Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 22
22
sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 15. JUNI 1996
Hjálparbeiðnin
Harvey Scutt hafði lengi
hlakkað til að aka þvert yfir
Bandaríkin, frá austri til
vesturs, og það hafði sonur
hans, Darren, líka gert. Það
voru heldur ekki allir tíu
ára gamlir strákar sem
fengu að fara í slíka ævin-
týraferð. Darren var sann-
færður um að hún yrði við-
burðarík og jafnvel ævin-
týraleg en að hún yrði jafn-
lík sakamálamynd og raun
varð á hafði hann ekki látið
sér til hugar koma. Og fóður
hans auðvitað ekki heldur.
Ferðin hófst snemma
morguns og næstu daga var
lagt upp eins snemma og
hægt var. Hver dagleið var
löng og því skipti miklu að
nýta daginn vel. Þann dag
sem mest kemur við sögu
hér var engin undantekning
gerð og þegar leið á síðdegið
var Harvey orðinn þreyttur
undir stýri, enda heitt, og
hann reyndi að halda sér
vakandi með því að opna til
skiptis fyrir bílútvarpið og
loftkælinguna. Loks komu
þeir feðgar að ríkismörkum
Ohio. Þá voru þeir á innstu
akrein en skyndilega sá Har-
vey það sem fékk hann til að
halda að hann væri farinn
að sjá ofsjónir.
Hönd með blað
Hann gat ekki betur séð
en undan lokinu á farang-
ursgeymslu bíls við hliðina
teygði kona handlegg og í
hendinni hélt hún á miða
sem eitthvað stóð greinilega
á. Orðin voru í rauðu og
virtust hafa verið skrifuð
með varalit. Harvey jók
hraðann og ók nær bílnum.
Þegar stutt var orðið á milli
gat hann lesið eftirfarandi á
blaðinu: „Hjálpið mér!“
Það var fyrst þremur mín-
útum síðar að Harvey gat
ekið út af hrað-
brautinni til
þess að leita að
símaklefa. Þar
hringdi hann á
lögregluna en ók
síðan aftur út að
þjóðveginum. Þá
var bíllinn dul-
arfulli löngu
horfinn.
Þegar lög-
regluþjónarnir
komu á vettvang
sagði hann sögu
sína en verðir
laganna voru
vantrúaðir. Þeir
héldu að um
væri að ræða
hugarburð
þreytts öku-
manns eða jafn-
vel drukkins.
„Nei, ég er
ekki drukkinn!"
sagði Harvey.
„Og ég er hvorki
ruglaður af
þreytu né sé of-
sjónir. Ég er á
leið til Las Vegas
með syni mín-
um, Darren, og
hann sá það
sama og ég.“
Darren staðfesti nú að
hann hefði séð höndina dul-
arfullu með miðann. En lög-
regluþjónarnir töldu hins
vegar að ekki væri um neitt
alvarlegt að ræða. Líklega
hefðu þarna verið á ferð
skólastrákar með spaug.
Konuhvarf
Lögregluþjónarnir
fóru aftur á stöðina og
þeir Harvey og Darren
héldu áfram ferð sinni.
En það liðu aðeins tveir
tímar þar til lögregl-
unni barst önnur til-
kynning um fyrirbærið
dularfulla. Enginn öku-
mannanna, sem hafði
séð bílinn, hafði þó
komist nógu nærri hon-
um til að geta lesið
skrásetningamúmerið.
Bíllinn sem leit hófst nú
að gat því verið hvar
sem var í Ohio-ríki eða
jafnvel í grannríkjun-
um, Kentucky eða Indi-
ana.
Sama síðdegi barst
lögreglunni í Ohio til-
kynning um konuhvarf.
Tuttugu og tveggja ára
gömul húsmóðir,
Sherry Byme, var horf-
in af heimili sínu í borg-
inni Springdale.
Að morgni sama dags
hafði David Brewer, eig-
inmaður vinkonu
Sherry, hringt til henn-
ar og spurt hvort hún
væri ekki til í að hitta
þau hjón á tilteknu
móteli. Þau ætluðu sér
að fagna vissum áfanga.
