Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 B
„Ég vaknaði um hálfsjöleytið um
morguninn og byrjaöi á því að fara
í sturtu eins og ég geri venjulega.
Ég sest yflrleitt ekki niður svona
snemma á morgnana til þess að
borða morgunmat en fæ mér
ávexti fljótlega eftir að ég vakna.
Ég vakti síðan ellefu ára gamlan
son minn og undirbjó morgunmat
fyrir hann áður en hann færi í
skólann.
Þegar ég kom í vinnuna heilsaði
ég upp á næturvaktmanninn á Til-
kynningaskyldunni og drakk með
honum morgunkaffiö eins og ég
geri venjulega á morgnana. Ég hef
fyrir vana aö mæta alltaf fyrir kl.
átta í vinnuna. Mér finnst gott að
nota tækifærið áður en síminn er
opnaður hjá okkur til þess að geta
skrifað í ró og næði. Starfið hjá
Slysavamafélagi íslands byggir að
mjög miklu leyti á símhringingum
ásamt ábendingum og fyrirspurn-
um frá almenningi til mín. Það
þýðir að tími til þess að skrifa er
oft ekki mikill. Þegar ég var búin
að drekka morgunkaffið með vakt-
manninum hitaði ég kaffi fyrir
starfsfólkið svo það gæti fengið sér
það um leið og mætt var í vinnuna.
Það er í nógu að snúast hjá Herdísi Storgaard, slysavarnafulltrúa Slysavarnafélags íslands.
þar sem tekið var á móti mér. Þar
hófst yfirferð um bæinn þar sem ég
skoðaði helstu leiksvæði bama á
staðnum. Það vom opin leiksvæði,
skólar, gæsluvellir og sundlaugin
þar sem hættur geta leynst fyrir
börn.
Átak í Borgarnesi
Þetta tók meginhluta dagsins en
að lokum gerðum við matarhlé. Ég
borðaði mjög skemmtilegan kvöld-
verð á Hymunni með konunum í
Borgamesi sem tóku á móti mér.
Við fónnn út saman fjórar sem
stóðum aö þvi að kalla saman fund
um átak í slysavömum bama í
Borgarnesi. Síðan hittum við fólk
sem var búið að kalla saman. Ég
útskýrði fyrir þeim hvað þeim var
ætlað í þessu verkefni sem kallast
Gerum bæinn betri fyrir bömin.
Við vorum búin að vera í stöð-
ugu sambandi við vöruflutninga-
bílstjóra til þess að koma mér í bæ-
inn. Síðan fékk ég far með honum.
Það er ekki fyrir hvern sem er að
klifra upp í svona bil í þröngu
pilsi. Það er líkast því að fara i brú
á skipi. Ég kom mjög seint heim til
mín eða um hálfeittleytið. Þetta
Dagur í lífi Herdísar Storgaard, slysavarnafulltrúa Slysavarnafálags íslands:
Gerum bæinn betri fyrir börnin
Spjaliað við Rúrí
Þá gat vinnudagurinn minn
loksins hafist. Þennan ákveðna
dag, sem við erum að tala um, átti
ég fund með Rúrí listakonu.
Skemmdarverk höfðu verið unnin
á öryggisgrind í kringum eitt lista-
verka Rúríar i Laugardalnum og
því verið ákveðið að setja enn þá
öflugra öryggisnet í kringum það. í
kringum listaverkið er djúpt vatn
og grindin var sett til þess að lítil
börn dyttu ekki ofan í og drukkn-
uðu. Rúrí þurfti að bera undir mig
hvort nýja öryggisnetið, sem var
mjög sterkt, væri ekki slysagildra
fyrir böm.
Kl. 10.30 fór ég á mömmumorgun
í Vídalínskirkju í Garðabæ. Þar
hitti ég nokkrar mömmur og
fræddi þær um öryggisatriði í sam-
bandi við bömin þeirra og það
helsta sem þarf að huga að þegar
maður er með smábörn. Ég kom
aðeins inn á að sumarið væri fram
undan og hvaða hættur væru al-
gengastar. Litlu börnin em meira
úti og stundum í gæslu eldri systk-
ina. Þá er hætta á drukknun þar
sem vatn myndast. Einnig talaði ég
við þær um hjólreiðar og hjálma
ásamt öryggi á sundstöðum. Við
drukkum saman kaffi og áttum
saman umræður um efniö. Ég
hringdi á leigubíl en hann fór í vit-
lausa kirkju. Á meðan ég beiö úti
hitti ég leikskólakennara í Garða-
bæ og við ræddum öryggismál á
leiksvæðum í Garðabæ því ég
hafði fyrir nokkru tekið út öll leik-
svæði í Garðabænum. Ein móðirin
notaði tækifærið að biðja mig að
skoða hjálm sonar síns, hvort hann
væri ekki rétt settur á höfuðið.
Brunað í Borgarnes
Ég rétt komst niður í vinnu til
þess að skipta um tösku og fá mér
brauðsneið í hádegismat því fyrir
klukkan eitt brunaði ég af stað út á
Umferðarmiðstöö. Ég fór þaðan
með rútunni í Borgarnes kl. 13.00
var dæmigerður dagur í mínu lífi.
Ég tók leigubíl heim frá Vöruflutn-
ingamiöstöðinni og kötturinn var
sá eini sem var vakandi og tók á
móti mér þegar ég kom heim. Mað-
urinn minn vinnur líka mikið og
þarf aö fara mikið út á land. Það er
því púsluspil að koma þessu saman
því við eigum ellefu ára gamlan
dreng. -em
Jæja, frú Petersen, samkvæmt þyngd yðar ættuð þér að vera 3,42
metrar á hæð.
Nafn:.
Heimili:-
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og
fyrstu getraun reyndust vera:
1. Georg Georgsson
Brimnesbraut 19
900 Dalvík
2. Friðbergur Hreggviðsson
Fögruhlíð 19
220 Eskifirði
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verömæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fin og rík og liðin lik.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 362
c/o DV, pósthólf 5380