Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 15. JUNI1996
Kálrúllur með laxi og
gratín með hnúðkáli
Mikið úrval er af fersku og góðu
grænmeti í verslunum nú í sumar-
byrjun og því um að gera að nota
það í matreiðsluna. Grænmeti hefur
ótvíræða kosti þvi að það er hollt og
ríkt af vítamínum og kaloríurnar
eru fáar og því gott að borða græn-
meti heilsunnar vegna eftir langan
og dimman vetur.
Hér á eftir koma tvær grænmetis-
uppskriftir, kálrúllur með laxi og
kartöflugratín með
hnúðkáli.
Laxa-
rúllur
1 hvítkáls-
höfuó
300 g laxflak
1 brauö-
sneió
100 gsœtur
rjómi
salt
hvítur pip-
ar
25 g olía eóa
jurtafeiti
2,5 dl grœnmetis
kraftur
Kálhöfuðið er skorið í tvennt og
breitt úr átta fallegum og stórum
kálblöðum. Blöðin eru soðin í vatni
í tvær mínútur, síðan hreinsuð í
köldu vatni og svo lögð á eldhús-
pappír.
Laxinn er skorinn í teninga.
Skorpan er skorin af brauðinu og
sneiðin rifín niður og sett í mat-
vinnsluvél ásamt laxinum. Rjóman-
um er hrært saman við þangað til
blandan er orðin mjúk. Saltað og
piprað.
Tveimur kálblöðum er raðað sam-
an þannig að annað blaðið nái að
hluta til yfir hitt. Laxblöndunni er
smurt á og svo er blöðunum rúllað
saman.
Skerið afganginn af kálinu niður,
hreinsið
og setjið
í
smurð-
an pott.
Hitið olí-
una á
pönnu
og
brúnið rúllurnar á öllum hliðum.
Rúllurnar eru settar í smurðan pott,
grænmetiskraftinum bætt við og
kálrúllurnar eru bakaðar í 20-30
mínútur við 200 gráður.
salt
pipar
múskat
2 msk. sólblömafrœ
Þvoið og afhýðið hnúðkálið og
kartöflurnar og skerið í sneiðar. Af-
hýðið og skerið laukinn niður.
Smyrjið skaftpott að innan, sáldrið
lauknum og raðið á víxl kartöflu-
sneiðum og hnúðkáli. Hrærið
rjóma, egg, rifinn ost og krydd og
hellið yfir kálið og kartöflurnar.
Dreifið hnúðkálsblöðum í ræmum
og sólblómafræjum yfir fatið.
Gratínið er bakað við 180 gráður í
einn klukkutíma. Ef skorpa mynd-
ast er gott að setja álpappír yfir.
Rétturinn er ljúffengur með fersku
salati.
Rétturinn er gjarnan borinn fram
með steiktum kartöflum.
Kartöflugratín
með hnúðkáli
2 hnúökáL,
750 g kartöfíúr ~~~- ^
1 laukur
50 g smjör eða smjörlíki
1 bolli sœtur rjómi eða 250 g
1 egg
50 g rifinn ostur
Bar-
becue-
kjúklingar
í síðustu viku urðu því
miður villur í uppskrift
ÍBáru Karlsdóttur mat-
gæöings að Barbecue-
j kjúklingum. Rétt upp-
; skrift fer því hér á eftir.
2 kjúklingar, hlutaðir
| Kjúklingamir eru hlut-
aðir niður og þeim er rað-
* að í eldfast fat.
matgæðingur vikunnar
Sósan
50 g smjörlíki
2 dl Barbecue-sósa
1 dl sojasósa
1 dl apríkósusulta
100 g púöursykur
Allt er hitað saman og
hellt yfir kjúklingahlut-
j ana. Hitað í ofni við 200
gráður í 50 mínútur.
Kjúklingabitunum er velt
í sósunni meðan steikt er.
Gott er að hafa jasmín-
grjón með og nota soöið
i sem sósu á grjónin.
-GHS
Ragna Þóra Karlsdóttir matgæðingur:
Mömmukryddað lambakjöt
„Við borðum mikið af lambakjöti
því að lambakjötið af Ströndum er
gæðakjöt og heima hjá mér er þessi
réttur, sem ég ætla að gefa uppskrift
að, kallaður mömmukryddað lamba-
kjöt,“ segir Ragna Þóra Karlsdóttir,
þroskaþjálfi á Hólmavík, en hún er
matgæðingur vikunnar að þessu
sinni.
Ragna Þóra gefur hér uppskrift að
kryddlegi, sem hún segir að sé góður
á hvers kyns lambakjöt, til
dæmis heil læri, kótilettur
og lundir og lika á kjöt sem
er grillað á teinum með
lauk, sveppum, ananas og
tómötum.
Hún gefur einnig upp-
skrift að kaldri og heitri
sósu til að bera fram með
réttinum eftir því hvort
kalt er eða heitt í veðri og
eplaköku í eftirrétt.
Kryddlögur
tœplega 1 dl matarolía
1 dl franskt, sœtt sinnep
2 msk. hvítlaukssalt
1 msk. pipar
2 msk. villikrydd
2 msk. majonnes
100 g rjómagráöostur
ca. % agúrka, rifin
örlítill pipar
Öllu er hrœrt saman.