Þau ættu von á bami.
Eiginmaður Sherry
var í vinnunni þegar
Brewer hringdi en hún Sherry Byrne.
ákvað engu að síður að
fara til mótelsins. En
Sherry hafði ekki kom-
ið heim aftur.
Leitin hefst
Lögreglan í Springdale
vissi að sjálfsögðu ekkert um
símtalið til Sherry því hún
hafði verið ein heima og var
ekki til frásagnar en þar eð
komast í rúmið með henni en
til þess hefði hann lengi lang-
að. Og það hefði reynst frek-
ar létt. Eftir ástarleikinn
hefði Sherry haldið heim til
sín.
Auðvitað fór lögreglan að
kanna sannleiksgildi frásagn-
ar Brewers. í ljós kom að
hann hafði sagt satt um að
hafa tekið á leigu
herbergi á mótel-
inu og ýmislegt
benti til þess að
þau Sherry hefðu
verið þar þvi bíll
hennar stóð enn
fyrir utan.
Hvorki starfsfólk
né gestir höfðu
þó séð þau sam-
an.
Nú var byrjað að
leita að Sherry.
David Brewer
sýndi mikinn
áhuga á að finna
hana því hann
var sá síðasti
sem virtist hafa
séð hana á lifi.
Hann bauð lög-
reglunni þá að-
stoð sem hann
gæti veitt.
í rúm með sér. Ronald gerði
sér ýmsar hugmyndir um
hvarfið, þar á meðal þá að
kona hans hefði ákveðið að
fara frá honum. En hann gat
þó ekki útilokað að eitthvað
voöalegt hefði komið fyrir
hana.
Rusty Teague hét rann-
sóknarlögreglumaðurinn
sem fékk það verkefni að
upplýsa hvað orðið hefði um
Sherry. Hann fór vandlega
yfir frásögn Davids Brewers
og þótt hann yrði að viður-
aldrei verið lauslát. Og
ekkert í framburði
Brewers-hjóna, Ronalds
né annarra, benti til að
hún hefði nokkru sinni
sýnt David minnsta
áhuga. Flest benti aftur
til þess að kunnings-
skapur Byrnes-hjóna og
Brewers-hjóna ætti ræt-
ur í nánum kunnings-
skap Shery og June,
konu Davids.
Scutt hefur
samband á ný
Teague varð æ sann-
færðari um að Sherry
hefði ekki farið á mótel-
ið ein síns liðs nema af
því að David Brewer
hefði sagt allt annað
búa að baki en það að
hann vildi hitta hana
einslega. Hún hefði ekki
farið þangað nema af
því að hún hefði búist
við að vinkona hennar,
June, yrði þarna.
Rannsóknarlögreglu-
mennirnir veltu mörg-
um kenningum fyrir sér
þessar stundirnar en
loks fór Teague að
íhuga hvort verið gæti
að einhver tengsl væru
milli hvarfs Sherry og
bílsins dularfulla sem
lögreglunni hafði verið
tilkynnt um. Hundruð
tilkynninga um hann
höfðu nú borist en af
einhverjum ástæðum
gat enginn sagt til um skrá-
setningarnúmerið. Það var
eins og handleggurinn með
miðanum með rauðu skrift-
inni hefði tekið alla athygli
þeirra sem bílinn sáu. Hann
virtist hins vegar hafa horfið
af yfirborði jarðar því leit að
honum bar engan árangur og
tilkynningar um ferðir hans
voru hættar að berast. En nú
hringdi Harvey Scutt sem
var kominn til Las Vegas
ásamt syni sínum.
Alls ekki
lauslát
David Brewer.
