðist hafa dagað uppi. Nærri drukknaður í skírnarfonti Jeltsín segist þó ekki hafa gleymt Bútka. Hann segir að fyrstu æviárin hafi haft afgerandi áhrif á mótun hans sem persónu og gert hann jafn harðan og raun ber vitni. Hann skrifaði í sjálfsævisögu sinni að blindfullur þorpspresturinn hefði misst hann ofan í bráðabirgða skírnarfont þegar hann var að gefa piltinum nafn og að móðir hans hafi orðið að hlaupa til og bjarga hon- um. Presturinn lét það ekki á sig fá og sagði: „Úr því hann komst lifandi frá þessum hremmingum er það til sannindamerkis um að hann hefur sterk bein og ég skíri hann Borís.“ Byggt á Reuter Kósakkar í Nóvotsjerkassk gáfu Borís Jeltsín forláta sverð þegar hann heimsótti þá um daginn. Forsetinn lofaði kósökkum stöðugleika ef þeir léðu honum atkvæði sín. Símamynd Reuter Fréttaljós á laugardegi unartón. „í gamla daga áttum við nóg hey til að gefa skepnunum en verðbólgan hefur séð til þess að við höfum ekki efni á að kaupa hey núna.“ Margir nágranna Rógózíns tóku undir með honum og sögöu að erfiö- ara væri að draga fram lffið núna en þegar Jeltsín var kosinn forseti fyrir fimm árum, aðallega vegna verðbólgunnar, atvinnuleysisins og lágra eftirlauna. „Umbætumar ná ekki mjög fljótt til staða eins og þessa. Þeirra verð- ur líklega fyrst vart í stærri bæjun- um,“ sagði kona á eftirlaunum sem sagðist heita Valentína. Þakkarbráf frá forsetanum sjálfum Flestir þorpsbúar skelltu bara upp úr þegar þeir voru spurðir hvem þeir ætluðu að kjósa í kosn- ingunum á morgun, 16. júní. Fáir vildu láta nokkuð uppi um hvem þeir styddu og aðrir sögðust enn vera óákveðnir. Þeir þorpsbúar voru þó til sem voru hreint ekkert feimnir viö að lýsa yfir stuðningi sínum við hetju heimabæjarins. „Ég hef það kannski ekkert betra en áður en ég ætla nú samt að kjósa Jeltsín," sagði Stepan Oblasov, fyrram hermaður sem barðist í heimsstyrjöldinni síðari og hefur mynd af Jeltsín á sínum yngri árum uppi á vegg í herberg- Sími 562 2262 Á 4 stöðum - 4 x betra 26 • Reykjavík • S.562 2262 14 • Reykjavík • S.567 2900 Skeifunni 5 • Reykjavík • S.581 4788 Bæjarhrauni 6 • Hafnarfirði • S.565 5510 ■n .*rv» r*.*r» Tölvu- ^"VIS skjávarpar Öflug gœðatceki! r Þú gerir kröfur - við líka! sími: 581 2099
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.