Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 30
 38 LAUGARDAGUR 15. JUNI 1996 Hjúkrunarfræðingar á Akureyri rannsaka sjálfsvelti á Islandi: Stilltum fyrirmyndarunglingum með fullkomnunaráráttu og lítið sjálfstraust, sem gjaman koma frá lokuðum og ofvemdandi íjölskyld- um þar sem lítið er rætt um vanda- málin, er hættara við sjálfsvelti, eða anorexiu, en öðm ungu fólki. Sjálfs- veltissjúklingar era í langflestum tilvikum stúlkur á kynþroskaskeiði, eða í 90 prósentum tilfella, og þær svelta sig meðvitað til lengri tima, hafa skerta dómgreind í sambandi við líkama sinn og útlit og telja sig alltof feitar, sama hversu horaðar þær í raun eru. Þetta kemur fram í rannsókn sem hjúkrunarfræðingar á Akureyri gerðu nýlega. Sjálfsvelti og lotugræðgi Sjálfsvelti er algengur sjúkdómur og talsvert um hann vitað á hinum ... norðurlöndunum. Hins vegar er lít- jf- ið vitað um útbreiðslu sjúkdómsins ' * hér á landi enda hefur sjálfsvelti lít- ið verið rannsakað hérlendis, þó hafa börn allt niður í níu ára komið í meðferð. Eftir því sem best er vit- að hafa aðeins verið gerðar tvær rannsóknir á sjálfsvelti, ein fyrir mörgum árum síðan og svo aftur ein í vetur. Þá vora það þrír hjúk- ranarnemar, Þorgerður Hauksdótt- ir, Kristín Sólveig Bjarnadóttir og Inga Dagný Eydal, sem tóku viðtöl við konur, sem höfðu svelt sjálfar sig, og báfu saman við fræðin. Þær hafa fallist á að segja frá rannsókn- inni. Konurnar, sem eru þrjár og á aldrinum 20-30 ára, höfðu veikst af sjálfsvelti, á aldrinum 13-20 ára og þjáðst af honum í allt að heilan ára- tug. Tvær þeirra þjáðust einnig af bulimiu eða lotugræðgi í framhaldi af sjálfsveltinu. Ein kvennanna hef- ur náð fullum bata, önnur nokkuð góðum bata og sú þriðja á enn í bar- áttu við sjúkdóminn en er komin vel á veg. Konurnar gáfu hjúkrunar nemunum nákvæmar lýsingar á upplifun sinni og þær reyndu að i varpa ljósi á sjúkdóminn og þróun hans. „Konumar gera sér grein fyrir ; því núna að þær höfðu brenglaða líkamsímynd um tíma í sjúkdómi , sínum. Þetta kom meðal annars i fram í því að þær gerðu sér ekki . grein fyrir því hversu magrar þær I voru orðnar og töldu ýmist að ein- 1 stakir líkamshlutar eða likaminn allur væri alltof feitur. Þannig gat hver lítil húðfelling margfaldast í þeirra augum og orðið að fitufjalli," segja hjúkrunarnemarnir í rann- sókn sinni. Einmanaleiki og örvænting Sjálfsveltissjúklingarnir telja að sjúkdómurinn sé viðbrögð við lágu sjálfsmati sínu, sektarkennd, skorti á sjálfsstjórn og óánægju með útlit og frammistöðu í lífmu. Með megr- un virðast sjúklingarnir telja sig ná betri stjórn á lífi sínu og vera merki um velgengni og styrk. Smám sam- an breytist vellíðunartilfmningin í {einmanaleika, örvæntingu, tilfinn- ingakulda og hungur. Sjúklingurinn getur ekki hætt sjálfsveltinu af t I ur allar blæðingar...Fékk svimaköst og mér var alltaf skítkalt. Ég gat ekki farið í bað því ég gat ekki leg- ið á rófubeininu af því það var svo aumt og ég gat ekki legið á hliðinni, mjaðmabeininu..." segir önnur. sjálfsdáðum og mörgum finnst sem þeir muni aldrei læknast til fulls þó að sjúkdómnum sé haldið niðri. „Þetta er bara eins og rennibraut sem þú rennur niður og þú getur ekki stoppað," segir ein konan. Missa niður blæðingar Sjúklingar með sjálfsvelti geta fengið ýmis líkam- leg einkenni, sem eru afleiðingar langvar- andi sveltis, til dæmis hætta tíðablæðingar, líkamshiti og blóð- þrýstingur lækka og stúlkurnar þola illa kulda. Húðin verður þurr og slímhúðin sömuleiðis, útlim- imir geta blánað og orðið kaldir og fín- gerð hár fara að vaxa út um allan lík- amann. Anorexíu- sjúklingar verða svo uppteknir af mégr- uninni að þeir ein- angrast