Brewers-hjónin voru nánasta
vinafólk Byrnes-hjónanna
var leitað til þeirra. Þá upp-
lýsti David Brewer að hann
hefði beðið Sherry að hitta
sig á móteli. Hann kvaðst
hafa hringt til hennar en
bætti því viö að hann hefði
sagt tilefnið annað en það
var. Ætlun sín hefði verið að
Maöur Sherry,
Ronald Byrne,
tók hvarfið mjög
nærri sér. Kona
hans var ung og
lagleg og hann hrifinn af
henni. Þá hafði hann talið að
Brewers-hjónin væru sér og
konu sinni vinsamleg og það
kom honum þvi mjög á óvart
að heyra að David skyldi
hafa hringt i konu sína, feng-
ið hana til að koma á mótel
og segja síðan að það hefði
verið auðsótt að fá hana upp
Las Vegas.
kenna að hún gæti verið
sönn fannst honum ýmislegt
grunsamlegt við hana og
vildi ekki útiloka að hann
vissi meira um hvarfið en
hann sagði.
Teague fór nú og ræddi viö
fólk sem þekkti til Sherry,
bæði á fyrri tíð og síðar, og
komst að þvi að hún hafði
Darren með ábend-
ingu
Scutt sagði-lögreglunni að
eftir að þeir feðgar hefðu náð
til Las Vegas hefði komið í
Ijós að sonur hans, Darren,
kynni að vera með upplýsing-
ar sem gætu orðið til þess að
bíllinn dularfulli fyndist.
Hann sagði að Darren hefði
oft sýnt mikinn áhuga á skrá-
setningarnúmerum bíla, rétt
eins og frændi hans í spila-
borginni frægu, og ræddu
þeir þetta sérstæða áhugamál
stundum. í þetta sinn hefði
Daren verið að sýna frænda
sínum númer á bílum sem
þeir feðgar hefðu séð þennan
umrædda dag og þá hefði
komið í ljós að líklega hefði
Darren skrifað hjá sér númer
bílsins margumtalaða. Það
hefði hann þá gert nokkrum
augnablikum áður en þeir
feðgar höfðu séð konuhand-
legginn með miðanum og í
ákafanum eftir það hafði Dar-
ren gleymt því að það væri
einmitt númerið á þessum bíl
sem hann hefði skrifað hjá
sér.
Teague rannsóknarlög-
reglumaður bað Scutt að gefa
sér númerið og hét að leyfa
honum að fylgjast með fram-
vindu málsins.
Játningin
Nokkrum mínútum eftir
að Teague hafði fengið núm-
erið sat hann og beið þess að
bifreiðaskráningin upplýsti
hann um hver væri eigandi
bilsins. Og allt í einu hringdi
síminn.
„Skráður eigandi er David
Brewer," sagði sá sem
hringdi. Það leit því út fyrir
að fyrri grunsemdir Teagues
ættu við rök að styðjast.
Brewer viðurkenndi við
yfirheyrslu að hafa lokkað
Sherry Byrne á mótelið í
þeim tilgangi að fá hana til
að vera með sér. En hún
sýndi honum ekki minnsta
áhuga. Þá nauðgaði hann
henni. Síðan batt hann hana
og keflaði, dró hana út úr
mótelinu og setti í farangurs-
geymslu bíls síns.
Brewer hafði ekki haft
hugmynd um að Sherry hafði
tekist að ná blaði úr tösku
sinni og varalit
sem hún notaði
síðan til að skrifa
hjálparbeiðnina
á. Lokið var
hviklæst og
henni tókst að
losa annan hand-
legginn og stinga
honum út með
miðann í hend-
inni.
Ökuferðinni lauk
í bílskúr. Þar dró
Brewer Sherry út
úr farangurs-
geymslunni en
honum var þá
orðið ljóst á
hvern hátt hún
hafði vakið at-
hygli á vanda
sínum, auk þess
sem hann vildi
ekki að hún gæti
komið sér í klípu
vegna nauðgun-
arinnar. Hann
stakk hana þvi til
bana með hnífi.
Líkið hafði hann
skilið eftir í bílskúmum en
hann hafði hugsað sér að
sækja það þangað síðar og
grafa einhvers staðar.
Brewer var dæmdur til
dauða og síðar tekinn af lífl í
rafmagnsstólnum.