Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 56
Alla laugardaga Vertu viðhúin(n) vinnirtgti KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst.óháð dagblað LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 Húsavík: Hjón í smá- bíl alvar- lega slösuð Hjón á miðjum aldri slösuðust al- varlega þegar þau lentu á japönsk- um smábíl sínum í árekstri við jeppa við gatnamót svokallaðs kísil- vegar og þjóðvegarins sunnan Húsa- vikur. Áreksturinn varð á þriðja tíman- um í gær. Jeppinn kom inn á þjóð- veginn og var beygt til suðurs en fólksbíllinn kom að sunnan. Varð áreksturinn mjög harður og fót- brotnuðu bæði hjónin, auk þess sem þau hlutu önnur meiðsl. Nota varð klippur til að ná þeim úr bílnum. Ökumaður jeppans slapp ómeiddur. Hjónin voru flutt á sjúkrahúsið á —‘■•Akureyri. Þau munu ekki í lífs- hættu. -GK Útkomutími á þriðjudag Vegna þjóðhátíðardagsins kemur DV ekki út að morgni fyrsta út- komudags eftir helgi eins og venja er. Blaðið kemur á götuna fyrir há- degi 18. júní og til kaupenda á hefð- __- bundnum þriðjudagstíma. DV kemur næst út þriðjudaginn 18. júní. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag til kl. 14.00 og á morgun frá kl. 16-22.00. Lokað verður mánudaginn 17. júní. Síminn er 550 5000. Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. .Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000 . ER ÞETTA EKKI HÁLF^ERÐ SARDINA HJA BORGAR- STJÓRANUM? Norðmenn koma í veg fyrir að loðnuveiðarnar hefjist 20. júní í stað 1. júlí: Töpum hálfum milljarði í útflutningstekjum - loðnan er nú veiðanleg í torfum en hætt við að hún dreifi sér þegar kemur fram á sumar „Útgerðarmenn sóttu um það til sjávarútvegsráðuneytisins að loðnuveiöar mættu hefjast 20. júní í stað 1. júlí. Vegna samninga ís- lendinga og Norðmanna um loðnu- veiðarnar þurfti samþykki Norð- manna fyrir því. Þeir drógu það svo lengi að svara og gáfu loðin svör, þegar þau loks bárust, að við mátum það sem neitun þeirra," sagði Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, í samtali viö DV. „Ég tel að með þessu séum við að tapa allt að 500 milljónum króna í útflutningstekjum. Okkur hefur ekki tekist að veiða upp loðnukvótann siðustu árin og nú er hann stærri en nokkru sinni eða um 1,1 milljón lesta. Það hefði þ'ví verið hægt fyrir loðnuskipin að fara í tvo túra hvert á tímabil- inu 20. júní til 1. júlí. Þar við bæt- ist að loðnan er nú i torfum og því veiðanleg en hefur viljað dreifa sér þegar líður á sumarið," sagði Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi, í samtali viö DV. Samkvæmt heimildum DV meta menn það svo að Norðmenn hafi verið með þessa stífni vegna deil- unnar um veiðar í Barentshafi. Jafnvel að þeir hafi viljað nota þetta loðnuveiðimál sem einhvers konar skiptimynt í deilunum við íslendinga. Þá hefur DV heimildir fyrir því að íslendingar muni hafa þetta at- riði í huga þegar loðnuveiðisamn- ingurinn við Norðmenn rennur út eftir 2 ár og gera þarf nýjan samn- ing. Sem kunnugt er fá norsk skip að veiða loðnu innan íslensku landhelginnar og ef þeir fengju það ekki gætu þeir ekki náð þeim kvóta sem þeir fá úthlutað sam- kvæmt samningum þjóðanna. -S.dór „Það veiddust tveir laxar í morgun, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veiddi 5 punda lax í Fossinum og Aöal- steinn Guðjonhsen rafmagnsveitustjóri veiddi 10 punda í Fossinum. Báðir veiddust fiskarnir á maðkinn,“ sagði Bergur Steingrímsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í gærdag. En Elliðaárnar voru opnaðar í gærmorgun, degi fyrr en ætlað var vegna steypuframkvæmda við ána. Á myndinni aðstoðar Stefán Á. Magnússon Ingibjörgu Sólrúnu við laxlöndunina í Elliðaánum í gærmorgun en fiskurinn var 5 pund. G.Bender/DV-mynd Sveinn Spennandi leikur: Evrópu- meistari DV Evrópumeistari DV er spennandi leikur sem allir lesendur DV geta tekið þátt í og tengist Evrópukeppn- inni í knattspyrnu sem nú stendur yfir. Leikurinn hefst á þriðjudaginn og verður kynntur þá með atkvæða- seðli á íþróttasíðum DV. Spurt verður tveggja spuminga: Hver verða þrjú efstu liðin og hver verður markakóngur keppninnar? Dregið verður daglega úr öllum innsendum seðlum. Glæsileg verð- laun verða dregin út daglega og nöfn vinningshafa birt í blaðinu. Vinningar eru m.a. miðar á tónleika Bjarkar, geisladiskar, bíómiðar og fleira. í lokin verður dregið úr rétt- um innsendum seðlum og Evrópu- meistari DV hlýtur Sony mynd- bandsupptökuvél að verðmæti 59.900 kr. frá Japis. Atkvæðaseðlarnir munu birtast daglega í DV. Þátttakendur geta sent inn eins marga seðla og þeir vilja meðan á leiknum stendur. Veðrið á morgun: Léttskýjað suðaustan- og austanlands Á morgun verður fremur hæg norðanátt og þokusúld á Norður- og Norðausturlandi og verður hiti þar 5 til 7 stig. Þurrt verður að mestu annars staðar og hiti 8 til 13 stig, léttskýjað suðaustan- og austanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 Veðrið á mánudag, 17. júní: Bjartviðri um mestallt land Á mánudaginn verður hæg breytUeg eða vestlæg átt, bjartviðri um mestaUt land en þó þokuslæðingur á annesjum norðanlands. Hiti verður 12 til 18 stig að deginum, hlýjast suðaustan tU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.