og hætta að fara út á meðal fólks. Vanlíðan þeirra kemur fram í svefnleysi, svimaköstum, kynkulda og óþægindum vegna út- stæðra beina. „Ég náttúr- lega missti nið- Stíga oft a vigtina Sjálfsveltið hefur gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega vellíðan sjúklinganna og jafnvel líkamlegan þroska þeirra á uppvaxtarárunum. Sveltinu fylgir mikil þráhyggja enda heltekur það gjaman huga sjúklinganna og er í raun fíkn í svelti enda stiga sjúklingarnir á vigtina oft á dag. Óvenjulegar mat- arvenjur valda spennu í heimilislífi og stofnaði ein kvennanna, sem sagði frá reynslu sinni, til ósættis við matarborðið til þess að geta rok- ið burt án þess að borða. Önnur not- aði sveltiö til að ná sér niðri á for- eldrum sínum. Þráhyggjan birtist i því að sjúk- lingurinn „var gjörsamlega óþol- andi í mataræði á heimilinu. Bæði át ég svo lítið og var með fýlusvip- inn og nálaraugað yfir mömmu þeg- ar hún var að elda...Ég hef tekið virkilega á taugar heimilisfólksins," segir ein konan í rannsókninni. Hjúkrunamemarnir segja að það hafi hvarflað að konunum að fremja sjálfsmorð þegar þær höfðu misst alla von um að læknast og tvær þeirra leituðu í áfengisdrykkju. Hjá tveimur þróaðist sjúkdómurinn út í lotugræði, eða búlimíu, þar sem þær borðuðu og köstuðu matnum upp aftur þegar sveltið var oröið óbærilegt. Konurnar fóra í meðferð, ein í áfengismeðferð og önnur í meðferð erlendis, þar sem tekið var á tilfinningaleg- um vandamálum í stað þess að með- höndla einkennin eins og viröist hafa tíðkast hér á landi. Ein kvennanna varð ástfangin og hóf náið kynferðislegt samband og fannst henni það hjálpa sér i barátt- unni við sjúkdóminn. Tvær telja að meðganga fyrsta bamsins og það að verða móðir hafi haft úrslitaáhrif á þær og valdið því að þær hafi náð góðum bata. Reynsluleysi og vanþekking Konurnar gagnrýna reynsluleysi heilbrigðiskerfisins og vanþekkingu starfsfólksins til að taka á sjálfsvelti þó að gríðarlegur áhugi hafi verið meðal heilbrigðisstarfsfólks á því að heyra um sjúkdóminn. „Mér fannst stundum eins og ég væri að kenna þeim...“, segir ein konan í rann- sókninni og einnig: „ég upplifði mig vita meira um þetta. Hvernig átti ég þá að geta fengið stuðning?" Allar telja þær að fjölskylda og vinir hafi litla þekkingu og skilning á sjúk- dómnum. Sífellt fleiri konur á Vesturlönd- um veikjast af sjálfsvelti og hefur nýgengi sjúkdómsins tvöfaldast síð- ustu 20 árin enda virðast þau sjón- armið ríkja að grönn kona hafi náð góðum árangri í lífinu, hafi góða sjálfstjórn og sé hamingjusöm. Ekki eru til neinar tölur um það hversu sjúkdómurinn er algengur hér en samkvæmt nýlegum tölum í Svíþjóð hefur þriðja hver 11 ára stelpa farið í megrun og má búast við að ein- hverjar þeirra hafi veikst. Hér á landi flokkast sjálfsvelti sem geðsjúkdómur og er gjarnan meðhöndlað á geðdeild. Konurnar, sem tóku þátt í rannsókninni, voru lagðar reglulega inn á sjúkrahús og fengu meðferð með áherslu á þyngd- araukningu. Konurnar gagn- rýna meðferðina, telja gagns- laust að leggja áherslu á þyngdaraukningu í stað þess að veita tilfinninga- lega og einstaklings- bundna meðferð í sam- vinnu við sjúkling- inn. Hjúkrunar- nemarnir á Ak- ureyri komast að æskilegt sé að sérstök deild eða stofnun með sérhæfðu starfsfólki sé fyrir sjúklinga. Niður- stöðurnar verða kynntar á ráðstefnu á Akureyri í næstu viku. -GHS Anorexíusjúklingar verða svo uppteknir af megruninni aö þeir einangrast og hætta að fara út á meðal fólks. Þetta kemur fram í rannsókn sem hjúkrunarnemarnir Inga Dagný Eydal, Þorgerður Hauksdóttir og Kristín Sólveig Bjarnadóttir hafa gert. DV-mynd GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.