Heit sósa
1 peli rjómi
nokkrir ferskir sveppir, brytjaöir
100 g hvítlauksrjómaostur
Kryddlögurinn er hrærð-
ur vel saman. Lærissneið-
amar era teknar úr frysti
ca. 3 sólarhringum fyrir
grillun. Þær eru lagðar í kryddlöginn
ca. 10-20 klst. fyrir grillunina og
kryddlögurinn er þerraður af áður en
grillað er.
Ragna Þóra Karlsdóttir frá Hólmavík er matgæðingur vikunnar.
Hún gefur uppskrift aö krydduöu lambakjöti og eplaköku.
DV-mynd JAK
/2 piparostur
Allt er sett í pott og hitaö.
Meðlæti
sosa
1 dós sýröur rjómi
Mjög gott er að hafa grillaðar kart-
öflur með kjötinu. Grillaðar heilar í
álpappir eða skornar í teninga og
settar á tein. Grillaðar í 10-15 mín.
Nauðsynlegt er að snúa kartöflunum
nokkrum sinnum. Grillaðir sveppir
og tómatar eru einnig góðir með
þessu kjöti. Ferskt salat er ómissandi
með grillmatnum, tfl dæmis búið til
úr kínakáli, púrrulauk, tómötum,
gúrkum og fetaosti.
Heit eplakaka
4-5 stk. græn eða gul
epli
svolítið rifið marsipan
(konfektmarsipan)
súkkulaöi
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 tsk. lyftiduft
1 stórt egg
kókosmjöl
kanelsykur
Eplin eru afhýdd og
brytjuð í eldfast mót.
Þar yfir rifið marsipan
og súkkulaðið brytjað
eða rifið yfir.
Súkkulaðið getur ver-
ið hvers konar. Því
næst er hveiti, sykur,
lyftiduft og egg hrært
með handþeytara og
eplin þakin með blönd-
unni. Kókosmjöli og
kanelsykri er að lok-
um stráð yfir. Epla-
kakan er borðuð heit með ís.
Gott er að nota aðalbláber í stað-
inn fyrir súkkulaðið til tilbreytingar.
Bakað í ca 30 mín. við 180-200 gráður.
Ragna skorar á frænku sína á
Akranesi, Hrönn Jónsdóttur grunn-
skólakennara.
-GHS
Kryddjurtir má
frysta fyrir
veturinn
Ferskar jurtir eru frábærar í
súpur, salat og sósur og oft er
ferskt jurtakrydd það sem gerir
herslumuninn á ljúffengum og
freistandi grænmetis-
JB diski. Jurtirnar eru
PH ríkar af vítamínum og
steinefnum sem örva
líkamsstarfsemina.
Þannig hefur basilik-
um til dæmis mjög
hvetjandi áhrif á lyst-
ina og blóðberg hjálp-
ar til við að brjóta
niður fituna í líkam-
l anum.
I Úrvalið af fersku
kryddi fer sívaxandi
hér á landi enda er
um að gera að not-
færa sér þessa úr-
valsvöru við mat-
reiðsluna. Krydd-
jurtir má einnig
rækta þar sem er
skjólgott og veður-
sælt í garðinum og
pottum á svölunum
1 eða í eldhúsglugganum yfir sum-
arið. Kryddjurtimar má frysta
| og nota allan veturinn og svo er
; hægt að búa sér til sína eigin
fersku kryddolíu.
Fryst í
litlurn boxum
Með því að frysta kryddjurtir
tekst að viðhalda frábærum
| bragðgæðum og ferskleika jurt-
I anna yfir veturinn. Þegar jurt-
imar eru frystar er gott að byrja
á því að hreinsa og þurrka þær
vel. Jurtirnar eru saxaðar niður
| og settar í lítil og frystibox, sem
hægt er að loka þétt. Boxin eru
| svo sett í frystikistuna og tekin
fram eftir þörfum.
Góð aðferð
fyrir dill
og steinselju
Þessi frystiaðferð er fljótlegri
en sú fyrri en ekki jafnheppileg
fyrir allar tegundir krydda. Jurt-
irnar eru þvegnar og þurrkaðar.
Laufin em tekin af. Jurtimar
eru settar í litla
, frysti-
iÉÉ
m
poka,
þeim
er lokað
og pok-
arnir settir
í frysti. Jurt-
irnar eru svo
teknar upp úr
frystinum og
rúllað yfir með
kökukefli
nokkrum sinn-
um. Þessi aðferð
er best fyrir dill, steinselju og
kerfil.
Jurtaolía
Heimatilbúin jurtaolía er góð í
| salat, á grænmetisdiska og í flat-
bökur. Auðvelt er að búa til sína
. eigin jurtaolíu með því að hella
góðri olíu í flösku með þéttu loki.
Saman við má setja estragon,
blóðberg, rósmarín, salvíu eða
aðrar jurtir. Ekki er þó gott að
blanda saman mörgum tegund-
um. Einnig er gott að láta út í 2-
3 piparkorn eða sinnepsfræ, sítr-
ónusneið, 1-2 hvítlauksrif eða
lauk.
Lokið flöskunni þétt og
geymið á köldum stað. Eftir 2-3
vikur er olían tilbúin til neyslu.
-GHS